Enn annað viðburðaríkt ár 🙏 Eins og ég gerði fyrir 2021 og 2020 (og að vissu leyti 2019) þá eru hérna nokkrir eftirminnilegir 2022 atburðir.
Golfferð með pabba
Við pabbi fórum í golfskóla á Spáni. Mjög gaman að æfa sig á flottum völlum og verða betri og betri 💪
Staðurinn heitir La Manga og ég henti í örstutt TikTok sem fékk meiri athygli en ég bjóst við.
Stofnaði Bulby með Birnu
Við Birna höfum í gegnum tíðina verið að pæla í ýmsum viðskiptatækifærum þar sem við getum blandað saman okkar reynslu og þekkingu.
Við ákváðum að búa til hugbúnað sem eflir sköpunargleði og stofnuðum Bulby. Við sóttum um í Startup SuperNova hraðalinn og vorum samþykkt inn, sem var geggjað hvetjandi svona snemma í ferlinu hjá okkur.
Við erum þakklát fyrir áhugann sem fólk hefur sýnt verkefninu okkar og gaman að vera boðið í ýmis viðtöl: Bylgjan, Fréttablaðið, mbl…
Við gáfum út beta útgáfuna rétt fyrir jól og erum alltaf að hleypa fleirum og fleirum inn. Áhugasamt fólk má endilega skrá sig á póstlistann á bulby.com 🙏
Sköpunargleði.is
Á árinu endurhönnuðum við sköpunargleði.is – undanfarin misseri höfum við verið að sjá mikinn áhuga hjá íslenska markaðnum fyrir vinnustofum og ráðgjöf í kringum sköpunargleði. Þannig að þetta var skemmtilegt tækifæri til að kynna þjónustuna betur og leika sér með nýtt tól, Webflow 🤓
Ég skrifaði smá færslu um þetta á LinkedIn:
I’ve been looking for an opportunity to try out Webflow for a while – it looked like a powerful & user-friendly tool to create websites (which is always an excellent combo) 💪
The user interface and WYSIWYG editor of Webflow reminded me a bit of Macromedia Dreamweaver that I started using in the late 90s when I upgraded from building websites by hand in Notepad 😅
I’ve used many different content management systems over the years, and one of the fun things about Webflow is how easy it is to add animations to the UX ✨
Fjölskylduferð til Tenerife
Eins og svo margir Íslendingar gerðu þegar Covid var „búið” skelltum við okkur til Tene. Ljúf afslöppun og fjör í sólinni og sjónum.
Héldum brúðkaupsveislu
Eftir Covid brúðkaupið 2021 áttum við alltaf eftir að halda almennilega veislu. Við vorum smá fram og til baka með þetta, hvort núna væri rétti tíminn þar sem Covid takmarkanir voru búnar, en við höfðum ekki mjög mikinn tíma til að skipuleggja svona veislu. En við slóum til!
Það var smá klikkað að við héldum þessa veislu daginn eftir að við vorum upp á sviði í Grósku á Investor Day í lokinn á Startup SuperNova hraðlinum að segja stútfullum sali frá Bulby og svara spurningum frá panel-num. 2 dagar af adrenalíni 😅
Við komumst í blöðin út af veislunni – vinkillinn var sköpunargleði þar sem við vildum vekja athygli á hvernig er hægt að nota sköpunargleði fyrir alls konar 💡
Já… stuttu fyrir veisluna var ég steggjaður – ég átti það líka eftir 😉
Ferðast innanlands og leika sér með drónann
Það eru forréttindi að þurfa ekki að ferðast langt til að sjá frábæra og fjölbreytta náttúru. Við nýttum tækifærið og fórum hingað og þangað. Það gaf mér tækifæri til að leika mér með drónann 🤩
Ég tók upp myndband í Básum í Þórsmörk þar sem ég var smá að herma eftir þessum týpísku screen savers sem maður sér á Apple TV 😉
Hérna er annað dróna myndband þar sem ég var að leika mér að þjóta hratt yfir eina strönd á Suður-Íslandi.
Slush ráðstefnan í Helsinki
Við tókum eftir ágætum áhuga hjá fyrirtækjum sem voru með okkur í SuperNova að skella sér á sprota-ráðstefnuna Slush í Helsinki, Finnlandi. Við ákváðum að slá til og skella okkur í ævintýri.
Þetta er ein stærsta startup ráðstefnan í Evrópu og þetta var mikið fjör. Kjörið tækifæri til að læra, prófa eitthvað nýtt. Kynnast nýju fólki og kynnast öðrum úr bransanum betur. Segja fleirum frá Bulby og læra af þeirra endurgjöf.
Gaf út lag: Army of Ants
Ég gaf í fyrsta skipti út lag almennilega. Army of Ants er komið á Spotify, Apple Music, TIDAL og ýmsar aðrar þjónustur. Það er líka hægt að nota það sem bakgrunnstónlist á Instagram, TikTok og Snapchat.
Ég hef gefið út lög á Bandcamp áður, en þetta er í fyrsta skiptið sem lag frá mér fer í almennilega dreifingu.
Ég gaf þetta lag út undir nafninu Noise Orchestra – hljómsveitanafn sem mér datt í hug fyrir mörgum árum og er búinn að vera fikta í kringum, reyna setja saman heildstætt lag. Það tókst loksins 😄
Hress 2022
Talandi um tónlist… Army of Ants komst einmitt á Hress 2022 listann.
Þetta er extra hress árgangur. 46 lög að þessu sinni, á meðan undanfarin ár hafa þetta verið 32-40 lög. Það hefur alveg gerst áður að ég lauma inn mínum eigin lögum. Á Hress 2009 var Jungle Dancing með Black Monster Hamster 😄
Annað athyglisvert á listanum er að The Glitch Mob eru með 3 lög af nýju plötunni þeirra. Bakermat er líka með 3 lög á listanum. Svo er The Prodigy með 2 lög – remix útgáfur eins og oft eiga heima á Hress listunum. Það eru einmitt 25 ár síðan The Fat of the Land kom út.
Að mínu mati eru þessi lög upplögð í ræktina, en þau geta líka gert húsverkin skemmtilegri 😆 Ég mæli með hlustun á Spotify.
Áhugasamt fólk getur fylgst með Hress 2023 – það er smám saman að bætast við þann lista.
Spotify Wrapped tölfræði
Til að bera saman við 2021, þá er hérna það sem Spotify tók saman um 2022:
Ég hlustaði í 26.116 mínútur – árið á undan hlustaði ég í 32.919 🤷🏻♂️ Við reyndar keyptum okkur vinyl spilara, þannig að það eru nokkrar mínútur þar sem eru ekki skrásettar 😉
Horfði á mjög margar kvikmyndir
Ég náði því “milestone” að vera kominn með yfir 1000 kvikmyndir í kvikmynda-gagnagrunninn á þessari síðu 🥳 Ég sá 90 kvikmyndir á árinu – töluvert meira en undanfarin ár. Núna þegar Aníta er með aldur til að horfa á fleiri kvikmyndir höfum við nokkuð oft kósýkvöld þar sem við horfum á einhverja fjölskyldumynd 😄
Þær myndir sem komu vel út varðandi „upplifunarstjörnur“:
9 stjörnur
8 stjörnur
- Elvis
- Knives Out
- The Hunt
- Bullet Train
- Thor: Love and Thunder
- Wreck-It Ralph
- Top Gun: Maverick
- 7500
- The Mitchells vs the Machines
- The Batman
- Spider-Man: No Way Home
Við Bjössi tókum upp nokkra þætti af Búnir með poppið þar sem við ræddum eitthvað af þessum myndum. Hlaðvarpið er á smá ís núna, en við komumst vonandi í stúdíóið seinna á þessu ári.
Bækur beint í eyrun
Í baksýnisspeglum hef ég líka verið að telja upp þær bækur sem hef hlustað á. Megnið af bókunum sem ég hlustaði á voru teknar fyrir í Northstack bókaklúbbnum 🤓
Bækurnar sem ég kláraði:
- Eat the Buddha: Life and Death in a Tibetan Town
- The Minimalist Entrepreneur: How Great Founders Do More with Less
- Escaping the Build Trap: How Effective Product Management Creates Real Value
- Build: An Unorthodox Guide to Making Things Worth Making
- Traction: A Startup Guide to Getting Customers
- The Science of Storytelling
Bækur sem ég byrjaði á en á eftir að klára:
- Calling Bullshit: The Art of Skepticism in a Data-Driven World
- The Lean Product Playbook: How to Innovate with Minimum Viable Products and Rapid Customer Feedback
- Loved: How to Rethink Marketing for Tech Products
- A Thousand Brains: A New Theory of Intelligence
Mikið um bækur sem gagnast fyrir alls konar Bulby pælingar 💡
Þá er þetta magnaða ár skrásett fyrir sögubækurnar 😄
Takk fyrir að lesa (já, eða skanna) 🙏 2023 verður örugglega enn annað viðburðaríkt ár – stórafmæli og læti 🥳
Síðast uppfært 8. January, 2024
Leave a Reply