Enn annað viðburðaríkt ár 🙏 Eins og ég gerði fyrir 2021 og 2020 (og að vissu leyti 2019) þá eru hérna nokkrir eftirminnilegir 2022 atburðir.
[Read more…] about 2022 í baksýnisspeglinumHlynur
Fisheye partý – Afmæli 2011 og steggjun 2012
Filman á lomo fisheye myndavélinni minni var búin, þannig að ég trekkti hana til baka og fór með í framköllun nýlega. Mér sýnist þetta vera aðallega myndir frá einhverju partý hjá Óla fyrri part 2012 (ekki alveg viss hvert tilefnið var) afmæli Óla í nóvember 2011 (Hlynur staðfesti það) og svo steggjun Trausta síðasta sumar.
[Read more…] about Fisheye partý – Afmæli 2011 og steggjun 2012
Hress 2012: Stuð tónlist – meira partý, meira fjör :)
(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:
Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!
Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.
Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)
Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).
Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.
Jæja, here we go. Hérna eru lögin:
Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)
Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)
Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)
Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.
Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.
Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.
Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)
M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:
Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.
NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)
Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.
Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)
Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.
Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.
Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.
Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)
Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)
Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)
Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.
Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.
Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.
Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)
Tölfræði
Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.
- Hress 2007: 28 lög
- Hress 2008: 77 lög
- Hress 2009: 67 lög
- Hress 2010: 39 lög
- Hress 2011: 19 lög
- Hress 2012: 21 lag
Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.
Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:
Nein mann, Ich will noch nicht gehen
Hress 2011 – góð tónlist til að koma sér í gott skap
Jájájá… Nýjasti Hress listinn loksins kominn á Netið :) Hér eru lögin, njótið:
LMFAO – Party Rock Anthem (feat. Lauren Bennett & GoonRock)
Hresst lag, þótt þetta sé smá guilty pleasure ;)
Wiz Khalifa – Black and Yellow
Svona miðjan janúar tók ég frekar gott session og hlustaði á þetta lag aftur og aftur. Kúl myndband líka.
Ég keypti meira að segja “Black and Yellow” bolinn :) – fékk lagið á MP3 með, nokkuð gott.
Monarchy – Love Get Out Of My Way (Benny Benassi Remix)
The Lowbrows – WOW
Þetta er víst framleitt (pródúsað) af Shinichi Osawa, hann hefur verið að gera góð hluti á Hress listunum undanfarin ár (2008, 2009 og 2010).
D.I.M. – Is You (Le Castle Vania Remix)
D.I.M. (Andreas Meid) er víst hluti af Boys Noize crew-inu.
Peter Licht – Sonnendeck 2011 (Tonka Treatment)
Það er svo mikil gleði og sumar í þessu lagi… sykursætt synthapopp.
Martin Solveig & Dragonette – Hello
Annað hresst og skemmtilegt lag í mýkri kantinum.
Mustard Pimp feat. Alec Empire – Catch Me (Access Denied Remix)
Mustard Pimp er alveg með þetta. Hann var líka á Hress 2009 og Hress 2010.
Marlena Shaw – California Soul (A.Skillz Remix)
Gífurlegur hressleiki. Þetta er víst lag frá 1969 komið í nýjan búning – sem ýmsir aðrir hafa sample’að og remix-að.
Justice – Newlands (The Blisters Boyz Remix)
Justice maður… sá þá á Sónar 2008, ógleymanlegt. Sá þá aftur núna á Lollapalooza 2012 – gott partý. Þeir eru mættir aftur með nýja plötu sem er nokkuð góð, reyndar ekki að fíla öll lögin í tætlur en samt ágætis hlustun. Þetta remix gefur laginu aðeins meira kick, aðeins meiri hressleika ;)
The Rapture – How Deep Is Your Love (A-Trak Remix)
Er að fíla þetta… hressandi… góð blanda: The Rapture sem ég hef séð tvisvar live og A-Trak sem ég sá á Sónar 2008. Ég sá einhvers staðar að þetta remix væri til heiðurs DJ Mehdi sem lést árið 2011. Ég sá einmitt þá tvo, A-Trak og DJ Mehdi, á Sónar þar sem þeir héldu eitt besta partý sem ég hef lent í. Sorglegt að missa svona snilling.
Tiesto – Maximal Crazy (Bassjackers Remix)
Trausti fær credit fyrir þetta, rakst á þetta lag af því að hann var að fíla það á Hype Machine. Hressandi klikkun :)
Cirez D – Mokba
Góð uppbygging í þessu lagi. Góður kraftur. Gott í ræktina, þegar maður þarf að keyra sig áfram ;) Síðan kemur í ljós að Cirez D er víst annað nafn sem Eric Prydz notar. Áhugavert…
Midnight Conspiracy – Discord (The Chaotic Good Remix)
Hart. Bassi. Surg. Ég fíla ‘etta.
Avicii – Levels
Ljúfir tónar og góður taktur.
Scenic – Another Sky (The Magician Remix)
Þetta lag kemur úr Mapleshare via Hlyn. Gott vibe í þessu. Svo er ég líka alltaf veikur fyrir hressum píanó-tónum ;)
Sykur – Reykjavík
Hresst 101 djamm tribute. Fínasta surg með hressum töktum.
Chilly Gonzales – You Can Dance (Robotaki Remix)
Hresst. Gott vibe. Ljúfir tónar.
Það voru alveg rugl mörg lög á Hress 2008 (77!). En núna eru töluvert færri. Samkvæmt nýjustu tölum eru 19 lög á Hress 2011. Er að spá af hverju það sé – ég er reyndar orðinn aðeins strangari á það hvað fer á listann (bara topp gæði). En það gæti líka verið að “mín tónlist” (elektró surg, djúpur bassi og annað hressandi) hafi verið meira í tísku (og meira verið að gefa þannig út) árið 2008.
Frestunarárátta
Ég geri mér örugglega grein fyrir því meira en aðrir hvað ég er alltof seinn að koma þessari bloggfærslu út. En það skiptir ekki máli, þetta er bara í takt við stefnu þessa bloggs:
Betra seint en aldrei™ ;)
Þetta hefur aldrei verið “árslisti”. Þetta er bara samansafn af lögum sem ég set út undir “Hress” nafninu ásamt stigvaxandi tölu ;)
Gengur betur næst
Deadlines hjálpa oft með að koma hlutum í verk. Þannig að til að auka líkurnar á að Hress 2012 komi út á skikkanlegum tíma – og til að koma í veg fyrir að ég hafi áhyggjur af þessu allt árið, þá ætla ég að setja deadline fyrir útgáfu Hress 2012.
Ef bloggfærslan fyrir Hress 2012 verður ekki komin út 28. janúar 2013 þá hætti ég við að gefa þann lista út.
Iceland Airwaves 2012 – Dagur 2 – Löng biðröð, rok, kuldi og myndir
Áfram með smjörið, Iceland Airwaves 2012 er rétt að byrja ;) Eftir vinnuna (þar sem ég var að taka þátt í Ofurhetjudegi TM Software) skellti ég mér á Serrano til að fá mér smá mat áður en ég fór á “Music Production” námskeiðið (þar sem ég er að læra að búa til tónlist með Ableton Live). Það var búið kl. 20 og þá fór ég heim.
Ég gerði mig til – fór í Airwaves gallann ;) Þegar ég var kominn niður í bæ reyndist erfitt að finna bílastæði – þegar ég var að keyra um miðbæinn í leit að stæði keyrði ég fram hjá Listasafninu sem átti að vera fyrsta stoppið og þar var fáránlega löng röð (fram fyrir hornið á húsinu!). Sem kom mér smá á óvart af því að áður en ég lagði af stað tékkaði ég á biðraðamyndavélinni í Airwaves app-inu og þar var bara allt í góðu, engin röð. Málið var s.s. að feed-ið í iOS app-inu var ekki að virka :/
Þannig að ég hlammaði mér bara aftast í röðina. Hún hreyfðist smá og smá… þannig að ég hélt í vonina. Vinahópurinn var þarna inni og ég vildi gefa þessu séns – ekki mikið annað í gangi annars staðar sem ég hafði áhuga á, en hins vegar langaði mig svolítið að sjá Purity Ring sem voru á dagskrá á Listasafninu seinna um kvöldið.
Þetta endaði með að ég komst inn eftir ca. klukkutíma bið – I’ve had worse ;) Ef ég hefði ekki verið í dúnúlpu og með húfu og vettlinga þá hefði ég frosið í hel. Fólk var byrjað að tala um endaatriðið í Titanic – þegar fólk flaut frosið í sjónum ;)
Jæja, ég komst loks inn í hlýjuna :) Þar var Sóley að spila – ljúfir tónar, krúttlegt… Svo er hún nokkuð fyndin :) Eftir það komu Purity Ring – skemmtilegt elektró, ég var að fíla þetta. Skemmtilegt líka hvernig þau léku sér með ljós.
Næst var planið að skella sér í Hörpuna. Hlynur og Lalli voru reyndar eftir, en við Bjössi fórum út í óveðrið. Það var mikil svaðilför að hlaupa frá Listasafninu í Hörpuna – það var rosalega hvasst, það hvasst að gleraugun fuku af Bjössa! 5 metra eða svo… En hann náði þeim aftur.
Í Hörpu sáum við Of Monsters and Men – góðir tónleikar, krúttleg, þau kunna þetta – búin að vera æfa sig helling undanfarið :)
Í Hörpunni var ein Airwaves “hefð” sem maður sér ár eftir ár – tveir gaurar með fána þar sem stendur “LOST”. Maður sér þá yfirleitt í Listasafninu, en þeim finnst örugglega líka hentugt að vera í Hörpunni – fín lofthæð ;) Núna virðast þeir hafa breytt fánanum aðeins og skrifað “FOUND” aftan á. Ég spjallaði smá við þá í fyrra – mig minnir að þeir séu frá Bretlandi og þetta ætti að vera 7. árið sem þeir mæta á Iceland Airwaves.
Fimmtudagskvöldið var ekki mikið lengra og þá var það bara að hætta sér aftur út í ofsaveðrið til að komast heim. Það bjargaði mér algjörlega að Bjössi keyrði mig að bílnum mínum ;) Hann var s.s. lagður mun nær Hörpunni en ég.
Hérna eru svo nokkrar ljósmyndir frá öðrum degi Airwaves ’12:
[Read more…] about Iceland Airwaves 2012 – Dagur 2 – Löng biðröð, rok, kuldi og myndir
Iceland Airwaves 2012 – Dagur 1 – Nokkrar myndir
Iceland Airwaves 2012 er byrjað! Fyrsta stoppið var fyrir utan Iðnó. Nokkrir úr vinahópnum ætluðu að tékka á tónleikunum hjá Pascal Pinon og Sóley þannig að þetta hljómaði eins og góður staður til að byrja. En þegar ég mætti var nokkuð löng fyrir utan. Það liðu reyndar 1-2 mínútur þangað til ég áttaði mig á að Hlynur væri fyrir framan mig í röðinni ;) Við biðum þarna í smá stund, svo bættust við Lalli, Sigga, Kristín og Sara. Röðin var ekkert að hreyfast – húsið fullt.
Smátt og smátt beiluðum við á þessu og fórum á Þýska barinn. Þegar ég mætti tók Katrín heimsflakkari á móti mér. Óttar mætti svo stuttu seinna. Á Þýska sá ég Gabríel ásamt gestum (Opee, Unnsteinn, Valdimar…) – nokkuð gott. Bjössi slóst ferskur í hópinn okkar. Næst var það norska hljómsveitin Highasakite – ágætis stöff, alveg hægt að dilla sér, en ekkert brillíant. Eftir það kom Þórunn Antonía (og Berndsen) – frekar stutt sett, en fjörugt.
Svo var það lokaatriði kvöldins, Ásgeir Trausti (og félagar) – hugljúfir tónar, fínasta leið til að enda day one af Iceland Airwaves ’12.
Hér eru svo nokkrar (útvaldar) myndir sem ég tók:
[Read more…] about Iceland Airwaves 2012 – Dagur 1 – Nokkrar myndir