Jájájá… Nýjasti Hress listinn loksins kominn á Netið :) Hér eru lögin, njótið:
LMFAO – Party Rock Anthem (feat. Lauren Bennett & GoonRock)
Hresst lag, þótt þetta sé smá guilty pleasure ;)
Wiz Khalifa – Black and Yellow
Svona miðjan janúar tók ég frekar gott session og hlustaði á þetta lag aftur og aftur. Kúl myndband líka.
Ég keypti meira að segja “Black and Yellow” bolinn :) – fékk lagið á MP3 með, nokkuð gott.
Monarchy – Love Get Out Of My Way (Benny Benassi Remix)
The Lowbrows – WOW
Þetta er víst framleitt (pródúsað) af Shinichi Osawa, hann hefur verið að gera góð hluti á Hress listunum undanfarin ár (2008, 2009 og 2010).
D.I.M. – Is You (Le Castle Vania Remix)
D.I.M. (Andreas Meid) er víst hluti af Boys Noize crew-inu.
Peter Licht – Sonnendeck 2011 (Tonka Treatment)
Það er svo mikil gleði og sumar í þessu lagi… sykursætt synthapopp.
Martin Solveig & Dragonette – Hello
Annað hresst og skemmtilegt lag í mýkri kantinum.
Mustard Pimp feat. Alec Empire – Catch Me (Access Denied Remix)
Mustard Pimp er alveg með þetta. Hann var líka á Hress 2009 og Hress 2010.
Marlena Shaw – California Soul (A.Skillz Remix)
Gífurlegur hressleiki. Þetta er víst lag frá 1969 komið í nýjan búning – sem ýmsir aðrir hafa sample’að og remix-að.
Justice – Newlands (The Blisters Boyz Remix)
Justice maður… sá þá á Sónar 2008, ógleymanlegt. Sá þá aftur núna á Lollapalooza 2012 – gott partý. Þeir eru mættir aftur með nýja plötu sem er nokkuð góð, reyndar ekki að fíla öll lögin í tætlur en samt ágætis hlustun. Þetta remix gefur laginu aðeins meira kick, aðeins meiri hressleika ;)
The Rapture – How Deep Is Your Love (A-Trak Remix)
Er að fíla þetta… hressandi… góð blanda: The Rapture sem ég hef séð tvisvar live og A-Trak sem ég sá á Sónar 2008. Ég sá einhvers staðar að þetta remix væri til heiðurs DJ Mehdi sem lést árið 2011. Ég sá einmitt þá tvo, A-Trak og DJ Mehdi, á Sónar þar sem þeir héldu eitt besta partý sem ég hef lent í. Sorglegt að missa svona snilling.
Tiesto – Maximal Crazy (Bassjackers Remix)
Trausti fær credit fyrir þetta, rakst á þetta lag af því að hann var að fíla það á Hype Machine. Hressandi klikkun :)
Cirez D – Mokba
Góð uppbygging í þessu lagi. Góður kraftur. Gott í ræktina, þegar maður þarf að keyra sig áfram ;) Síðan kemur í ljós að Cirez D er víst annað nafn sem Eric Prydz notar. Áhugavert…
Midnight Conspiracy – Discord (The Chaotic Good Remix)
Hart. Bassi. Surg. Ég fíla ‘etta.
Avicii – Levels
Ljúfir tónar og góður taktur.
Scenic – Another Sky (The Magician Remix)
Þetta lag kemur úr Mapleshare via Hlyn. Gott vibe í þessu. Svo er ég líka alltaf veikur fyrir hressum píanó-tónum ;)
Sykur – Reykjavík
Hresst 101 djamm tribute. Fínasta surg með hressum töktum.
Chilly Gonzales – You Can Dance (Robotaki Remix)
Hresst. Gott vibe. Ljúfir tónar.
Það voru alveg rugl mörg lög á Hress 2008 (77!). En núna eru töluvert færri. Samkvæmt nýjustu tölum eru 19 lög á Hress 2011. Er að spá af hverju það sé – ég er reyndar orðinn aðeins strangari á það hvað fer á listann (bara topp gæði). En það gæti líka verið að “mín tónlist” (elektró surg, djúpur bassi og annað hressandi) hafi verið meira í tísku (og meira verið að gefa þannig út) árið 2008.
Frestunarárátta
Ég geri mér örugglega grein fyrir því meira en aðrir hvað ég er alltof seinn að koma þessari bloggfærslu út. En það skiptir ekki máli, þetta er bara í takt við stefnu þessa bloggs:
Betra seint en aldrei™ ;)
Þetta hefur aldrei verið “árslisti”. Þetta er bara samansafn af lögum sem ég set út undir “Hress” nafninu ásamt stigvaxandi tölu ;)
Gengur betur næst
Deadlines hjálpa oft með að koma hlutum í verk. Þannig að til að auka líkurnar á að Hress 2012 komi út á skikkanlegum tíma – og til að koma í veg fyrir að ég hafi áhyggjur af þessu allt árið, þá ætla ég að setja deadline fyrir útgáfu Hress 2012.
Ef bloggfærslan fyrir Hress 2012 verður ekki komin út 28. janúar 2013 þá hætti ég við að gefa þann lista út.
Síðast uppfært 28. January, 2013
Leave a Reply