• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Chicago

Chicago

Hress 2012: Stuð tónlist – meira partý, meira fjör :)

28. January, 2013 Leave a Comment

DJ Hannes: Hress 2012

(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:

Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!

Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.

Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)

Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).

Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.

Jæja, here we go. Hérna eru lögin:

Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)

Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)

Justice á Lollapalooza 2012

Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)

Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.

Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.

Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.

Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)

(SoundCloud link)

M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:

Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.

NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)

Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.

Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)

Florence + The Machine á Lollapalooza

Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.

Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.

Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.

Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)

Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)

Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)

Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.

Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.

Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.

Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)

Tölfræði

Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.

Hress 2007-2012

  • Hress 2007: 28 lög
  • Hress 2008: 77 lög
  • Hress 2009: 67 lög
  • Hress 2010: 39 lög
  • Hress 2011: 19 lög
  • Hress 2012: 21 lag

Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.

Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:

Nein mann, Ich will noch nicht gehen

Filed Under: Tækni, Tónlist, Video Tagged With: A-Trak, app, Busta Rhymes, Calvin Harris, Chicago, Chromeo, Diplo, Florence + The Machine, Gummi, Hlynur, Hot Chip, hress, Iceland Airwaves, Justice, Lana Del Rey, Lollapalooza, M.I.A., MSTRKRFT, tölfræði, Tiësto

Red Hot Chili Peppers – Under the Bridge (Live at Lollapalooza 2012)

6. August, 2012 Leave a Comment

Magnaðir tónleikar hjá Red Hot Chili Peppers. Tugþúsundir að syngja saman lag eftir lag.

Red Hot Chili Peppers – Under the Bridge (Live at Lollapalooza 2012)

Filed Under: Tónlist, Video Tagged With: Chicago, Lollapalooza, Red Hot Chili Peppers, tónleikar

Very hot & sweaty but still a lot of fun :) Live music is the best. #lolla

4. August, 2012 Leave a Comment

Very hot & sweaty but still a lot of fun :) Live music is the best. #lolla
via Instagram

Filed Under: Farsímamyndir, Ferðalög, Tónlist Tagged With: Chicago, Instagram, Lollapalooza, tónleikar

Hannes says hi :) #crazyhot #chicago #thebean #reflection

2. August, 2012 Leave a Comment

Hannes says hi :) #crazyhot #chicago #thebean #reflection
via Instagram

Filed Under: Farsímamyndir, Ferðalög Tagged With: Chicago, Instagram

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...