Follow @HannesJohnson

January 28th, 2013 @ 2:44

Hress 2012: Stuð tónlist – meira partý, meira fjör :)

DJ Hannes: Hress 2012

(1 árs) DJ Hannes kynnir Hress 2012:

Þú verður að tékka á þessum lögum maaar!

Ég hef verið að búa til þessa Hress lista nokkuð lengi. Ég fór smá yfir uppruna þeirra í Hress 2007 færslunni.

Þetta er ekki árslisti, bara lög sem ég var að fíla þetta árið, sem mér fannst hress. Þannig að það geta alveg komið inn gömul lög – sum nokkra ára gömul, sum töluvert eldri :)

Lögin geta verið allt frá því að vera guilty pleasure mainstream lög yfir í að vera hart bassayfirgnæfandi elektró-surg. Þetta eru oft remix, af því að ég fíla þau og þau eru oft hressari en upprunalega lagið. Svo hjálpar líka að það er mikið af remix-um á The Hype Machine (sem ég fylgist vel með, jafnvel daglega).

Tæknin er æðisleg, Shazam og SoundHound hafa bjargað mér nokkrum sinnum þegar ég hef heyrt eitthvað gott lag í útvarpinu og vil vita hver er flytjandinn og hvað það heitir. Án þessara snilldar app-a þá væru ekki sum lögin á þessum lista.

Jæja, here we go. Hérna eru lögin:

Foster The People – Pumped Up Kicks (Gigamesh Remix)
Möguleiki að ég hafi heyrt þetta fyrst 2011, en í byrjun 2012 “uppgötvaði” ég að ég væri að fíla það í tætlur, gott groove, góð stemning, hressleiki :)
(SoundCloud link)

Úlfur Úlfur – Ég er farinn
Hresst íslenskt. Smá MSTRKRFT fílingur með dash af Chromeo.
(gogoyoko link)

Justice á Lollapalooza 2012

Justice – Ohio (Edgework Remix)
Justice maður! Það mætti alveg kalla þá kónga Hress listanna. Þeir hafa verið á Hress 2007, 2008, 2009 og 2011 – sem sagt næstum því á öllum Hress listum sem hafa verið gefnir út. Ég sá þá aftur live núna 2012 í Chicago á Lollapalooza tónlistarhátíðinni, gott partý, gott stuð :)

Mark Foster + A-Trak + Kimbra – Warrior
Mark Foster (úr Foster The People) mættur aftur með A-Trak. Nice.

Lana Del Rey – Blue Jeans (RAC Mix)
Gummi / gakera fær props fyrir þetta lag.

Flo Rida – Good Feeling
Lag sem ég var með í fyrra er mikið sample’að í þessu lagi… Levels með Avicii, sem sample’ar Something’s Got a Hold on Me með Etta James (sem lést í janúar 2012). Er að fíla þetta lag, kemur mér í gott skap. Hresst.

Diplo – Express Yourself Feat. Nicky Da B (Radio Edit)
Hlynur fær props fyrir þetta lag. Hann skellti myndbandinu á Facebook – sem er líka nokkuð hresst ;)

(SoundCloud link)

M.I.A. – Bad Girls
Austurlenskur fílingur – í takt við myndbandið sem er líka kúl:

Hot Chip – Flutes
Strákarnir í Hot Chip alltaf hressir :) Þeir voru líka á Hress 2007.

NSFW – Coconut
Mér finnst eitthvað svo skemmtilega mikið sumar í þessu. Viðeigandi þar sem lagið heitir “Kókoshneta” :)
(SoundCloud link)

Marky Mark – Good Vibration
Eitt old school – Mark Wahlberg í góðu stuði :) DJ Shuffle gróf þetta upp úr safninu.

Dragonette – Riot
Dragonette var á Hress 2011 með lagið Hello ásamt Martin Solveig. Hún er greinilega að gera góða hluti :)

Florence + The Machine á Lollapalooza

Florence + The Machine – Spectrum (Calvin Harris Remix)
Ég missti af Florence + The Machine þegar þau mættu á Iceland Airwaves, en ég sá þau live á Lollapalooza síðasta sumar.

Gossip – Perfect World (RAC Mix)
RAC með 2 remix á listanum. Vel gert. RAC stendur víst fyrir Remix Artist Collective.

Destiny’s Child – Say My Name (Don Winsley Remix)
Uppgötvaði þetta remix þegar ég var að hlusta á annað smooth remix eftir Cyril Hahn. The Hype Machine flokkar núna remix af sama laginu saman – þannig að þegar ég var búinn að hlusta á Cyril Hahn remix-ið byrjaði þetta (nokkuð hressara) remix hjá Don Winsley strax eftir.

Monsta – Where Did I Go (Dillon Francis & Kill Paris Remix)
Oft er maður með lög á Hress listunum frá tónlistarmönnum sem maður kannast ekkert við. En það er snilldin við Internetið – það er svo auðvelt að uppgötva nýja gullmola.
(SoundCloud link)

Blaz Roca & Ásgeir Trausti – Hvítir skór
Annað hresst íslenskt. Alveg hægt að segja að þetta lag komi manni í stuð :)

Labrinth – Earthquake (feat. Tinie Tempah & Busta Rhymes)
Þessi útgáfa með Busta Rhymes tekur þetta á allt annað level. Ég dýrka flæðið hjá Busta – hann er ótrúlegur :)

Tiësto vs. Diplo feat. Busta Rhymes – C’mon (Catch ‘Em By Surprise)
Jájá… annað lag þar sem Busta kemur sterkur inn. Snilldar þríeyki.

Mord Fustang vs. Basto – We Are Connected Rave (Dylan Sanders Re-Rub)
Annað lag frá tónlistarmönnum sem ég kannast ekki við. Rakst á þetta einhvers staðar á Netinu.

Axwell feat. Errol Reid – Nothing But Love For You (Radio Edit)
Gott vibe. Jolly. Smooth tónar. Gott stöff.

Þar höfum við það… Nú er bara að byrja setja saman í Hress 2013 :)

Tölfræði

Til gamans er hérna smá tölfræði yfir Hress listana og fjölda laga.

Hress 2007-2012

Í Hress 2011 færslunni var ég með vangaveltur varðandi að það væru færri lög á listanum en árin áður. En kringum 20 lög er bara fínn fjöldi held ég.

Endum færsluna eins og svo oft áður á random quote-inu:

Nein mann, Ich will noch nicht gehen

August 20th, 2011 @ 0:26

Hress 2010 – góð tónlist í ræktina og til að hlaupa með

Ég hef í nokkur ár búið til svona Hress tón-lista með þeim lögum sem mér fannst extra hress hvert árið. Ég skrifaði meira um uppruna þessa lista í færslunni um Hress 2007.

Þessi Yahoo spilari sem ég hef verið að nota er ekki alveg að gera sig 100%. Núna er allt í einu ekki hægt að ýta á pásu og halda áfram frá sama stað. Ef maður ýtir á pásu og vill svo halda áfram að spila lagið byrjar það frá byrjun. Ég held alveg örugglega að play/pause hafi virkað almennilega einu sinni…

Mér datt allt í einu í hug hvort ég gæti notað jPlayer – hann er voða hipp og kúl núna… HTML5 og fínerí (s.s. betri stuðningur við iPhone en aðrir spilarar). Það er meira að segja til WordPress plugin. En við nánari athugun sýnist mér jPlayer ekki vera alveg eins hentugur og Yahoo spilarinn – hann s.s. grípur ekki öll MP3 lög sem er verið að linka í og býr til playlista úr þeim. Maður þarf að setja inn slóðirnar á öll MP3 lögin í stillingu á spilaranum eða benda á ákveðna möppu (en þá væru lögin ekki í sömu röð).

Ef ég myndi alveg skipta jPlayer út fyrir Yahoo spilaranum þá væri ekki hægt að spila lögin á gömlu Hress listunum. Þannig að ég ætla bara að hafa bæði. Fólk getur valið það sem því finnst best.

Eftir smá notendaprófanir virðist sem það sé eitthvað vesen með “don-rimini_kung-fu.mp3” í þessum jPlayer – eins og skráin sé corrupt eða eitthvað… En það virkar að spila lagið í gegnum Yahoo spilarann. Allt annað ætti að virka.

Hérna er jPlayer spilarann og fyrir neðan eru síðan lögin ásamt athugasemdum og öðrum punktum.

Steve Aoki – I’m in the House (Qemists Remix)
Já, ég hata ekki Steve Aoki :)

Don Rimini – Kung Fu
Don Rimini er góður, hann var á Hress 2008 og Hress 2009. Vel gert.

Ben Mono Feat. Jemeni – Jesus Was A B-Boy (Moullinex remix)

David Guetta – Memories feat. Kid Cudi (Leo Lotsaless Remix Big Room Build)
Fínasta mashup/remix. Þetta er eiginlega anthem fyrir sumarið 2010:

All the crazy shit I did tonight, those will be the best memories

Mér finnst það koma vel út að blanda þessu við Fatboy Slim – Right Here Right Now (mjög gott lag, klassískt).

The White Panda – Got Some Stratosphere
Ég hef mjög gaman af hip-hop lögum með elektró blöndu.

Nighty Max – Treehouse
Awesome to the max! Awesome to the Nighty Max! :p

Moullinex – Leisure suit
Smooth. Gott stöff.

MSTRKRFT – Breakaway (Blende remix)
Killer tune, man. Ég elska svona hröð og dirty lög með killer bassa. Kemur mér í gírinn.

Auðvitað er MSTRKRFT á Hress 2010 :) Þeir fá titilinn “heiðursfélagar Hress listanna” fyrir að vera á Hress listanum 4 ár í röð: 2007 (1 lag + 3 remix), 2008 (2 lög + 3 remix), 2009 (3 lög) og svo núna á Hress 2010 með 1 lag.

John Marr – I Found Cheese (Axwell vs Deadmau5)
Of mikið ostapopp? No pun intended (s.s. ekki vísun í “Cheese” í titlinum, þótt það sé smá fyndið).

Crookers feat. Yelle – Cooler Couleur (Junkie XL Remix)
Junkie XL remix eru oft mjög hress (man t.d. eftir Elvis Presley laginu A Little Less Conversation sem var á Hress 2002, disknum sem startaði þessu öllu).

Phinz – Text to Speech

Autoerotique – Bubonic (Mustard Pimp Remix)
Kick-ass! Þvílíkur bassi. Very nice. Mjög góð keyrsla. Distortion… smá geðveiki… fíla þetta.
Autoerotique er hjá Dim Mak, uppáhalds útgáfufyrirtækið mitt.

Boys Noize – Avalanche (Religion Remix)
HART! Fíla svona rough/dirty bass banger.

Phinz – Ignition

Phinz – Run Forest

Nokkuð gott, Phinz er með 3 lög á Hress 2010 – kemur sterkur inn. Gaur frá Austurríki.

Rihanna vs. Crystal Castles – Rude Baptism (The Hood Internet mashup)
Er að fíla þetta lag. Hressandi mashup.

Trouble Andrew – I’m Wasted (feat. Spank Rock and Lil Jon)
Góður crunk partý slagari.

Ellie Goulding – Starry Eyed (PYRAMID Remix)
Gott drum ‘n bass remix, góður kraftur í þessu.

Hey Today – Talk To Me (Busy P Remix)
Frekar kúl. Röff, distorted/glitchy… gott elektró.
Props til Gumma.

Kele – Tenderoni
Hresst og skemmtilegt lag.
Props til Bjössa.

Yeah Yeah Yeahs Vs A-Trak – Heads Will Roll (Electric Soulside Ft Odissi Mix)
Góð stappa (mashup).

Maybb – Touring In NY (Short Tour Edit)
Klikkuð keyrsla í gangi. Very nice. iTunes DJ (aka DJ Shuffle) spilaði þetta einn daginn – gaman að detta inn á svona gullmola sem maður hefur ekki hlustað á lengi og búinn að gleyma.

Graffiti 6 – Annie You Save Me (Reset! Remix)
Hamingja og hressleiki! Woop woop!

Nabiha – Deep Sleep (Bitrocka Club Vocal Mix)
Svo djúpur og smooth taktur… góð stemning í þessu lagi.

Cee-Lo Green – Fuck You
Gífurlega hresst lag, samt svolítið spes þar sem textinn er ekki beint jákvæður.

Lil Jon – I Do (Pance Party Remix)
Þessi dirty/distorted taktur er svo mikill snilld, maður fær alveg hroll. Já, já, Lil Jon bara með tvö lög á listanum…

Marina and the Diamonds – I Am Not A Robot (Clock Opera Remix)
Kúl vibe í gangi… Það er eitthvað við þessa rödd… er að fíla það. Smooth… góður fílingur. Þetta distortion inn á milli er líka alveg að virka á mig.
Einn kostur við að pósta þessari færslu svona seint – Clock Opera eru víst að mæta á Iceland Airwaves 2011. Nice! Þokkalega að fara tékka á þeim :)

Swedish House Mafia – One (Stanton Warriors Edit)
Heja Sverige! Gott partý í þessu.

Duck Sauce – Barbra Streisand (Fare Soldi Remix)
A-Trak og Armand Van Helden – mjög gott combo. Mér finnst aðeins meira kick í þessu remix-i heldur en original laginu.

Steve Aoki & Armand Van Helden – Brrrat! (Original Mix)
Armand er að koma sterkur inn með góð collaborations í gangi…
Minnir mig svolítið á Poem 1967 frá Hress 2007 – en samt ekki alveg eins mikil geðveiki.

Shinichi Osawa – Zingaro (Phinz Remix)
Klikkað combo – Shinichi Osawa er náttúrulega snillingur (btw, hann er 44 ára Japani, mad props) + Phinz sem eru að koma fáránlega sterkt inn 2010.
Shinichi Osawa var líka á Hress 2008 og Hress 2009 – klárlega í miklu uppáhaldi.
Bónus lag, annað remix:
Shinichi Osawa – Zingaro (Rhythm Droid Remix)

Liquid – Sweet Harmony (Danny Byrd Remix)
Kúl drum ‘n bass. Er að fíla þetta… Ég hata heldur ekki svona lög með píanó riffum :)

Cut Copy – Lights And Music (Moullinex remix)
Fíla þennan hraða takt og nett distortion í gangi. Moullinex að gera góð hluti. Uppgötvun ársins 2010. Ég mælti með að Iceland Airwaves myndi flytja inn Moullinex í ár og Moullinex virðist hafa tekið vel í það, alla vega RTaði tístið mitt :) Cut Copy mættu alla vega á klakann fyrr á árinu, mjög gott.

Beaufort – Kraken
Góður kraftur. Upplagt í ræktina – keyra sig áfram, hlaupa aðeins lengra, lyfta aðeins meira…

Kavinsky – Nightcall (The Girls Can Hear Us Remix)
Gott vibe í þessu…

Eli Escobar – Glass House (XXXChange’s Yoga Mom In A Blender Mix)
Tekur reyndar alveg 3 mínútur þangað til að þetta byrjar almennilega, en þá fer líka allt í gang :)
(frá RCRDLBL)

Croquemonsieur – Tiger
Hresst, jolly… gott fjör.
Samkvæmt intertroninu mun Croquemonsieur vera annað alias fyrir Shinichi Osawa. Mjög gott. Maður heyrir líka smá Shinichi brag í þessu lagi…

Vandroid – Master & Slave (Yuksek Remix)
Yuksek er alltaf góður.

Já, ég myndi segja að þetta sé góð tónlist í ræktina. Þetta fær adrenalínið til að flæða aðeins meira og maður getur hlaupið aðeins lengur, lyft lóðunum oftar og maður gleymir sér bara (áður en þú veist af ertu búinn með killer workout) af því að þetta er svo fáránlega góð og skemmtileg tónlist :)

Mér sýnist þetta vera 39 lög. Sem er alveg 42% færri lög en í fyrra ;)

Notable mention:

Shinichi Osawa – EEAA (Mustard Pimp remix)
Ég get í raun ekki sett þetta á Hress 2010 þar sem ég var með original á Hress 2009. En þetta er svo gott að mér fannst ég þurfa að hafa það með færslunni. Mustard Pimp er alveg með ‘etta.

Fyrir áhugasama er hægt að renna í gegnum Hress-lista fyrri ára hér:

I love you like a fat kid loves cake.
December 31st, 2010 @ 17:45

Hress 2009 – góð partý tónlist

Uh, já, einmitt… má ég benda ykkur á þessa gífurlega áhugaverðu grein á Wikipedia.
I put the “pro” in procrastination ;) Já, ég veit… klúður.is – Hefði átt að vera búinn að setja þetta á Netið fyrir svona ~12 mánuðum. Ég einhvern veginn fann mér alltaf eitthvað annað að gera en að setja þennan lista á Netið.

Fokk it… Betra seint en aldrei™ (pæla í að gera þetta að lífsmottóinu mínu).

Hey, ég sagði aldrei að þetta væri einhver “árslisti”. Þetta er bara listi af góðum lögum sem ég birti þegar ég birti hann. Það er algjör tilviljun að þetta eru lög sem ég uppgötvaði árið 2009 ;)

En nú er ég kominn með betra verkferli í gang sem ætti að tryggja að Hress 2010 komi út a.m.k. á fyrsta ársfjórðungi 2011 ;)

Ég prófaði Streampad spilarann aðeins en hann var ekki að passa fyrir þá virkni sem ég var að leita að – maður þurfti alltaf að byrja að hlusta á “playlist-ann” frá nýjasta laginu sem hefur verið sett á bloggið. Ekki bara fyrsta lagið í bloggfærslunni, heldur öllu blogginu – þannig að ef þú ert að skoða tveggja ára gamla færslu þá getur þú í rauninni ekki spilað bara lögin í þeirri færslu. Þetta hentar svosem ágætlega á Tumblr blogginu mínu.

Þannig að ég setti aftur inn Yahoo spilarinn sem ég var með í fyrra – hann hentar ágætlega. Streampad hafði reyndar ýmsa kosti (last.fm scrobling, hægt að hoppa inn í mitt lag…) en virkaði bara ekki fyrir þetta blogg. Ef einhver getur bent á betri/hentugari spilara en Yahoo spilarann þá endilega láta heyra í sér.

Alright… listinn. Here we go:

Michael Jackson – Smooth Criminal (LAZRtag remix) (BL Rewind 2)

(Venjulega myndi ég skrifa einhverjar athugasemdir við lögin en í staðinn fyrir að tefja útgáfu þessa lista enn frekar þá vantar það fyrir fyrri hlutann – bæti kannski við síðar.)

Favretto feat. Naan – What’s Your Name (LA Riots Remix)

The Prodigy – Warriors Dance

Ace of Base – All That She Wants (The Disco Villains Remix)

Da Carrot – Renegade

Flight of the Conchords – Too Many Dicks On The Dance Floor

Coeur De Pirate – Comme Des Enfants (Le Matos Andy Carmichael Remix)

FUKKK OFFF – Rave Is King (Le Castle Vania Remix)

The Bloody Beetroots – Warp 7.7 (feat. Steve Aoki)

Boys Noize – & Down (Nightbreaker Remix)
Gott surg í gangi, góður bassi.

Don Rimini – Rave On (DJ Barletta Edit)

The Virgins – Rich Girls (XXXChange Remix)

AutoKratz – Always More (Yuksek Remix)

Yuksek – Tonight (Album Version)
Yuksek kom sterkur inn á Hress 2008 og hann heldur áfram að gera góða hluti.

Fatboy Slim – Star 69 (DJ Godfather Detroit Getto Tek remix)
Þetta lag kemur af smáskífu sem ég keypti í Danmörku 2003. Ég fór reglulega í plötubúð sem var þarna í Hillerød og keypti smáskífur sem kostuðu mjög lítið – oft bara 2-4 DKR (þeir voru með sérstakan útsölurekka).

The Knocks – Can’t Shake Your Love

MSTRKRFT – Heartbreaker (Featuring John Legend) (Laidback Luke Remix)
Það er möguleiki að spilarinn höndli þetta lag ekki.

Regina Spektor – Dance Anthem Of The 80s
Cute and cuddly. Hresst og krúttlegt. Ég held ég þurfi að gefa Lalla credit fyrir að hafa vakið athygli mína á þessum slagara.

Calvin Harris – Ready for the Weekend (High Contrast Remix)
Killer drum ‘n bass remix. Mér finnst upprunanlega lagið ekkert spes.

La Roux – Bulletproof (Foamo Remix)

Fatboy Slim – Right Here Right Now (Trumpdisco Remix)

Jack Beats – Get Down (VIP Edit)

Fall Out Boy – I Don’t Care (Tommie Sunshine & Mightfools Remix)
Fall Out Boy eru nú ekki svölustu gaurarnir í bransanum en Tommie Sunshine er hins vegar fáránlega svalur og þetta remix hjá honum er að gera góða hluti. – er eitt af mest spiluðu lögunum hjá mér skv. last.fm

MSTRKRFT – It Ain’t Love (Bird Peterson Remix / JFK Edit)

MSTRKRFT – So Deep (feat. Colin Munroe)

Steed Lord – Take My Hand (Mustard Pimp Remix)

LexiconDon – Heart Attack (Clockwork Remix)

Daniel Merriweather – Change (Dirty Monkeez “Will Produce Bangers For Change” Remix)

Sander Kleinenberg – This Is New York
Það er nú svolítið síðan maður heyrði þetta lag fyrst. Ég hefði jafnvel átt að hafa þetta á Hress 2007. En ég enduruppgötvaði þetta lag núna 2009 þannig að ég skelli þessu bara á Hress 2009 (hey, my list, my rules). Þetta er náttúrulega alveg eitrað euro-ostapopp… en gott stöff. Besti parturinn er klárlega þegar allt verður vitlaust á 3:52 – algjör snilld að blasta þetta þegar maður er að pumpa járn í ræktinni. Hjálpar manni alveg að rífa í 5-10 sinnum í viðbót.

Steed Lord – Royal Ruffian (Steed Lord Club Mix)

The Prodigy – Invaders Must Die (Yuksek Remix)
Læt original lagið fylgja með enda er það ekki síðra, en remix-ið er svolítið öðruvísi:
The Prodigy – Invaders Must Die

Priors – What You Need (Hey Champ Remix)
Mjög smooth vibe… nettur hressleiki/jolly þótt þetta sé ekki bass thumping banger eins og sum Hress lög…

Mustard Pimp – Gold!
Ég er að fíla Mustard Pimp. Held alveg örugglega að þeir séu frá Frakklandi. Frakkarnir kunna að búa til elektró. Þetta lag minnti mig smá á fjólubláu konuna í The Fifth Element.

Will Smith – Fresh Prince Of Bel Air (Mustard Pimp remix)
Já, eins og ég sagði þá eru Mustard Pimp að gera góða hluti – uppáhalds discovery 2009. Þeir eru auðvitað hjá Steve Aoki á Dim Mak. Uppáhalds label-ið mitt.
Ég elska góð remix af gömlum og góðum lögum :)

Motörhead – Ace Of Spades (Mustard Pimp remix)

Pony Pony Run Run – Hey You (Stereoheroes remix)

Black Monster Hamster – Jungle Dancing
Það er ekkert í reglunum sem segir að ég megi ekki setja mín eigin lög á Hress lista ;) Mér finnst þetta fáránlega hresst lag, á alveg skilið að vera á Hress 2009.

Husky Rescue – Shadow Run (Arveene & Misk Remix)

Alan Braxe – Addicted
Smooth… nokkuð kúl taktur.

Busta Rhymes – Put Your Hands Where My Eyes Can See (Valerna Remix)
Yeah, bidz! Hip-hop og elektró mixxxah! I like it. I like it a lot.

Benjamin Diamond – Baby’s On Fire (80Kidz Remix)

Raw man + Blanche – United (Instrumental Mix)
Já, nokkuð hresst… góður beat… kúl lagalega séð (strengir og læti, örlítill Rob D fílingur). Ágætlega dirty. Gæti alveg verið notað í einhverja kvikmynd.

Peaches – I Feel Cream (Proxy Remix)
Nokkuð kúl… rough, dirty…

Kaiser Chiefs – Love Is Not A Competition But I’m Winning (Nelsen Grover Remix)

Moderatto – Marchate Ya! (Soulwax Remix)
Smá rock up in this bitch.

Erol Alkan and Boys Noize – Waves (Chilly Gonzales Piano Remake)
Er að fíla þetta píanó dæmi… Gott vibe.

Empire Of The Sun – We Are The People (Sub Focus remix)
Fínasta dubstep í gangi.

Ellie Goulding – Starry Eyed
Gott vibe í gangi… smooth… hresst/jolly.

Groove Armada – I Won’t Kneel (The Bloody Beetroots remix)
The Bloody Beetroots remix í mýkri/poppaðari kantinum… Eitthvað jákvætt og hressandi í kringum þetta lag, jolly fílingur.

Kid Cudi – Pursuit Of Happiness (Steve Aoki Dance Remix)
Þetta er vel dirty og motherflippin’ Steve Aoki remix. Kid Cudi er mjög heitur núna – er að colaba hægri vinstri + leika í sjónvarpsþáttum…

Major Lazer – Pon de floor (Chewy Chocolate Cookies Remix)
Nett crazy stemning – góður kraftur í þessu.

Little Boots – New In Town (A1 Bassline Attack Mix)
Góður kraftur… nokkuð góður hressleiki. Nett crazy stöff.

Frank Sinatra – New York, New York (Chew Fu Big Room Fix)
Tekur kannski smá stund að byrja… en síðan er þetta að keyra á klikkuðum bössum og dirty synths. Me like. Síðan hata ég ekki lög um New York City ;)

Shinichi Osawa – EEAA
Einmitt það sem ég fíla – dirty synths, pounding bass… nett rugluð stemning.

Birdy Nam Nam – The Parachute Ending
Reyndar svolítið hægt af stað… Byrjar svona ca. 02:30. Justice pródúsa þetta víst – maður heyrir það alveg á köflum.

Groove Armada – Get Down (Streetlife DJs Remix)
Já, já… fínasta keyrsla á surgi.

Daft Punk – One More Time (D’azoo At Night 2007 Remix)
Dirty synths og dúndrandi bassi – fínasta formúla :)

The Bloody Beetroots – I Love the Bloody Beetroots (Extended)
Oh, man… það er svo góður bassi í þessu… klikkaðar trommur, klikkaður taktur… glitch/dirty… Klikkuð keyrsla…

Justice – Phantom Part III (The Pragmatic Remix)
Ég var nú með Phantom Pt. II á Hress 2008 – en við skulum segja að þetta sé annað lag, ég meina það heitir Phantom Pt. II og þetta er Phantom Pt. III, allt annað ;)
Dúndrandi gott lag. Klikkaður bassi í gangi, dirty taktur… I like it.

Kanye West – Champion (Nick Catchdubs Remix)
Töff lag, töff taktur… Hress listarnir eru ekki bara sykursætt ostapopp. Um að gera að hafa smá hip-hop…

Röyksopp – The Girl And The Robot (ft. Robyn)
Góður taktur (fínasti bassi). Sykursætt skandinavískt popp.

AutoErotique – Gladiator (Steve Aoki & DJ AM Remix)
Gott stöff… góð keyrsla.

Er að fíla Dim Mak label-ið í tætlur, AutoErotique er líka hjá þeim.

Blur – Song 2 (Edu K Re-edit)
Já, já, gott stöff… dirty dirty… Klassískt 90’s lag sem er búið að rugla í.

The Bloody Beetroots – Mac Mac
Þetta er einmitt það sem ég fíla – góð keyrsla og dirty synths, dúndrandi bassi/taktur.

Kanye West – Paranoid (LMFAO Remix)
Þetta er hresst, party rock ;)
Kanye West mættur aftur á listann.

Tiga – Shoes (Mr. Oizo remix)

Jæja, þar höfum við það… ef ég taldi þetta réttu eru 68 lög á Hress 2009. 5,4 klst af gæðatónlist :) [hmm… eftir nánari athugun voru þetta hugsanlega bara 67 lög og 5,3 klst.]

Eins og í fyrra á The Hype Machine “sökina” að mörgum þessum lögum (s.s. ástæðan fyrir að þetta er svona 98% remix).

Það er töluvert um gamla vini á Hress 2009 – Yuksek og The Bloody Beetroots sem voru á Hress 2008 og MSTRKRFT sem voru á Hress 2007 og 2008 – kæmi ekki óvart ef MSTRKRFT yrðu líka á Hress 2010 ;) Síðan erum við með The Prodigy sem koma sterkt inn – voru með eitt lag á Hress 2002 (aka “The beginning of the end”).

Síðan var líka nokkuð um aðra gamla vini – gömul lög (frá tíunda áratuginum, 90s) í nýjum og ferskum búningi. Ég var alveg að fíla það – gaman að endurvekja gamlar minningar :)

Það voru náttúrulega fullt af góðum lögum í gangi 2009 – en ég þarf að draga mörkin einhvers staðar svo þetta endi ekki eins og Hress 2008 ;) Þetta er líka ekki þannig listi – Þetta er svona þau hressustu sem ég var að hlusta á árið 2009 (sem ég mundi að setja á listann).

Síðan voru líka slatti af lögum sem næstum því komust á listann en ég hafði aðeins strangari kröfur heldur en síðast… Samt endaði þetta bara í 11,7% færri lögum en Hress 2008. Hress 2010 mun vera töluvert styttri.

If at first you don’t succeed, dust yourself off and try again.
December 30th, 2009 @ 21:25

Best of the best – best of Hress 2008

Já, það voru kannski frekar mörg lög á Hress 2008 listanum… Einhverjir voru að kvarta að það tæki endalaust langan tíma að fara í gegnum þetta allt. En ég mæli bara með að fólk skipti listanum (og Hress 2009 sem mun birtast vonandi snemma á næsta ári) í kannski 7-10 parta og hlusti á nokkur lög í einu með nokkra daga millibili. Upplagt t.d. þegar ég blogga ekkert í tæplega 2 mánuði ;) Þá getur fólk bara ímyndað sér að ég sé að pósta 5 lögum í hvert skipti á 3. daga fresti :D

Bjössi stakk upp á að setja saman 10 laga best of lista. Ekki galin hugmynd… Reyndar erfitt að velja 10 langbestu lögin úr þessum magnaða lista en þetta eru nokkur sem má alls ekki missa af:

Junkie XL – 1967 Poem (feat. Steve Aoki)
Justice – Phantom II (Boys Noize Unreleased Turbine)
The Bloody Beetroots – Rombo (feat. Congorock)
Soulwax – KracK (Live)
50 Cent – In Da Club (The Disco Villains Remix)
Foals – Electric Bloom (Blaze Tripp Remix)
John Legend – Green Light feat. André 3000 (MSTRKRFT Remix)
LCD Soundsystem – Get Innocuous (Soulwax Remix)
Benny Benassi – I Am Not Drunk (The Bloody Beetroots Remix)
MSTRKRFT – Bounce (The Bloody Beetroots remix)
Man… það er alltof mikið af góðum lögum á þessum lista :) Það er ekki hægt að velja bara 10 – farið bara í gegnum listann!

The Bloody Beetroots – Cornelius (Radio Oi!)
Tommy Sparks – I’m A Rope (Yuksek Remix)
EyeSight – Lightmare
Notorious B.I.G. – Party and Bullshit (Ratatat remix)
Maskinen – Alla Som Inte Dansar
Thunderheist – Jerk It

Your bassline is shooting up my spine
August 27th, 2009 @ 21:49

Hress 2008 – fáránlega góð tónlist

Hey, betra (mjög) seint en aldrei ;) Liggur við að ég kalli þetta bara Sumarmixið 2009… eða Haustmixið, whatever…
Ég er búinn að vera alltof upptekinn við að setja inn fáránlega mikið af myndum. Ég virðist taka alltof mikið af myndum – ég er ekki fyrr búinn að setja inn nýjustu myndirnar og þá er ég strax búinn að taka 1000 myndir í viðbót. Talandi um first world problem ;)

En það er aldrei of seint fyrir góða tónlist…

Hjá mér er það ekkert “Top 10 bestustu plötur ársins” eða “Topp 20 fáránlega bestu singlar ársins”. Hérna er það bara “öll kick ass lögin sem ég var að fíla í tætlur og komu mér í stuð árið 2008” eða eins og ég kýs að kalla þennan árlega tón-lista sem ég bý til: Hress 2008

Fólk getur tékkað á Hress 2007 ef það vill rifja upp og fræðast meira um uppruna þessa dúndur lista. Ég þurfti reyndar að fjarlægja slatta af lögunum þar sem ég var listaður á alltof mörgum MP3 leitarvélum og þetta var að éta upp alveg skuggalega mikið af bandvídd.

Ég held að það sé óhætt að segja að þetta sé hressasti lagalisti sem hefur nokkurn tíman verið settur saman.

Mér finnst þessi lög alveg upplögð í ræktina – maður nær alveg að hlaupa auka 10 km og lyfta auka 10 sinnum með þessi lög pumpandi í eyrunum ;) Það er reyndar líka hætta á að þú keyrir 10 km/klst hraðar ef þú ert að hlusta á þetta í bílnum :)

Fjöldi laga á Hress 2008 er töluvert meiri heldur en á Hress 2007 og fyrri Hress listum. Ég held að það þýði að ég hafi hlustað á meiri tónlist, meiri góða tónlist, meiri nýja tónlist… Ég kenni Hype Machine um – það er bara alltof auðvelt að fylgjast með hvað er að gerast og uppgötva nýja og klikkað góða tónlist. Fólk sem fylgist með mér á Hype Machine gæti kannast við slatta af þessum lögum en líka frá Muxtape listanum mínum (RIP).

Þar sem allur þessi pakki er í lengri kantinum þá er líklega best að fólk hlusti á þetta í pörtum – nema það hafi tíma til að hlusta á 6,1 klst. af efni – upplagt í löng flug ;)
Ég ætla alla vega að vona að það séu a.m.k. einhverjir sem hafa þolinmæði til þess að hlusta á meirihlutann af þessu. Annars vinsamlegast láta mig vita svo ég geti sleppt því að eyða forever í að pósta Hress 2009 á næsta ári.

Um að gera að setja þetta í bookmarks, pósta þessu á delicious eða einhvers staðar annars staðar til að minna þig á að tékka á þessu aftur ;)

Ég ákvað að skipta út Delicious PlayTagger spilaranum sem ég er búinn að vera með síðan ég byrjaði með þetta blogg fyrir Yahoo! Media Player sem virðist vera frekar kúl. Það er aðeins meira advanced – býr sjálfkrafa til playlista þannig að þegar lagið sem þú varst að spila er búið byrjar næsta lag. Síðan er hægt að hækka og lækka í spilaranum og síðan eru svona skemmtileg keyboard shortcuts – Shift+Hægri pílan til að spila næsta lag, Shift+Space til að pása o.s.frv… Ég er líka að fíla “Find song on page” fídusinn (target íkoninn hjá timer-num). Vonandi fílar fólk þennan spilara – endilega koma með feedback.

Í notendaprófunum á þessum spilara sýnist mér hann reyndar vera frekar viðkvæmur – hann t.d. virðist skippa lög ef það er einhver galli í þeim (smá hikst, stafrænt brengl…) og síðan ef server-inn er eitthvað lengi að svara/senda niður lagið. Þannig að hafið það í huga… Ef fólk veit um einhverja betri lausn endilega láta vita.

VARÚÐ: Hressleikinn í þessari færslu er svo gífurlegur að við hlustun á eftirfarandi lögum gætir þú fundið þig knúinn/knúna til að hoppa upp og dansa.
You have been warned. You may now proceed… en ég mæli samt með að þú hækkir í bassanum ;)

Robyn – Konichiwa Bitches

Moby – Raining Again

Maskinen – Alla Som Inte Dansar
Ég hugsaði ekki strax út í hvað alla som inte dansar är våldtäktsmän þýddi. Áhugaverð, uh, skilaboð hjá þeim…

David Guetta – Everytime we touch (with Steve Angello & Sebastian Ingrosso)
Smá ostapopp (cheesy/væmið pop).

Snoop Dogg – Sexual Eruption (feat. Robyn)
Robyn mætt strax aftur á listann… setur skemmtilegan brag á þetta lag hjá dee oh double-gee.

Stereoheroes – Fin Fang Foom

Gnarls Barkley – Run

Yelle – Ce Jeu (Fisk Remix)

Wideboys – Daddy O (feat. Shaznay Lewis) (187 Lockdown Remix)

Utah Saints – Something Good (Van She 08 Radio Edit)
Myndbandið er líka gífurlega hresst:

Jamiroquai – Twenty zero one
Nokkuð gamalt lag sem mig minnir að ég hafi rekist á í gegnum Party Shuffle á iTunes.

Ladytron – Black Cat
Ladytron er kúl hljómsveit og ég er nokkuð sáttur með að hafa séð þau þegar þau komu á Reykjavik Tropic tónlistarhátíðina.
Fáránlega góður bassi í þessu lagi… klikkaðar trommur.

MSTRKRFT – Bounce (OH SNAP!! Bootleg Vocal Remix)
MSTRKRFT er klárlega eitt af uppáhalds hljómsveitunum mínum í dag og ég væri svo til í að fara á tónleika með þeim fljótlega.
Ég held ég verði líka að láta þetta remix fljóta með:
MSTRKRFT – Bounce (The Bloody Beetroots remix)
MSTRKRFT + The Bloody Beetroots = very nice!

Yelle – À Cause Des Garçons

Junkie XL – 1967 Poem (feat. Steve Aoki)
Ég held að það mætti kalla þetta lag ársins á Hress 2008 – Þvílíkur bassi! Þvílíkur kraftur! Þvílík geðveiki! Bara gott stöff.
Þessi má líka til gamans geta að Steve Aoki stofnaði Dim Mak Records sem er á bakvið nöfn eins og MSTRKRFT, The Bloody Beetroots og Shinichi Osawa – en einnig Bloc Party, Datarock, Klaxons og aðrar skemmtilegar hljómsveitir.
Annar fróðleiksmoli: Hann er bróðir Devon Aoki.

Benny Benassi – I Am Not Drunk (The Bloody Beetroots Remix)
Benny “Satisfaction” Benassi mættur og fær landa sína The Bloody Beetroots til að hrista upp í þessu.

Grand Buffet – Cream Cheese Money
Hvernig getur maður ekki fílað lag með svona gífurlega hressa lyrics :)

Heloise & the Savoir Faire – Odyle

Usher – Love In This Club (MSTRKRFT Remix)
Temmilega rólegt lag sem MSTRKRFT breyta í dúndrandi slagara.

Turboweekend – My Name Is Legion (Moulinex Remix)

Teenagersintokyo – Very Vampyr (dCup remix)

EyeSight – Lightmare

Trash Yourself – Fuck the Police
Klikkuð keyrsla!

Soulwax – KracK
Klikkað lag… trommurnar alveg á fullu. Það var snilld að sjá Soulwax á Sónar. Áður en ég sá þá live var ég ekki búinn að stúdera þá mikið en nú eru þeir á meðal uppáhalds hljómsveitanna minna.
Smá bónus lag: Soulwax – KracK (Live)
Jafnvel enn meiri geðveiki í live útgáfunni.

Diskokaine – Riminini

Moby – Disco Lies
Ég heyrði þetta lag þegar ég var að testa einhverja iPod græjur í Apple búðinni í SoHo í New York og var alveg að fíla það þannig að ég skrifaði niður að ég yrði að setja þetta á Hress 2008 listann :)

Madonna – 4 Minutes (feat. Justin Timberlake & Timbaland)
Timbo trommurnar eru alveg að gera góða hluti. Timbaland er snillingur í að búa til killer catchy takta. Þetta var svona sumarsmellur ársins 2008 – var alltaf spilaður á Vegó þegar maður var þar (jafnvel stundum tvisvar á sama kvöldi).

John Legend – Green Light feat. André 3000 (MSTRKRFT Remix)
Það er snilld hvað MSTRKRFT getur tekið róleg/væmin lög og djúsað þau upp í geðveikan dans hittara.

Wiley – Wearing My Rolex
maple fær credit fyrir að vera fyrstur til að kynna mér fyrir Wiley. Sá Wiley í London á tónleikunum í Hyde Park. Veit samt ekki… held að Wiley sé svolítið one hit wonder, hef alla vega ekki verið að fíla annað stöff frá honum í tætlur.
Smá bónus lag:
Wiley – Wearing My Rolex (JoolsMF Remix)
Nokkuð hresst remix

Ladytron – Ghosts (Toxic Avenger Mix)
Annað Ladytron lag… kúl stöff.

Notorious B.I.G. – Party and Bullshit (Ratatat remix)
Klikkað gott remix. Hip-hop + elektró, já takk!

Thunderheist – Jerk It
Uppgötvaði þetta lag þegar ég sá myndbandið á Tumblr – mjög töff video, HD er snilld:

Gnarls Barkley – Going On
Gnarls Barkley mættir aftur á listann.

The Bloody Beetroots – Rombo (feat. Congorock)
The Bloody Beetroots maður… ítalskir snillingar. Lögin þeirra (og remix) eru alltaf fáránlega dirty (mikið distortion) og með klikkaðan bassa. Er að fíla það.

The Bloody Beetroots – We Are From Venice (La Serenissima)

Katy Perry – Hot ‘N Cold
Það þarf nú að vera smá sykursætt popp með, ekki satt?
Síðan póstaði ég líka nokkuð hressu LMFAO remix-i á Tumblr.
Nett guilty pleasure í gangi ;)

Tommy Sparks – I’m A Rope (Yuksek Remix)
Bíddu… kom Yuksek til landsins og ég missti af því? Dammit… ég þarf greinilega að fara mæta á fleiri tónleika hjá liði sem ég kannast ekki við (ennþá).

The Lonely Island – Jizz In My Pants
Vá, fyndnasta lag ársins 2008 :) Þetta er líka virkilega vel gert lag – klikkaður taktur (og trommur). Myndbandið er bara gott:

Emiliana Torrini – Jungle Drum
Emiliana represent-ar Ísland á Hress 2008 með þessu ljúfa en hressa lagi.

MGMT – Kids (Soulwax remix)
Eitt besta remix 2008.
[gæti verið böggur með þetta lag (ca. hálfa leið inni í lagið) – þá er bara um að gera að smella á linkinn, vista þetta á tölvuna þína eða eitthvað]

Felix Da Housecat – Jack U feat. Diddy (Angello & Ingrosso Remix)
Steve Angello og Sebastian Ingrosso mættir aftur mixandi góða slagara.

LCD Soundsystem – Get Innocuous (Soulwax Remix)
Lengsta lagið á listanum en algjört dúndur í gegn… sleppir manni ekki.

The Ting Tings – Fruit Machine (Bimbo Jones Radio Edit)

50 Cent – In Da Club (The Disco Villains Remix)
Ferskt remix á gömlu lagi… tekur mann aftur í Kýpur útskriftarferðina.
Ég er alltaf að átta mig betur á því hvað elektró + hip-hop er góð blanda.

The Bloody Beetroots – Cornelius (Radio Oi!)

Three 6 Mafia – Lolli Lolli feat. T-Pain & Project Patt (Morsy Mix)
Já, já, enn annað hip-hop elektró mixið. I like.
[ok, virðist vera líka böggur í þessu lagi – you know what to do…]

Jesse McCartney – Leavin (MSTRKRFT remix)
Annað væmið lag sem MSTRKRFT gjörsamlega umturna og gera að klikkuðum bassa smelli.
[ok, smá bögg með þetta í Yahoo spilaranum – mæli með að fólk nái bara í þetta lag]

Foals – Electric Bloom (Blaze Tripp Remix)
Klikkaður bassi! Foals voru með remix keppni á last.fm og þetta var eitt af mixunum sem var sent inn. Klikkað gott.

DJ Mehdi – Signatune (Thomas Bangalter’s More Kick Edit)
Eftir að hafa séð DJ Mehdi á Sónar fór maður að fylgjast með honum (í gegnum Hype Machine náttúrulega) og hann er að gera nokkuð góða hluti.

Young MC – Bust A Move (Don Rimini Ravekid Remix)

Jay-Z – Brooklyn Go Hard
Virkilega gott hip-hop lag… er að fíla trommurnar. Bara rythminn… gott vibe.

A-Trak – Say Whoa (DJ Craze Mix)
A-Trak og DJ Mehdi voru með klikkað session á Sónar 2008.

Snow Patrol – Take Back The City (Lillica Libertine Remix)

Jokers Of The Scene – Baggy Bottom Boys (Original Mix)
Píanó-kaflinn sem byrjar 3:27 er alveg fáránlega góður.
[gæti verið eitthvað bögg með þetta lag, stundum – þá er bara að ná í það sér]

Ratatat – One

Buy Now – Body Crash (Chewy Chocolate Cookies remix)
Þetta er frekar dirty… crazy keyrsla… gott stöff.

Shinichi Osawa – Maximum Joy (Van She remix)

Deadmau5 – I Remember
Ég held að þetta sé rólegasta lagið á Hress 2008. Það er enginn crazy dirty kickass bassi (samt góður bassi) en það er eitthvað við þetta, gott vibe í kringum þetta… smooth lag. Það er reyndar með svona house lög að ef maður er í tjill stuði þá er þetta fínt tjill-lag en ef maður er í dans stuði þá passar þetta líka.

Justice – Phantom II (Boys Noize Unreleased Turbine)
Ef ég man rétt náðum við rétt í endanum af Boys Noize tónleikunum á Sónar – og mig minnir að það hafi verið gott stöff. Þetta remix er alla vega að gera góða hluti, þvílík keyrsla, þvílíkur bassi…

Ghostface Killah – Charlie Brown (Yuksek Remix)
Já, maður! Hip-hop + elektró mix! YEAH! Alveg að gera góða hluti. Ég held ég þurfi að tékka betur á þessum Yuksek, hann er að dúndra út klikkuðum mixum.

Late Of The Pier – Bathroom Gurgle (Tronik Youth Remix)
Ég gat eiginlega ekki sleppt því að setja þetta lag á listann af því að þegar ég var að fara í gegnum listann af lögum sem ég var búinn að “love-a” á hypem (til að finna Hress 2008 kandídata) þá sá ég að ég var búinn að elska þetta lag tvisvar ;) Fyrst 19. febrúar og síðan aftur 5. október.

Jay-Z – Jokin’ Jay-Z (Remixed by Don Rimini)
Ég er að segja það… hip+hop + elektró (eða whatever, mix eitthvað) er málið!

Rambrandt – ALARM !
Gott kick í þessu… þýsk elektró geðveiki.

Bag Raiders – Nil By Mouth (Knightlife Remix)
Smooth synth electro.

Justice – DVNO
Justice voru að gera góða hluti á Hress 2007 en ég var ekki búinn að hlusta almennilega á öll lögin frá ✝ disknum. Ég hlustaði töluvert á DVNO árið 2008 + sjá þá live á Sónar 2008 þannig að það gengur ekki annað en að þeir séu með 1-2 lög á listanum. Myndbandið er líka frekar töff:

Andi Müller – Tryllemis
Smooth synth electro…

The Whip – Frustration (Van She Tech Remix)

The Black Ghosts – Any Way (Fake Blood Mix)

Les Rythmes Digitales – Jacques Your Body (Make Me Sweat)
Eitt gamalt og gott…

Hard-Fi – I Shall Overcome (Axwell Remix)
Sykur-sætur sumar synth.

The Teenagers – Love No (Tepr Remix)
French on french action – Tepr (sem er viðriðinn Yelle) hjálpar The Teenagers að setja smá kick í þetta…

Free Blood – Royal Family (ACTH Remix)

Tiga – Move My Body (Boys Noize Remix)
Crazy surg inn á milli – enda er þetta Boys Noize remix ;)

Deadmau5 – Ghosts N Stuff
Annað lag með Deadmau5. Töluvert hressara.

Er þetta ekki eitthvað djók? Þetta er alveg RUGL mikið af lögum! 77 stykki til að vera nákvæmur. En það er bara svo RUGL mikið af góðri tónlist í gangi þarna úti… og maður er örugglega að missa af einhverjum gullmolum – dammit… það er ekki nægur tími í sólarhringnum til að innbyrða allt þetta góðgæti sem er í boði. En maður verður að notast við einhverja filtera – t.d. snilld að vera búinn að adda fólki á hypem sem er með svipaðan tónlistarsmekk – maður getur svolítið treyst á það lið til að benda manni á eitthvað gott stöff. Og ef maður ætti að rannsaka í hnotskurn allar þessar hljómsveitir sem maður er að uppgötva – tékka á fleira stöffi frá þeim o.s.frv… forgeddaboutid, there’s not enough time.

En er nokkuð eitthvað til sem heitir of mikið af góðri tónlist?

Síðan var ég reyndar næstum hálfpartinn búinn að brjóta einu regluna sem ég hef við þessa Hress lista – að hafa ekki sama lag á tveim listum. Ég s.s. var búinn að setja á Hress 2008 listann remix af lagi sem var á Hress 2007. En þótt þetta sé ekki officially á Hress 2008 þá læt ég þetta fljóta með (fyrst ég var búinn að upload-a skránni):

Kanye West – Stronger (A-Trak remix)
A-Trak er DJ-inn hjá Kanye West þegar hann er á tour þannig að það er kannski ekki skrítið að hann pumpi út svona dúndur remix-i…

Það er kannski frekar áberandi að MSTRKRFT sé ein af mínum uppáhalds hljómsveitum – þeir koma fyrir 5 sinnum á Hress 2008 og voru 4 sinnum á Hress 2007 ;) Ég VERÐ að fara á tónleika með þeim fljótlega – hver er til?

Soulwax eru líka að gera góða hluti og The Bloody Beetroots koma mjög sterkt inn. Ég uppgötvaði The Bloody Beetroots árið 2008 og núna eru þeir ein af uppáhalds hljómsveitunum mínum…

Evrópa var að gera góða hluti…
Diskokaine frá Austurríki
The Bloody Beetroots og Benny Benassi frá Ítalíu.
Svíþjóð er með Robyn og Maskinen.
Frakkland stendur sig mjög vel: Justice, Yelle, DJ Mehdi, The Teenagers, Tepr, Yuksek og David Guetta.
Stella er ekki það eina góða sem Belgía hefur fært okkur: Soulwax
Holland býður okkur upp á Junkie XL
Wiley representing UK ásamt Snow Patrol og Jamiroquai.
Rambrandt repraschenting Deutschland með Boys Noize.
…og náttúrulega Emiliana Torrini sem heldur uppi heiðri Íslands.

Ég er klárlega að gleyma einhverjum en þetta er svona “off the top of my head”.

Þótt þessi listi sé alveg temmilega langur þá er ég viss um að ég sé að gleyma einhverjum fáránlega hressum lögum sem voru að vekja lukku árið 2008 – árið 2008 var mjög gott tónlistarár. En ég held að þetta sé alveg nóg, ég meina, það eru 175% fleiri lög á Hress 2008 heldur en á Hress 2007! (sem var 28 lög).

Já, fólk tekur kannski eftir að það er alveg slatti af remix-um á þessum lista… ég held að það sé líka hægt að kenna Hype Machine um það – MP3 bloggin eru mikið fyrir að pósta remix-um.

Síðan má nefna að Zeitgeist-inn hjá Hype Machine er nokkuð góður – t.d. nokkur lög af Hress 2008 á Top Songs of 2008 listanum þeirra.

Hvað segir fólk? Var þetta of mikið? Of langur listi? Ætti ég bara að hafa Top 25? Top 40? Ég held alla vega að ég ætla að auka kröfurnar aðeins – lög þurfa að vera alveg “out of your mind kick-ass headbanging bass-thumping good shizznit” til að komast á Hress 2009. En ég hef nú verið frekar gagnrýninn hingað til þegar kemur að Hress listunum – sum lög þurftu að fara í gegnum strangan 15 skrefa approval process áður en þau komust á Hress 2008 – stundum var það jafnvel 20-25 ítranir áður en lag var samþykkt.

Jæja, fílaðiru eitthvað lag/einhver lög á þessum lista? Eitthvað sem stendur upp úr?

Yeah, leave it fucked up sounding just like that…
December 5th, 2008 @ 0:09

Iceland Airwaves 2008 – video recap

OK, það er nokkuð síðan Iceland Airwaves 2008 lauk. En ég er smám saman búinn að vera setja video sem ég tók upp á netið.

Ég er að nota Vimeo af því að ég er að fíla viðmótið þar betur, spilarinn er flottari, meira clean og skemmtilegra heldur en hjá YouTube. Reyndar einn galli við Vimeo að maður getur bara upload-að 500MB á hverri viku (nema maður kaupi Pro account) – á meðan það er unlimited hjá YouTube.

Jæja, náðu þér í popp og kók… njóttu:

Day 1


Biffy Clyro – Who’s got a match @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Biffy Clyro – Mountains @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Biffy Clyro – Living is a problem because everything dies @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 2


Fuck Buttons @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus – Moss @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus – Moss (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 3


Kap10Kurt @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen live at Tunglið @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Huvudet I Sanden (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Huvudet I Sanden (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 3) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Familjen – Det Snurrar I Min Skalle (part 4) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus (Instrumental) – Dance You Down @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Gus Gus (Instrumental) – David @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco (DJ set) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 1) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 2) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Simian Mobile Disco: MGMT – Kids (part 3) @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Day 4


Munich – The Young Ones @ Iceland Airwaves 2008 (off venue)
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – Je Veux Te Voir – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – Ce Jeu – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]


Yelle – À Cause Des Garçons – Live @ Iceland Airwaves 2008
[Horfa á stærri útgáfu]

Jahá… þetta voru nokkur video. Ef ég reiknaði þetta rétt þá eru þetta allt í allt 16 mínútur og 53 sekúndur. Nokkuð gott – fínasta stuttmynd :)

Bestu tónleikar Airwaves 2008? Hmm… ætli það sé ekki Familjen, PNAU og Yelle – það var mesti krafturinn í þeim, mesta partýið – þótt Tunglið sé nú ekkert fáránlega hentugur tónleikastaður. Hefði verið alveg allt í lagi að losna við þenna troðning, ýting og svitabað – en það er náttúrulega bara stemmning í því ;)

Til gamans má geta að miðinn kostaði í ár 8.900 kr. – árið 2006 kostaði hann 6.900 kr. og hann hefur líklega kostað svona 7500-8000 árið 2007. Það er spurning hvað miðinn á Iceland Airwaves 2009 muni kosta… 10.900 kr.? 14.900? 19.900? ;)

Óskalistinn minn fyrir Iceland Airwaves 2009 hljóðar upp á: MSTRKRFT, The Bloody Beetroots, Steve Aoki… fleiri? Já, Little Boots (sem átti að vera núna á Airwaves 2008).

Ljósmyndirnar frá Airwaves ’08 eru hérna: Dagur 1, dagur 2, dagur 3 og dagur 4. Þetta mun hafa verið allt í allt 527 myndir, nokkuð gott :)

Hérna eru nokkrar velvaldar:

Fuck Buttons á fullu

Fuck Buttons á fullu

Purple Gus Gus

Purple Gus Gus


Gus Gus voru með klikkað ljósashow

Gus Gus voru með klikkað ljósashow

Rave stemmning í snjókomunni

Rave stemmning í snjókomunni


Let it snow

Let it snow

Söngvari Young Knives í góðri sveiflu

Söngvari Young Knives í góðri sveiflu


President Bongo í swirl effect

President Bongo í swirl effect

Kúl ljósa effect

Kúl ljósa effect


Töff partý mynd

Töff partý mynd

I like electro, I like retro, I like ghetto, house and techno.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me