Follow @HannesJohnson

October 16th, 2008 @ 1:57 |

Iceland Airwaves 2008 – day 1 – Biffy Clyro – MYNDIR!

Iceland Airwaves 2008 er byrjað. Algjör snilld, þetta er eiginlega hápunktur hvers árs hvað varðar það sem er að gerast hérna á klakanum, alla vega tónlistarlega séð. Við fórum á Nasa beint eftir baddann – grenjandi rigning og killer löng röð fyrir utan. En sem betur fer komst maður frekar fljótt inn. Þar voru rótararnir að gera allt ready, glamra á gítara og trommur, 1, 2, hello… Agent Fresco voru greinilega nýbúnir.

Maður beið spenntur eftir Biffy Clyro – var búinn að hlusta á þá smá áður og var að fíla ágætlega. Mjög góðir tónleikar hjá þeim – fullt af góðum lögum og þeir rokkuð feitt. Temmilega hart – enda var þetta Kerrang! kvöld.

Já, já, Iceland Airwaves ’08 rétt að byrja og geri ráð fyrir að þetta verður gott fjör og mikið eyrnakonfekti eins og fyrri ár – hlakka til að sjá Yelle, CSS (eða Cansei de Ser Sexy sem þýðir víst “þreyttur á að vera kynþokkafullur” – skemmtilegt nafn), Simian Mobile Disco og önnur hress bönd.

Já, ljósmyndir! Slatti af myndum af Biffy Clyro… Mér finnst tónleikamyndir frekar skemmtilegar – það er yfirleitt frekar dimmt en síðan hellingur af ljóskösturum í gangi í mismunandi litum (svart og neon-ljós er að lúkka) og svo mikið action, allt á hreyfingu. Kemur oft skemmtilega út.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me