Follow @HannesJohnson

December 18th, 2008 @ 23:07

Kúl jólalög – rokk og grín

Tæplega vika í jólin… Er ekki málið að pumpa upp jólastemmninguna með smá jólatónlist? Þessi klassísku jólalög eru að óma í útvörpum og þau endast misvel. Sum finnst mér vera orðin frekar þreytt og síðan eru nokkur sem ég get bara ekki hlustað á (að vinna í Hagkaup um jólin þar sem sami diskurinn var spilaður á repeat í marga daga getur látið mann hata viss lög).

Hérna eru nokkur lög sem eru kannski ekki alveg hin hefðbundu jólalög en ættu að hjálpa manni að komast í jólaskapið.

Smá jákvæður jólaandi:
Blink 182 – It’s Christmas Time Again

Klassískt jóla rokklag:
Smashing Pumpkins – Christmastime

Tvíhöfði er alltaf hress á því – með góðan jólaboðskap:
Tvíhöfði – Jólalag

Svipað þema í þessu jólalagi hjá kanadíska snillingnum Jon Lajoie:
Jon Lajoie – Cold Blooded Christmas

Hann er meira að segja líka með alveg gífurlega skemmtilegt video:

Höldum áfram í húmor jólalögum:
Eric Cartman (South Park) – O Holy Night

Gífurlega hresst jólalag:
Botnleðja – Ave Maria

Þetta er líka nokkuð gott íslenskt rokkjólalag:
Dikta – Nóttin var sú ágæt ein

Síðan má ekki gleyma laginu sem mér finnst eiginlega eitt aðal jólalagið – kannski er það út af nostalgíu þar sem tónlistarmyndbandið var alltaf spilað reglulega í sjónvarpinu þegar maður var ungur á meðan maður beið óþreyjufullur á aðfangadag eftir að maturinn byrjaði:
Stefán Hilmarsson og Sniglabandið – Jólahjól
Veit ekki alveg hvort Stebbi Hilmars sé fáránlega stoltur af þessu lagi – hann vildi alla vega ekki spila það á árshátíðinni í fyrra þegar hann og Sniglabandið voru að spila. OK, það var október, en samt…

Er ég að gleyma einhverju góðu jólalagi? Hvað er þitt uppáhalds jólalag?

Hvernig er fólk að fíla þennan bláa play-takka sem er alltaf hjá MP3 lögum? Er fólk að nota hann til að spila lögin án þess að þurfa að vista þau fyrst á tölvunni sinni? Ætti ég að finna einhvern betri spilara til að spila tónlist beint á blogginu?

Viðbót: Ég var að rekast á þetta lag; Maus og Svala Björgvins – Ég hlakka svo til

Nokkuð gott :)

‘Cause if you litter, I’ll get all up in your grill like George Foreman. Thank you.
October 17th, 2008 @ 2:36

Iceland Airwaves 2008 – day 2 – Fuck Buttons, Gus Gus og Young Knives – myndir

Annar dagur Airwaves ’08. Mætti svona í seinna lagi, kringum 22, á Listasafn Reykjavíkur þar sem Fuck Buttons voru byrjaðir að spila. Mjög sérstök tónlist sem þeir spila – temmilegt elektró surg, en þeir voru með ágætlega melódískt surg inn á milli. Ég var líka að fíla trommu session-ið þeirra. Áhugavert stöff…

Síðan var það tríóið Gus Gus sem steig á stokk. Þeir voru að spila mestmegnis nýtt stöff af væntanlegri plötu (ég kannaðist alla vega ekki alveg við það sem þeir voru að spila) en tóku síðan Moss í lokinn og þá varð allt vitlaust. Góð keyrsla hjá þeim en ég veit ekki alveg með þessi nýju lög, voru ekki alveg að grípa mig strax (ekki eins mikið og gömlu góðu Gus Gus slagararnir) en kannski þarf maður bara að hlusta á þetta nokkrum sinnum. Þeir voru með kúl ljósa-show og síðan voru þeir með gervisnjó til að skapa smá rave stemmningu.

Eftir að það var búið að klappa Gus Gus upp og þeir búnir með uppklöppunar-lagið hélt maður áleiðis á Nasa til að tékka á Young Knives. Hressir og nördalegir indie-rokkarar frá Englandi. Ágæt lög hjá þeim, ekkert æðislegt, en fín indie rokk lög.

Photos? You betcha! Fullt af ljósmyndum… sumir myndu kannski segja of mikið af myndum – en það er svona þegar maður er trigger-happy.

Það er sko meira »

October 16th, 2008 @ 1:57

Iceland Airwaves 2008 – day 1 – Biffy Clyro – MYNDIR!

Iceland Airwaves 2008 er byrjað. Algjör snilld, þetta er eiginlega hápunktur hvers árs hvað varðar það sem er að gerast hérna á klakanum, alla vega tónlistarlega séð. Við fórum á Nasa beint eftir baddann – grenjandi rigning og killer löng röð fyrir utan. En sem betur fer komst maður frekar fljótt inn. Þar voru rótararnir að gera allt ready, glamra á gítara og trommur, 1, 2, hello… Agent Fresco voru greinilega nýbúnir.

Maður beið spenntur eftir Biffy Clyro – var búinn að hlusta á þá smá áður og var að fíla ágætlega. Mjög góðir tónleikar hjá þeim – fullt af góðum lögum og þeir rokkuð feitt. Temmilega hart – enda var þetta Kerrang! kvöld.

Já, já, Iceland Airwaves ’08 rétt að byrja og geri ráð fyrir að þetta verður gott fjör og mikið eyrnakonfekti eins og fyrri ár – hlakka til að sjá Yelle, CSS (eða Cansei de Ser Sexy sem þýðir víst “þreyttur á að vera kynþokkafullur” – skemmtilegt nafn), Simian Mobile Disco og önnur hress bönd.

Já, ljósmyndir! Slatti af myndum af Biffy Clyro… Mér finnst tónleikamyndir frekar skemmtilegar – það er yfirleitt frekar dimmt en síðan hellingur af ljóskösturum í gangi í mismunandi litum (svart og neon-ljós er að lúkka) og svo mikið action, allt á hreyfingu. Kemur oft skemmtilega út.

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me