Follow @HannesJohnson

October 17th, 2008 @ 2:36 |

Iceland Airwaves 2008 – day 2 – Fuck Buttons, Gus Gus og Young Knives – myndir

Annar dagur Airwaves ’08. Mætti svona í seinna lagi, kringum 22, á Listasafn Reykjavíkur þar sem Fuck Buttons voru byrjaðir að spila. Mjög sérstök tónlist sem þeir spila – temmilegt elektró surg, en þeir voru með ágætlega melódískt surg inn á milli. Ég var líka að fíla trommu session-ið þeirra. Áhugavert stöff…

Síðan var það tríóið Gus Gus sem steig á stokk. Þeir voru að spila mestmegnis nýtt stöff af væntanlegri plötu (ég kannaðist alla vega ekki alveg við það sem þeir voru að spila) en tóku síðan Moss í lokinn og þá varð allt vitlaust. Góð keyrsla hjá þeim en ég veit ekki alveg með þessi nýju lög, voru ekki alveg að grípa mig strax (ekki eins mikið og gömlu góðu Gus Gus slagararnir) en kannski þarf maður bara að hlusta á þetta nokkrum sinnum. Þeir voru með kúl ljósa-show og síðan voru þeir með gervisnjó til að skapa smá rave stemmningu.

Eftir að það var búið að klappa Gus Gus upp og þeir búnir með uppklöppunar-lagið hélt maður áleiðis á Nasa til að tékka á Young Knives. Hressir og nördalegir indie-rokkarar frá Englandi. Ágæt lög hjá þeim, ekkert æðislegt, en fín indie rokk lög.

Photos? You betcha! Fullt af ljósmyndum… sumir myndu kannski segja of mikið af myndum – en það er svona þegar maður er trigger-happy.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me