Follow @HannesJohnson

October 20th, 2008 @ 3:22 |

Iceland Airwaves 2008 – day 4 – partýið heldur áfram – myndir!

Síðasti dagur Iceland Airwaves 2008. Skellti mér á smá off-venue dæmi í Skífunni – hef ekki gert það áður. Við Bjössi ætluðum að tékka á Munich sem áttu að vera kl. 17 en þegar við komum rúmlega fimm var einhver íslensk hljómsveit að stilla sér upp – greinilega búið að breyta dagskránni, aftur, án þess að tilkynna það neins staðar, aftur. En það var nú bara fínt – þetta var s.s. Mammút sem voru að spila þarna – fín íslensk tónlist. Síðan spilaði Munich kl. 18 – ágætt danskt rokk í rólegri kantinum.

Fór heim, borðaði kvöldmat og undirbjó að fara aftur út… Planið var að byrja á Listasafni Reykjavíkur en þegar við komum var röðin fyrir utan sú lengsta sem ég hef séð á Airwaves – hún náði að Tollhúsinu og lengra. Maður var ekki að nenna að húka í þessari röð í 2 tíma eða meira þannig að við ákváðum bara að fara á Tunglið þar sem var engin biðröð. Þar var Steed Lord að klára settið sitt. Næst var það Pnau sem var algjör snilld – þvílíkur kraftur í þeim, klikkað partý. Ég var líka að fíla þessa visuals sem voru á skjánum fyrir aftan þá – animated graphics fyrir hvert lag. Viðbót: Reyndar skandall að þeir kláruðu ekki settið sitt af því að rafmagnið klikkaði eitthvað, slökknaði á græjunum í miðju lagi…

Næst á dagskrá var Crystal Castles – það var svona nett geðveiki, crazy hardcore elektró og söngkonan var svona nett psycho á því. Þegar þau voru búin henti trommarinn trommusettinu ofan á áhorfendur – rock & roll.

Þá beið maður bara spenntur eftir aðalatriðinu, Yelle. Það var náttúrulega snilld, klikkað partý og ég lifði tónleikana af án þess að slasa mig alvarlega ;) Smá photo mania í gangi – tók alveg slatta af myndum af Yelle. You have been warned… Total pakkinn fyrir þetta kvöld er 229 myndir. Eftir Yelle var það bara áfram partý, partý, partý… Hópurinn fór á Nasa og síðan aftur á Tunglið.

Ég hefði nú verið til í að sjá CSS og Vampire Weekend en kvöldið heppnaðist samt mjög vel, var í raun algjör snilld. Það hefði pottþétt endað allt öðruvísi ef maður hefði komist inn á Listasafnið, þá hefði maður hugsanlega ekki komist inn á Tunglið til að sjá Yelle.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me