Follow @HannesJohnson

May 18th, 2014 @ 22:14

Rölt í Fossvoginum – Ljósmyndagöngutúr í góða veðrinu

Við Birna fórum í smá rölt um Fossvoginn. Gaman að hafa náttúruna svona nálægt manni. Fossvogurinn er líka svo stór… nýbúinn að finna nýjan (leyni)stað ;)

Það er sko meira »

December 31st, 2012 @ 16:10

Annáll: 2011 – Það helsta sem gerðist þetta árið

Ég er aðallega að setja þetta inn fyrir mig, til að punkta hjá mér það helsta sem gerðist til að rifja upp seinna. Þannig að það skiptir ekki máli að þetta birtist ~12 mánuðum of seint ;) ..og til að flýta fyrir þá er ég frekar stuttorður varðandi sum atriði. Ef einhverjir þarna úti hafa áhuga að fá að vita nánar um eitthvað þá bara láta vita. Ég fjalla með glöðu geði nánar um það sem fólk er forvitið um :)

Hliðarverkefni

Snemma á árinu bjó ég til The Big List of Icelandic Developers. Þessi listi fékk smá athygli og ég er ennþá að fá beiðnir frá fólki sem vill komast á listann. Það er gaman að vinna í svona litlum hliðarverkefnum sem fólk er að fíla og deilir með vinum sínum. Svipað og með Hvað eru vinir þínir að fíla á flickmylife.com? sem ég gerði árið áður.

iPhone!

Ég keypti mér iPhone 4 í febrúar. Að hlutur geti breytt lífi manns er kannski stórt til orða tekið… en samt, það að fá sér snjallsíma/iPhone hefur klárlega breytt lífinu mínu að mörgu leyti.

Fjallgöngur

Fjallganga - Eyrarfjall í Kjós

Við Birna fórum í Eitt fjall á mánuði. Við stunduðum það eftir hentugleika ;) Maður komst ekki alltaf – var t.d. alltaf upptekinn á laugardögum um haustið/veturinn (sjá fyrir neðan). En við fórum t.d. upp á Eyrarfjall í Kjós.

Fyrirlestur

Ský - Frátekið fyrir fyrirlesara

Ég hélt minn fyrsta “opinbera” (s.s. ekki bara fyrir vinnu- eða skólafélaga) fyrirlestur hjá Ský 2. mars 2011 á ráðstefnu um leitarvélar. Ég var smá stressaður, en það gekk bara nokkuð vel fannst mér. Hérna eru glærurnar:

Everyday

Ég byrjaði á Everyday verkefninu 21. mars 2011. Eitt af myndböndunum sem ég bjó til vakti athygli þeirra sem standa bakvið app-ið sem ég nota og ég fékk skemmtileg hrós frá þeim :)

Hérna er 10 mánaða útgáfan:

Bílakaup

Suzuki Grand Vitara

Keypti mér nýjan bíl í apríl: Suzuki Grand Vitara, 2005 árgerð. Seldi Póló-inn, búinn að eiga hann í 4 ár. Þeir hjá Bílalíf voru alveg skuggalega fljótir að selja bílinn – og ég fékk uppsett verð. Very nice :) “Súkkan” er búin að standa sig mjög vel. Mjög smooth að keyra hann og lítið sem ekkert vesen.

Kanada

Vitinn við Peggys Cove, Nova Scotia

Í júní fór ég til Kanada (í fyrsta skipti!) með Birnu og fjölskyldu hennar. Nánar tiltekið til Halifax. Mjög fínt frí. Vorum bara að tjilla og leika okkur, túristast og slæpast. Við vorum með bílaleigubíl og keyrðum smá um Nova Scotia – m.a. til Peggys Cove. Villtumst reyndar smá á leiðinni, en það var bara skemmtilegt ævintýri :)

Sumarið

Birna fór til Indlands í 7 vikur. Það var smá spes – mjög gaman þegar hún kom aftur heim :D

Gekk Laugaveginn með hluta af Þotuliðinu (húrra fyrir mér!). Þetta tók á, sérstaklega síðasta daginn. En þetta var ævintýri og rosalega fallegt þarna. Til að fagna þessum merka áfanga bjó ég til smá verðlaunaskjal fyrir mig :)

Ég gekk fokking Laugaveginn

Fór á Bræðsluna í fyrsta skipti með góðum hópi (ROAD TRIP!). Ég hélt upp á afmælið mitt þar – um daginn fórum við nokkur saman í smá hliðar road trip og urðum næstum því bensínlaus lengst uppi á fjalli! Skemmtilega klikkað ævintýri ;) Við stoppuðum bílinn þegar við þorðum ekki lengra og böðuðum okkur í læk þar nálægt. Heimferðin reyndi á taugarnar – KOMUMST VIÐ HEIM?! ;)

Fór á Þjóðhátið með crew-inu. Mér fannst skemmtilegra árið áður, kannski af því að það var stærri hópur og fyrsta Þjóðhátíðin hjá mörgum, meiri spenna.

Það mætti segja að Úlfur úlfur með Berndsen & Bubba hafi verið sumarlagið 2011. Mikið spilað.

Atvinnutilboð

Í ágúst þurfti ég að ákveða hvort ég ætti að gerast CTO hjá sprotafyrirtæki og flytja til San Francisco. Frekar erfið ákvörðun – kostir og gallar… Spennandi tækifæri, en ég endaði á því að hafna tilboðinu. Hentaði mér ekki alveg.

Meira nám

Ég settist aftur á skólabekk – fór í námsbraut í Opna háskólanum í HR sem nefnist Markaðssamskipti og almannatengsl. Það var mjög gaman. Spennandi og krefjandi (það reyndi á að vera í nokkuð tímafreku námi og fullri vinnu). Það var kennt miðvikudagskvöld og laugardagsmorgna. Þannig að maður komst eiginlega ekki í fleiri fjallgöngur þar sem þær voru alltaf á laugardögum.

Nýtt lögheimili

Í september flutti ég inn til Birnu. Yay! :)

Æsifréttamennska

Lögreglan að handtaka bílaþjófa við Borgartún

Ég gerðist tímabundið fréttaljósmyndari fyrir dv.is ;) Tveir gaurar reyndu að stela bíl sem var í gangi á bensínstöðinni fyrir utan vinnuna. Við heyrðum lætin þegar þeir bökkuðu á staur og eigandi bílsins fór að hrópa. Fólk nálægt handsamaði strákana. Svo kom lögreglan. Ég tók nokkrar myndir á símann minn og setti á Twitter:

Blaðamaður hjá DV sem er að fylgjast með mér á Twitter hafði samband og spurði hvort þeir mættu nota myndina mína :) Ég leyfði það og myndin mín var notuð með fréttinni.

Vinnan

The Tempo Times

Meira tengt vinnunni – Ég vann að því að gefa út fyrstu útgáfuna af The Tempo Times. Ég var aðstoðarritstjóri og leiddi þetta verkefni að vissu leyti. Þetta var blað sem við notuðum til að kynna tímaskráningarkerfið Tempo. Blaðinu var dreift út um allt, m.a. á ráðstefnu í London.

Teymið mitt vann Ofurhetjudaginn hjá TM Software. Verkefnið sem við unnum að var vefverslun og ég sá um að búa til mobile útgáfu af henni.

Í október var ég kjörinn í stjórn SVEF. Ég var reyndar sjálfkjörinn þar sem það voru alveg passlega margir sem buðu sig fram ;) Skemmtilegt að hlúa að vefiðnaðinum (af því að ég elska Internetið). Við erum m.a. að skipuleggja Íslensku vefverðlaunin, vinnusmiðjur og fyrirlestra/bjórkvöld.

Frægð og frami

Íslandsbanki - auglýsing

Ég lék í auglýsingu fyrir Íslandsbanka. My 15 seconds of fame ;) Eða meira svona 10 sekúndur í byrjun á þessu myndbandi:

Smá skrýtið reyndar hvernig þeir breyttu útlitinu á þessu (birta, contrast…). En já, það var svolítið síðan að ég spáði í þessum brandara þegar ég sá að Íslandsbanki var með þennan leik um besta sparnaðarráðið. Ég rifjaði upp brandarann og sendi hann inn :)

Brandarinn er s.s. sá að í staðinn fyrir að kaupa 55″ sjónvarp þá getur þú keypt 32″ sjónvarp og bara fært sófann nær ;) Þá virðist myndin vera jafn stór og á 55″ sjónvarpi.

Þetta var valið eitt af frumlegustu hugmyndunum og notað m.a. í fréttatilkynningunni.

Bækur

Ég var að lesa ýmsar bækur, t.d.:

  • Create Stunning HTML Email That Just Works eftir Mathew Patterson
  • Linchpin: Are You Indispensable? eftir Seth Godin
  • Outliers: The Story of Success eftir Malcolm Gladwell
  • Making Ideas Happen: Overcoming the Obstacles Between Vision and Reality eftir Scott Belsky

Kvikmyndir

Ég horfði á 66 kvikmyndir árið 2011. Árið 2010 horfði ég á 78 kvikmyndir. Það er hægt að sjá kvikmyndagagnrýnina fyrir þessar myndir hér.

Quantified self

Samkvæmt your.flowingdata fór ég 8 sinnum í klippingu árið 2011 og kostaði það mig 31.700 kr (að meðaltali 3962,50 kr. hver klipping).

Þannig var nú það… 2011 í hnotskurn :)

Deliver me from Swedish furniture
April 29th, 2012 @ 18:27

Meira fisheye fjör – Miðsumarspartý í Menningarsetrinu og Halloween partý

Miðsumarspartýið heldur áfram (fyrri hlutinn er hérna). Síðan er þarna 1 mynd sem ég tók úr svaðilför sem við fórum í þegar við vorum á Bræðslunni síðasta sumar. Fórum nokkur úr hópnum í smá ferðalag afmælisdaginn minn inn í fjörð sem var þarna nálægt – og við urðum næstum því bensínlaus uppi á fjalli ;) Við böðuðum okkur í þessum læk.

Í lokinn eru myndir úr Halloween partý hjá Frikka og Betu.

Það er sko meira »

April 29th, 2012 @ 16:55

Fisheye fjör – sumar, gleði & partý

Um daginn fann ég 2 filmur sem ég átti eftir að framkalla. Ég skellti þeim í framköllun og þetta er fyrri hlutinn. Mér sýnist þetta vera partý í Menningarsetrinu í fyrra (vor/sumar) og afmæli þar sem við Óli, Hlynur og Lalli vorum ráðnir sem “crew” til að taka afmælið á næsta stig ;) Svo er það aftur partý á Menningarsetrinu, í þetta skipti Miðsumarspartý (sem var algjör snilld).

Það er sko meira »

April 25th, 2012 @ 0:26

Reciary gæti unnið $61,000+

Birna kom með hugmynd um daginn – samfélagsvefur þar sem fólk deilir uppskriftum og fylgist með öðrum (fólk sem er að deila uppskriftum sem þú fílar). Við erum búin að vera pæla í þessu smá – hvernig best væri að útfæra þetta, finna nafn á þetta og svona… Það er ekki auðvelt að finna sniðugt nafn þar sem .com lénið er laust ;) En við völdum nafnið Reciary, myndað úr orðunum recipe og diary – þetta er uppskrifta-dagbókin þín :)

Í síðasta mánuði tók ég eftir keppni, Lean Challenge 2012. Mér fannst upplagt að senda Reciary inn í þessa keppni. 10. apríl opnuðu þeir fyrir atkvæðum og getur fólk bara kosið í gegnum Twitter. Það þarf að nota ákveðið “hashtag” til þess að kjósa hugmyndina sem þú vilt að vinni.

Það er mikið í húfi – verðmæti vinninganna er samtals yfir $61,000! Þannig að það væri frábært ef þú gætir hjálpað okkur með því að pósta á Twitter smá skilaboðum sem innihalda “#leanvote2012-14” (án gæsalappa). Það er hægt að nota Tweet takkann á kosningasíðunni hjá hugmyndinni okkar (þar sem stendur “Hannes – #leanvote2012-14 – Reciary is a social network where people can share recipes, be inspired by others and themselves by looking back.”).

Þessi Tweet takki ætti líka að virka:


Retweets” telja líka sem atkvæði og þú getur RTað þetta tíst.

Það er hægt að kjósa út 25. apríl (miðnætti á CST tímabeltinu sem mér skilst að sé 6 tímum á eftir okkur).

Fyrir þá sem vilja prófa Reciary þá erum við búin að setja upp “beta” útgáfu af Reciary á reciary.is :)

Don’t forget to send me a friend request
May 15th, 2011 @ 21:03

Göngutúr um miðbæinn 14.5.2011

Áður en við Birna skelltum okkur í Eurovision-partý röltum við smá um miðbæinn. Við skoðuðum mismunandi menningu á Alþjóðadeginum hjá Ráðhúsinu – ég keypti mér mjög flottan handmálaðan bol til styrktar Japan. Síðan litum við inn í Kolaportið þar sem ég keypti How To Make Friends með FM Belfast (Kimi Records voru með bás). Að lokum fórum við í Hörpu, tónlistarhúsið fræga – mjög flott, hlakka til að mæta á skemmtilega viðburði þar (t.d. Iceland Airwaves).

Ég tók nokkrar myndir á símann – hann hefur eiginlega tekið við sem myndavélin sem ég nota í götuljósmyndun. Svo hentugt, ég er alltaf með hann við höndina.

Já, ég er að senda þessa færslu úr símanum (nota WordPress app-ið). Aðeins að prófa, myndirnar koma líklega ekki í fullri upplausn. Þarf að skoða hvort ég geti ekki reddað því.

Uppfært: Ég fiktaði smá í þessu og fann út hvernig ég gat sett inn stórar myndir. Bara upload-a þeim í Original Size og nota síðan gallery shortcode til að birta thumbs af myndunum.

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me