Það er gaman að halda áfram hefðinni og skrásetja nokkra eftirminnilega atburði frá 2023. Hér má svo finna færslurnar fyrir 2022, 2021, 2020 og 2019 – heyrðu, já, svo var ég líka með annál fyrir 2011 og 2010 😄
Bulby pivot – aðlagast breyttum aðstæðum
Við héldum áfram að breyta og bæta beta/MVP útgáfuna af Bulby. ChatGPT kom út stuttu fyrir jólin 2022 og það breytti heldur betur miklu. Fyrsta tilgátan okkar var að fólk gæti notað Bulby til að fá skapandi hugmyndir að efni til að setja á samfélagsmiðla. En svo kom í ljós að ChatGPT var að leysa það á auðveldan hátt. Sem breytti öllu hjá okkur, en opnaði líka dyr fyrir önnur tækifæri.
Snemma á árinu notuðum við tæknina frá OpenAI til að bæta gervigreind við Bulby. Fólk gat gert æfingarnar í Bulby og fengið aðstoð, innblástur og fleiri hugmyndir í samvinnu við gervigreind 🤖
Sumarið – dróna efni
Alls konar klassík um sumarið: Smá golf, smá bústaðaferðir, fjör og afslöppun.
Var líka smá að leika mér með drónann:
Stórafmæli
Það var gaman að eiga stórafmæli þann 23. árið ’23 – smá Jordan stemning í því 😄
Birna skipulagði frábæran óvissudag 🥰 Afmælisdagurinn var fullur af fjöri, dekri og ævintýrum – gaman að prófa alls konar nýja hluti 🙌 Þetta var alvöru afmælishelgi af því að fjölskyldan var líka með afmælisveislu í bústaðnum daginn áður.
Viral video á TikTok
Ég tók eftir ákveðnu trend-i á TikTok þar sem var verið að nota mashup af Kendrick Lamar og Radiohead sem DWELLS gerði ásamt hröðum klippingum. Mér fannst 545 myndir af klósettum passa vel við þetta 😄
Það er hægt að tékka á því hérna á TikTok. Magnað líka að það eru komin meira en 1000 athugasemdir (comments) – fólk er t.d. með leik þar sem það stoppar myndbandið til að sjá hvaða klósett það fær. Það er líka hægt að horfa á þetta á Instagram og YouTube.
Johnson ættarmót
Það var ættarmót um sumarið hjá Johnson ættinni. Mjög gaman að hitta stórfjölskylduna – sérstaklega fólkið sem býr í USA sem maður hefur ekki séð frá síðasta ættarmóti sem var 2006.
Ég var beðinn um að græja tónlistina – þannig að ég bjó til 3 playlist-a á Spotify.
Byrjuðum á Lounge at a Cool Hotel listanum fyrir fordrykkinn.
Svo var það tónlistin fyrir borðhaldið: Smooth Jazz Dinner Music
Fyrir kvöldið gerði ég listann Góð dans lög fyrir partý með ýmsa aldurshópa.
Ég og Birna sáum um að hanna grafíkina sem var notuð í photo booth-num 😄
Iceland Airwaves í 18. skiptið
Samkvæmt mínum útreikningi var þetta í 18. skiptið sem ég fór á Iceland Airwaves. Ég bjó til smá recap video:
Aníta var spennt að kíkja á off-venue með mér, sem var mjög skemmtilegt.
Spjölluðum við fullt af fólki um Bulby
Í gegnum allt árið vorum við að spjalla við fullt af fólki um sköpunargleði og Bulby – kíktum í heimsókn til ýmissa fyrirtækja. Við vorum með bása á tveimur ráðstefnum – og Birna var uppi á sviði í Hörpu með kynningu á Bulby.
Svo hélt Birna TEDx erindi um það hvernig er hægt að endurforrita heilann til að vera meira skapandi.
Tókum þátt í gervigreinda-hraðli og settum Bulby í loftið
Við vorum samþykkt í AI Launchpad, sem breska fyrirtækið Paddle hélt um haustið. Það var keppni í lokinn – við flýttum okkur að setja upp sölusíðu á bulby.com og settum Bulby í loftið til að vera gjaldgeng í keppninni. Það var ánægjulegt að við lentum í úrslitum og munum halda áfram að fá stuðning frá Paddle.
Við vorum samþykkt í AI Launchpad, sem breska fyrirtækið Paddle hélt um haustið. Það var keppni í lokinn – við flýttum okkur að setja upp sölusíðu á bulby.com og settum Bulby í loftið til að vera gjaldgeng í keppninni. Það var ánægjulegt að við lentum í úrslitum og munum halda áfram að fá stuðning frá Paddle.
Þessi pressa að setja Bulby opinberlega í loftið varð líka til þess að eftir að mörghundruð aðilar voru búnir að prófa “early access” útgáfuna af Bulby, þá fengum við okkar fyrsta viðskiptavin 🥳
Hress 2023
Ég held auðvitað áfram að búa til hinn árlega Hress lista 😄 Það er hægt að finna Hress 2023 hérna á Spotify. 44 lög þetta árið = 2,5 klst af tónlist þegar þú ert í góðu skapi eða þegar þú vilt koma þér í gott skap.
Ég tengi 2023 mikið við “Generative AI” – það voru svakalega miklar breytingar í kringum hvað gervigreind getur búið til – þannig að mér fannst viðeigandi að nota Midjourney gervigreindina til að endurgera Hress myndina af mér fyrir þetta cover 🤖
Á listanum er slatti af 90’s lögum í nýjum búningi – ég er að fíla það trend 🙌
Fleiri sturlaðar staðreyndir (“fun facts”):
- Tvö lög á listanum eru með vocals frá Chuck Roberts
- Hypaton er með tvö lög þarna með David Guetta – bæði endurgerð á 90’s lögum
- Tvö lög með vocals frá Issey Cross – bæði endurgerð á 90’s lögum
- Justin Hawkes kemur ferskur inn og af krafti með tvö lög á listanum
- Meira tónlistarfólk með tvennur: MEDUZA, Sigma, Becky Hill, Chase & Status og Hress góðkunningjarnir Oliver Heldens og Bakermat eru þarna báðir með tvö lög
Svo gæti einhver stúderað nýjustu Hress listana og áætlað að ég er nokkuð hrifinn af UK Drum and Bass senunni 😉
Ég er byrjaður að safna í Hress 2024 – nú þegar komin 13 lög þar inn.
Spotify Wrapped tölfræði
Fyrst við erum að tala um tónlist þá finnst mér fróðlegt að skrásetja Spotify tölfræðina til að sjá eitthvað munstur (trends) og bera saman tölur milli ára.
40.314 mínútur þetta árið á meðan það voru 26.116 mínútur árið 2022 og 32.919 fyrir 2021. Þessi aukna hlustun gæti verið tengd ástæðunni fyrir að Emilíana Torrini með lagið Bleeder er þarna efst á listum hjá mér.
Ég gerði lista sem Sonos spilar alltaf á kvöldin – sem áminningu (trigger) fyrir Anítu og okkur að það sé komið að nætur-rútínunni. Á þessum lista er Hafdís Huld og Emiliana Torrini. Ég er með stillt “Exclude from your taste profile” á þessum lista, en það er eins og það hafi ekki alveg virkað 🤷🏻♂️
Kvikmyndir sem ég sá 2023
Ég sá nokkrar kvikmyndir í fyrra. 84 myndir til að vera nákvæmur – það var aftur slatti af kósýkvöldum og fjölskyldumyndum 😄
Þær myndir sem voru að toppa í „upplifunarstjörnum“…
9 stjörnur
- Heat (ég horfði aftur á þessa geggjuðu mynd frá 1995, var ekki búinn að skrá hana í gagnagrunninn áður)
- Tetris
8 stjörnur
- Wonka
- The Killer
- Nope
- Elemental
- BlackBerry
- Oppenheimer
- Mission: Impossible – Dead Reckoning Part One
- Extraction II
- The Lego Movie
- Ambulance
- Air
- Guardians of the Galaxy Vol. 3
- John Wick: Chapter 4
- Black Panther: Wakanda Forever
- Avatar: The Way of Water
Svo er hægt að nefna að The Expendables 4 er lélegasta mynd sem ég hef séð í bíó í langan tíma. Frekar vonsvikinn – var að vonast eftir meiri skemmtun. Skellti 5 stjörnum á hana.
Annað sem er fróðlegt að grafa upp úr gagnagrunninum mínum (sem inniheldur núna 1148 bíómyndir): Ég horfði á Die Hart heima og gaf henni 4 stjörnur, ekki gott stöff. Tvær aðrar fjögurra-stjörnu myndir sem ég sá heima: We Can Be Heroes og Meet the Robinsons – reyndar barnamyndir, þannig að ekki alveg eins mikið að marka.
Fróðleikur í eyrun
Ég hlustaði á helling af bókum. Eins og undanfarið eru flestar bækurnar tengdar Northstack bókaklúbbnum – hann fór reyndar í smá pásu í lok árs og vonandi verður hann endurvakinn eftir ár eða svo.
Ég náði að klára þessar bækur:
- Meditations
- Greenlights
- Hooked: How to Build Habit-Forming Products
- Paradise: One Town’s Struggle to Survive an American Wildfire
- Know My Name
- The Hidden Life of Trees: What They Feel, How They Communicate: Discoveries from a Secret World
- A Thousand Brains: A New Theory of Intelligence
- The Molecule of More: How a Single Chemical in Your Brain Drives Love, Sex, and Creativity—and Will Determine the Fate of the Human Race
- The Creative Act: A Way of Being
- Calling Bullshit: The Art of Skepticism in a Data-Driven World
- Right Kind of Wrong: The Science of Failing Well
- The Mom Test: How to talk to customers & learn if your business is a good idea when everyone is lying to you
- Loved: How to Rethink Marketing for Tech Products
- Forget the Funnel: A Customer-Led Approach for Driving Predictable, Recurring Revenue
Ég náði að klára fleiri bækur þetta árið m.a. af því að ég ákvað að hlusta á sumar bækur sem voru hálfkláraðar í bílnum. Ég get ekki verið með eins mikla athygli á bókunum þegar ég er að keyra, en mér fannst það betra en að ná ekki að klára þessar bækur á næstunni.
Ein bók sem ég byrjaði á í fyrra og á eftir að klára:
Fyrir bókanörda er ég á Goodreads. Ég gaf Know My Name, The Creative Act og The Mom Test 5 stjörnur þar (af 5 mögulegum). Mom Test bókin var algjör leikbreytir fyrir okkur Birnu fyrir vöruþróun á Bulby og hvernig við rannsökum markaðinn og mögulega viðskiptavini.
Jæja, ég held að þetta sé það helsta sem mig langaði að muna eftir og skrásetja opinberlega. Alltaf gaman að rifja svona upp og vera meðvitaður um allt sem maður er að upplifa.
Takk fyrir árið. Takk fyrir að lesa 🙏
Síðast uppfært 21. April, 2024
Leave a Reply