Follow @HannesJohnson

September 16th, 2010 @ 20:55

Hvað á ég að gera í New York?

Fólk sem er á leiðinni til New York hefur verið að spurja mig hverju ég mæli með að það skoði og geri. Þannig að mér fannst upplagt að skella nokkrum punktum á bloggið.

230 Fifth

230 Fifth Rooftop Bar

Rooftop bar með magnað útsýni. Ég fór þarna tvisvar í síðustu New York ferð og mér fannst þessi staður algjör snilld. Fyrsta skiptið var sérstaklega skemmtilegt af því að við vissum ekkert hvers konar staður þetta var og ég bjóst ekki við þessu klikkaða útsýni (Empire State Building í öllum sínum skrúða), kom virkilega skemmtilega á óvart.

Í fyrra skiptið vorum við líka grand á því og keyptum okkur flösku(r) af Grey Goose þannig að við fengum okkar eigið borð og þjónustudömu sem sá um okkur (bottle service) – ekki leiðinlegt ;) Við þurftum líka eiginlega að kaupa þessa flösku til að komast hjá dress code og biðröðinni (sem var nokkuð löng).

Staðsetning – heimilisfangið er í nafninu, 230 á Fifth Avenue

Top of the Rock

Top of the Rock

Af öllu sem er nauðsynlegt að gera í New York þá er þetta eiginlega mikilvægasta – þú bara verður að fara alla leið upp og dást að útsýninu. Þarna sér maður hvað borgin er stór, byggingarnar magnaðar og Central Park víðáttumikill. Ég gæti verið þarna í marga klukkutíma.

Mér finnst skemmtilegra að fara upp á Top of the Rock heldur en Empire State Building – minna vesen, yfirleitt minni raðir. Ég reyndar hef gert það tvisvar að fara um daginn upp á Top of the Rock og svo um kvöldið upp á Empire State Building – maður verður eiginlega líka að sjá borgina í næturskrúðanum.

Staðsetning – 30 Rockefeller Plaza (W 50th St á milli 5th og 6th Ave)

The Lake í Central Park

The Lake í Central Park

Það er alltaf gaman að fara í Central Park og bara ganga um og tjilla, kannski fá sér kríublund ;) En núna í þessari ferð leigðum við okkur báta hjá The Central Park Boathouse við Stöðuvatnið (The Lake). Það var mjög gaman – skemmtilegt að sjá New York frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.

Staðsetning – The Lake, ca. við 74th St

Burger Joint

Burger Joint

Mjög góðir hamborgarar. Skemmtileg stemning líka. Mjög spes að fara inn í þetta fína hótel, Le Parker Meridien, og finna brælulyktina í lobbýinu. Þetta er staðurinn sem Tommi var að reyna endurskapa með Hamborgarabúllunni.

Þetta er s.s. hægra megin við afgreiðsluna/móttökuna, lítill drungalegur gangur með litlu hamborgara-neon skilti við endann.

Staðsetning – Le Parker Meridien, 224 W 56th St

Tao

Tao restaurant

Mjög flottur veitingastaður. Mögnuð stemning. Mjög góður matur. Nett klúbbastemning – sérstaklega þar sem maður er í fordrykkjunum að bíða eftir borðinu (dúndrandi tónlist). Mæli með að panta borð með fyrirvara.

Staðsetning – 42 East 58th Street

Grimaldi’s

Grimaldi's Pizzeria

Við prófuðum nokkra af þeim helstu pizza stöðum í New York sem var mælt með og mér fannst þessi bestur. Pizzurnar á Lombardi’s voru reyndar svipaðar á bragðið en mér fannst einhvern vegin stemningin á Grimaldi’s skemmtilegri. Upplagt líka að nota tækifærið og labba yfir Brooklyn Bridge og tékka á útsýninu.

Það eru góðar líkur á að það sé biðröð, en hún ætti að hreyfast fljótt.

Staðsetning – 19 Old Fulton St (undir Brooklyn Bridge)

Shake Shack

Shake Shack in Madison Square Park

Mjög góðir hamborgarar. Mæli sérstaklega með ShackBurger – kjötið sem fer í þann börger er eitthvað sérvalið, extra special. Mér fannst hann mun betri en cheeseburger-inn hjá þeim.

Það er oft (mjög) löng röð en stundum getur maður verið heppinn – fyrsta skiptið biðum við í svona 30 mínútur, seinna skiptið vorum við heppnir og þurftum varla að bíða (en síðan svona 30 mínútum seinna var röðin orðin fáránlega löng). Þeir eru með Shack Cam fyrir þá sem vilja tékka hvort það sé löng röð ;)

Upplagt líka að prófa sjeikana hjá þeim (heitir nú einu sinni Shake Shack). Síðan eru þeir líka með nokkurs konar bragðarefi (Frozen Custard) sem eru mjög fínir.

Smá hamborgaragagnrýni:

Staðsetning – Madison Square Park (23rd St og Madison Ave)

Síðan eru náttúrulega ótal aðrir hlutir sem maður getur prófað: Tékkað á Times Square (passið ykkur samt á “tourist traps” – fólk að reyna pranga einhverju upp á ykkur hvort sem það eru geisladiskar eða miðar á sýningar), skoðað Apple Store á 5th Avenue (mér finnst það mjög flott og skemmtileg búð), gengið um SoHo (mjög skemmtilegt hverfi), farið á Museum of Modern Art (mæta snemma, tekur góðan tíma að fara í gegnum allt) og önnur söfn… Síðan er eiginlega óhjákvæmilegt að maður fari með neðanjarðarlestinni og gulum New York leigubíl hingað og þangað – mér finnst það líka skemmtileg upplifun.

Hefur þú komið til New York? Hverju mælir þú með? Var ég að gleyma einhverju?

All the crazy shit I did tonight, those will be the best memories
July 9th, 2010 @ 23:38

Nokkur góð iPhone/iPod Touch apps

Ég keypti iPod Touch þegar ég var í New York – meðal annars þar sem gamli iPod-inn minn var ónýtur, en líka til að vera með flotta lófatölvu; geta komist á netið í gegnum WiFi og fá aðgang að öllum þessum sniðugu forritum sem eru í App Store.

Hérna eru nokkur forrit sem ég er búinn að prófa og er að fíla ágætlega:

Instapaper
Frekar sniðugt forrit. Ég hef notað Instapaper nokkuð lengi til að geyma greinar sem ég ætla að lesa seinna. En ég hef aðallega notað það síðan til að lesa greinar (á litla skjánum) í símanum mínum. Ég keypti Pro útgáfuna á $4.99 sem er með alls konar kúl fídusa – t.d. nær forritið í allt að 250 greinar sem þú hefur bætt við og vistar þær í iPod-inum (í staðinn fyrir 10 sem er hámarkið í ókeypis útgáfunni) og maður getur hallað iPod-inum til að láta textann flæða upp eða niður (algjör snilld að þurfa ekki að “swipe-a” til að halda áfram að lesa). Ég vildi líka bara styrkja þróunina á Instapaper. Þetta koma sér vel í flugvélinni á leiðinni heim.

VLC Remote
Fjarstýring fyrir VLC Media Player – algjör snilld! Ég náði bara í ókeypis útgáfuna, veit ekki hvort ég þurfi að splæsa $2.99 í “alvöru” útgáfuna til að fá auka fídusa – get gert allt það helsta í VLC Remote Free. Ég væri frekar til í að kaupa forrit sem gæti stýrt hverju sem er (eða alla vega mörgum forritum) í Makkanum.

Onion News Network
Ókeypis forrit til að hafa greiðan aðgang að snilldar myndböndum frá The Onion. Gott stöff.

Cyanide and Happiness
Kostaði alveg heil 99 cent en í gegnum þetta forrit getur maður auðveldlega skoðað öll comics frá explosm.net ásamt video clips/animated shorts + aðrir sniðugir fídusar.

—–

Ég spila nú ekki mikið tölvuleiki. Dett í einstaka Flash leik sem maður rekst í á netinu, en endist yfirleitt stutt. Mér fannst samt um að gera að prófa nokkra leiki. Megnið af vinsælustu forritunum í App Store eru leikir og síðan er líka fjör að stjórna leikjum með þessum skemmtilega snertiskjá.

Angry Birds
Kostar $0.99 (reyndar til lite útgáfa sem er ókeypis). Miðað við aðra leiki í þessum verðflokki þá fær maður nokkuð mikið “gameplay” – yfir 150 borð. En þetta er skuggalegur tímaþjófur – mörg borðin eru erfið en ekki það erfið, maður nær þessu næstum því þannig að maður prófar “bara einu sinni í viðbót”. Úff, hættulegt… En fínt að grípa í þetta sér til skemmtunar endrum og sinnum. Maður þarf líka að nota smá kænsku til að klára borðin – aldrei leiðinlegt að nota heilann smá ;) Þetta er vinsælasta app-ið (og top grossing) í App Store – búið að ná í það 4 milljón sinnum!

Canabalt
Ég var búinn að prófa þennan leik á netinu en ákvað að testa þetta líka í iPod. Kostaði $2.99. Mjög smooth að spila hann í iPod, skemmtilegra heldur en að nota lyklaborð eða mús í tölvunni. Tónlistin er líka frekar kúl. Einföld pæling, en samt nokkuð fjölbreytilegt. Skemmtilega útfært – maður er aldrei að spila í sama borðinu, veit aldrei hvað kemur næst.

Words With Friends
Nokkuð skemmtilegt að geta spilað Scrabble (eða s.s. Scrabble rip-off) við vini eða ókunnuga út um allan heim. Svolítið svipað og bréfskák – þú gerir og sendir síðan “boltann” yfir til mótspilarans sem gerir síðan þegar hann hefur tíma til (sem getur verið nokkrum sekúndum seinna eða næsta dag). Þeir eru reyndar líka með Chess With Friends, hef ekki prófað það.

Ég prófaði bara ókeypis útgáfuna sem er með auglýsingum. Efast um að ég sé að fara splæsa í $2.99 útgáfuna (ég veit, RISAstórar fjárhæðir) – held ég sé ekki að fara spila þennan leik það mikið, get alveg sætt mig við að sjá auglýsingar eftir hverja umferð. En ef einhver vill spila þá er notandanafnið mitt: funkpunk

i-Gun
Fjör að leika sér að skjóta úr hinum og þessum byssum (Glock, AK-47, uzi, haglabyssu…). Ókeypis.

Dawn of the Dead
Leikurinn kostar venjulega $1.99 en hann var ókeypis á tímabili á meðan þeir voru að laga bögg tengdan iOS 4.0. Nokkuð spennandi leikur, lítur vel út og góðir hljóð effektar. Það er reyndar ekki mjög mikið gameplay – maður er tiltölulega fljótur að klára öll borðin og þrautirnar og þá er lítið eftir. En alltaf gaman að rústa zombies :)

Síðan er ég náttúrulega með klassísk forrit eins og Facebook, Twitter, Tumblr, Foursquare, WordPress (notaði það m.a.s. til að skrifa brot af þessari færslu), TweetDeck, MSN Messenger…

Þetta eru nokkur af þeim forritum sem ég hef prófað á þeim stutta tíma sem ég hef átt græjuna. Átt þú iPhone, iPod Touch eða jafnvel iPad? Einhver forrit sem þú mælir með?

My brother has ADD, which is weird because he drives a Ford Focus.
September 13th, 2008 @ 0:37

Heimsfrægar ljósmyndir

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag beið mín skemmtileg sending sem ég var búinn að bíða eftir. Vissi reyndar ekki hvenær hún myndi koma en ég átti von á henni… Þetta var pakki frá Channel 4.

Í sumar hafði samband við mig gaur frá Channel 4 í UK og spurði hvort þau mættu nota Apple Store myndina mína í bækling (“booklet”) sem þau væru að búa til fyrir samstarfsaðila (“commissioning editors”). Nafnið mitt myndi koma fram aftast í bæklingnum í credit listanum. Ég spurði hann hvort þau gætu nokkuð sent mér þennan bækling þegar hann væri tilbúinn. Hann var til í það og bæklingurinn kom í pósti í dag. Veit ekki alveg hvort bæklingur sé rétta orðið, alla vega mjög veglegur bæklingur, 40 blaðsíður, prentað á þykkan pappír og lítur mjög vel út:

Apple Store myndin mín á forsíðunni á The Trend Book

Myndin mín var s.s. notuð á forsíðunni á bókinni og nafnið mitt er efst á Photography credit listanum:

Credit for Apple Store photo

Síðan fylgdi með líka þessi voða fíni miði:

Thank you note

Hi Hannes
Please find enclosed a booklet – many thanks again for letting us use your image
Leonie

Gaman að þessu :)

Já, það er gífurleg eftirspurn eftir ljósmyndunum mínum ;)

Núna í vor hafði stelpa samband við mig (í gegnum Facebook) og vildi nota London skyline myndina mína:

I am a member of an events team at a children’s hospice in Wales (www.tyhafan.org) and am this year responsible for organising a Gala Night in London.

I wondered if you would give me permission to use your London skyline photograph for our promotional material and website as this is the best one we’ve found.

Alveg sjálfsagt mál að hjálpa svona góðu málefni. Þau eru núþegar að nota myndina á síðunni þeirra og síðan munu þau líklega nota myndina í bæklingum, plakötum og öðru…

Síðan eru líka ýmsir aðrir búnir að hafa samband við mig – t.d. spurja hvort þeir megi nota myndirnar mínar á vefsíðum hér og þar. Ýmislegt sem er í vinnslu, eins og eitt fyrirtæki sem er að gera video um Times Square og vildi nota New York taxi cabs myndina. Svo er eitthvað fyrirtæki sem heitir Schmap sem vildi nota Rockefeller Center Christmas Tree myndina í einhvers konar New York guide (líka í iPhone útgáfu).

Já, það eru ekki bara lögfræðiskólar og listasöfn sem vilja nota myndirnar mínar ;)

Ég ætti kannski að drífa mig að henda fleiri myndum á flickr – ekki búinn að vera nógu duglegur þetta árið.

That was the one. I think that’s gonna come out really nice.
November 29th, 2007 @ 1:02

Orðinn alvöru listamaður

Nú verður Hlynur alveg brjálaður – neyðir mig örugglega til að segja upp… En já, það virðist sem maður sé orðinn alvöru “listamaður” ;) Fyrsta ljósmyndasýningin sem ég tek þátt í byrjar núna næsta laugardag (1. desember). Ljósmyndasafn Reykjavíkur er með sýningu 1. desember 2007 – 17. febrúar 2008 tileinkuð ljósmyndum af Flickr. Ég las um þetta project í einhverju blaði í haust (eða kannski rakst ég á þetta á flickr eða annarri síðu, man það ekki) og ég sendi inn nokkrar myndir. Hluti af þessum myndum voru samþykktar en eftir að það var búið að skera smá niður voru 3 myndir eftir. Það er búið að prenta út 220 myndir eftir 94 ljósmyndara en síðan verður þeim myndum sem komust í forvalið (500 stykki) varpað á vegg úr myndvarpa.

Þessar tvær myndir verða útprentaðar á sýningunni:

Apple Store - 5th Avenue

« Tók þessa í Apple búðinni á 5th Avenue í New York. Kom skemmtilega út að hafa tröppurnar svona glærar. Ef ég man rétt þá tók ég mynd af þessum tröppum af því að pabbi var að taka mynd af þeim ;)

Christmas Eve

« Þessi mynd var tekin aðfangadagskvöld 2005 – amma heitin og systir mín að “módelast” – alveg ekta jólamynd. Þetta var eiginlega svolítið heppni… ég var bara að leika mér eitthvað, ætlaði að sjá hvernig jólatréð kæmi út ef ég myndi slökkva á flassinu. Það að slökkva á flassinu þýddi að ljósopið var opið í heila sekúndu og alveg magnað hvað myndin er skörp þrátt fyrir það. Líka heppilegt að systir mín hafi verið með þessa jólasveinahúfu – gerir þetta enn jólalegra :)

Ef ég skildi þetta rétt þá verður þessum tveim myndum líka varpað á vegginn, ásamt þessari:

Times Square traffic

« Frekar töff mynd af Times Square. Öll þessi ljós koma skemmtilega út í þessu svartamyrkri. Þarna vorum við “fastir” í traffík en síðan tók ég aðra þar sem við vorum á hreyfingu sem mér finnst líka frekar flott. Eiginlega svipað og með Apple myndina þá fór ég að taka myndir út um gluggann á leigubílnum af því að pabbi var að gera það :)

Já, Flickr er alveg magnað fyrirbæri – vegna þess að ég ákvað að setja ákveðna mynd á Flickr þá er háskóli í New York að nota myndina í bæklingi hjá þeim – ..og núna eru barasta ljósmyndir eftir mig hluti af ljósmyndasýningu á safni. Ekki svo vitlaust að setja upp flickr síðu ef þú hefur áhuga á að koma ljósmyndunum þínum á framfæri.

Sýningin heitir flickr-flakk og heljarstökk (eða “flickr era – digital horizons” á enska mátann). Opnun er núna á laugardaginn 1. desember kl. 16 í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð (sama hús og Borgarbókasafnið). Aðgangur er ókeypis þannig að allir eru velkomnir — og það verða “léttar veitingar” í boði – veit ekki nákvæmlega hvað það er – en ég les bara eitt úr því: Free booze! ;) (ábyrgist samt ekkert)

Þeir sem komast ekki laugardaginn en vilja samt tékka á þessu hafa nægan tíma, eins og ég sagði verður þessi sýning í gangi til 17. febrúar 2008. Samkvæmt heimasíðunni þeirra þá er opnunartími sýninga 12-19 virka daga og 13-17 um helgar.

Hérna eru síðan nokkrar myndir sem ég hef sett nýlega á flickr:

Full moon Elevator shaft Manchester ferris wheel Looking up Empire State This is New York I'm walking here Hyde Park Sunset in Croatia London skyline at night New York City pigeons A dog on Esja Reykjavik Culture Night fireworks Ljubljana tower window « þessi mynd er alveg að eyðileggja symmetríið, var að spá í að sleppa henni bara… Þetta var svo flott síðast.

She looks like a model. Except she’s got a little more ass.
November 9th, 2007 @ 1:24

Kvikmyndir

Ég hef mikinn á huga á kvikmyndum, mér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og ég geri töluvert af því… Ég hef stundum skrifað stuttlega um myndir sem ég hef verið að sjá – en reyndar ekki svo mikið upp á síðkastið. Hugsanlega af því að ég var að skrá það annars staðar. Ég nefninlega setti upp sérstakt svæði fyrir kvikmyndagagnrýni. Átti bara eftir að tilkynna það – twitter aðdáendur fengu reyndar að vita af því fyrir 2 mánuðum.

Til þess að höndla gagnrýnina og stjörnugjöfina nota ég WordPress plug-inið WP Movie Ratings – Gífurlega sniðugt, ég fer bara á IMDb síðuna fyrir myndina og smelli á takka sem ég er búinn að bæta við í browserinn. Síðan skrifa ég smá, gef myndinni stjörnur og sendi þetta inn – voila! Upplagt til að hafa safn yfir þær myndir sem maður er búinn að sjá og hvernig maður var að fíla þær. Síðan er líka möguleiki að einhverjir lesendur hafi áhuga á að vita hvaða kvikmyndir ég hef verið að sjá og hvort ég mæli með þeim – eða hvað?

Hérna eru síðan nokkrar kvikmyndir sem ég ætla að sjá á næstunni:

Untitled J.J. Abrams Project (aka. Cloverfield)

Veit voða lítið um þessa mynd… en þessi teaser er mjög áhugaverður. Á YouTube síðunni fyrir þetta video er fullt af linkum á skrítnar teaser síður sem eru líklega hluti af markaðssetningunni…

[HD trailer á Apple.com]

Wanted

Angelina Jolie og byssur, ég þarf ekki meira ;)

[Trailer í betri gæðum á síðu myndarinnar]

Be Kind Rewind

Jack Black og Mos Def – gæti verið góð blanda. Lítur út fyrir að vera í súrari kantinum, en held að hún gæti verið fyndið.

[Trailer í betri gæðum á Apple.com]

I Am Legend

…þetta er eiginlega teaser. Þessi trailer segir manni aðeins meira:

Síðan eru líka aðrar útgáfur á YouTube.

Gæti verið töff mynd – Will Smith að leika “Palli var einn í heiminum” ;) Bara það að sjá New York algjörlega tóma bætir alveg við kúlskalann.

[HD trailers á Apple.com]

Hérna er líka stutt “prequel” teiknimynd – vel gerð, frekar töff.

Hefur þú áhuga að sjá þessar myndir? Einhverjar aðrar myndir sem þú bíður spennt(ur) eftir að sjá?

Cute and cuddly boys. Cute and cuddly.
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me