• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for london

london

Heimsfrægar ljósmyndir

13. September, 2008 7 Comments

Þegar ég kom heim úr vinnunni í dag beið mín skemmtileg sending sem ég var búinn að bíða eftir. Vissi reyndar ekki hvenær hún myndi koma en ég átti von á henni… Þetta var pakki frá Channel 4.

Í sumar hafði samband við mig gaur frá Channel 4 í UK og spurði hvort þau mættu nota Apple Store myndina mína í bækling (“booklet”) sem þau væru að búa til fyrir samstarfsaðila (“commissioning editors”). Nafnið mitt myndi koma fram aftast í bæklingnum í credit listanum. Ég spurði hann hvort þau gætu nokkuð sent mér þennan bækling þegar hann væri tilbúinn. Hann var til í það og bæklingurinn kom í pósti í dag. Veit ekki alveg hvort bæklingur sé rétta orðið, alla vega mjög veglegur bæklingur, 40 blaðsíður, prentað á þykkan pappír og lítur mjög vel út:

Apple Store myndin mín á forsíðunni á The Trend Book

Myndin mín var s.s. notuð á forsíðunni á bókinni og nafnið mitt er efst á Photography credit listanum:

Credit for Apple Store photo

Síðan fylgdi með líka þessi voða fíni miði:

Thank you note

Hi Hannes
Please find enclosed a booklet – many thanks again for letting us use your image
Leonie

Gaman að þessu :)

Já, það er gífurleg eftirspurn eftir ljósmyndunum mínum ;)

Núna í vor hafði stelpa samband við mig (í gegnum Facebook) og vildi nota London skyline myndina mína:

I am a member of an events team at a children’s hospice in Wales (www.tyhafan.org) and am this year responsible for organising a Gala Night in London.

I wondered if you would give me permission to use your London skyline photograph for our promotional material and website as this is the best one we’ve found.

Alveg sjálfsagt mál að hjálpa svona góðu málefni. Þau eru núþegar að nota myndina á síðunni þeirra og síðan munu þau líklega nota myndina í bæklingum, plakötum og öðru…

Síðan eru líka ýmsir aðrir búnir að hafa samband við mig – t.d. spurja hvort þeir megi nota myndirnar mínar á vefsíðum hér og þar. Ýmislegt sem er í vinnslu, eins og eitt fyrirtæki sem er að gera video um Times Square og vildi nota New York taxi cabs myndina. Svo er eitthvað fyrirtæki sem heitir Schmap sem vildi nota Rockefeller Center Christmas Tree myndina í einhvers konar New York guide (líka í iPhone útgáfu).

Já, það eru ekki bara lögfræðiskólar og listasöfn sem vilja nota myndirnar mínar ;)

Ég ætti kannski að drífa mig að henda fleiri myndum á flickr – ekki búinn að vera nógu duglegur þetta árið.

That was the one. I think that’s gonna come out really nice.

Filed Under: Ljósmyndir Tagged With: Apple, facebook, flickr, london, new york city, published

Ég blogga þegar ég nenni að blogga…

20. September, 2006 2 Comments

Ég veit, ég veit… en ég hef bara verið upptekinn. En dömur mínar og herrar – ég kynni nýtt og glæsilegt myndagallerý.

Fyrir áhugasama er þetta myndagallerý byggt á Gallery og síðan notaði ég plug-in sem kallast WPG2 sem sameinar WordPress og Gallery. Þetta er ein snilldin við WordPress – það eru til alveg hellingur af alls konar plug-ins til að bæta og kæta blöögið manns.

Það er spurning hvort ég sleppi næst að fiffa svona við myndirnar – laga ljós og liti, stærð á myndum, o.s.frv… og skelli þessu bara á netið eins og þetta kemur úr myndavélinni. Þetta getur nefninlega tekið nokkurn tíma sem þýðir bara að myndirnar koma seinna á netið.

Ég var nú eitthvað að fikta í þessu gallery dóti og það eru alls konar sniðugir fídúsar í þessu – það ætti t.d. að vera hægt að kömmenta á myndirnar – bara ekki búinn að finna hvernig maður gerir það… Myndi fólk vilja kömmenta á myndir – ætti ég eitthvað að reyna redda því? Síðan getur fólk líka gefið myndum einkunn – gífurlega skemmtilegt allt saman.

En já, ferðasaga… það er náttúrulega möst að fara eitthvað á sumrin. Ég skellti mér til Slóveníu og Króatíu – eiginlega bara af því að maður hafði ekki farið þangað áður og að þetta var sunnarlega.

Áður en flogið var til Ljubljana gistum við í London í eina nótt og notuðum tímann til að túristast smá. Í Ljubljana beið okkar eitt flottast hótel sem ég hef gist á. Fáránlega töff herbergi með 42″ plasma sjónvarp á veggnum.

179

Í Ljubljana vorum við bara að túristast og tékka á því helsta – kastalinn, Tivoli garðurinn… Við fórum náttúrulega líka í rannsóknarleiðangur til að kanna hvort Slóvenar kunni að djamma.

Bjöllustrákurinn á hótelinu mælti með tveim stöðum – fyrst tékkuðum við á Global sem var á 5. hæð í einhverri blokk/verslunarhúsnæði. Við fyrstu sýn leit þetta út fyrir að vera fínn staður, flott útsýn af svölunum og ágætlega stór staður. En tónlistin var ekki það besta sem maður hefur heyrt á klúbbi – og hún var ekki mikið að skána. Kannski var það af því að þetta var mikið svona lókal tónlist, en ég var alla veganna ekki að fíla þetta í tætlur. Besta lagið sem var spilað þarna var Ace of Base – All That She Wants enda trylltist lýðurinn þá. Sjálft dansgólfið var í miðjunni en það var frekar skrítið að það voru tjöld í kringum það sem voru ekki dregin upp fyrr en einhvern tíman eftir miðnætti – þá var náttúrulega frekar mikil pressa og enginn þorði á dansgólfið fyrr en eftir nokkur lög. Síðan fannst mér líka skrítið þegar ég fékk White Russian í Martini-glasi og til að toppa það fékk ég lime með – Þú setur ekki súraldin í mjólkurdrykk, hefur fólk ekki séð hvað gerist ef maður blandar saman appelsínusafa og mjólk?

Við nenntum ekki að hanga þarna mikið lengur og skelltum okkur á Bacchus Bar. Þar var mun betri tónlist, dance/techno í kjallaranum og uppi var klassískt popp – og alveg troðið af fólki. En barþjónninn vildi ekki kannast við White Russian – var ekkert að skilja þegar ég bað ítrekað um White Russian og gaf mér bara vodka on the rocks.

Heimurinn er alltof lítill… eitt kvöldið í Ljubljana vorum við að rölta um bæinn að leita okkur að stað til að borða á. Við sáum veitingastað sem leit ágætlega út, þjónninn benti okkur að setjast bara hvar sem er og við hlömmuðum okkur á næsta borð. Þegar við vorum sestir áttuðum við okkur á því að það voru Íslendingar á næsta borði – tveir gaurar á InterRail ferðalagi. Þeir voru víst að koma frá Belgrad og voru svona í svipuðum pakka og við fyrir 2 árum. Þeir kvöddu síðan og fóru að leita að einhverjum subbulegum lókal pöbb.

Síðan má ekki gleyma Casino-inu sem var í kjallaranum á hótelinu – frekar töff. Allt voða bling-bling og fancy. Maður testaði þetta eitthvað smá en missti sig nú ekki alveg – hefði verið verra ef maður hefði tapað öllum gjaldeyrinum þarna.

Eftir nokkra daga dvöl í Ljubljana kvöddum við hótelið og hoppuðum upp í rútu til Króatíu. Áfangastaðurinn okkar var Porec, lítill túrista/strandar-bær ekki mjög langt frá landamærunum.

299

Í Porec var aðallega túristast og drukkið. Það rigndi nokkra daga á meðan við vorum í Króatíu og þá var lítið hægt að gera annað en að hoppa inn á einhvern stað og fá sér einn bjór eða svo.

Á kvöldin hoppuðum við á milli pöbba og tékkuðum líka á nokkrum klúbbum sem voru þarna í nágrenninu. Eins og ég sagði frá tékkuðum við á International Club sem maður var ekki alveg að fíla í tætlur. Hann var mjög stór og það er örugglega dúndur stemmning þarna þegar það er vel pakkað – en það var bara heldur fámennt (miðað við hvað margir hefðu komist fyrir) þegar við mættum. Annað hvort er staðurinn bara yfir-hype-aður eða þá komum við ekki á réttu kvöldi.

Cocktails & Dreams (eða C&D eins og hann var kallaður) var einn besti staðurinn sem við fórum á – brillíant DJ sem var með alveg fáránlega smooth dance session (DJ Mr. Cheff held ég að hann heiti). Síðan var ekki verra að staðurinn var svona 2 húsum frá hótelinu okkar. Annar staður sem var líka frekar góður var eiginlega inn í skógi við ströndina þarna. Við fyrstu sýn virtist þetta bara vera lítil og nett krá en síðan labbaði maður niður í kjallarann og þar var alveg vel pakkað af fólki (örugglega nokkur hundruð manns). Þar gat maður tjillað og horft á eldingar við sjóndeildarhringinn.

Á hótelinu vorum við með þýskt MTV sem maður tékkaði stundum á. Hérna er smá tóndæmi um þýskt rapp:
Jan Delay – Klar | Kool Savas – Das ist OR

Þegar það fór að hitna í kolunum greip maður tækifærið, skellti sér út á eyjuna með bátnum og tanaði sig í drasl á meðan maurar stálu snakkinu okkar.

Einn daginn var ekki alveg nógu gott veður til að geta verið að sóla sig. Þannig að við leigðum okkur hjól og hjóluðum strandlengjuna fram og til baka.

Þegar dvölinni í Porec var lokið tókum við rútu til Trieste þar sem við löbbuðum um alla borgina að leita okkur að einhverju að borða. Það tók sinn tíma og þegar við vorum loksins búnir að matast voru komnar þrumur og mígandi rigning. Þannig að við tókum leigubíl aftur á rútustöðina.

Á flugvellinum voru gífurlega skemmtileg skilaboð til þeirra sem voru á leiðinni til London – engin raftæki né vökvar leifðir í handfarangri. Það þýddi s.s. iPod, batterý, gemsi, vatn… og maður þurfti að endurpakka smá.

Eftir smá brölt komst maður loksins á hótelið í London. Það er spurning hvort maður auðveldi sér málið næst ;)

Í London var það m.a. flipp photosession á Piccadilly og pöbba-rölt sem endaði síðan með pulsu á Oxford Street. Síðan vorum við að labba um London og lentum í einni mestu rigningu nokkurn tíman – og ég sem var nýbúinn að fara í sturtu.

Þar hafið þið það… ef þú last í gegnum þetta allt (og smelltir á alla linkana) : til hamingju – þetta er örugglega lengsta færsla sem ég mun nokkurn tíman skrifa á þessu bloggi. Mér finnst að þú ættir að skrá nafn þitt í sögubækurnar fyrir þetta merka afrek og kommenta…

When do you sleep?
– Sunday.

Filed Under: Ferðalög, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: london

Gleðilegt ár

7. January, 2006 Leave a Comment

Ákvað að skella report um London ferðina á hüt þar sem maður getur sett inn fallegar myndir í færslurnar þar. Færslan er hérna en það er skemmtilegra að lesa hana með því að fara bara á http://hotmotherfuckers.lazycomet.com/ (kemur betur út þar).

Það er alltaf gaman að fylgjast með hvaða myndir eru á leiðinni. Rakst á eina með alveg snilldar titli: Snakes on a Plane. Með svona titil þá getur ekkert klikkað, ekki verra að vera með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki. Það er meira að segja kominn útvarps trailer (ok, kannski ekki official trailer en whatever…): MP3.

Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir.

random quote | Are you happy now? Is your British ass happy now?!

Filed Under: Ferðalög, Kvikmyndir Tagged With: london

Gull, reykelsi og myrra

5. December, 2005 Leave a Comment

Það var víst ekki alveg eins mikið hangs og ég hafði gert ráð fyrir eftir síðasta prófið. Ég slappaði náttúrulega vel af en það vildi svo til að það vantað einhvern í afleysingar við útkeyrslu þannig að ég hljóp í skarðið.

En það er ekki svo slæmt að vinna stöku sinnum – maður fær náttúrulega smá auka pening – en síðan er maður líka að hlusta á útvarpið sem maður hefði líklega ekki gert hefði maður ekki verið að keyra út vörur. Það vildi svo skemmtilega til að þegar ég var að afhenda klósettupphækkun eða eitthvað á Melhaga var ég að browse-a á milli útvarpsstöðvanna og leita að einhverju skemmtilegu… Ég lenti á KissFM þar sem þeir voru með einhvern jólaleik.

Þar sem leikir ýmiskonar vekja yfirleitt áhuga minn ákvað ég að staldra við og tékka aðeins á þessu. Var nú samt ekki alveg að nenna að hringja inn þar sem maður þarf nú oft að hringja inn svona 10 mínútum fyrir til að ná inn. Doddi tók inn hlustanda og lagði fyrir hann spurningu: “Vitringarnir sem heimsóttu jesúbarnið, hvað voru þeir margir og hvaða gjafir komu þeir með?”. Gaurinn svaraði: “Þeir voru 12… nei, uh, 3 og þeir komu með myrru… og, uh…”. Þá var Doddi ekki að nenna þessu: “5, 4, 3, 2, 1… sorry, við þurfum að taka inn annan hlustanda.”. Þá brást ég hinn snarasti við og hringdi inn – og viti menn, ég náði strax inn. Þar sem ég stundaði nú sunnudagsskólann af kappi á sínum tíma var ég náttúrulega með þetta allt á hreinu. Vitringarnir voru 3 og þeir komu með gull, reykelsi og myrru.

Bingó! Jackpot! Í vinning fyrir þetta mikla afrek mitt að hafa svona lágmarksþekkingu á þessu jóladóti þá fékk ég flugmiða fyrir 2, til og frá London/Köben einhvern tíman kringum jólin! ..and I quote: “Ég er ekki búinn að fara í ruglferð til útlanda í alltof langan tíma og þarf að gera eitthvað í því – jafnvel næsta vor/sumar eða bara um jólin…”. Viti menn, það rættist bara úr því :)

Þannig að ég mun að öllum líkindum vera í London með ónefndum lögfræðinema dagana 17.-21. desember. Garanteraðir punktar: túrismi, Ministry of Sound klúbburinn, almennt kaupæði (eða svona eins og fátækir námsmenn geta leyft sér) og góð jólastemmning í London.

En að öðrum hlutum… Námskeiðið í tölvusjón heldur áfram, nokkur skemmtileg atriði sem er fjallað um eru meðal annars eftirlitskerfi sem geta greint einstakar persónur og elt þær eins og í Las Vegas – og svona ryksugu-róbot eins og í Arrested Development.

OK, ég vil ekki hjóma eins og gamall kall en hvert er heimurinn að fara þegar unglingar hrækja í strætó?! Var á leiðinni upp í skóla þegar það komu nokkrir krakkar í strætóinn á Bústaðaveginum – “punks” væri líklega ágætt orð til að lýsa þeim (samt ekki pönkarar sko). Síðan þegar ein stelpan gekk aftur í strætóinn hrækti hún beint á gólfið eins og ekkert væri sjálfsagðara! ..og þetta var ekkert lítil slumma. Ég veit ekki… ég var alla veganna orðlaus – ég meina, hvað er málið?!

En svona á léttari nótunum, þá er þetta BARA fyndið: Q-Unit – Greatest Hits

random quote | They wouldn’t evict you at Christmas. You’d be ho-ho-homeless.

Filed Under: Ferðalög Tagged With: jól, london, skóli

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...