Follow @HannesJohnson

October 15th, 2009 @ 1:25 |

Iceland Airwaves 2009 – Day 1 – Ramses, Retro Stefson, Dynamo Fog… – myndir, maður!

Já, já… Iceland Airwaves 2009 er hafið – snilld! Airwaves er klárlega stærsti menningarviðburður Íslands á hverju ári. Ég er ekki frá því að ég sé sammála Söru í Nakta Apanum með það að þetta sé skemmtilegra og meira spennandi en jólin.

Ég byrjaði að fara í Batteríið til að sjá Ramses opna hátiðina. Hann var með fínustu hljómsveit með sér. Töff íslenskt hip-hop. Rétt leit inn á Nasa þar sem maður náði nokkrum lögum með Morðingjunum – ágætis rokk í harðari kantinum. Síðan hoppaði ég yfir á Sódóma þar sem maður rétt náði í restina af Cynic Guru. Stuttu seinna fóru Retro Stefson að setja upp sínar græjur. Það var gott partý hjá Retro Stefson, gífurlegur hressleiki. Góðar líkur á að maður tékki á þeim aftur á laugardaginn á Nasa.

Næstir á dagskrá voru Dynamo Fog – var ekki alveg að fíla fyrstu lögin þeirra, kannski var það bara söngurinn, annars var þetta fínt rokk. Svo fór maður aftur yfir á Nasa þar sem Juvelen voru að ljúka sér af, veit ekki alveg… var ekkert að heilla mig upp úr skónum. Beið í smá stund eftir Kimono og hlustaði á hægt og rólegt rokk hjá þeim í smá tíma áður en maður sagði þetta gott fyrir fyrsta kvöldið af Iceland Airwaves ’09.

Þetta var bara nokkuð góð byrjun á Airwaves – hef aldrei tekið svona massívan miðvikudag áður.

Já, og sjá… það eru myndir. Ég tók náttúrulega ljósmyndir hægri vinstri eins og ég er vanur. Njótið.

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me