• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Gallery / Iceland Airwaves 2011 – Dagur 2 – Tónleikar og myndir fara vel saman

Iceland Airwaves 2011 – Dagur 2 – Tónleikar og myndir fara vel saman

14. October, 2011 Leave a Comment

Hallelujah! Þessi heilaga hátíð heldur áfram :) Ég var aftur smá fastur uppi í skóla í 40% hópverkefni. En ég mætti á NASA rétt fyrir hálf tíu – Hlynur og Bjössi voru einmitt mættir fyrir utan á nákvæmlega sama tíma og ég, gríðarlega heppilegt. Það var engin biðröð þannig að við fórum bara strax inn. Lúxus ;) Óttar mætti aðeins seinna, rennandi blautur eftir að hafa reynt að komast á Listasafnið til að sjá Beach House.

Við náðum restinni af Láru Rúnars. Ágætis stöff. Síðasta lagið var sérstaklega gott, kraftur í því. Veit reyndar ekkert hvað það heitir ;) Næst á dagskrá var kanadíska hljómsveitin Young Galaxy. Nokkuð gott, en engin gargandi snilld. Lárus slóst svo í hópinn þegar hann var búinn að hlusta á sinfóníur í Hörpu.

Svo var það Active Child sem ég vissi lítið sem ekkert um (eins og er oft með hljómsveitir sem maður uppgötvar á Iceland Airwaves). Í fyrstu var maður ekki alveg viss hvað maður ætti að halda… gaur að syngja hástöfum á meðan hann spilaði á meðalstóra hörpu. En síðan datt maður meira og meira í gírinn. Þetta var bara fínasta stöff. Veit ekki alveg hvað það var, en það var eitthvað sem minnti mig á Moderat (sem voru einmitt að gera mjög góða hluti á Iceland Airwaves 2010). Góður bassi, góður rythmi… Kom skemmtilega á óvart.

Síðast á dagskrá var YACHT. Góð keyrsla. Hressleiki og kraftur. En þau voru smá skrítin/freaky/arty…

Photos, baby! Check it out… Mér finnst tónleikamyndir oft koma skemmtilega út – svo skemmtileg lýsing og góð stemning.

Lára Rúnars
Lára Rúnars
Young Galaxy
Young Galaxy
Klaufabárður að vakta mixerinn?
Klaufabárður að vakta mixerinn?
Active Child
Active Child
YACHT
YACHT

Deila þessu:

  • Share
  • Facebook
  • Twitter
  • Tumblr
  • Pinterest
  • Reddit
  • LinkedIn
  • Print
  • Email

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Óttar, Bjössi, Hlynur, Iceland Airwaves, Lalli, moderat, nasa, skóli, tónleikar

Reader Interactions

Leave a Reply Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Primary Sidebar

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

🎞️ Gömlu photostrip myndirnar 📷

This slideshow requires JavaScript.

Áskrift að nýjum færslum

Skráðu netfangið þitt hérna til að fá tilkynningar þegar ég gef út nýjar færslur.

Copyright © 2021 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
loading Cancel
Post was not sent - check your email addresses!
Email check failed, please try again
Sorry, your blog cannot share posts by email.