• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for mp3

mp3

Töff tónlist

12. December, 2007 7 Comments

Mér finnst alltaf gaman að uppgötva nýja og góða tónlist. Það er eins og að finna gullmola þegar maður (oft fyrir tilviljun) rekst á eitthvað sem manni finnst algjör snilld. Til að (vonandi) hjálpa lesendum að uppgötva nýja tónlist þá eru hérna nokkur lög sem ég hef rekist á…

Teddybears – Cobrastyle
Þetta var intro lagið í pilot-num á Chuck (sem eru btw frekar góðir þættir). Gífurlega hressandi lag.

Bangers & Cash – Loose
Eitthvað skemmtilegt við þetta lag – mikill kraftur í þessu – kannski ekki ósvipað og annað sem Spank Rock hefur verið að gera (hann er s.s. annar helmingurinn af Bangers & Cash).

She Wants Revenge – Tear You Apart
Heyrði þetta í The Number 23 – passaði mjög vel við myndina.

Róisín Murphy – Dear Miami
Þetta er víst gellan úr Moloko. Seiðandi lag…

Hún er nú búin að klúðra nokkurn veginn öllu sem hún gat klúðrað, þannig að það kom mér svolítið á óvart hvað ég var að fíla þetta lag… Ég held að þetta lag gæti alveg virkað í góðu hljóðkerfi á einhverjum klúbbi með dúndrandi bassa:

Britney Spears – Piece Of Me

Bjössi kom reyndar með góðan punkt:

Tónlistarmenn búa til betri tónlist þegar þeir eru á eiturlyfjum…

(eða eitthvað þannig). Þannig að kannski er hún á réttri braut? Neh…

Talandi um eiturlyf… hérna er smá craziness:
Yo Majesty – Club Action (Chris Bagraiders Sailing to Baltimore Edit)
og meira: Herve & Yo Majesty – Get Low Club Action (Scattermish Timid Fuckup edit)

Snoop Dogg – Sensual Seduction
og dirty útgáfan af laginu: Sexual Eruption
Eins og ég sagði á I am not taxi þá skiptir ekki máli hvað Snoop Dogg gerir, það er alltaf pimp.

Seal – Amazing
Gífurlegur hressleiki í gangi. Síðan er ég líka til gamans með Kaskade Remix og Thin White Duke Main Mix

Var þetta nokkuð of mikið af lögum? :)
Ætti ég að gera meira af svona?

I think I’m destined to be a single, not an album.

Filed Under: Tónlist Tagged With: download, mp3

Airwaves 2007 – part 2

24. October, 2007 5 Comments

Iceland Airwaves 2007 búið… ég er strax farinn að hlakka til Airwaves 2008.

Dagur 4

Þá var það dagurinn sem maður var búinn að bíða eftir… Maður fór beint á Listasafnið – mjög sáttur hvað það var stutt röð og hvað maður var fljótur inn – líklega þar sem það var svo mikið annað í gangi annars staðar (bæði kostur og galli). En við mættu stuttu áður en Annuals byrjuðu. Ég var bara að fíla Annuals nokkuð vel – hafði eiginlega ekkert heyrt í þeim áður en það var bara mjög góður kraftur í þeim – dugleg á trommurnar. Síðan voru þau skiftandi um hljóðfæri – m.a. bara í miðju lagi – mixing it up. Söngvarinn fór t.d. á trommurnar og þá fór annar af tveim trommurum á gítar. Gott stöff.

Hérna eru þau að taka eitt hressandi lag (veit ekki hvað það heitir):

Meðal áhorfandanna var gaur að búa til hatta úr dagblöðum og dreifa þeim út um allt, fólk var síðan byrjað að hjálpa honum að búa til fleiri hatta – áhugaverður gjörningur. Strax eftir Annuals myndaðist (eins og við mátti kannski búast) töluverð löng röð á klósettið. En það lá líklega meira á sumum þar sem gaurar voru byrjaðir að míga í vaskinn – nice. Hvernig er það, eru ekki klósett á 2. hæðinni? Annað – á undan Bloc Party var spilað alveg dúndrandi partý dans tónlist – Darude, Aphex Twin og annað hressandi. Mér fannst eitthvað skrítið við að hita þannig upp fyrir rokk-tónleika, en fólkið var greinilega að fíla þetta – dans tónlist kemur manni alltaf í gott stuð.

Þá var það bara að bíða eftir aðal númeri hátíðarinnar: Bloc Party. Eins og alvöru rokkurum sæmir létu þeir bíða smá eftir sér – held að þeir hafi byrjað svona 20 mínútum á eftir dagskránni. En þetta voru brillíant tónleikar eins og við mátti búast – tóku alla helstu slagarana og héldu uppi góðri stemmningu. Reyndar skandall að það var eins og þeir gerðu ekki ráð fyrir að láta klappa sig upp, eða nenntu því ekki – það var alla veganna alveg slatti af fólki sem reyndi að klappa þá upp en það var bara sett eitthvað Grease lag í hljóðkerfið og ljósin kveikt.

Hérna er Bloc Party að taka Banquet:

Endirinn á Flux:

..og síðan Like Eating Glass:

Eftir þetta var maður ekki alveg viss hvert skildi halda… En við ákváðum að fara á Gaukinn þar sem hr. partý var þar. Þegar við komum var FM Belfast að klára settið sitt – hellingur af fólki á sviðinu og það virtist vera ágæt stemmning í gangi. Þegar þau voru búin ákváðum við Bjössi að tjillla aðeins á meðan við kláruðum bjórinn okkar. Eftir það komu tvær hressar gellur frá NYC – Roxy Cottontail. Samkvæmt MySpace síðunni hennar (Roxy er víst bara ein gella, hin gellan var líklega vinkona hennar sem hjálpar stundum til) spilar hún “Rap / Punk / Disco House”. Hvað sem þetta var þá var ég að fíla það.

Smá tóndæmi:

Roxy Cottontail – Playmate (Jesse Rose remix)

Næst var haldið á Barinn þar sem Moonbootica héldu upp góðri elektró-dans stemmningu þar sem maður dansaði af sér rassgatið langt fram á nótt. hr. partý var með fáránlega töff gleraugu sem fara öllum alveg skuggalega vel ;)

Dagur 5

Þá var það lokahnykkurinn – fórum á Nasa og náðum síðasta laginu hjá Horsebox. Síðan byrjuðu The Magic Numbers alveg á slaginu. Þau voru mjóg góð. Virkilega pro performance – lögðu mikið í þetta. Þau spiluðu bæði rólega og hress rokk lög – flottur endir á Airwaves. Fannst reyndar magnað að þau voru með lengra show en Bloc Party – ca. 1,5 klst. – kannski áttu þau bara til meira efni.

Hérna eru þau að flytja… já, nei, veit ekki hvaða lag þetta er – finnst samt ég hafa heyrt það áður – veit einhver hvaða lag þetta er?:

Uppfært: maple segir að þetta sé lagið Love Me Like You:

Þar hafiði það… Iceland Airwaves árið 2007.

Það er magnað hvað það er svo allt öðruvísi að upplifa tónlist live – tónlist sem maður hlustar á í tölvunni og finnst vera svona “meh, allt í lagi” getur verið virkilega góð live. Maður verður að muna að fara reglulega á tónleika – alltaf hressandi.

Ég held að það fari ekkert á milli mála að Bloc Party stóð upp úr Iceland Airwaves 2007. En eins og í fyrra þá lendir maður oft í að rekast á bönd sem maður veit ekkert um en koma manni skemmtilega á óvart – þetta árið var það Roxy Cottontail. Eiginlega bara heppni að maður tékkaði á þeim… of Monreal voru líka mjög góð ..og Annuals – ok, ok, þetta var mest allt brilliant :)

Hefði í rauninni getað farið á mun fleiri tónleika en ég er nokkuð sáttur við það sem ég sá – live tónlist 5 daga í röð er nokkuð gott. Spurning að reyna kannski að mæta fyrr á næsta ári – sjáum til…

Held að það sé næsta víst að Andy flippari frá Kaliforníu sé eftirminnilegasti túristinn (gaurinn með jólaseríuna). Síðan var brillíant þegar við sáum [áberandi mann í íslensku viðskiptalífi] vera draga á eftir sér kvenmann kl. 5 að nóttu til í rigningunni – eitthvað sem ég bjóst ekki við að sjá :)

Myndir! Já, já, hérna eru myndir frá seinni hluta Iceland Airwaves 2007 – ég mynni líka fólk á að tékka fyrra Airwaves 2007 settið. Allt í allt eru þetta 207 myndir. Alltaf gaman af photos – er það ekki annars?

Síðan eru öll video-in (10 stykki) sem ég tók á þessum YouTube playlista – var t.d. ekki búinn að linka í annað video með The Magic Numbers og eitt stutt með Roxy Cottontail.

Ég þarf að redda mér lögum með Annuals og of Montreal + fleiri lög með Roxy Cottontail og The Teenagers …og með fleirum ef ég rekst á það. Verst að Íslendingar geta ekki auðveldlega keypt í gegnum iTunes búlluna – jæja, maður reddar sér einhvern veginn.

Iceland Airwaves ’07 var snilld – þetta festival er ég held barasta það besta sem gerist (menningarlega séð) á Íslandi á hverju ári. Virkilega gott framlag – eiginlega bara fyndið/fáránlegt að norska ríkið sé að styrkja þessa hátíð en ekki íslenska ríkið.

Þá er bara spurning hvaða mega-band Bjössi ætlar að panta fyrir næsta Airwaves? Hvað með Rage Against The Machine?

Me without a rhyme is like a pimp without an afro

Filed Under: Ljósmyndir, Tónlist, Video Tagged With: Iceland Airwaves, menning, mp3, myndir, MySpace, NYC, YouTube

Iceland Airwaves 2007

17. October, 2007 4 Comments

Fyrsti dagur Iceland Airwaves þannig að ég ætla að henda upp smá færslu. Airwaves er töff tónlistarhátíð – hellingur af alls konar hljómsveitum, bæði þekktum og öðrum sem maður hefur heyrt minna um… Sem er bara gott mál – alltaf gaman að uppgötva nýja (og skemmtilega) tónlist. Ég hef farið á Airwaves síðust tvö ár og haft gaman af. Árið 2004 tékkaði ég víst bara á Hermigervli á Kapital (RIP) – það hefur líklega ekki verið mikið annað á hátíðinni þá sem var að heilla mig. 2003 var ég í Danmörku – veit ekki hvort ég missti af einhverju merkilegu. En síðan minnir mig að ég hafi farið á Airwaves 2002 (held meira að segja að ég hafi keypt armbandið af Gunna Who – hann fór á fyrri helminginn og ég sá þann seinni) og séð m.a. Fatboy Slim [og The Hives, Blackalicious, Rapture…] – held að það hafi verið fyrsta Airwaves hátíðin sem ég fór á. Hátíðin hefur smám saman orðið stærri og stærri, fengið stærri bönd og fleiri túrista sem gera sér ferð til Íslands til að djamma í Reykjavík.

Til að koma í veg fyrir að mega-raðar skandallinn 2005 endurtaki sig hafa þeir farið út í að selja færri miða (og hækka miðaverðið í leiðinni) + þeir setja vinsælar hljómsveitir á sama tíma þannig að fólk þarf að velja og hafna. Til dæmis setja þeir GusGus og of Montreal bæði kl. 0:00 á föstudeginum. GusGus stendur nú alltaf fyrir sínu þannig að það laðar að – en fólk hefur verið að mæla með of Montreal þannig að… fyrst maður hefur nú séð GusGus nokkrum sinnum live þá er pæling að fórna þeim fyrir eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Kemur í ljós…

Annars er maður nú ekki með neitt nákvæmt plan, fyrir utan Bloc Party (sem Bjössi óskaði sérstaklega eftir). hr. partý er nú með nokkuð pro schedule – excel og allar græjur, kannski maður steli einhverju þaðan. Síðan er nokkuð töff tól á síðunni hjá Hermigervli (sem Hjalti bjó víst til) til að búa til sína eigin Airwaves dagskrá.

Síðan gæti verið að maður tékki á einhverju off venue dóti. Hef reyndar ekkert sérstakt í huga – en maður hefur ekkert farið á off venue prógrammið síðustu ár og það gæti verið fjör að skoða það. Verð að stúdera off-venue dagskrána á icelandairwaves.com betur. Möguleiki að maður tékki á Amiina í Fríkirkjunni á laugardeginum – eru þær ekki voða hipp og kúl, að meika það í útlöndum og svona?

Annars var maður að frétt að The Magic Numbers verða víst ein af þessum “TBA” hljómsveitum á sunnudaginn. Var að tékka á síðunni þeirra og þetta virðist vera fínasta indie rokk – þannig að maður fer pottþétt á það.

Til að hita upp fyrir Iceland Airwaves er hérna smá hlust:

GusGus – David (Darren Emerson mix)

Bloc Party – The Prayer
Bloc Party – She’s hearing voices

Trentemøller – Beta Boy

Síðan var mér bent á The Teenagers – gífurlega hressandi lyrics í laginu Homecoming

I’ll show you who’s rock’n’roll

Filed Under: Tónlist Tagged With: biðröð, gusgus, Iceland Airwaves, mp3

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me