• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for mp3

mp3

Guilty pleasures of the moment

20. June, 2009 5 Comments

Hérna eru lög sem ég ætti ekki að vera að fíla en er samt að fíla:

The Black Eyed Peas – Let The Beat Rock (Boys Noize remix feat. 50 Cent)

Weekend Warriors – Take Me To LA

Ert þú með eitthvað guilty pleasure lag?

This blog post is partially inspired by bergur.is.

Frankly, my dear, I don’t give a damn.

Filed Under: Tónlist Tagged With: boys noize, mp3

Nýjasta stöffið frá The Prodigy – Invaders Must Die

1. March, 2009 10 Comments

The Prodigy eru ennþá í fullu fjöri… ég man ennþá eftir því þegar ég sá hrúgu af Music For The Jilted Generation plakötum í anddyrinu okkar þegar ég var svona ca. 10-12 ára. Þetta heillaði mig nú ekki í fyrstu – plakatið var frekar skrítið og ég held að ég hafi þá ekki heyrt neitt Prodigy lag ennþá. En þetta átti eftir að breytast, ég varð eldri, vitrari og tónlistarsmekkurinn minn þroskaðist. Maður fór nú ekki á tónleikana sem plakötin voru að plögga en ég held að maður hafi farið að hlusta á Prodigy alveg á fullu stuttu seinna. The Prodigy hefur verið ein af mínum uppáhalds hljómsveitum í mjög langan tíma – góðu gömlu lögin þeirra eru klassísk og maður getur alltaf gripið í þau, þau eru ennþá kickass. Ekki einu sinni reyna að róa mig niður ef ég heyri Prodigy lag á einhverjum klúbbi – það er betra að halda sig í smá fjarlægð af því að það eru skuggalegar líkur á því að ég missi mig ;)

Sumir hafa verið að tala um að Prodigy gæti verið að missa það – það voru ekki allir að fíla í tætlur diskinn Always Outnumbered, Never Outgunned (sem kom út 2004). Ég hins vegar var að fíla hann ágætlega – þurfti reyndar að hlusta á hann nokkrum sinnum til að finna groove-ið – fullt af góðum lögum á þeim diski. En ég held að The Prodigy hafi sannað að þeir hafa engu gleymt með nýjasta disknum þeirra Invaders Must Die. Það sem ég hef heyrt af disknum er að gera mjög góða hluti – mjög gott stöff – gamla góða dans geðveikin er þarna ennþá. Mér finnst þetta reyndar vera örlítið frábrugðið klassíska Prodigy hljómnum – ekki eins mikið hardcore techno/rokk heldur meira drum and bass – alla vega í sumum lögum. Það er möguleiki að eftir að hafa tekið eftir hvað drum and bass remixið hjá Pendulum af Voodoo People var að gera góða hluti þá hafi þeir ákveðið að færa sig aðeins yfir í þá deild – alls ekki slæmt move.

Mér finnst alla vega vera nettur drum and bass/Pendulum keimur af laginu Omen:

Hérna er annað klikkað lag af nýja disknum:

The Prodigy – Warrior’s Dance

Eitt dæmi… Ég var bara í sakleysi mínu að hlusta á vinsælustu lögin á The Hype Machine og heyrði fáránlega smooth lag með góðum takti og hressandi melódíu. Ég var bara “nice, I like… hvaða hljómsveit ætli þetta sé?” ..og viti menn, þetta var náttúrulega The Prodigy með hið óvenjulega (miðað við Prodigy, fyrri parturinn a.m.k.) lag Stand Up, check it:

The Prodigy – Stand Up

Þetta er loka lagið á plötunni og algjörlega fullkomið lag til að ljúka plötu.

Ú, snilld – hægt að hlusta á plötuna á last.fm með commentary (svona eins og leikstjóra commentary á DVD). Frekar kúl.

Shit hvað mig langar á tónleika með The Prodigy – hef bara farið einu sinni á tónleika með þeim, árið 2004 í Höllinni. Sem er náttúrulega rugl… þarf að gera eitthvað í þessu. Það eru kannski litlar líkur á að þeir komi hingað þannig að maður þarf líklega að fara út.

Dammit… ég þarf að drulla út Hress 2008. En ég gat bara ekki látið þessa færslu sitja á hakanum og fresta því og fresta að setja hana live (eins og er staðreyndin með 20+ drafts sem ég er með vistuð í WordPress).

OK, eitt lag í lokinn – reyndar fyrsta lagið á disknum (og titillagið):

The Prodigy – Invaders Must Die

I just came here to bounce

Filed Under: Tónlist, Video Tagged With: mp3, nostalgia, the hype machine, the prodigy, WordPress

Protected: Yet another Saturday music and photo session

9. February, 2009 2 Comments

Þessi færsla er læst... Þú getur haft samband við mig og sannfært mig um að þú eigir rétt á að fá aðgang. En ég efast um að þetta sé spennandi fyrir þá sem voru ekki viðstaddir - þetta er bara bull og fíflalæti.

Filed Under: Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Ableton Live, þrífótur, Black Monster Hamster, fisheye, griffin de la funk, Korg, mp3, partý

Protected: Saturday music and photo session

25. January, 2009 2 Comments

Læst færsla. Þú getur haft samband við mig og reynt að sannfæra mig um að þú eigir rétt á að fá aðgang ;)

Filed Under: Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Ableton Live, Black Monster Hamster, fisheye, griffin de la funk, Korg, mp3, partý

Kúl jólalög – rokk og grín

18. December, 2008 2 Comments

Tæplega vika í jólin… Er ekki málið að pumpa upp jólastemmninguna með smá jólatónlist? Þessi klassísku jólalög eru að óma í útvörpum og þau endast misvel. Sum finnst mér vera orðin frekar þreytt og síðan eru nokkur sem ég get bara ekki hlustað á (að vinna í Hagkaup um jólin þar sem sami diskurinn var spilaður á repeat í marga daga getur látið mann hata viss lög).

Hérna eru nokkur lög sem eru kannski ekki alveg hin hefðbundu jólalög en ættu að hjálpa manni að komast í jólaskapið.

Smá jákvæður jólaandi:
Blink 182 – It’s Christmas Time Again

Klassískt jóla rokklag:
Smashing Pumpkins – Christmastime

Tvíhöfði er alltaf hress á því – með góðan jólaboðskap:
Tvíhöfði – Jólalag

Svipað þema í þessu jólalagi hjá kanadíska snillingnum Jon Lajoie:
Jon Lajoie – Cold Blooded Christmas

Hann er meira að segja líka með alveg gífurlega skemmtilegt video:

Höldum áfram í húmor jólalögum:
Eric Cartman (South Park) – O Holy Night

Gífurlega hresst jólalag:
Botnleðja – Ave Maria

Þetta er líka nokkuð gott íslenskt rokkjólalag:
Dikta – Nóttin var sú ágæt ein

Síðan má ekki gleyma laginu sem mér finnst eiginlega eitt aðal jólalagið – kannski er það út af nostalgíu þar sem tónlistarmyndbandið var alltaf spilað reglulega í sjónvarpinu þegar maður var ungur á meðan maður beið óþreyjufullur á aðfangadag eftir að maturinn byrjaði:
Stefán Hilmarsson og Sniglabandið – Jólahjól
Veit ekki alveg hvort Stebbi Hilmars sé fáránlega stoltur af þessu lagi – hann vildi alla vega ekki spila það á árshátíðinni í fyrra þegar hann og Sniglabandið voru að spila. OK, það var október, en samt…

Er ég að gleyma einhverju góðu jólalagi? Hvað er þitt uppáhalds jólalag?

Hvernig er fólk að fíla þennan bláa play-takka sem er alltaf hjá MP3 lögum? Er fólk að nota hann til að spila lögin án þess að þurfa að vista þau fyrst á tölvunni sinni? Ætti ég að finna einhvern betri spilara til að spila tónlist beint á blogginu?

Viðbót: Ég var að rekast á þetta lag; Maus og Svala Björgvins – Ég hlakka svo til

Nokkuð gott :)

‘Cause if you litter, I’ll get all up in your grill like George Foreman. Thank you.

Filed Under: Tónlist, Video Tagged With: Ísland, Fyndið, húmor, jól, mp3, rokk

Hress 2007

26. January, 2008 7 Comments

Fólk er greinilega alveg æst í að sjá Hress 2007 listann ;)

Já, “Hress Collezion” byrjaði allt með því að ég ætlaði að skrifa nokkur lög á disk seint árið 2002. Ætli ég hafi ekki skrifað þetta til að geta blastað eitthvað þegar ég var að krúsa um borg óttans… Mig vantaði eitthvað nafn til að krota á diskinn og þar sem flest lögin voru nokkuð hress (fjörug, skemmtilegur taktur, koma manni í gott skap…) þá skrifaði ég á diskinn Hress 2002. Árið 2003 hlustaði ég töluvert á þennan disk og var greinilega ekkert að búa til nýjan disk – Hress 2003 er ekki til. Meirihluta 2004 var ég nokkurn veginn tölvulaus [sjá “Stóra Grundtvigs ránið“] þannig að ég var ekki mikið að braska í að skrifa diska eða safna tónlist þá. En 2005 byrjaði ég aftur að safna og bjó til playlista í iTunes sem ég kallaði náttúrulega Hress 2005.

Ég hef svo verið að búa til nýjan lista á hverju ári síðan þá. Án þess að það hafi verið markmiðið þá eru allir listarnir hingað til svipað langir. Þeir innihalda 27-29 lög og eru 1,9-2,2 klst. – alveg upplagt til að gefa út sem tvöfalt albúm ;)

En að Hress 2007. Þetta eru yfirleitt lög sem hafa verið gefin út 2007 – en ekkert endilega… kannski heyrði ég þau fyrst 2007 eða bara var að fíla þau 2007. Þannig að það eru ekkert mjög strangar reglur í kringum þetta, nema kannski að það meikar kannski ekki sens að hafa sama lagið á fleiri en einum lista. Þetta eru mörg mismunandi lög, úr mismunandi tónlistargreinum – en þau eiga eitt sameiginlegt að þau eru öll alveg gífurlega hress :) Sum lögin eru þó hressari en önnur.

Here we go:

Fischerspooner – Emerge

Brazilian Girls – Jique (MSTRKRFT Remix)

Tiga – You Gonna Want Me
– held ég þurfi að gefa hr. partý credit fyrir að kynna mér fyrir þessu

GusGus – Hold You (Hermigervil’s remix)
– sum lögin hef ég nú póstað áður

Simian Mobile Disco – Hustler
– var búinn að pósta video-inu á I am not taxi

Justice – D.A.N.C.E (MSTRKRFT Remix)
– Justice maður… þeir væru örugglega með fleiri lög á listanum ef ég væri búinn kynna mér þá betur, alveg að klikka á þessu – eru einhver lög sem er alveg möst að tékka á betur?

Seal – Amazing (Thin White Duke Main Mix)

Britney Spears – And Then We Kiss (Junkie XL Remix)

Justin Timberlake – What Goes Around… / …Comes Around

Teddybears – Cobrastyle

The O’Jays – Put Your Hands Together
– klárlega elsta lagið á listanum (frá 1973), en ég var að fara í gegnum safnið mitt og áttaði mig á því hvað það er gífurlegur hressleiki í þessu lagi :)

Paulo Nutini – New Shoes

Air – Mer du Japon

Hot Chip – My Piano
– heyrði þetta fyrst hjá Hjalta

Bloc Party – She’s Hearing Voices

Metric – Monster Hospital (MSTRKRFT remix)

Bangers & Cash – Loose
– video á I am not taxi

The Fiery Furnaces – Automatic Husband
– Einar benti mér á þetta

MSTRKRFT – Street Justice

Bloc Party – The Prayer

Kanye West – Stronger

Beyoncé – Upgrade U (Feat. Jay-Z)

Rihanna – Shut Up and Drive

Britney Spears – Piece Of Me

Seal – Amazing

GusGus – Moss

The Prodigy – Goa

GusGus – David (Darren Emerson Mix)
– ég tók mér það bessaleyfi að bæta þessu við listann bara núna – rak augun í þetta þegar ég var að skoða mp3 möppuna á officialstation.com – auðvitað á þetta heima hérna… Ari á heiðurinn af því að plögga þetta lag.

Já, MSTRKRFT komu nokkuð sterkir inn 2007 – eiga eitt lag á listanum og 3 remix. Síðan er GusGus náttúrulega að standa sig nokkuð vel með 3 lög af 28.

Ef fólk er að fíla þennan lista þá er aldrei að vita nema ég sé til í að pósta líka Hress 2002, Hress 2005 og Hress 2006 – hvað segir dómnefnd? Síðan er ég meira að segja líka með lista sem heitir Hress – Rock & Roll ;)

I like it. I like it a lot.

Filed Under: Tónlist Tagged With: download, gusgus, hress, Justice, mp3, MSTRKRFT, the prodigy

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me