• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Iceland Airwaves 2007

17. October, 2007 4 Comments

Fyrsti dagur Iceland Airwaves þannig að ég ætla að henda upp smá færslu. Airwaves er töff tónlistarhátíð – hellingur af alls konar hljómsveitum, bæði þekktum og öðrum sem maður hefur heyrt minna um… Sem er bara gott mál – alltaf gaman að uppgötva nýja (og skemmtilega) tónlist. Ég hef farið á Airwaves síðust tvö ár og haft gaman af. Árið 2004 tékkaði ég víst bara á Hermigervli á Kapital (RIP) – það hefur líklega ekki verið mikið annað á hátíðinni þá sem var að heilla mig. 2003 var ég í Danmörku – veit ekki hvort ég missti af einhverju merkilegu. En síðan minnir mig að ég hafi farið á Airwaves 2002 (held meira að segja að ég hafi keypt armbandið af Gunna Who – hann fór á fyrri helminginn og ég sá þann seinni) og séð m.a. Fatboy Slim [og The Hives, Blackalicious, Rapture…] – held að það hafi verið fyrsta Airwaves hátíðin sem ég fór á. Hátíðin hefur smám saman orðið stærri og stærri, fengið stærri bönd og fleiri túrista sem gera sér ferð til Íslands til að djamma í Reykjavík.

Til að koma í veg fyrir að mega-raðar skandallinn 2005 endurtaki sig hafa þeir farið út í að selja færri miða (og hækka miðaverðið í leiðinni) + þeir setja vinsælar hljómsveitir á sama tíma þannig að fólk þarf að velja og hafna. Til dæmis setja þeir GusGus og of Montreal bæði kl. 0:00 á föstudeginum. GusGus stendur nú alltaf fyrir sínu þannig að það laðar að – en fólk hefur verið að mæla með of Montreal þannig að… fyrst maður hefur nú séð GusGus nokkrum sinnum live þá er pæling að fórna þeim fyrir eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Kemur í ljós…

Annars er maður nú ekki með neitt nákvæmt plan, fyrir utan Bloc Party (sem Bjössi óskaði sérstaklega eftir). hr. partý er nú með nokkuð pro schedule – excel og allar græjur, kannski maður steli einhverju þaðan. Síðan er nokkuð töff tól á síðunni hjá Hermigervli (sem Hjalti bjó víst til) til að búa til sína eigin Airwaves dagskrá.

Síðan gæti verið að maður tékki á einhverju off venue dóti. Hef reyndar ekkert sérstakt í huga – en maður hefur ekkert farið á off venue prógrammið síðustu ár og það gæti verið fjör að skoða það. Verð að stúdera off-venue dagskrána á icelandairwaves.com betur. Möguleiki að maður tékki á Amiina í Fríkirkjunni á laugardeginum – eru þær ekki voða hipp og kúl, að meika það í útlöndum og svona?

Annars var maður að frétt að The Magic Numbers verða víst ein af þessum “TBA” hljómsveitum á sunnudaginn. Var að tékka á síðunni þeirra og þetta virðist vera fínasta indie rokk – þannig að maður fer pottþétt á það.

Til að hita upp fyrir Iceland Airwaves er hérna smá hlust:

GusGus – David (Darren Emerson mix)

Bloc Party – The Prayer
Bloc Party – She’s hearing voices

Trentemøller – Beta Boy

Síðan var mér bent á The Teenagers – gífurlega hressandi lyrics í laginu Homecoming

I’ll show you who’s rock’n’roll

Filed Under: Tónlist Tagged With: biðröð, gusgus, Iceland Airwaves, mp3

I am not taxi – Tumblr linka blogg

25. September, 2007

The IT Crowd eru snilldar þættir – þetta er clip úr nýjustu seríunni sem allir verða að tékka á (hvort sem þú ert nörd eða ekki). Fáránlega gott spoof af anti-piracy auglýsingunni sem maður sér þegar maður leigir sér DVD.

Þetta video var í boði I am not taxi sem er smá Tumblelog sem ég setti upp. Þeir sem fylgjast vel með twitter síðunni fengu sneak preview fyrir nokkrum dögum – en núna er ég officially búinn að opna þessa síðu. Ég er að nota Tumblr kerfið til að keyra þetta “linka blogg” – þetta er nokkuð nett kerfi til að henda inn linkum, video, myndum, quote-um eða einhverju öðru sem maður vill rétt skella inn án þess að skrifa eitthvað mikið í kringum það (eins og maður myndi kannski gera á venjulegu bloggi). Ég ætla að nota þetta til að pósta video-um og öðru skemmtilegu sem ég rekst á.

Þeir bjóða upp á svona custom domain name möguleika og ég ákvað að setja upp sérstakt subdomain (ísl. undirlén) fyrir þetta: iam – sem (ásamt heitinu “I am not taxi”) vísar í official station söguna góðu. Það tók mig samt smá stund að átta mig á hvernig ég ætti að setja þetta custom dót upp – af því að samkvæmt leiðbeiningum þeirra átti maður að breyta stillingum þar sem lénið er skráð (hjá domain registrar). Var að prófa það fram og til baka en það var ekki að virka.

Áður en ég fer út í frekari tæknilýsingar fáum við örstutt innslag frá hressum Finnum:

And we’re back…
Þannig að ég loggað bara inn á DreamHost [ btw, hérna er kóði/discount coupon til að fá $50 afslátt: FITTYBUCKS ] og fór í Domains > Manage Domains. Þar smellti ég á Add New Domain / Sub-Domain og bætti við léninu iam.officialstation.com – þá gat ég smellt á DNS linkinn við nýja lénið og bætt við nýju Type: A record með Value: 72.32.231.8 — Ákvað bara í gamni að henda þessu info með ef svo skemmtilega vildi til að þetta myndi gagnast einhverjum :)

Smá viðbót: OK, þetta var víst ekki alveg nóg. Sumir voru að fá “Index of /” þegar þeir fóru á http://iam.officialstation.com/ þannig að ég ákvað að kanna þetta betur. Svo virðist sem það hafi verið að valda smá conflict af því að ég var ennþá að hýsa iam.officialstation.com hjá DreamHost – sem þýddi að stundum var fólk sent á DreamHost IP addressuna og stundum á Tumblr IP addressuna. Þannig að ég þurfti bara að smella á “Delete” í “Web Hosting” dálknum hjá “iam.officialstation.com” og þá ætti þetta að virka fínt eftir nokkrar klst. — Ég hefði víst upprunanlega bara átt að fara í DNS stillingarnar undir “officialstation.com” og bæta þar við “Type: A record” fyrir “iam”.

Maður getur ekki talað um sniðug video án þess að nefna snilldar seríu frá R. Kelly: Trapped in the Closet – alveg 22 kaflar/þættir í seríunni með endalaust af plot-twistum… kafli 9 er rosalegur ;)

Síðan er bara að tékka á I am not taxi fyrir fleiri video og annað sniðugt. Ég reyndar hef áhyggjur af því að Tumblr kerfið býður ekki upp á comment möguleika – og þar sem lesendur mínir eru svo óðir í að kommenta á allt og alla þá verður fólk bara að býða þangað til ég pósta hérna svona “best of” færslum með nokkrum video-um.

Það er möguleiki að það sé einhver DNS (dótið sem tengir lén við IP addressur) böggur – þannig að látið mig endilega vita ef þið lendið í vandræðum með að komast á http://iam.officialstation.com/

Just because I rock doesn’t mean I’m made of stone.

Filed Under: Fyndið, Sjónvarp, Tækni, Video Tagged With: DreamHost, elsewhere

Manchester

20. September, 2007 2 Comments

Ég veit ekki alveg hvað gerðist – það er alltof langt síðan ég bloggaði síðast… Virðist sem ég hafi verið upptekinn við eitthvað annað. En ég er búinn að vera pósta nokkuð reglulega á twitter – þannig að það er ekki eins og þið hafið ekki haft neitt að lesa ;) Ég ætla nú ekki að fara að lofa upp í ermina á mér en ég hef fulla trú á því að næsta færsla komi eftir ekki svo langan tíma – Það er náttúrulega bara skandall að láta næstum mánuð líða á milli færslna, það sæmir ekki svona A-list bloggara eins og mér. Höfum þetta spennandi – ef ég blogga ekki aftur innan 7 daga þá verð ég að blogga daglega í viku. Hvernig hljómar það? :)

Eins og ég nefndi í síðustu færslu þá skrapp ég til Manchester til að horfa á Manchester United spila gegn Sunderland. Ég er loksins búinn að henda inn myndunum sem ég tók – 161 stykki komið inn. Tékk it át píps. Ég var ekki að censor-a myndirnar alltof mikið – henti inn nánast öllum myndunum sem ég tók, sama hvort þær voru úr fókus eða ekki.

Ég var svona frekar trigger-happy á vellinum – Það eru svona 40 myndir nánast í röð sem eru bara af fótboltavellinum (basically grænn flötur og litlir kallar) á meðan leikurinn var í gangi – kannski ekki hægt að sjá fáránlega mikið, en þó eitthvað. Þeir sem hafa ekki áhuga á þeim myndum geta bara hoppað um 4 síður eða svo.

Það er svo langt síðan að ég kom heim að ég man ekkert hvað við gerðum þarna ;) Gott að hafa myndirnar til að hjálpa sér… já, við gistum á Trafford Hall Hotel sem var svona frekar spes – kannski ekki alveg það sem við bjuggumst við (og þó, miðað við hvað þetta var ódýrt) – en þetta var ágætist svefnaðstæða. Við byrjuðum laugardaginn á því að fara að Old Trafford til að sækja miðana – en það var einhver töf á þeim þannig að við fórum að leita okkur að brunch. Fundum Pizza Hut og biðum spenntir eftir því að þeir opnuðu. Það reyndist vera svolítið erfitt að fá miðana – það var alltaf “þeir koma eftir klukkutíma… eftir hálftíma…”. En það hafðist að lokum.

Við fórum aftur á hótelið en röltum stuttu seinna á völlinn. Það var múgur og margmenni sem streymdi á völlinn – enda seldust upp allir miðarnir – það voru tæplega 76.000 áhorfendur. Sætin okkar voru frekar hátt uppi en þetta var fínt – maður var alveg fyrir miðju og sá vel yfir allan völlinn. Í stuttumáli þá vann Manchester 1-0. Nokkuð spennandi leikur – nokkur dauðafæri, góð stemmning í áhorfendum og bullurnar að púa á Sunderland aðdáendurna.

Um kvöldið skelltum við okkur í bæinn til að taka púlsinn á næturlífinu í Manchester. Eitt sem maður lærði á því – maður þarf greinilega að muna að vera rétt klæddur af því að það voru nokkrir staðir sem meinuðu okkur aðgang af því að Gaui var í hvítum strigaskóm. En okkur tókst að komast á einn stað þar sem voru engir fordómar. Hann var mjög spes – Sci-Fi leikföng og aðrir minjagripir upp um alla veggi, Ghostbusters í sjónvörpunum og gaurar í Ghostbusters-búningum. Það var reyndar frekar þungt loft – þetta var niðurgrafin hola (s.s. engir gluggar) og það hefur verið einhver lágmarks loftræsting. En það var fyndið að sjá þetta :)

Daginn eftir fórum við í tour um Old Trafford og fengum að sjá m.a. búningsherbergið og fengum að labba þar sem leikmennirnir labba út á völlinn:

Eftir tour-inn fórum að versla í risastórri verslunarmiðstöð sem heitir Trafford Centre. Hún er 120.000 fermetrar og bílastæði fyrir 10.000 bíla – s.s. aðeins stærra en Kringlan ;) Við náðum að versla smá þarna – höfðum samt ekki mikinn tíma þar sem Gaui þurfti að ná flugvél til Köben. Þannig að um kvöldið röltum við Bjössi um miðbæinn og sáum meðal annars þessa skemmtilegu útipissuskál – Fólk getur tékkað á Facebook ef það vill sjá mynd sem Bjössi tók af mér að míga í þessa pissuskál ;) Síðan löbbuðum við framhjá stað sem var með svakalegt dresscode – það mátti nánast ekki neitt. Spurning hvort þetta hafi bara verið djók, ekki viss.

Daginn eftir, áður en við flugum heim fórum við í miðbæinn og versluðum alveg heilan helling. Það er eitthvað við útlönd – bara svo miklu skemmtilegra að versla þar – síðan er líka slatti af skemmtilegum búðum sem eru bara ekki á Íslandi.

Ég tók s.s. nokkur video – hérna eru þau í voða sniðugum YouTube playlista:

Líka hægt að smella hérna til að horfa á þetta á YouTube – aðeins stærra þar.

Já, þar hafið þið það… nokkuð löng færlsa, hellingur af myndum og video líka. Maður situr hérna sveittur langt fram á nótt til að klára þetta… vonandi er fólk gífurlega ánægt með þessa frammistöðu :)

Síðan er ég búinn að vera vinna í nokkrum mini-projects sem ég mun kynna von bráðar. Stay tuned!

Don’t be a sinner, be a winner!

Filed Under: Ferðalög, Ljósmyndir, Video

Hvað er í gangi?? – Twitter?

22. August, 2007 10 Comments

twitter Fólk hefur kannski tekið eftir þessu “Hvað er í gangi?” dóti sem ég setti hérna fyrir ofan. Veit ekki hvort að fólk hafi mikið verið að tékka á þessu en þetta er s.s. tekið frá Twitter. Twitter er eitt af þessum hipp og kúl Web 2.0 síðum og þar sem maður er svo mikill “early adopter” þá ákvað ég að testa þetta til að sjá hvort það væri eitthvað varið í þetta. Það má segja að Twitter sé eins konar örblogg, en það gengur út á að svara spurningunni “What are you doing?” og getur þú uppfært í gegnum netið, úr símanum þínum (SMS) eða með IM.

Þetta er kannski ekki ósvipað “Status Updates” á facebook – en þetta er aðeins meira líbó, það sem maður skrifar þarf ekki að vera í framhaldi af “Hannes is…”. Síðan getur maður líka svarað twitter skilaboðum frá öðrum og sett inn linka með skilaboðunum. Það má líka segja að það séu svipaðar pælingar bakvið þetta og “personal message” á MSN. Margir nota það til að setja inn skilaboð um eitthvað sem þeir voru að gera eða eru að fara gera. Þannig að ef þú setur það (líka) á twitter ertu kominn með safn af sniðugum skilaboðum sem þú vildir endilega koma á framfæri.

Maður er miklu frekar til í að skrifa reglulega svona stuttar “uppfærslur” heldur en að skrifa daglega blogg færslur (sem geta tekið dágóðan tíma)… Það er ekki eins mikil pressa að skrifa eitthvað af viti þegar þú hefur bara pláss upp á 140 stafi ;)

Maður getur skráð sig á Twitter og bætt við einhverju liði sem maður vill fylgjast með – síðan getur þú valið um að fá uppfærslur sendar í gegnum SMS og/eða á vefnum. Annars getur fólk bara tékkað á Twitter síðunni minni – það er meira að segja boðið upp á RSS feed.

Það sem mér finnst sniðugast við Twitter er að þú getur uppfært í gegnum símann þinn. Mér tókst reyndar ekki fyrst að staðfesta símann minn (þegar ég var hjá Vodafone) – en eftir að ég skipti yfir til Símans þá ákvað ég að prófa aftur… og það gekk.

Ég veit ekki hversu mikill áhugi er fyrir svona örbloggi – en fólk vill “vita allt um hvað ég geri” er það ekki? Ég held samt að þetta væri líklega aðeins áhugaverðara ef maður væri að gera eitthvað sérstakt – eins og þegar maður er á ferðalagi (t.d. á InterRail) eða á festivali (eins og Iceland Airwaves). Ég mun t.d. hugsanlega uppfæra aðeins oftar en venjulega þegar ég skrepp til Manchester núna um mánaðarmótin – er áhugi fyrir því?

Til að birta þessi update á blogginu nota ég twitterRSS plug-inið (með smá breytingum) – en það er eitthvað bögg með íslensku stafina. Nenni varla að hakkast í þessu til að fiffa það – þannig að ég held ég skipti bráðum yfir í javascript lausnina sem Twitter býður upp á.

Talandi um web 2.0 þá er ný síða frá digg liðinu sem heitir Pownce. Þeir opnuðu núna í sumar og þetta er “invite only”. Maður er nú ekki búinn að testa þetta alveg nóg en þetta er hugsað til þess að senda skilaboð til vina þinna, skipuleggja atburði og auðveldlega senda skrár þvers og kruss. Ég held að sniðugasti fídusinn sé að maður getur sent (frekar) stórar skrár sín á milli – skrárnar geta reyndar verið max 10 MB (nema þú sért Pro – sem kostar $20 á ári). En það er upplagt til að skiptast á sniðugum MP3 lögum. Ef fólk hefur áhuga á að prófa þetta látið mig vita – ég er með 6 5 [Einar búinn að taka eitt] invite.

OK, þetta var kannski of mikið nördatal fyrir suma lesendur… Ætti ég kannski frekar bara að setja inn einhver sniðug video?

Oprah does my laundry…

Filed Under: Ferðalög, Tækni

Video

9. August, 2007 2 Comments

Já, töluvert bloggleti í gangi (mér sýnist ég ekki vera einn um það). En á meðan ég bíð þess að “blogg andinn” komi yfir mig ætla ég að skella inn nokkrum klippum.

Þetta er náttúrulega snilldar titill á mynd: Doggy Poo

a heart warming fable for all ages

Nýjasta “hittið” (bara búið að horfa á þetta 4.186.445 sinnum) á netinu: Chocolate Rain
Crazy rödd hjá þessum gaur.

Chocolate Rain
Build a tent and say the world is dry
Chocolate Rain
Zoom the camera out and see the lie

Holy crap… vá hvað ég hélt að þessi gaur væri að fara klúðra þessu og gera sig að fífli:

Bjóst ekki við svona rosalegri óperu.

Let’s hug it out, bitch

Filed Under: Video

Ljósmyndir

20. July, 2007 3 Comments

Það er alltaf gaman að taka myndir… Maður hefur verið að taka fleiri og fleiri myndir með árunum og hefur maður átt nokkrar myndavélar. Þegar ég fermdist fékk ég Kodak APS myndavél og reyndi maður að nota hana þegar tækifæri gafst – en mig minnir að hún hafi aðallega verið notuð í ferðalögum. Síðan þegar ég útskrifaðist úr Verzló fékk ég líka þessa fínu Sony DSC-P32 sem hefur reynst mér vel síðustu 4 ár og hefur skilað mér nokkrum frekar flottum myndum. En mig hefur alltaf langað í “alvöru” myndavél – þar sem ég get breytt öllum hugsanlegum stillingum, sett á mismunandi linsur, o.s.frv…

Fyrir stuttu var maður víst að útskrifast aftur og hvað ætli maður hafi fengið — þessa líka glæsilegu Canon EOS 400D. Þetta er sko alvöru myndavél og er maður ennþá að læra almennilega á hana. Síðan langar mig að kaupa fljótlega fleiri linsur. Ég held ég kaupi mér næst fisheye linsu – mér finnst þannig effectar fáránlega töff.

Ég er búinn að vera bæta við nokkrum “töff myndum”… Fólk á náttúrulega að tékka reglulega á flickr síðunni minni – en svona til öryggis ætla ég að birta nýjustu myndirnar hérna:

Tunnel Driving towards the sunset... My old gear
Sunset and the lighthouse Grótta Driving home... Another sunset
My new gear Driving by... They say jump, you say how high

Ætla ekkert að hafa þetta mikið lengra því þá myndi ég örugglega fresta því enn frekar að pósta þessari færslu. Segir mynd hvort eð er ekki meira en þúsund orð? Þá ætti ég að vera kominn með vel yfir 10.000 orð – það ætti að vera nokkuð gott :)

You could be my black Kate Moss tonight…

Filed Under: Ljósmyndir

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 98
  • Page 99
  • Page 100
  • Page 101
  • Page 102
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me