• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Kvikmyndaárið 2007

25. February, 2008 8 Comments

Ég var nýlega spurður að því hvaða kvikmynd mér fannst best árið 2007 og ég var bara ekki alveg viss… Þá er mjög hentugt að geta tékkað á kvikmyndagagnrýninni minni til að hjálpa sér að rifja upp. Ég reyndar byrjaði ekki að skrá þar fyrr enn í júlí þannig að ég verð bara að notast við upplýsingar síðan þá – man ekki alveg hvaða myndir ég sá fyrri helming ársins. Ef fólk getur hresst upp á minnið mitt þá er það velkomið… svona ef ég er að gleyma einhverjum snilldar myndum.

Ef maður skoðar stjörnugjöfina þá ber hæst:

  • The Bourne Ultimatum *
  • The Simpsons Movie
  • I Am Legend
  • American Gangster *
  • Superbad
  • Knocked Up
  • Transformers *
  • Planet Terror
  • Live Free or Die Hard
  • Run, Fat Boy, Run
  • Disturbia
  • Hitman
  • Eastern Promises *
  • Astrópía
  • Vacancy
  • Death Proof
  • Rush Hour 3
  • The Lookout

..af þeim myndum sem ég sá árið 2007 (og sem voru gefnar út 2007). Ef ég tek líka með myndir sem voru gefnar út 2007 en ég sá 2008 þá eru líka ofarlega á lista:

  • Juno *
  • The Darjeeling Limited
  • No Country for Old Men *
  • Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street *

(* Myndir með stjörnu voru á einhvern hátt tilnefndar til Óskarsverðlaunanna.)

En ef ég ætti að segja til um hver var besta bíómyndin sem ég sá árið 2007 þá gefur stjörnugjöfin það sterklega til kynna – ég held að það sé bara jafntefli á milli The Bourne Ultimatum og The Simpsons Movie. Bourne 3 er alveg mögnuð spennumynd með pjúra hasar alveg í gegn, vel leikstýrð og heldur manni alveg “on the edge of your seat”. Simpsons myndin langþráða stóð algjörlega undir væntingum – góð saga og virkilega fyndin.

Nú eru bara nokkrar mínútur í Óskarinn og svona til gamans ætla ég að rúlla yfir helstu tilnefningarnar og skjóta á nokkra vinningshafa:

  • Actor in a Leading Role: Johnny Depp í Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (Johnny hefur nú staðið sig nokkuð vel yfir árin, hefur leikið ýmsar mismunandi og skrautlegar persónur – er ekki hans tími kominn?)
  • Actor in a Supporting Role: Javier Bardem í No Country for Old Men (honum tókst nokkuð vel að leika crazy mufkn sækó morðingja)
  • Actress in a Leading Role: Ellen Page í Juno (eina myndin sem ég var búinn að sjá – en það væri ekkert slæmt fyrir hana að fá Óskarinn, nýorðin 21 – fínasta afmælisgjöf)
  • Actress in a Supporting Role: Ruby Dee í American Gangster (væri ekki gott move að gefa gamalli svartri konu Óskarinn?)
  • Animated Feature Film: Persepolis (búið að vera svolítið hype í kringum þessa – ekta arty mynd sem fær helling af verðlaunum)
  • Art Direction: Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (virkilega flott umhverfi og skemmtilegir litir í myndinni)
  • Directing: No Country for Old Men (svolítið skrítin mynd, en hún var vel gerð – vel leikstýrð)
  • Makeup: Pirates of the Caribbean: At World’s End (já, þetta er ein mynd sem ég sá 2007 áður en ég byrjaði með stjörnugjöfina — öll þessi kvikyndi í Pirates ættu nú að fá verðlaun, trúi því varla að þeir láti Norbit fá Óskarinn – meira svona Razzie mynd)
  • Best Picture: Juno (ég gaf No Country for Old Men færri stjörnur en það er samt týpískt að hún fái Óskarinn, hún var svona meira “cinema”)
  • Writing (Original Screenplay): Juno (mörg skemmtileg samtöl í myndinni)

Já, ég veit – kannski ekki mikið að marka þar sem ég er alls ekki búinn að sjá allar myndirnar sem eru tilnefndar ;)

Það eru nokkrar Óskars-myndir sem ég á eftir að sjá og ætla að reyna sjá sem fyrst: The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, Charlie Wilson’s War, Ratatouille og Into the Wild – og síðan hugsanlega There Will Be Blood, Michael Clayton og Persepolis.

I’m not a business man. I’m a business, man.

Filed Under: Kvikmyndir Tagged With: best-of, listi, spá

Það sem þú misstir af

21. February, 2008 2 Comments

Finnst þér langt síðan ég bloggaði síðast? Þá ertu greinilega ekki að fá hinn ráðlagða dagsskammt af Hannesi frá öllum helstu stöðunum. Þetta er ekki eini staðurinn þar sem ég set inn nýtt efni…

Sem dæmi horfði ég á 20 kvikmyndir í desember, 5 í janúar og nú þegar komnar 5 í febrúar og ég er búinn að gefa þeim öllum stjörnur og rita stuttlega um þær. Reyndar finnst maple það of margar myndir – hvað segja aðrir? Of mikið? Of lítið? Reyndar, í desember sá maður líka brot (örugglega allt frá 10-75%) úr slatta af myndum – en ég er ekki að færa þær þarna inn. Þannig að ég sá í rauninni fleiri myndir ;) En ég meina, þetta eru jólin, hvað á maður að gera annað en að tjilla með fjölskyldunni og horfa á bíó? En já, ég hvet fólk til að kommenta ef það hefur eitthvað að segja/bæta við varðandi þessa “kvikmyndagagnrýni”.

Síðan er ég búinn að bæta við nokkrum myndum á flickr.

Svo er maður náttúrulega að örbloggast – microblogging is so hot right now ;)

  • Ég týndi minniskortinu fyrir myndavélina á Prikinu
  • Var smá að “DJast”
  • Bílavandræði
  • Kaupþing var með leiðindi
  • Twitter #200 eða Tweet #200, Twitter skilaboð #200? Hvað sem maður á að kalla þetta…
  • Mælti með hjálpartæki fyrir fólk með EXIF fetish
  • Live traffic reports ;)
  • Rafmagnsleysi
  • …meira hérna

Að lokum má ekki gleyma Tumblr blogginu sem er nánast að replace-a þetta blogg. Það er bara svo miklu skemmtilegra og auðveldara að blogga á Tumblr. Sem dæmi er það af einhverjum ástæðum búið að taka mig að eilífu að klára þessa færslu… Á Tumblr þá hendi ég bara upp einhverri mynd/video, skrifa smá texta og þá er það komið – maður þarf að hugsa sem allra minnst ;) Ég er t.d. búinn að vera bæta við nýju efni á I am not taxi nánast daglega – og stundum nokkrum sinnum á dag. Nokkur dæmi:

  • Crazy Facebook profile
  • The Daily Show á Íslandi
  • Danskennsla
  • Ef ég rekst á flottar myndir er ég mikið fyrir að pósta þeim
  • Skemmtileg Photoshop kennsla
  • Snilldar lag: Snoop Dogg ft. Robyn – Sexual Eruption
  • Rambo Death Chart
  • Myndir með silly texta – klikkar ekki ;)
  • Enn eitt stupid og vinsælt video
  • Ég náði að plata Bjössa í að setja upp sitt eigið Tumblr blogg – Tékkið á kallinum, hann er að gera góða hluti :) Hver verður næstur til slást í hópinn með hipp og kúl liðinu?
  • Magnað performance hjá Kanye West á Grammy
  • Gangsta krakki
  • Veit ekki af hverju en mér finnst þetta ein fyndnasta mynd sem ég hef séð
  • Will Smith og Justice mashup

Síðan er líka hægt að skoða safnið. Eða bara notfæra sér þennan gífurlega skemmtilega fídus: farðu á random færslu – þú getur skemmt þér klukkutímum saman :)

Ef þú kíkir reglulega á þetta blogg hérna þá held ég að það væri ekkert vitlaust að tékka líka stundum á Tumblr blogginu ;) Síðan fyrir þá sem eru RSS áskrifendur að þessu bloggi þá er náttúrulega Tumblr líka með RSS – þannig að þið getið fóðrað ykkur hérna.

Smá viðbót (útfrá athugasemd frá Bjössa og þar sem ég held að það séu ekki allir sem lesa alltaf kommentin): En hvað segir fólk, er meiri áhugi fyrir bloggfærslum hérna heldur en kæruleysis færslum á Tumblr? Vill fólk frekar efnismeiri bloggfærslur hérna sem er kannski aðeins meira vit í heldur en einhver fyndin video og aðra vitleysu?

I’m tired of using technology, why don’t you sit down on top of me?

Filed Under: Bleh Tagged With: best-of, flickr, Justice, Kvikmyndir, tumblr, Twitter

Hress 2007

26. January, 2008 7 Comments

Fólk er greinilega alveg æst í að sjá Hress 2007 listann ;)

Já, “Hress Collezion” byrjaði allt með því að ég ætlaði að skrifa nokkur lög á disk seint árið 2002. Ætli ég hafi ekki skrifað þetta til að geta blastað eitthvað þegar ég var að krúsa um borg óttans… Mig vantaði eitthvað nafn til að krota á diskinn og þar sem flest lögin voru nokkuð hress (fjörug, skemmtilegur taktur, koma manni í gott skap…) þá skrifaði ég á diskinn Hress 2002. Árið 2003 hlustaði ég töluvert á þennan disk og var greinilega ekkert að búa til nýjan disk – Hress 2003 er ekki til. Meirihluta 2004 var ég nokkurn veginn tölvulaus [sjá “Stóra Grundtvigs ránið“] þannig að ég var ekki mikið að braska í að skrifa diska eða safna tónlist þá. En 2005 byrjaði ég aftur að safna og bjó til playlista í iTunes sem ég kallaði náttúrulega Hress 2005.

Ég hef svo verið að búa til nýjan lista á hverju ári síðan þá. Án þess að það hafi verið markmiðið þá eru allir listarnir hingað til svipað langir. Þeir innihalda 27-29 lög og eru 1,9-2,2 klst. – alveg upplagt til að gefa út sem tvöfalt albúm ;)

En að Hress 2007. Þetta eru yfirleitt lög sem hafa verið gefin út 2007 – en ekkert endilega… kannski heyrði ég þau fyrst 2007 eða bara var að fíla þau 2007. Þannig að það eru ekkert mjög strangar reglur í kringum þetta, nema kannski að það meikar kannski ekki sens að hafa sama lagið á fleiri en einum lista. Þetta eru mörg mismunandi lög, úr mismunandi tónlistargreinum – en þau eiga eitt sameiginlegt að þau eru öll alveg gífurlega hress :) Sum lögin eru þó hressari en önnur.

Here we go:

Fischerspooner – Emerge

Brazilian Girls – Jique (MSTRKRFT Remix)

Tiga – You Gonna Want Me
– held ég þurfi að gefa hr. partý credit fyrir að kynna mér fyrir þessu

GusGus – Hold You (Hermigervil’s remix)
– sum lögin hef ég nú póstað áður

Simian Mobile Disco – Hustler
– var búinn að pósta video-inu á I am not taxi

Justice – D.A.N.C.E (MSTRKRFT Remix)
– Justice maður… þeir væru örugglega með fleiri lög á listanum ef ég væri búinn kynna mér þá betur, alveg að klikka á þessu – eru einhver lög sem er alveg möst að tékka á betur?

Seal – Amazing (Thin White Duke Main Mix)

Britney Spears – And Then We Kiss (Junkie XL Remix)

Justin Timberlake – What Goes Around… / …Comes Around

Teddybears – Cobrastyle

The O’Jays – Put Your Hands Together
– klárlega elsta lagið á listanum (frá 1973), en ég var að fara í gegnum safnið mitt og áttaði mig á því hvað það er gífurlegur hressleiki í þessu lagi :)

Paulo Nutini – New Shoes

Air – Mer du Japon

Hot Chip – My Piano
– heyrði þetta fyrst hjá Hjalta

Bloc Party – She’s Hearing Voices

Metric – Monster Hospital (MSTRKRFT remix)

Bangers & Cash – Loose
– video á I am not taxi

The Fiery Furnaces – Automatic Husband
– Einar benti mér á þetta

MSTRKRFT – Street Justice

Bloc Party – The Prayer

Kanye West – Stronger

Beyoncé – Upgrade U (Feat. Jay-Z)

Rihanna – Shut Up and Drive

Britney Spears – Piece Of Me

Seal – Amazing

GusGus – Moss

The Prodigy – Goa

GusGus – David (Darren Emerson Mix)
– ég tók mér það bessaleyfi að bæta þessu við listann bara núna – rak augun í þetta þegar ég var að skoða mp3 möppuna á officialstation.com – auðvitað á þetta heima hérna… Ari á heiðurinn af því að plögga þetta lag.

Já, MSTRKRFT komu nokkuð sterkir inn 2007 – eiga eitt lag á listanum og 3 remix. Síðan er GusGus náttúrulega að standa sig nokkuð vel með 3 lög af 28.

Ef fólk er að fíla þennan lista þá er aldrei að vita nema ég sé til í að pósta líka Hress 2002, Hress 2005 og Hress 2006 – hvað segir dómnefnd? Síðan er ég meira að segja líka með lista sem heitir Hress – Rock & Roll ;)

I like it. I like it a lot.

Filed Under: Tónlist Tagged With: download, gusgus, hress, Justice, mp3, MSTRKRFT, the prodigy

Ed Harris að auglýsa fyrir SÍBS?

15. January, 2008 7 Comments

Ég var að tékka á mbl.is og var bara að skrolla niður þegar mér sýndist ég sjá mynd af Ed Harris í auglýsingu þarna… þetta var s.s. auglýsing fyrir Happdrætti SÍBS. Efaðist nú um að SÍBS hefði sama budget og Kaupþing til að fá Hollywood celebrity til að auglýsa fyrir sig – og þegar auglýsingin var búin að rúlla einn hring og myndin af gaurnum kom aftur sá ég nú að þetta var ekki Ed Harris. En finnst ykkur þeir ekki svolítið líkir?

Ed Harris lookalike

Ed Harris

Hey, ein pæling… nú fékk ég svona meh viðbrögð síðast þegar ég tékkaði hvort fólk hefði áhuga á því að ég væri að pósta tónlist. Síðustu ár hef ég í gamni verið að setja saman playlista sem ég kalla “Hress 200#”. Þannig að ég er með á tölvunni þennan gífurlega hressa playlista Hress 2007 – nú er bara spurning hvort einhver þarna úti hafi áhuga á að ég pósti þeim lista (með tóndæmum)?

All I want to do is be more like me and be less like you

Filed Under: Fyndið Tagged With: Hollywood

Gleðilega hátíð

31. December, 2007 3 Comments

Christmas lights

Ætlaði nú að vera löngu búinn að henda inn kveðju hingað, en whatever…: Gleðilega hátíð! Maður er bara búinn að vera svo upptekinn við að troða í sig kalkúni, riz a la mandé og öðru gúmmilaði, spila Cluedo, horfa á bíómyndir og síðan var ég nett veikur (örugglega eftir allt þetta át).

En já, sei, sei… það voru bara hvít jól eftir allt saman – alltaf jólalegra þegar jörðin er þakin snjó. [insert obligatory white christmas photo]:

white christmas

Síðan komu bara þrumur og eldingar þegar maður var nýbyrjaður að borða jólamatinn – frekar magnað.

Ég er líka búinn að vera leika mér svolítið með nýja leikfangið mitt:

My new toy - Canon EF 35mm f/2 prime lens

Ég stefni á að taka mun fleiri myndir árið 2008 heldur en ég gerði í ár. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í fleiri linsum og öðrum myndavélagræjum.

Hérna eru nokkrar jólamyndir í viðbót:

christmas tree

christmas ornaments

Hvað segiði, er þetta flickr material? Ætti ég að setja eitthvað af þessum myndum á flickr?

Jæja, sjáumst á nýju ári og passið ykkur að fjúka ekki í burtu ;)

I’m smiling because I have no idea what’s going on

Filed Under: Bleh, Ljósmyndir Tagged With: bíómyndir, flickr, gjafir, jól, Matur, spila, veður, veikur

Töff tónlist

12. December, 2007 7 Comments

Mér finnst alltaf gaman að uppgötva nýja og góða tónlist. Það er eins og að finna gullmola þegar maður (oft fyrir tilviljun) rekst á eitthvað sem manni finnst algjör snilld. Til að (vonandi) hjálpa lesendum að uppgötva nýja tónlist þá eru hérna nokkur lög sem ég hef rekist á…

Teddybears – Cobrastyle
Þetta var intro lagið í pilot-num á Chuck (sem eru btw frekar góðir þættir). Gífurlega hressandi lag.

Bangers & Cash – Loose
Eitthvað skemmtilegt við þetta lag – mikill kraftur í þessu – kannski ekki ósvipað og annað sem Spank Rock hefur verið að gera (hann er s.s. annar helmingurinn af Bangers & Cash).

She Wants Revenge – Tear You Apart
Heyrði þetta í The Number 23 – passaði mjög vel við myndina.

Róisín Murphy – Dear Miami
Þetta er víst gellan úr Moloko. Seiðandi lag…

Hún er nú búin að klúðra nokkurn veginn öllu sem hún gat klúðrað, þannig að það kom mér svolítið á óvart hvað ég var að fíla þetta lag… Ég held að þetta lag gæti alveg virkað í góðu hljóðkerfi á einhverjum klúbbi með dúndrandi bassa:

Britney Spears – Piece Of Me

Bjössi kom reyndar með góðan punkt:

Tónlistarmenn búa til betri tónlist þegar þeir eru á eiturlyfjum…

(eða eitthvað þannig). Þannig að kannski er hún á réttri braut? Neh…

Talandi um eiturlyf… hérna er smá craziness:
Yo Majesty – Club Action (Chris Bagraiders Sailing to Baltimore Edit)
og meira: Herve & Yo Majesty – Get Low Club Action (Scattermish Timid Fuckup edit)

Snoop Dogg – Sensual Seduction
og dirty útgáfan af laginu: Sexual Eruption
Eins og ég sagði á I am not taxi þá skiptir ekki máli hvað Snoop Dogg gerir, það er alltaf pimp.

Seal – Amazing
Gífurlegur hressleiki í gangi. Síðan er ég líka til gamans með Kaskade Remix og Thin White Duke Main Mix

Var þetta nokkuð of mikið af lögum? :)
Ætti ég að gera meira af svona?

I think I’m destined to be a single, not an album.

Filed Under: Tónlist Tagged With: download, mp3

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 96
  • Page 97
  • Page 98
  • Page 99
  • Page 100
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me