• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

In the shadow of the night…

15. August, 2008 1 Comment

Ég hef fundið nýja leið til að spara tíma svo ég sé fljótari að setja myndir á netið – bara henda öllu inn, ekki filter-a eða review-a þetta… bara láta þetta allt flakka, sama þótt það séu nokkrar eins myndir og einhverjar misgóðar myndir.

Síðan hjálpar það líka að ég er ekki lengur í böggi með Automate > Batch fídusinn í Photoshop. Ég lenti alltaf í því þegar ég keyrði þetta að JPEG Options glugginn opnaðist við hverja mynd og ég þurfti að ýta á OK – ekki svo automatic ;) En maður þarf víst að taka upp action þar sem maður Save-ar skrána (með Save As…), með Quality og skráarnafnið skráð í þetta action. Síðan þegar maður er í Automate > Batch hefur maður bara hakað við Override Action “Save As” Commands og þá er þetta allt í góðu :D

Ég fór eitt kvöldið út að taka myndir af umferðinni á Hringbraut – hérna er það sem kom út úr því. Þegar ég stóð á brúnni sá ég að það var kviknað í Tjörninni – það var víst að kveikja kerti til að minnast Hiroshima. Þannig að það er smá bonus footage þaðan.

Umferðin á Hringbraut

Mér finnst svona nætur-umferðar ljósmyndir frekar töff – hef verið að prófa mig smá áfram og mun pottþétt taka fleiri svona myndir.

Annað í fréttum… ég er aftur á leiðinni í ferðalag. “Aftur? Hvað meinaru?” Jamm, ég er víst eitthvað búinn að vera að ferðast smá undanfarna mánuði og þetta er allt á todo listanum: blogga um ferðirnar, setja inn myndir, setja inn video, o.s.frv… Ég gæti tekið upp á því að taka bara skorpu í september og dúndra inn fullt af færslum, þúsundum ljósmynda, tuga kvikmyndaskeiða og örðu skemmtilegu. Stay tuned…

New York’s the greatest if you get someone to pay the rent.

Filed Under: Ferðalög, Ljósmyndir Tagged With: new york city, photoshop, ráð, tips

Afmæli 2008

28. July, 2008 8 Comments

Þar sem maður átti víst stórafmæli í vikunni þá fannst mér viðeigandi að halda smá upp á að vera orðinn kvartöldungur og bauð til veislu. Það var grillað hið fínasta ungnauta rib eye og á meðan tókum við nett myndasession…

Grill photo session

Þetta var bara rétt byrjunin – yfir kvöldið voru teknar kringum 400 myndir og eru þær komnar hingað. Takkinn “festist” stundum inni þannig að inn á milli koma svona 10-30 myndir af sama hlutinum ;) Yfirleitt þegar ég set inn myndir þá hendi ég út auka myndum sem eru frekar svipaðar eða af sama hlutinum – en ekki í þetta skiptið… þetta er bara allur pakkinn. Ég ætlaði reyndar fyrst að setja þessar myndir inn á Facebook til að geta taggað þær alveg í klessu en eftir að hafa prófað svona 6 sinnum og fá alltaf “Upload Failed. Please try again.” þá gafst ég upp – Facebook er nú kúl síða en mynda fídusinn þeirra fær ekki alveg 10 stjörnur.

Eftir matinn (sem var virkilega góður) var pakkatími. Ég fékk snilldargjafir – Svona Fisheye Lomography myndavél sem ég hef verið að spá í að fá mér nokkuð lengi – mér finnst lomo myndir frekar kúl og líka fisheye myndir, þannig að þetta er brillíant combo :)

Fisheye2

Fisheye2 camera

Þetta gerir myndavél númer 5 sem ég eignast – maður er kominn með nokkuð gott myndavéla arsenal ;) Langt síðan maður hefur tekið á filmu – verður spennandi að leika sér með það inn á milli. Strákarnir voru reyndar búnir að taka 18 myndir á filmuna áður en þeir mættu – verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því… Ég ætlaði með filmuna í framköllun í dag en lókal búðin er ekki opin á sunnudögum – þá fer ég bara first thing in the morning.

Síðan fékk ég Courvoisier VSOP koníak sem er náttúrulega bara pimp :)

Le Cognac de Napoleon

Þá er náttúrulega við hæfi að skella inn smá tóndæmi:

Busta Rhymes – Pass the Courvoisier

Enda var þetta lag spilað þegar ég opnaði pakkann :)

Þótt margar af myndunum í þessu albúmi séu svona nokkuð random þá eru alveg frekar margar nokkuð flottar þarna inn á milli. Besta trikkið til að mynda partý er að skilja myndavélina eftir einhvers staðar þannig að hver sem er getur gripið hana og smellt nokkrum af – þannig að ég á ekki heiðurinn af nema litlum hluta af þessum myndum.

Já, ég segi bara takk fyrir mig – maður þarf klárlega að gera svona aftur fljótlega…

We got food everywhere as if the party was catered.

Filed Under: Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: afmæli, áfengi, fjör, gjafir, grill, kúl, lomography, Matur, myndavél, partý

The Lonely Island gaurarnir

16. June, 2008 5 Comments

Ég sá bíómyndina Hot Rod um daginn og hún var algjör snilld – fyrsta myndin sem ég gef 10 stjörnur [smá sidenote: stjörnugjöf er almennt séð frekar mikið bullshit – ég gef bara stjörnur út frá gut feeling og hversu mikið ég skemmti mér – og ég skemmti mér konunglega yfir Hot Rod]. Það eru þrír gaurar sem koma að þessari mynd (einn leikstýrir og hinir tveir leika) og þeir kenna sig við The Lonely Island.

Maður er búinn að vera fylgjast með vefsketsum frá The Lonely Island undanfarin ár og video-in eru yfirleitt mjög fyndin… húmorinn í vefsketsunum frá þeim er yfirleitt frekar súr þannig að maður bjóst alveg við svipuðu í Hot Rod.

Hérna eru nokkur góð video frá The Lonely Island – kannski ekki alveg best-of, en samt svona nokkurn veginn…

Klassískur skets – Just 2 Guyz:

Party over here!

Þetta er svona gott dæmi um hversu súr húmorinn þeirra getur verið ;)

Þeir gerðu líka nokkra þætti í seríu sem þeir kölluðu The ‘Bu (þar sem þeir voru að gera grín að The OC, One Tree Hill og öðrum svipuðum þáttum):

Young, sexy people that live in Malibu call it The ‘Bu, because when you say the entire word, it takes time, and then you wouldn’t be young anymore.

Þetta er fyrsti þátturinn – hægt að sjá hina þættina (8 í allt) af The ‘Bu hérna.

Síðan voru þeir greinilega að gera það góða hluti á netinu að Saturday Night Live ákvað að ráða þá og hafa þeir gert þónokkra sketsa (og eru ennþá að búa til nýja) undir nafninu SNL Digital Short. Einn af fyrstu sketsum sem þeir gerðu heitir Chronicles of Narnia (aka. Lazy Sunday aka Chronic(what?)cles of Narnia):

A Special Christmas Box (aka. Dick in a Box) er örugglega frægasti sketsinn þeirra – það var búið að horfa á hann 28 milljón sinnum þegar NBC ákvað að taka hann af YouTube1. Þeir fengu meira að segja Emmy fyrir þetta video fyrir “Outstanding Original Music and Lyrics”:

Þetta er alveg magnað video – tónlistin er líka frábær :) — People Getting Punched Just Before Eating (aka. Andy Punches):

Var reyndar búinn að setja þetta video á Tumblr í fyrra þannig að fólk hefur hugsanlega séð þetta áður – svosem eins með hin video-in, mjög líklegt að fólk hafi séð eitthvað af þessu áður þar sem þau eru nú frekar vinsæl – en alltaf gaman að sjá þetta aftur :)

Síðan finnst mér þetta video með Natalie Portman frekar kúl:

OK, eitt í viðbót :) Þetta er svo mikið random rugl – týpískur The Lonely Island húmor. Dopple Ganger:

Það er hægt að sjá fleiri SNL Digital Short myndbönd á NBC síðunni.

Hérna er síðan eitt magnað atriði úr myndinni Hot Rod:

Cool beans :) ..og þetta er ekki eitthvað vefremix – þetta var nákvæmlega svona í myndinni (fyrir utan rauða textann í byrjun og í lokinn). Gott dæmi um hvað sum atriði voru random og súr – en samt sprenghlægileg.

Já, maður ætti kannski að fara út í það að búa til nokkra svona vefsketsa sjálfur – gæti verið fjör :) Hver vill vera með?

Ég var að búa til orðið vefskets (Google skilar alla vega 0 niðurstöðum núna) – finnst fólki það gott orð? Er það lýsandi fyrir svona stutt (og fyndin) video á netinu? Er eitthvað annað orð sem hentar betur?

Jæja, ég ætla að halda áfram að pakka…

Four capital letters, printed in gold

Filed Under: Fyndið, Kvikmyndir, Video Tagged With: vefsketsar, viral, webisodes

Hvernig losna ég við kvef, hita og hálsbólgu?

16. May, 2008 14 Comments

Það virðist sem ég hafi nælt mér í smá kvef. Oft þegar ég fæ svona (massívt) kvef þá fæ ég líka smá hálsbólgu (eða svona erting í hálsinum). Því fylgir yfirleitt smá hiti. Hvað á maður að gera þegar maður er veikur (fyrir utan að hætta að vera veikur og vera awesome í staðinn)?

Það sem ég geri oftast til að losna við svona kvef vesen er t.d.:

  • Fá sér helling af C-vítamíni
  • Drekka nóg – bæði vatn og heitt te (jafnvel með smá hunangi)
  • Drekk líka svona “Cold & Flu relief” te sem maður getur keypt t.d. í Bretlandi – það inniheldur Paracetamol sem á víst að vera voða sniðugt. Það er hægt að fá Panodil te duft í apótekum hérna sem ég held að sé nokkuð svipað.
  • Fá sér Listerine (kvölds og morgna) – það er sótthreinsandi/bakteríueyðandi
  • Reyna að fá nægan svefn (klassískt ráð sem maður nær kannski ekki alltaf að fylgja nógu vel)
  • Hvítlaukur á víst að vera gífurlega læknandi – maður getur fengið sér svona hvítlaukshylki
  • Fara í gufuna ef ég fer í ræktina – löng, heit sturta er líka hressandi. Já, eða heitt bað (með góðum baðsöltum).
  • Saltvatnsskolun á nefgöngum – var að prófa þetta í fyrsta skipti í langan tíma. Frekar skrítið en svínvirkar – hreinsar út allt hor. Eirberg selur svona nefskolunarkönnu.

Síðan náttúrulega að snýta sér reglulega (og ekki gleyma að þvo sér svo maður smiti ekki).

Hafa lesendur eitthvað við þetta að bæta – einhver húsráð sem virka vel? Hefur fólk t.d. tekið eftir því að kjúklingasúpa hjálpi við að flýta bata?

Bætt við:
Engiferte – engifer á víst að virka vel. Bara kaupa engiferrót og skera hana niður í búta, setja í svona te-síu-kúlu-eitthvað, hella heitu vatni yfir og láta liggja í nokkrar mínútur.

Önnur uppskrift:
Te sem reddar kvefinu: Sjóða sítrónusneiðar og engifer í vatni í slatta tíma, hella í bolla og bæta við hunangi. Drekka. (via @hallakol)

Frá sérfræðingunum:

  • Sólhattur
  • Grænt te
  • Viskí/koníak
  • Hvíla sig
  • Láta sér líða vel ;)

Gæti hjálpað – ætti alla vega ekki að skaða:

  • Andoxunarefni (eins og t.d. C-vítamín) – er í ávöxtum og grænmeti. Síðan eru til voða fínir Goji og Acai safar sem eru víst ríkir af andoxunarefnum
  • Lýsi

Rocking a ski mask, whether it’s June or February

Filed Under: Heilsa Tagged With: Heilsa, ráð, ráðgjöf, tips, veikindi

Dexter kominn til Íslands

7. May, 2008 2 Comments

Ég var að renna í gegnum Moggann í morgun og rakst á grein um Mats Hägg:

Mats Hägg - Dexter?

Hann er s.s. “sérfræðingur í blóðferlum” og er staddur á landinu út af Hringbrautarmálinu. Nú er bara spurning hvort hann sé sjarmerandi seríalmorðingi eins og Dexter Morgan?

OK, þetta er stupid “filler” blogg – en þetta er bara svona rétt svo dyggir lesendur fari ekki algjörlega yfirum yfir þessari bloggþögn. Ég hlýt að geta fundið mér tíma til að dúndra út almennilegu bloggi… Stay tuned – það er ekki búið að loka officialstation.com

Þrátt fyrir bloggþögn hérna þá er ég að pósta reglulega á Tumblr blogginu mínu – bendi t.d. á póst um Muxtape (ég hefði hugsanlega átt að pósta um Muxtape hérna í staðinn fyrir á Tumblr. Spurning…). Random linkurinn gæti líka veitt fólki ómælda ánægju ;)

Oh, dammit… var að fatta að ég bloggaði ekki neitt í apríl – og ég sem var búinn að blogga (hérna) amk. einu sinni í hverjum mánuði síðan júlí 2006. Að maður skuli láta þetta gerast, skandall! Þetta gerist sko ekki aftur…

I’m not gonna hurt ya. I’m just gonna bash your brains in. I’m gonna bash ’em right the fuck in.

Filed Under: Bleh Tagged With: blogga, bull, Dexter, mogginn, muxtape, scan, Sjónvarp, skannað, tumblr, TV, vitleysa

Bensínverð – Er þetta ekki komið gott?

23. March, 2008 13 Comments

Bensínverð - 147,9 kr.

Héldu þið að ég væri að grínast? En já, ég held að ég sé búinn að mótmælast nóg ;) Ég neyðist til að rjúfa þögnina til að mótmæla öðru, mikilvægara málefni: Bensínverðinu! Hvað er mufkn málið?!

Núna í byrjun vikunnar fór allt í bál og brand – krónan í frjálsu falli og það mætti halda að Kreppan Mikla 2 sé á leiðinni í bíóhús nálægt þér…

Það er rúmlega ár síðan ég keypti bílinn sem þýðir að ég er búinn að vera taka bensín reglulega í rúmlega ár. Til að reikna út hvað bíllinn var að eyða hélt ég smá bensínbókhald. Ég var að ná alveg úr 9,8 L per 100 km niður í 7,8 lítra núna síðast – meðaltal var kringum 8,8. En það sem var mest sjokkerandi var hækkun bensínverðs þessa ~13 mánuði. Svona lítur þetta út:

Bensínverð - tafla

Ég var reyndar meiri hlutann af þessu tímabili í einhverjum Atlantsolíu pakka með svona dælulykil þannig að ég fékk 2 kr. afslátt en 14.3.2008 var ég í Shell pakka þar sem afslátturinn kemur eftir á… þannig að ef við segjum að þetta hafi verið 110,40 kr. 28.2.2007 – síðan samkvæmt síðu Atlantsolíu þá kostar líter af bensíni 145,80 kr. Sem þýðir að á rúmlega ári er bensínverð búið að hækka um 35,40 kr. eða 32,1%! Er ekki hægt að segja það sé frekar freaking míkið? Mun bensínlíterinn kosta 192,55 kr. eftir ár?! Hvenær segir fólk bara stopp og hættir að keyra bíla? Þegar bensínið kostar 250 kr.?

Núna kostar það mig tæpar 400 kr. á dag bara að keyra í vinnuna. Ég er virkilega farinn að fylgjast með akstrinum og reyna að keyra sem sparneytast. Það væri ágætt ef maður gæti haldið meðaltalinu undir 8 lítrum á hundraðið.

Bjössi ráðlagði mér að keyra alltaf á 50 km/klst og ekki fara yfir 3000 snúninga. Ekki slæm ráð – er fólk með einhver fleiri góð ráð til að lifa af þessa kreppu? Maður þarf að læra á öll ljósin í borginni til að sleppa að þurfa að stoppa á rauðu ljósi – eða bara hakka sig inn í stjórnkerfið og búa til fjarstýringu til að setja alltaf grænt ljós þegar maður er að nálgast ;) En það lítur allt út fyrir að ég þurfi að hætta í spyrnukeppnum út á Granda, maður getur ekki endalaust verið að spreða bensíni í þetta – og ég sem var á góðu róli, kominn með pink slip fyrir alveg helling af imprezzum…

Ég held að málið sé að kaupa 20 tunnur af bensíni og geyma út í garði – ég meina, bensínverðið er ekkert að fara lækka… Hvernig gengur annars hjá okkur Íslendingum að finna olíu? Er það ekki alveg að fara koma?

Er metro-lestarkerfið síðan ekki alveg að verða tilbúið? Allar kúl borgir þurfa að hafa neðanjarðarlestarkerfi.

Hver er til í að reyna fá magnafslátt á rafmagnsbílum? Ég held að það verði pottþétt heitasta trendið eftir smá… Eða fá sér einhverja hybrid græju…

Já, gleðilega páska og ekki vera að keyra neitt að óþörfu ;)

Inflation is a bitch.

Filed Under: Rant Tagged With: Ísland, bílar, bíll, bensínverð, peningar, rannsókn, ráð, ráðleggingar, verðbólga

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 95
  • Page 96
  • Page 97
  • Page 98
  • Page 99
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...