Follow @HannesJohnson

August 9th, 2011 @ 0:23

Hvað á ég að gera þegar ég er veikur?

Drekka nóg. Það er alla vega það sem persónulegi hjúkrunarfræðingurinn minn segir eiginlega alltaf – sama hvort ég er með kvef, hita, hálsbólgu eða eitthvað annað.

Maður verður að muna að drekka nóg af vatni – hjálpar að hreinsa þetta vesen út, líkaminn er á fullu að vinna og þarf meiri vökva en vejulega. Heitt te getur líka verið gott.

Ég er búinn að vera veikur núna í 2 daga. Frekar skrítið – byrjaði sem magaverkir, ógleði og engin matarlyst. En síðan er ég líka með eitthvað skrítið í hálsinum/lungunum (leiðinlegur hósti, stingir) og svona klassískt hausverkur, hiti og smá beinverkir.

Ég var kannski ekki alveg nógu duglegur að drekka í gær – hafði í raun ekki mikla krafta til að fara alltaf og ná í glas af vatni. En ég er búinn að vera nokkuð duglegur að drekka vatn og te í dag og virðist vera að hrista þetta af mér.

Skál í botn!

This tea is delicious, what did you say it was? – Chamomile motherfucker!
June 10th, 2011 @ 22:33

Ógleði

Ég er búinn að liggja í rúminu mest allan daginn. Með verki í maganum, flökurt, engin matarlyst… almennur slappleiki. Hugsanlega magavírus. Ég fór að hugsa um orðið “ógleði”. Ég var nú ekkert mjög hress, en ég var alveg glaður inn á milli yfir daginn :)

Þannig að maður getur verið með ógleði og gleði samtímis.

Nei, bara svona pæling ;)

May 16th, 2008 @ 0:08

Hvernig losna ég við kvef, hita og hálsbólgu?

Það virðist sem ég hafi nælt mér í smá kvef. Oft þegar ég fæ svona (massívt) kvef þá fæ ég líka smá hálsbólgu (eða svona erting í hálsinum). Því fylgir yfirleitt smá hiti. Hvað á maður að gera þegar maður er veikur (fyrir utan að hætta að vera veikur og vera awesome í staðinn)?

Það sem ég geri oftast til að losna við svona kvef vesen er t.d.:

  • Fá sér helling af C-vítamíni
  • Drekka nóg – bæði vatn og heitt te (jafnvel með smá hunangi)
  • Drekk líka svona “Cold & Flu relief” te sem maður getur keypt t.d. í Bretlandi – það inniheldur Paracetamol sem á víst að vera voða sniðugt. Það er hægt að fá Panodil te duft í apótekum hérna sem ég held að sé nokkuð svipað.
  • Fá sér Listerine (kvölds og morgna) – það er sótthreinsandi/bakteríueyðandi
  • Reyna að fá nægan svefn (klassískt ráð sem maður nær kannski ekki alltaf að fylgja nógu vel)
  • Hvítlaukur á víst að vera gífurlega læknandi – maður getur fengið sér svona hvítlaukshylki
  • Fara í gufuna ef ég fer í ræktina – löng, heit sturta er líka hressandi. Já, eða heitt bað (með góðum baðsöltum).
  • Saltvatnsskolun á nefgöngum – var að prófa þetta í fyrsta skipti í langan tíma. Frekar skrítið en svínvirkar – hreinsar út allt hor. Eirberg selur svona nefskolunarkönnu.

Síðan náttúrulega að snýta sér reglulega (og ekki gleyma að þvo sér svo maður smiti ekki).

Hafa lesendur eitthvað við þetta að bæta – einhver húsráð sem virka vel? Hefur fólk t.d. tekið eftir því að kjúklingasúpa hjálpi við að flýta bata?

Bætt við:
Engiferte – engifer á víst að virka vel. Bara kaupa engiferrót og skera hana niður í búta, setja í svona te-síu-kúlu-eitthvað, hella heitu vatni yfir og láta liggja í nokkrar mínútur.

Önnur uppskrift:
Te sem reddar kvefinu: Sjóða sítrónusneiðar og engifer í vatni í slatta tíma, hella í bolla og bæta við hunangi. Drekka. (via @hallakol)

Frá sérfræðingunum:

Gæti hjálpað – ætti alla vega ekki að skaða:

  • Andoxunarefni (eins og t.d. C-vítamín) – er í ávöxtum og grænmeti. Síðan eru til voða fínir Goji og Acai safar sem eru víst ríkir af andoxunarefnum
  • Lýsi

Rocking a ski mask, whether it’s June or February

April 11th, 2007 @ 23:57

Mæli ekki með…

Mæli ekki með að verða veikur nokkrum dögum fyrir lokapróf

Mæli með að nota Listerine, taka helling af C vítamíni og öðru dópi til að reyna losna við veikindin

Mæli með að drekka nóg (vatn, heitt te, viskí, klósetthreinsi…)

Mæli ekki með að ná ekki að lesa nógu mikið fyrir prófið

Mæli með að harka þetta af sér og taka prófið

Mæli með að dópa sig upp rétt fyrir prófið – og taka auka skammt með sem nesti á meðan maður tekur prófið

Mæli með að ganga samt sem áður ágætlega (held ég/vona ég) í prófinu (miðað við aðstæður)

Mæli ekki með að dópa sig svo mikið upp að þú svarar öllum spurningunum á rússnesku

Mæli með WordPress 2.1 með autosave

Mæli með Firefox 2.0 með restore session

Mæli ekki með að missa af badda út af veikindum

Mæli með að sofa nóg

I only smoke weed when I need to…
Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me