• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Búinn…

17. May, 2007 6 Comments

Úff… maður er ekki alveg að átta sig á þessu, en maður er í rauninni búinn í skóla… í bili. Vorum að sýna verkefnið í dag… Sýningin gekk mjög vel, en vá hvað maður er búinn á því – maður er náttúrulega búinn að vera vinna í þessu alla önnina og þetta er búið að taka svona temmilega á – sérstaklega síðustu dagarnir/vikurnar. En nú er þetta búið, ekkert annað eftir nema að útskrifast.

Það verður fagnað allrækilega á föstudaginn þegar flestir eru búnir að sýna. Síðan verður tjillað eitthvað áður en maður fer í 9-5 pakkann. Veit nú ekki alveg hvort ég sé tilbúinn fyrir svona 9-5 pakka sem er lengra en rétt yfir sumarið. Það kemur bara í ljós… Þetta verður örugglega ótrúlega gaman og spennandi :)

Okay, what am I doing? … I’m chasing this guy. … Nope. He’s chasing me.

Filed Under: Bleh

Orðinn alvöru ljósmyndari

7. May, 2007 10 Comments

Já, það lítur út fyrir að ljósmyndanámið í Danmörku hafi borgað sig ;) Er maður ekki orðinn alvöru ljósmyndari þegar það er búið að “gefa út” mynd sem maður tók? Aglavegna… bæklingurinn er kominn á netið: PDF á Fordham síðunni. Síðan er hérna PDF í betri gæðum sem þau sendu mér. Myndin mín er þarna í hægra neðra horninu á fyrstu síðunni [hérna er hún á flickr].

Síðan er ég búinn að henda nokkrum nýjum myndum inn á flickr:

  • Töff bygging á 11 Spring Street
  • Esjuganga
  • London Eye
  • Röltandi um SoHo

Nenni ekki að hafa þetta lengra. Hef ekkert tíma til að bulla endalaust – annað en sumir ;) – maður er á lokasprettinum með lokaverkefnið… Skilum 14. maí og síðan sýning 16. Ég held að kassinn af bjór sem ég vann í pókermótinu ætti að koma sér vel eftir þetta allt saman ;)

I need to get my drink on

Filed Under: Kúl stöff, Ljósmyndir

GusGus – Forever

25. April, 2007 5 Comments

GusGus - Forever

Skellti mér á GusGus tónleikana á laugardaginn og ég er vel sáttur með að hafa farið af því að GusGus heldur BESTU. TÓNLEIKA. EVER. Þau ná að skapa alveg geðveika stemmningu. Jack Schidt (aka Margeir) var að hita upp þegar við mættum. Fínt session hjá honum – hann var meira að segja að mixa predikun hjá Gunnari í Krossinum við einhverja feita takta sem kom bara furðu vel út.

Síðan kom gusgus á svið og rústaði pleisinu, alvöru rave stemmning, glow sticks og alles. Ég var á dansgólfinu mest allan tíman og var að fíla mig í tætlur. Þau voru náttúrulega klöppuð upp og í lokinn tóku þau David – það var líka eins gott að þau tóku það af því að David er BESTA. LAG. EVER. Sérstaklega Live – algjör snilld. Maður fer í algjöran trans.

Ég verð að muna eftir því að reyna fara á sem flesta gusgus tónleika – þetta gerist ekki betra. Síðan er þetta líka hin fínasta líkamsrækt – maður svitnaði eins og ég veit ekki hvað.

Ég gef þessum tónleikum 5 diskókex af 5 mögulegum.

Diskurinn Forever er líka mjög góður og fær hann 4 diskókex. Hérna er smá tóndæmi:

Hold You (Hermigervil’s remix)
Moss (feat. Daníel Ágúst)

If you can’t find a partner use a wooden chair

Filed Under: Tónlist

Will Ferrell er fyndnastur

14. April, 2007 4 Comments

Will Ferrell er fáránlega fyndinn – nokkurn veginn allt sem hann gerir er rugl fyndið. Skiptir ekki máli hvort það er einhver skets á SNL, aðalhlutverk í stórri Hollywood mynd eða smá cameo. Eða bara einhver rugl stuttmynd eins og þetta:

Líka hægt að horfa á þetta hérna.

(frá tv squad)

If you’re not first you’re last!

Filed Under: Video

Mæli ekki með…

11. April, 2007 6 Comments

Mæli ekki með að verða veikur nokkrum dögum fyrir lokapróf

Mæli með að nota Listerine, taka helling af C vítamíni og öðru dópi til að reyna losna við veikindin

Mæli með að drekka nóg (vatn, heitt te, viskí, klósetthreinsi…)

Mæli ekki með að ná ekki að lesa nógu mikið fyrir prófið

Mæli með að harka þetta af sér og taka prófið

Mæli með að dópa sig upp rétt fyrir prófið – og taka auka skammt með sem nesti á meðan maður tekur prófið

Mæli með að ganga samt sem áður ágætlega (held ég/vona ég) í prófinu (miðað við aðstæður)

Mæli ekki með að dópa sig svo mikið upp að þú svarar öllum spurningunum á rússnesku

Mæli með WordPress 2.1 með autosave

Mæli með Firefox 2.0 með restore session

Mæli ekki með að missa af badda út af veikindum

Mæli með að sofa nóg

I only smoke weed when I need to…

Filed Under: Bleh, Heilsa Tagged With: próf, ráð, skóli, veikindi, veikur

Kiefer Sutherland is big in Japan

9. April, 2007 3 Comments

OK, ég fíla 24 í klessu – langbesta sjónvarpsefni sem hefur nokkurn tíman verið búið til. EVER! En þetta er frekar fyndið:

En hvað gerir maður ekki þegar manni er boðið milljón bucks (eða eitthvað) fyrir að eyða einum degi eða svo í að taka upp auglýsingu? Það er meira að segja önnur auglýsing, heavy action:

En þetta eru alveg gífurlega heillandi auglýsingar – kannski að maður reyni að redda sér svona Calorie Mate? Þetta hlýtur að vera leyndarmál Jack Bauer og ástæðan fyrir því að hann þarf ekki að borða allan daginn – hann fær sér bara Calorie Mate þegar cameran er ekki á honum ;)

Aðeins meira 24 love:

Spurning að fara í 24 drykkjuleikinn við tækifæri? Gæti verið fjör…

Jæja, nóg af rugli í bili – ætla að halda áfram að lesa um félagarétt, erfðarétt og annað skemmtilegt.

If I didn’t smell so good would you still hug me?

Filed Under: Sjónvarp, Video

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 100
  • Page 101
  • Page 102
  • Page 103
  • Page 104
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me