• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for biðröð

biðröð

Iceland Airwaves 2007

17. October, 2007 4 Comments

Fyrsti dagur Iceland Airwaves þannig að ég ætla að henda upp smá færslu. Airwaves er töff tónlistarhátíð – hellingur af alls konar hljómsveitum, bæði þekktum og öðrum sem maður hefur heyrt minna um… Sem er bara gott mál – alltaf gaman að uppgötva nýja (og skemmtilega) tónlist. Ég hef farið á Airwaves síðust tvö ár og haft gaman af. Árið 2004 tékkaði ég víst bara á Hermigervli á Kapital (RIP) – það hefur líklega ekki verið mikið annað á hátíðinni þá sem var að heilla mig. 2003 var ég í Danmörku – veit ekki hvort ég missti af einhverju merkilegu. En síðan minnir mig að ég hafi farið á Airwaves 2002 (held meira að segja að ég hafi keypt armbandið af Gunna Who – hann fór á fyrri helminginn og ég sá þann seinni) og séð m.a. Fatboy Slim [og The Hives, Blackalicious, Rapture…] – held að það hafi verið fyrsta Airwaves hátíðin sem ég fór á. Hátíðin hefur smám saman orðið stærri og stærri, fengið stærri bönd og fleiri túrista sem gera sér ferð til Íslands til að djamma í Reykjavík.

Til að koma í veg fyrir að mega-raðar skandallinn 2005 endurtaki sig hafa þeir farið út í að selja færri miða (og hækka miðaverðið í leiðinni) + þeir setja vinsælar hljómsveitir á sama tíma þannig að fólk þarf að velja og hafna. Til dæmis setja þeir GusGus og of Montreal bæði kl. 0:00 á föstudeginum. GusGus stendur nú alltaf fyrir sínu þannig að það laðar að – en fólk hefur verið að mæla með of Montreal þannig að… fyrst maður hefur nú séð GusGus nokkrum sinnum live þá er pæling að fórna þeim fyrir eitthvað sem maður hefur ekki séð áður. Kemur í ljós…

Annars er maður nú ekki með neitt nákvæmt plan, fyrir utan Bloc Party (sem Bjössi óskaði sérstaklega eftir). hr. partý er nú með nokkuð pro schedule – excel og allar græjur, kannski maður steli einhverju þaðan. Síðan er nokkuð töff tól á síðunni hjá Hermigervli (sem Hjalti bjó víst til) til að búa til sína eigin Airwaves dagskrá.

Síðan gæti verið að maður tékki á einhverju off venue dóti. Hef reyndar ekkert sérstakt í huga – en maður hefur ekkert farið á off venue prógrammið síðustu ár og það gæti verið fjör að skoða það. Verð að stúdera off-venue dagskrána á icelandairwaves.com betur. Möguleiki að maður tékki á Amiina í Fríkirkjunni á laugardeginum – eru þær ekki voða hipp og kúl, að meika það í útlöndum og svona?

Annars var maður að frétt að The Magic Numbers verða víst ein af þessum “TBA” hljómsveitum á sunnudaginn. Var að tékka á síðunni þeirra og þetta virðist vera fínasta indie rokk – þannig að maður fer pottþétt á það.

Til að hita upp fyrir Iceland Airwaves er hérna smá hlust:

GusGus – David (Darren Emerson mix)

Bloc Party – The Prayer
Bloc Party – She’s hearing voices

Trentemøller – Beta Boy

Síðan var mér bent á The Teenagers – gífurlega hressandi lyrics í laginu Homecoming

I’ll show you who’s rock’n’roll

Filed Under: Tónlist Tagged With: biðröð, gusgus, Iceland Airwaves, mp3

Iceland Airwaves 2005 – Part 1

21. October, 2005 2 Comments

Ég er ekki búinn að fara á neina tónleika í ár – sem er náttúrulega skandall af því að maður þarf nú að skella sér reglulega á tónleika. Í fyrra fór ég á mjög marga tónleika en það þýðir samt ekki að ég eigi að sleppa því þetta árið. Þess vegna greip ég tækifærið þegar mér bauðst að kaupa miða á Iceland Airwaves fyrir Vildarpunktana mína sem ég hefði hvort sem er ekki notað.

Dagur 1

Festivalið byrjaði á miðvikudaginn og þrátt fyrir að vera á fullu í verkefnavinnu skellti ég mér smá niður í bæ. Ég brunaði heim beint úr skólanum og dreif mig á Nasa þar sem ég ætlaði að tékka á Hermigervli og Annie sem átti að vera einhver voða sæt söngkona frá Noregi. En þegar ég kom að Nasa ca. 23:30 var svona 300m biðröð!

Ég beið í um 20 mín en beilaði síðan og tékkaði smá á Gauknum, þar var Days of our lives að spila sem ég var ekki alveg að fíla þannig að ég fór á Pravda þar sem var Electro Breakz þema. Þar hlustaði ég á Ozy sem meðal annars tók smá freestyle improv um “Icelandic girls”. Þetta var að hljóma nokkuð vel hjá Ozy, góðir taktar og þéttur bassi, en eftir 20 mínútur fór ég út og ætlaði að tékka aftur á röðinni hjá Nasa.

Risa röðin var horfin og ég komst inn nokkuð fljótt. Þar var Annie byrjuð að spila hressandi rokk-elektró-popp með ljúfum söngi. Góð stemmning á Nasa og var ég sérstaklega að fíla lagið Come Together. Gaurinn á synthesizer, o.s.frv. fær 10 fyrir hressleika.

Þar með endaði degi númer 1.

Dagur 2

Ég var ennþá að vinna að þessu gífurlega skemmtilega hugbúnaðarfræði-verkefni en skilaði því kl. 21:30, brunaði heim og dreif mig í Hafnarhúsið til að ná Apparat Organ Quartet – náði svona síðustu 20 mínútunum – mjög áhugaverð tónlist, en gott rokk. Eftir það fór ég á Gaukinn þar sem var hip-hop kvöld – Cell 7 var að spila sem er basically stelpan úr Subterranean og gaur á plötuspilara. Þetta var nú ekki alveg að gera sig þannig að ég fór á Pravda þar sem var aftur eitthvað elektró/teknó kvöld. Ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt en gólfið á 2. hæðinni þarna gefur mjög vel eftir, nokkuð skemmtilegtur effekt. En þar sem ég ætlaði að hitta Enjarinn á Nasa stoppaði ég stutt á Pravda.

Fyrir utan Nasa var töluverð biðröð, en viðráðanleg þar sem hún færðist smám saman. Það var smá danskt kvöld á Nasa og þegar inn kom voru epo-555 að spila. Ég var nú ekki alveg að fíla þá, aðeins of tilraunakennt eitthvað… En síðan tók við PowerSolo og þrátt fyrir að vera frá Jótlandi þá eru þetta með svölustu Dönum sem ég hef séð. Það bar ekkert á þessum klassíska danska hreim þegar aðalsöngvarinn ávarpaði áhorfendur, heldur talaði hann með nokkuð góðum suðurríkja hreim (hann hlítur að hafa búið í USA í langan tíma). Þeir spiluðu mjög hresst rockabilly-country-punk-rock með skemmtilegum tilþrifum eins og að skalla mic-inn. Gott dæmi um góðar hljómsveitir sem maður uppgötvar á svona festivölum.

Síðan var það aðal-hljómsveit kvöldsins, Junior Senior. Þeim til hjálpar var Þórunn Antonía fyrrverandi bekkjarsystir sem söng bakraddir og tók líka eitt lag sjálf. Þeir voru með nokkuð gott show, svona rólega hress stemmning fyrri hlutann en í lokinn spiluðu þeir nokkur vel hress lög eins og Move Your Feet og myndaðist góð stemmning á gólfinu.

Þar með endaði degi númer 2.

Núna er ég hins vegar á leiðinni út og ætla að tékka á hljómsveitum eins og Au Revoir Simone og Juliette & The Licks.

Talandi um tónlist þá vil ég mæla með þessu brillíant cover-i á Baby Got Back: Tékk it. (mp3)

random quote | Hæ, hæ, þetta er Birgitta Haukdal og þú ert að hlusta á útvarpsþáttinn Breakbeat.is

Filed Under: Tónlist Tagged With: biðröð, Iceland Airwaves, nasa, skóli, tónleikar

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me