• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for lomography

lomography

Fisheye fjör – maple party – filma 1

7. May, 2009 5 Comments

Ég tók 3 fisheye lomo myndir á Akureyrar ferðalaginu og þær voru hálfgert klúður… Ég lærði það nú af síðasta lomo pakka að þegar maður er inni í lítilli birtu þá er vissara að hafa flassið á. En ég misreiknaði mig smá með fyrstu 3 myndirnar í þessum pakka – þær eru teknar inni í bíl og það hefði greinilega þurft að vera flass. Það var bara svo bjart úti og mér fannst einhvern veginn næg birta inni í bílnum – en svona er það, maður er alltaf að læra :) Það er svona þegar maður er vanur digital græjum sem eru extra næmar og með auto ISO.

En það sem kom mér eiginlega meira á óvart er myndin af grillinu (mynd #5) – hún er tekin úti, alveg nokkuð góð birta minnir mig en samt kemur hún ekki alveg nógu vel út. Ég held að í framtíðinni sé málið að nota bara flass í sem allra flestum tilfellum eða þá að nota Bulb fídusinn og/eða Multiple Exposure. Síðan er ég líka að gæla við þá hugmynd að kaupa auka flass græju fyrir Fisheye Lomo myndavélina… er alla vega á óskalistanum ;) Ég þarf kannski líka að skoða að nota betri/öðruvísi filmur – 400 ISO í staðinn fyrir þessar 100 ISO Lomography filmur sem ég keypti í Urban Outfitters í Mall of America.

Síðan eru restin af myndum úr legendary afmælispartý maple.

Það er eins og sumar myndirnar “detta úr rammanum” eða eitthvað, hliðrast til… veit ekki hvort að filman hafi klúðrast eitthvað, ekki rétt trekkt upp eða hvað – en þetta er fjörið við lomography, þetta á að vera fucked up og skrítið ;)

[Read more…] about Fisheye fjör – maple party – filma 1

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: filma, fisheye, kaffibarinn, lomography, partý

Það sem fiskar sjá 2 – Fisheye session #2

10. January, 2009 1 Comment

Fisheye lomo myndavélin sem ég fékk í afmælisgjöf er snilldar leikfang. Fyrsta session-ið var mjög kúl. Ein mynd sem var tekin með multiple exposure var alveg fáránlega töff – þannig að maður var svona að leika sér með það á þessari filmu – kom samt misvel út… en alltaf áhugavert.

Það virðast líka nokkrar myndir hafa skemmst í þessum pakka… Þetta var 24 mynda filma en það komu bara 18 úr þessu.

Fyrstu myndirnar eru teknar í sumar og síðan er restin tekin í desember og janúar. Nokkrar myndir þarna sem eru frekar brúnleitar/dökkar… maður þarf líklega að muna alltaf að nota flass þegar maður er innandyra, nema það sé einhver geðveik lýsing.

Síðan var ég að setja upp nýtt plugin sem heitir Subscribe to Comments eftir smá feedback á Twitter um að comment á myndir voru ekki að birtast í comment RSS feed-inu. Ég ákvað að skella þessu inn sem svona tímabundinni lausn þangað til að annað betra er í boði. Ég gæti farið í að hakka saman eitthvað plugin sem býr til nýtt RSS feed fyrir myndakomment en ég er að vonast til að þetta verði bara leyst í næstu útgáfum af WordPress. En nú þegar fólk kommentar getur það hakað við að fá e-mail sent þegar það er bætt við nýjum kommentum á þá mynd eða bloggfærslu:

Notify me of followup comments via e-mail
(kannski ætti ég að íslenska þetta…?)

maple var t.d. að kommenta á þessar myndir og þá hefði hann fengið e-mail þegar ég svaraði.

Þannig að go! go! go! Kommentið eins og enginn sé morgundagurinn!

[Read more…] about Það sem fiskar sjá 2 – Fisheye session #2

Filed Under: Bleh, Gallery, Ljósmyndir, Tækni Tagged With: comment, filma, fisheye, lomography, partý, plugin, WordPress

Afmæli 2008

28. July, 2008 8 Comments

Þar sem maður átti víst stórafmæli í vikunni þá fannst mér viðeigandi að halda smá upp á að vera orðinn kvartöldungur og bauð til veislu. Það var grillað hið fínasta ungnauta rib eye og á meðan tókum við nett myndasession…

Grill photo session

Þetta var bara rétt byrjunin – yfir kvöldið voru teknar kringum 400 myndir og eru þær komnar hingað. Takkinn “festist” stundum inni þannig að inn á milli koma svona 10-30 myndir af sama hlutinum ;) Yfirleitt þegar ég set inn myndir þá hendi ég út auka myndum sem eru frekar svipaðar eða af sama hlutinum – en ekki í þetta skiptið… þetta er bara allur pakkinn. Ég ætlaði reyndar fyrst að setja þessar myndir inn á Facebook til að geta taggað þær alveg í klessu en eftir að hafa prófað svona 6 sinnum og fá alltaf “Upload Failed. Please try again.” þá gafst ég upp – Facebook er nú kúl síða en mynda fídusinn þeirra fær ekki alveg 10 stjörnur.

Eftir matinn (sem var virkilega góður) var pakkatími. Ég fékk snilldargjafir – Svona Fisheye Lomography myndavél sem ég hef verið að spá í að fá mér nokkuð lengi – mér finnst lomo myndir frekar kúl og líka fisheye myndir, þannig að þetta er brillíant combo :)

Fisheye2

Fisheye2 camera

Þetta gerir myndavél númer 5 sem ég eignast – maður er kominn með nokkuð gott myndavéla arsenal ;) Langt síðan maður hefur tekið á filmu – verður spennandi að leika sér með það inn á milli. Strákarnir voru reyndar búnir að taka 18 myndir á filmuna áður en þeir mættu – verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því… Ég ætlaði með filmuna í framköllun í dag en lókal búðin er ekki opin á sunnudögum – þá fer ég bara first thing in the morning.

Síðan fékk ég Courvoisier VSOP koníak sem er náttúrulega bara pimp :)

Le Cognac de Napoleon

Þá er náttúrulega við hæfi að skella inn smá tóndæmi:

Busta Rhymes – Pass the Courvoisier

Enda var þetta lag spilað þegar ég opnaði pakkann :)

Þótt margar af myndunum í þessu albúmi séu svona nokkuð random þá eru alveg frekar margar nokkuð flottar þarna inn á milli. Besta trikkið til að mynda partý er að skilja myndavélina eftir einhvers staðar þannig að hver sem er getur gripið hana og smellt nokkrum af – þannig að ég á ekki heiðurinn af nema litlum hluta af þessum myndum.

Já, ég segi bara takk fyrir mig – maður þarf klárlega að gera svona aftur fljótlega…

We got food everywhere as if the party was catered.

Filed Under: Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: afmæli, áfengi, fjör, gjafir, grill, kúl, lomography, Matur, myndavél, partý

  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...