Hérna er myndband (time-lapse) sem er samsett úr daglegum myndum af mér í 7 mánuði:
Þetta verður alltaf áhugaverðara og áhugaverðara ;) Lagið (In The Pines með Supergood) byrjað að kick-a inn :)
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Hérna er myndband (time-lapse) sem er samsett úr daglegum myndum af mér í 7 mánuði:
Þetta verður alltaf áhugaverðara og áhugaverðara ;) Lagið (In The Pines með Supergood) byrjað að kick-a inn :)
Ég er langt frá því að vera hættur í Everyday verkefninu. Þetta er rétt að byrja ;) Orðið frekar spennandi og gaman – sérstaklega af því að gaurarnir bakvið forritið virðast vera að fíla það sem ég er að gera :D
Þeir póstuðu þessu á Twitter:
Wow, @officialstation’s video is looking great. Taking care with alignment and lighting goes a long way. http://vimeo.com/27988910
Síðan kommentaði forritarinn á 5 mánaða myndbandið mitt:
Hey, I make Everyday. This is so well done, seriously one of the best I’ve seen so far. Would love to have this as an example on our site if that’s okay with you.
Mjög gaman að fá svona hrós :) Mikill hvati – ég er greinilega að gera eitthvað rétt ;) Þannig að ég er ekki nærri hættur.
Hérna er myndbandið sem sýnir fyrstu 6 mánuði af þessu verkefni:
Ég reyni líka að hafa bakgrunninn ágætlega fjölbreytilegan og er stundum með smá sprell :)
Mig hefur lengi langað til að setja upp eitthvað stutt lén til að nota sem “URL shortener“. Það hefur verið frekar vinsælt undanfarin ár að nota þjónustur eins og TinyURL, bitly, awe.sm og fleiri til að stytta slóðir – og þá helst til að deila á Twitter (af því að maður hefur bara 140 stafi til að koma skilaboðunum sínum á framfæri).
Þegar ég sá nýja lénið hjá Matt Mullenweg (ma.tt) þá datt mér í hug að ég gæti gert eins (þú veist, af því að Spánn er með endinguna .es). En nei, http://hann.es var nú þegar tekið :( Bölvaðir Þjóðverjar, þurfa alltaf að eigna sér fallega nafnið mitt! ;)
En ég fann s.s. lausn á þessu vandamáli. Boxee fær credit fyrir að gefa mér hugmynd að nota 1337 speak til að finna annan möguleika – þeir nota lénið b0x.ee til að stytta slóðir hjá sér. Þannig að ég skráði lénið h4nn.es um daginn – þú veist, af því að 4 lítur eiginlega út eins og A ;)
Ég var fyrst að spá í að nota Lessn lausnina til að sjá um að stytta slóðir fyrir mig og halda utan um þetta allt, en síðan fór ég að skoða bitly aðeins betur. Ég var búinn að skoða bitly Enterprise sem gerir mann kleift að nota bitly tæknina á sínu eigin stutta léni – en það kostaði $995 á mánuði. Var ekki alveg til í að splæsa í það ;) Ég var eiginlega búinn að afskrifa þann möguleika þegar ég rakst á smáaletrið á síðunni þeirra þegar ég var að rannsaka þetta aðeins betur:
The “bitly Pro” custom white label service is now available to all bitly users
Var nefninlega búinn að sjá að hinir og þessir bloggarar voru að nota bitly á sínu eigin stutta léni…
Þannig að ég er að nota bitly bakvið h4nn.es (alveg ókeypis). Mjög auðvelt að setja upp, þurfti bara að bæta við smá DNS stillingum og þá var það í rauninni komið :)
Ég frumsýndi þetta lén í gær á Twitter (og Facebook).
Þegar ég var í rauninni búinn að setja upp bitly hjá mér rakst ég á aðra lausn, YOURLS sem lítur ágætlega út. Ég gæti s.s. sett upp YOURLS hjá mér og haft meiri stjórn yfir því – þarna virðist maður líka fá svipaða tölfræði og bitly gefur manni. Bæði það að hýsa svona lausn sjálfur og að nota þjónustu eins og bitly hefur sína kosti og galla. Ég ætla að byrja að nota bitly – það er frekar þægilegt og í rauninni minna vesen. Ég þurfti líka eiginlega ekki að breyta neinu til þess að láta TweetDeck stytta sjálfkrafa allar slóðir með h4nn.es. Ef ég ákveð allt í einu að skipta yfir í annað þá get ég vonandi bjargað gömlu linkunum einhvern veginn. Það ætti þá að vera hægt að setja bit.ly, j.mp eða bitly.com í staðinn fyrir h4nn.es.
Hérna er nýjasta samantektin af myndum sem ég er að taka fyrir Everyday verkefnið mitt, rúmlega 30 sekúndur:
Jú, jú… ég held áfram ótrauður. Komnir 4 mánuðir af efni:
Þarna eru meðal annars myndir af mér í skálum uppi á hálendinu þegar við vorum að ganga Laugaveginn. Sem og mynd af mér á Greifanum á Akureyri þegar við vorum að keyra hringinn um síðustu helgi. Já, og síðan smá grín :)
Jæja, verkefnið heldur áfram. Þetta eru 3 mánuðir af mér:
Ég ætla að reyna að halda þessu áfram í töluvert lengri tíma… alla vega ná þessu upp í 1 mínútu. Þegar ég bý til myndband á “Slow” stillingunni er 1 mánuður kringum 6 sekúndur. Þannig að ég þarf að safna í a.m.k. 10 mánuði.
Lagið sem ég er að nota heitir In The Pines og er með Supergood. Eitt af 6 lögum sem fylgja með Vimeo app-inu.
Smá viðbót: Já, síðan má nefna að síðasta myndin í myndbandinu var tekin í trailer park sem við enduðum óvart á í Kanada. Við ætluðum að fara á Peggys Cove og slóum það inn í GPS tækið. En við s.s. enduðum á Peggys Cove Trail ;) En það var bara mjög gott ævintýri :) Vorum að busla í þessu stöðuvatni, tékka á sveitinni og leika okkur í sólinni. Stoppuðum svo í Peggys Cove á leiðinni til baka til Halifax, sáum það við sólsetur og fínerí.