Follow @HannesJohnson

July 1st, 2012 @ 14:46

Instagram was down yesterday, so I created this fun little website

When Instagram is down – Don’t forget to refresh the site for more ;)

Þetta er í svipuðum stíl og When Tumblr is down sem ég bjó til fyrir nokkrum árum og var mjög vinsæl hérna um árið.

September 30th, 2011 @ 23:19

h4nn.es – nýtt lén til að stytta vefslóðir

Mig hefur lengi langað til að setja upp eitthvað stutt lén til að nota sem “URL shortener“. Það hefur verið frekar vinsælt undanfarin ár að nota þjónustur eins og TinyURL, bitly, awe.sm og fleiri til að stytta slóðir – og þá helst til að deila á Twitter (af því að maður hefur bara 140 stafi til að koma skilaboðunum sínum á framfæri).

Þegar ég sá nýja lénið hjá Matt Mullenweg (ma.tt) þá datt mér í hug að ég gæti gert eins (þú veist, af því að Spánn er með endinguna .es). En nei, http://hann.es var nú þegar tekið :( Bölvaðir Þjóðverjar, þurfa alltaf að eigna sér fallega nafnið mitt! ;)

En ég fann s.s. lausn á þessu vandamáli. Boxee fær credit fyrir að gefa mér hugmynd að nota 1337 speak til að finna annan möguleika – þeir nota lénið b0x.ee til að stytta slóðir hjá sér. Þannig að ég skráði lénið h4nn.es um daginn – þú veist, af því að 4 lítur eiginlega út eins og A ;)

Ég var fyrst að spá í að nota Lessn lausnina til að sjá um að stytta slóðir fyrir mig og halda utan um þetta allt, en síðan fór ég að skoða bitly aðeins betur. Ég var búinn að skoða bitly Enterprise sem gerir mann kleift að nota bitly tæknina á sínu eigin stutta léni – en það kostaði $995 á mánuði. Var ekki alveg til í að splæsa í það ;) Ég var eiginlega búinn að afskrifa þann möguleika þegar ég rakst á smáaletrið á síðunni þeirra þegar ég var að rannsaka þetta aðeins betur:

The “bitly Pro” custom white label service is now available to all bitly users

Var nefninlega búinn að sjá að hinir og þessir bloggarar voru að nota bitly á sínu eigin stutta léni…

Þannig að ég er að nota bitly bakvið h4nn.es (alveg ókeypis). Mjög auðvelt að setja upp, þurfti bara að bæta við smá DNS stillingum og þá var það í rauninni komið :)

Ég frumsýndi þetta lén í gær á Twitter (og Facebook).

Þegar ég var í rauninni búinn að setja upp bitly hjá mér rakst ég á aðra lausn, YOURLS sem lítur ágætlega út. Ég gæti s.s. sett upp YOURLS hjá mér og haft meiri stjórn yfir því – þarna virðist maður líka fá svipaða tölfræði og bitly gefur manni. Bæði það að hýsa svona lausn sjálfur og að nota þjónustu eins og bitly hefur sína kosti og galla. Ég ætla að byrja að nota bitly – það er frekar þægilegt og í rauninni minna vesen. Ég þurfti líka eiginlega ekki að breyta neinu til þess að láta TweetDeck stytta sjálfkrafa allar slóðir með h4nn.es. Ef ég ákveð allt í einu að skipta yfir í annað þá get ég vonandi bjargað gömlu linkunum einhvern veginn. Það ætti þá að vera hægt að setja bit.ly, j.mp eða bitly.com í staðinn fyrir h4nn.es.

Girls are like internet domain names, the ones I like are already taken.
well, you can stil get one from a strange country :-P
January 6th, 2011 @ 1:26

Hressandi TextMate License Information

Ég var að kaupa TextMate – flestir sem mæla með honum sem ritil fyrir vefþróun (webdev) í Mac. Er búinn að vera prófa hann í nokkurn tíma og er að fíla hann ágætlega.

Síðan þegar ég var búinn að setja inn license key og allt það fékk ég þetta:

TextMate License Information

TextMate License Information

Þeir greinilega grípa myndina sem ég er með stillt einhvers staðar sem profile mynd (eða eitthvað) í Makkanum. Gífurlega hressandi :) Það er spurning hvort þeir hjá TextMate fái þetta sent?

I got 99 problems but a bitch ain’t one
October 13th, 2008 @ 0:27

Andlitslyfting og viðbætur

Betra (mjög) seint en aldrei, er það ekki? Er búinn að vera á leiðinni að setja inn myndirnar frá Barcelona frekar lengi. Síðan ákvað ég að tefja þetta enn frekar með því að flækja málin – fara út í að nota annað kerfi til að sjá um myndirnar. [Varúð: Hluti af þessari færslu gæti verið óskiljanlegur fyrir suma]

Ég hef hingað til sett inn hinar ýmsu ljósmyndir hérna – til að sjá um það var ég að nota forritið Gallery sem er frekar vinsælt og síðan plugin-ið WPG2 til að blanda þessu fallega við WordPress. En í útgáfu 2.5 af WordPress bættu þeir við svona skemmtilegum gallery fídus. Ég hef séð hvernig fólk er að nota þennan gallery fídus fyrir ljósmyndaalbúm og það var að koma nokkuð vel út – þannig að ég ákvað að prófa þetta.

En til að þessi gallery fídus virkaði almennilega og allt liti vel út þurfti ég að breyta theme-inu mínu töluvert. Það tók sinn tíma, smá PHP hér, smá CSS þar… – en maður fékk oft hjálp á netinu: Using the gallery shortcode, birta EXIF upplýsingar, shutter speed í brotum, fá fyrstu myndina í albúminu til að birtast á forsíðunni, bæta við texta linkum fyrir “Myndin á undan”/”Næsta mynd” og síðan var ég svolítið að herma eftir Matt Mullenweg (gaurnum bakvið WordPress).
– svona til að gefa smá credit fyrir aðstoðina.

Þetta er nú ekki alveg komið, ýmislegt sem er hægt að fínpússa og bæta við – en er “release early and release often” ekki málið? Það kemur bara í ljós með frekari notkun ef það þarf að laga eitthvað – hefur reyndar nú þegar komið eitt og annað í ljós sem ég er búinn að redda.

Það eru ýmsir kostir við að nota þetta innbyggða WordPress gallery kerfi í staðinn fyrir mixið með Gallery forritið og WPG2 plugin-ið:

  • Hægt að kommenta núna á einstakar myndir
  • Það kemur í RSS feed-ið þegar ég set inn nýjar myndir
  • Betri yfirsýn þar sem allar myndirnar eru á einni síðu – maður þarf ekki að fletta í gegnum margar síður til að sjá thumbnails af öllum myndunum – þetta var m.a.s. request frá einum dyggum lesanda, að sjá öll thumbnails á einni síðu
  • Ég þarf ekki sér forrit til að setja inn myndir – set bara inn myndir beint úr WP admin svæðinu

Síðan með áframhaldandi þróun á WordPress þá verður pottþétt áframhaldandi þróun á þessu gallery kerfi – síðan mun ég líka koma með mínar eigin viðbætur… Svo er t.d. komin beta útgáfa af svona tagging plug-in svo maður geti taggað fólk hægri vinstri (ekki ósvipað og í Facebook) – en þegar ég prófaði það var þetta ekki alveg að virka þannig að ég ætla að bíða aðeins með að setja það inn.

Ef fólk tekur eftir einhverju einkennilegu þá endilega koma með feedback – líka ef það vantar einhvern fídus í þetta gallery (t.d. að ná í stærri útgáfu af myndinni) þá er alveg hægt að skoða hvort ég geti ekki bætt því við.

Jæja, nóg af technobabble – myndirnar frá Barcelona eru hérna, í mörgum pörtum: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. Ef ég taldi þetta rétt eru þetta allt í allt 661 mynd.

Hérna eru nokkrar myndir sem mér finnst sérstaklega skemmtilegar/flottar/áhugaverðar:

Bjössi

Bjössi

Eðla að éta mús

Eðla að éta mús


úúú, symmetry

úúú, symmetry

Goldfrapp

Goldfrapp


Er glasið að verða tómt? Jebb. Dos combinados!

Er glasið að verða tómt? Jebb. Dos combinados!

Ben Watt - eitthvað töff við þessa mynd...

Ben Watt - eitthvað töff við þessa mynd...


Ringulreið í kringum Hlyn

Ringulreið í kringum Hlyn

Að rita ævisögu mína: "Ungur eg var"

Að rita ævisögu mína: "Ungur eg var"


Whoa... I'm like, really tall

Whoa... I'm like, really tall

Justice á fullu

Justice á fullu


Neon on black

Neon on black

Rave!

Rave!


Hvað meinaru? Ég er ekki á eiturlyfjum.

Hvað meinaru? Ég er ekki á eiturlyfjum.

Þessi var í góðum fíling

Þessi var í góðum fíling


úúú, geðveikur skuggi

úúú, geðveikur skuggi

SonarPub

SonarPub


Soulwax

Soulwax

A-Trak og DJ Mehdi

A-Trak og DJ Mehdi


Just go over there

Just go over there

John Woo?

John Woo?


Rule of thirds, bitches!

Rule of thirds, bitches!

Eitursvart, eitursvalt

Eitursvart, eitursvalt


Haben Sie MDMA?
June 22nd, 2006 @ 18:20

Sumarið loksins komið…

Já, það virðist sem sumarið sé loksins komið – dúndrandi sól, engin rigning og fínn hiti bara 2 daga í röð – aldeilis lúxus. Meira svona…

Eins og hausinn segir er nýja bloggið á leiðinni – þið megið búast við byltingu á netinu. En ég er ennþá að redda ýmsum fínpússingum þannig að þið verðið að bíða örlítið lengur.

random quote | No soup for you!

March 1st, 2005 @ 23:49

I take you to the candy shop

Miðannarprófin voru í síðustu viku, gekk ágætlega. Þetta er ágætur undirbúningur fyrir lokaprófin – svona til að sjá hvar maður stendur og hvernig prófin eru upp byggð.

Það var smá hittingur hjá Bjössa á laugardaginn, allir helstu spaðarnir mættir. Eftir tjill og nokkra bjóra var maður “plataður” niður í bæ með því yfirskini að módelið ætlaði á Hvebbann. En eftir að fólk hafði snætt pizzur voru allir bara á leiðinni heim. En við Bjössi vorum nú ekki alveg á þeim skónum og skelltum okkur á Vegamót – sem er ágæt tilbreyting frá hinum venjulega rúnt sem maður tekur oftast.

Yfir í aðra spaða – Hið reglulega mánudags-badminton var á sínum stað. Hörkuspennandi leikir og var maður alveg “on fire” þarna. Virkilega skemmtileg líkamsrækt.

Ákvað líka að fiffa albúmið aðeins þar sem það stóðst víst ekki helstu ISO-staðlana samkvæmt gæðastjórum bloggsins. Síðan er aldrei að vita nema maður skelli inn nokkrum myndum við tækifæri.

prívat húmor dagsins | “..plíííís! Plííííííííís! Plíííííííííííííííííís!”

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me