Follow @HannesJohnson

January 7th, 2009 @ 20:32

Single-serving friends – 2 einnota partý

Þegar við vorum að túristast í Barcelona fattaði ég að myndavélin var að verða batteríslaus – áður en við fórum út sýndi batterístatusinn 2 strik af 3 en á Canon myndavélum þýðir það ekki að það er 67% eftir af batteríinu, meira svona 10-15% af því að ég var bara búinn að taka nokkrar myndir þegar myndvélin sýndi 1 strik og “low battery” aðvörun. Þannig að ég þurfti svona að semi-spara myndatökur… ekki alveg nógu heppilegt þar sem við vorum á leiðinni í sightseeing. Á einu stoppinu sá ég einnota myndavélar til sölu og ákvað að kaupa eina svona til öryggis. En ég þurfti ekki að nota hana þar sem batteríið rétt dugði – ég reyndar hefði pottþétt tekið aðeins fleiri myndir ef ég hefði haft nóg batterí.

Ég notaði einnota myndvélina ekkert í ferðinni þannig að ég fór með þessa vél heim og var ekki alveg viss hvað ég ætlaði að gera við hana. En eitt kvöldið, seint í nóvember, þegar ég var bókaður í tvö partý ákvað ég að taka með þessa einnota myndavél í gamni – það gæti komið eitthvað skemmtilegt úr því.

Já, það komu nokkuð áhugaverðar myndir úr þessari einnota syrpu – töluvert frábrugðið því að vera með 10 megapixla myndavél með klikkaðari linsu. Áferðin allt önnur og ýmsar smáskemmdir sem gefa myndunum svolítið sérstakan karakter.

Fyrri hlutinn er HR “reunion” partý og seinni hlutinn er afmæli Röggu og Siggu.

Það er sko meira »

October 13th, 2008 @ 0:27

Andlitslyfting og viðbætur

Betra (mjög) seint en aldrei, er það ekki? Er búinn að vera á leiðinni að setja inn myndirnar frá Barcelona frekar lengi. Síðan ákvað ég að tefja þetta enn frekar með því að flækja málin – fara út í að nota annað kerfi til að sjá um myndirnar. [Varúð: Hluti af þessari færslu gæti verið óskiljanlegur fyrir suma]

Ég hef hingað til sett inn hinar ýmsu ljósmyndir hérna – til að sjá um það var ég að nota forritið Gallery sem er frekar vinsælt og síðan plugin-ið WPG2 til að blanda þessu fallega við WordPress. En í útgáfu 2.5 af WordPress bættu þeir við svona skemmtilegum gallery fídus. Ég hef séð hvernig fólk er að nota þennan gallery fídus fyrir ljósmyndaalbúm og það var að koma nokkuð vel út – þannig að ég ákvað að prófa þetta.

En til að þessi gallery fídus virkaði almennilega og allt liti vel út þurfti ég að breyta theme-inu mínu töluvert. Það tók sinn tíma, smá PHP hér, smá CSS þar… – en maður fékk oft hjálp á netinu: Using the gallery shortcode, birta EXIF upplýsingar, shutter speed í brotum, fá fyrstu myndina í albúminu til að birtast á forsíðunni, bæta við texta linkum fyrir “Myndin á undan”/”Næsta mynd” og síðan var ég svolítið að herma eftir Matt Mullenweg (gaurnum bakvið WordPress).
– svona til að gefa smá credit fyrir aðstoðina.

Þetta er nú ekki alveg komið, ýmislegt sem er hægt að fínpússa og bæta við – en er “release early and release often” ekki málið? Það kemur bara í ljós með frekari notkun ef það þarf að laga eitthvað – hefur reyndar nú þegar komið eitt og annað í ljós sem ég er búinn að redda.

Það eru ýmsir kostir við að nota þetta innbyggða WordPress gallery kerfi í staðinn fyrir mixið með Gallery forritið og WPG2 plugin-ið:

  • Hægt að kommenta núna á einstakar myndir
  • Það kemur í RSS feed-ið þegar ég set inn nýjar myndir
  • Betri yfirsýn þar sem allar myndirnar eru á einni síðu – maður þarf ekki að fletta í gegnum margar síður til að sjá thumbnails af öllum myndunum – þetta var m.a.s. request frá einum dyggum lesanda, að sjá öll thumbnails á einni síðu
  • Ég þarf ekki sér forrit til að setja inn myndir – set bara inn myndir beint úr WP admin svæðinu

Síðan með áframhaldandi þróun á WordPress þá verður pottþétt áframhaldandi þróun á þessu gallery kerfi – síðan mun ég líka koma með mínar eigin viðbætur… Svo er t.d. komin beta útgáfa af svona tagging plug-in svo maður geti taggað fólk hægri vinstri (ekki ósvipað og í Facebook) – en þegar ég prófaði það var þetta ekki alveg að virka þannig að ég ætla að bíða aðeins með að setja það inn.

Ef fólk tekur eftir einhverju einkennilegu þá endilega koma með feedback – líka ef það vantar einhvern fídus í þetta gallery (t.d. að ná í stærri útgáfu af myndinni) þá er alveg hægt að skoða hvort ég geti ekki bætt því við.

Jæja, nóg af technobabble – myndirnar frá Barcelona eru hérna, í mörgum pörtum: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. Ef ég taldi þetta rétt eru þetta allt í allt 661 mynd.

Hérna eru nokkrar myndir sem mér finnst sérstaklega skemmtilegar/flottar/áhugaverðar:

Bjössi

Bjössi

Eðla að éta mús

Eðla að éta mús


úúú, symmetry

úúú, symmetry

Goldfrapp

Goldfrapp


Er glasið að verða tómt? Jebb. Dos combinados!

Er glasið að verða tómt? Jebb. Dos combinados!

Ben Watt - eitthvað töff við þessa mynd...

Ben Watt - eitthvað töff við þessa mynd...


Ringulreið í kringum Hlyn

Ringulreið í kringum Hlyn

Að rita ævisögu mína: "Ungur eg var"

Að rita ævisögu mína: "Ungur eg var"


Whoa... I'm like, really tall

Whoa... I'm like, really tall

Justice á fullu

Justice á fullu


Neon on black

Neon on black

Rave!

Rave!


Hvað meinaru? Ég er ekki á eiturlyfjum.

Hvað meinaru? Ég er ekki á eiturlyfjum.

Þessi var í góðum fíling

Þessi var í góðum fíling


úúú, geðveikur skuggi

úúú, geðveikur skuggi

SonarPub

SonarPub


Soulwax

Soulwax

A-Trak og DJ Mehdi

A-Trak og DJ Mehdi


Just go over there

Just go over there

John Woo?

John Woo?


Rule of thirds, bitches!

Rule of thirds, bitches!

Eitursvart, eitursvalt

Eitursvart, eitursvalt


Haben Sie MDMA?
October 11th, 2008 @ 16:49

Barcelone Tour 2008 – part 10 – and that’s it…

Síðasti dagurinn. Rétt að rölta um og tékka á hinu og þessu áður en við fórum á flugvöllinn.

Það er sko meira »

October 11th, 2008 @ 1:07

Barcelona Tour 2008 – part 9 – tourist stuff

Næstsíðasti dagurinn og við vorum bara að rölta um og túristast.

Það er sko meira »

October 11th, 2008 @ 0:39

Barcelona Tour 2008 – part 8 – Sónar 2008 by night

Partýið heldur áfram… stærsta kvöldið? Já, hugsanlega – alla vega var Justice að spila, sem maður var eiginlega spenntastur fyrir [Hvað er ég að bulla? Ég er með myndir af Justice í part 6]. Síðan var líka Soulwax með mjög góða keyrslu og DJ Mehdi og A-Trak voru með eitt besta DJ session sem ég hef upplifað.

Það er sko meira »

October 10th, 2008 @ 23:54

Barcelona Tour 2008 – part 7 – Sónar 2008 by day

Vissara að rétt tékka á Sónar dagsskránni sem var um daginn.

Það er sko meira »

Hannes - Just walkin'... I am official station Pen and paper I am Hannes, I'm a code monkey Aðgangur bannaður fyrir fólk með dökkt hár Iceland Airwaves 2006 - Reykjavik Art Museum Just grillin'... Maple grilling Here fishy, fishy... Attention: Keep gun holstered. Side view mirror FIRE KILLS CHILDREN! Erpur Blazroca - I am Hannes, I'm creative Iceland Airwaves 2005 - Nasa Gin and tonic Nonnabátur í rústi Landakotskirkja Picking berries Mary Jane vodka Inter Rail - Russian train Eiffel Tower Ferrari Entrance to Internet Hostel Rock am Ring 2004 - Linkin Park Turn me on

 

© 2018 Hannes · Hafðu samband / Contact me