• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

The Big Lebowski – F*cking Short Version

20. July, 2006 2 Comments

The Big Lebowski er frábær mynd – The Dude er snillingur. Hérna er stuttur úrdráttur sem sýnir svona það helsta:

Þetta er t.d. eitt sem ég gat ekki gert á gamla blogginu – að setja inn video. Þetta er bjútífúl – þú smellir bara á Play takkann og videoið byrjar að spila án þess að þú yfirgefir fallega bloggið mitt.

People like you just fuel my fire

Filed Under: Kvikmyndir

WordPress › Error

17. July, 2006

WordPress - Error establishing a database connection

Ég var nú ekki alveg sáttur þegar ég ætlaði að tékka á síðunni áðan – fyrst var hún ekkert að birtast en síðan komu þessi skemmtilegu skilaboð.

Manni datt náttúrulega í hug að einhverjir sniðugir hefðu hakkað síðuna í klessu (af því að þetta er náttúrulega svo merkileg síða..) eða að síðan hefði bara brotnað niður vegna álags (af því að hún er náttúrulega svo fáránlega vinsæl..). En ég held að þetta hafi bara verið eitthvað vesen hjá DreamHost – þeir voru að uppfæra einhvern server eða eitthvað.

Eftir minni bestu ágiskun myndi ég segja að bloggið hafi verið niðri í mesta lagi 5 klst. Ég ætla að vona að fólk hafi ekki panikað of mikið…

So I’m guilty of violating Section 34 Double-D?

Filed Under: Tækni Tagged With: DreamHost, WordPress

Hvað meinaru með official station?

15. July, 2006

Já, fólk er kannski að velta fyrir sér af hverju ég valdi nafnið OfficialStation.com. Svarið er í raun einfalt – LélegurBrandari.com var ekki laust… OK, jú það hefur líka smá með InterRail að gera og eitthvað sem maður lenti í í Rúmeníu…

Ég fór s.s. í InterRail ferð með Bjössa í 5 vikur sumarið 2004. Við tékkuðum meðal annars á Austur-Evrópu og fórum frá Búlgaríu til Rúmeníu.

Þegar lestin okkar kom til Bucharest hoppaði maður út, en var var um sig – maður hafði nú verið varaður við að meðal mánaðarlaun þarna eru nú ekki mjög há og fólk gæti verið ansi desperate. Það komu strax til okkar einhverjir gaurar og buðust til að bera töskurnar okkar. Ég afþakkaði það, ég er nú hraustur ungur maður og get alveg borið bakpokann minn sjálfur. Bjössi lét nú gabbast og endaði með að þurfa henda í þá einhverjum Evrum til að losna við þá. Jamm, það virðist vera svolítið um að maður þurfi að borga fólki til að losna við það þarna…

Næst á dagskrá var að redda sér miða til Budapest. Við fórum að miðasölunni og vorum eitthvað að leita að réttum bás til að kaupa miðana til Ungverjalands. Þá kom lítill og þybbinn maður til okkar sem vildi endilega hjálpa okkur með að kaupa miða. Hann sagði að til að kaupa miða til Ungverjalands þyrftum við að fara í aðra byggingu niðri í bæ. Hann sagði:

No problem, I am official station…

..og sýndi okkur einhver skilríki. Hann var náttúrulega með einhverja félaga sem áttu leigubíl sem átti að taka okkur að þessari byggingu. Maður var nú ekki alveg að treysta þessum gaur 100% en við hefðum bara buffað hann ef þetta færi út í eitthvað rugl.

Ég geri fastlega ráð fyrir að þeir hafi sett “túrista taxta” á þennan leigubíl – hann kostaði 650.000 og við vorum ekkert að fara neitt fáránlega langt. En við komumst loksins að þessari byggingu. Gaurinn var náttúrulega alltaf að fylgja okkur og sýndi okkur nákvæmlega hvar við gætum keypt miðana – hann talaði líka eitthvað við miðasölu-konuna og sagði hvert við ætluðum.

Glæsilegt, komnir með miðana… Við þökkuðum manninum fyrir hjálpina en þá vildi hann endilega eyða meira tíma með okkur – fara í sightseeing og eitthvað. En við vorum ekki alveg að nenna því. Þá fór hann eitthvað að tjá sig:

I am station. I am not taxi. I am official station…

..hann var svona örlítið pirraður en við vorum nú ekki alveg að skilja hann fyrst. En síðan fattaði ég að við þyrftum að borga fyrir leigubílnum hans aftur á lestarstöðina. Allt í lagi… fyrst vildi hann fá 600.000 en síðan er náttúrulega hættulegt að geyma alla peningana sína á sama stað – hann sá hvað við vorum vel múraðir og vildi fá 400.000 frá hvorum en síðan endaði þetta með að við borguðum honum samanlagt 1.100.000.

Jamm, hann fékk s.s. rausnarlegt “þjórfé” fyrir þessa hjálp. Síðan labbaði hann léttur á fæti í burtu með milljónina okkar – það voru sko jól hjá honum og fjölskyldu hans. Það má kannski nefna að 100.000 lei (gjaldeyrinn í Rúmeníu) var ca. 217 íslenskar krónur ;) Þannig að við vorum nú ekkert gífurlega ósáttir með þetta – við vorum komnir með miðana okkar svo við kæmumst á næsta áfangastað.

En það eru örugglega margir þarna sem eru mjög góðir í að “löglega” ræna túrista. Þessi rúmlega 2000 kall var nú ekkert fáránlega mikið fyrir okkur – en gaurinn hefur örugglega verið mjög ánægður með þennan auka bónus. Ég held ég hafi heyrt að meðal mánaðarlaun þarna hafi verið ca. €60

Já, þar hafið þið það… mér fannst þessi setning “I am official station” bara svo skemmtileg að ég ákvað að nota hana.

En er ekki alveg óþarfi að vera blogga mörgum sinnum í viku? Vill fólk fá meira blogg? – það yrði náttúrulega bara um allt og ekkert…

Síðan er ég búinn að bæta við töff myndum.

That’s a shrimp ass.

Filed Under: Ferðalög Tagged With: InterRail, Rúmenía

Töff myndir

6. July, 2006 4 Comments

Eitt sem ég gat ekki á gamla blogginu var að setja myndir inn í bloggfærslur. Jæja, tada:

Gosbrunnur í París

Ég er búinn að bæta við nýjum link undir “Linkar” hérna til vinstri – hann heitir Töff myndir og tekur fólk á flickr albúmið mitt þar sem ég ætla að setja nokkrar vel valdar myndir sem mér finnst flottar, töff, skemmtilegar…

Annað sem ég gat ekki (sökum plássleysis) var að upload-a stórum skrám, eins og MP3 skrám… En þar sem ég hef núna fleiri gígabæti af plássi ætla ég að nýta það til hið ýtrasta ;) Hér fylgir eitt stykki tóndæmi:

Peachcake – Hundreds and hundreds of thousands: MP3

Ég rakst á þetta lag fyrir tilviljun á einhverri síðu og var að fíla það – hresst og fjörugt lag.

Svo er aldrei að vita nema að ég útskýri nafnið á blogginu á morgun…

His name is Robert Paulsen.

Filed Under: Ljósmyndir, Tónlist

I am station, I am official station…

2. July, 2006 6 Comments

Loksins, loksins! Loksins eitthvað nýtt, ferskt og spennandi á netinu! Núna hefur maður einhverja ástæðu fyrir að kveikja á tölvunni…

Já, fólk er aldeilis ánægt með að fá nýtt blogg á netið. Netið er náttúrulega búið að vera nokkurn veginn eins síðan 1998.

Ég var búinn að fá leið á brinkster blogginu og vildi bara breyta til þannig að ég flutti mig hingað. Undir húddinu leynist WordPress sem er bara nokkuð töff blogg-græja. Ég byggði template-ið mitt á default dótinu en hreinsaði það með smá hjálp. Þetta er auðvitað CSS-að í köku og fer eftir öllum helstu stöðlum.

Það tók nú alveg slatta tíma að koma þessu template-i í almennilegt form. Alls konar fifferingar, fullkomnunarárátta, böggar milli Firefox og Internet Explorer – hlutir ekki að birtast eins og bleh, bleh. En þetta er komið fínt í bili, bara opna kvikindið og fiffa í þessu síðar meir.

Mér finnst alveg möst að vefsíður séu með link á hvaða síðu sem er sem færir fólk aftur á “byrjunarreit” – eðlilegasti staðurinn er logo eða bara texta-linkur í efra vinstri horninu. Þar finnið þið einmitt » official station sem tekur ykkur aftur á aðalsíðuna – svona ef þið týnist.

Vinstra megin eru líka linkar á svalasta fólkið á netinu. Þar sem linkarnir eru eins og börnin mín þá elska ég þá alla jafn mikið – þess vegna er totally random röð á þessu, meira að segja ný röð í hvert skipti sem þú refreshar.

Síðan ætla ég að finna mér eitthvað sniðugt plug-in eða eitthvað til að birta nokkrar myndir hérna – jafnvel Kýpur myndirnar sem ég er búinn að lofa í 3 ár ;)

Fasti dagskrárliðurinn random quote hefur fengið fallegt pláss í ramma í lok hverrar færslu.

Ef þið rekist á einhverjar villur eða lendið í einhverju böggi endilega látið mig vita.
– ég veit um einn bögg og sá sem er fyrstur að finna hann er greinilega ekki að nota réttan vafra.

Ef fólk er að undra sig á léninu þá mun ég útskýra það síðar…

We tight like dreadlocks.

Filed Under: Bleh

17.9.2003 – 2.7.2006

2. July, 2006 Leave a Comment

[Þessi færsla var tekin frá gamla blogginu mínu]

Nei, ég ætla nú ekki alveg að taka kallarnir.is á þetta. Ég er bara búinn að færa mig á betri stað.

Maður er búinn að blogga hérna í tæplega 3 ár – eða s.s. frá því að maður var í lýðháskólanum og þurfti að reporta heim.

Ég kveð hér með takmarkanir og vesen og kynni með stolti: OfficialStation.com

random quote | Screw you guys, I’m going home!

Filed Under: Bleh Tagged With: bloggið

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 106
  • Page 107
  • Page 108
  • Page 109
  • Page 110
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me