• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Sumarið loksins komið…

22. June, 2006 Leave a Comment

Já, það virðist sem sumarið sé loksins komið – dúndrandi sól, engin rigning og fínn hiti bara 2 daga í röð – aldeilis lúxus. Meira svona…

Eins og hausinn segir er nýja bloggið á leiðinni – þið megið búast við byltingu á netinu. En ég er ennþá að redda ýmsum fínpússingum þannig að þið verðið að bíða örlítið lengur.

random quote | No soup for you!

Filed Under: Bleh Tagged With: webdev

Miklu betr’ en súkkulaðikex…

6. June, 2006 Leave a Comment

Jæja, Hvítasunnuhelgin búin – til að fagna Hvítasunnunni fór ég á Reykjavík Trópík og sá ýmsar skemmtilegar hljómsveitir.

Þegar maður mætti í tjaldið á föstudeginum voru Hjálmar að spila – vel tjilluð lopapeysu-reggae stemmning. Eftir það stigu Ladytron á stokk – hress rokksveit frá UK – var alveg að fíla þau ágætlega. Síðan endaði kvöldið á Apparat Organ Quartet með sína poppuðu organ-músík.

Á laugardaginn gerði maður ráð fyrir að Jeff Who? væri að spila þegar maður mætti en þegar maður var kominn nálægt tjaldinu hljómaði það bara eins og það væri verið að stilla hljóðfærin fyrir næstu hljómsveit. Svo kom í ljós að Leaves byrjuðu bara að spila á undan dagskrá – veit ekki alveg hvort að Jeff Who? voru bara með stutt prógram eða að dagskráin hafi bara eitthvað breyst.

Eftir Leaves beið maður spenntur eftir aðal hljómsveit þessa festivals: Supergrass. Þeir skiluðu af sér bara nokkuð góðum tónleikum – tóku helstu slagarana og svona. Þeir létu klappa sig upp sem er nánast regla – en þeir tóku bara eitt lag. Maður reyndi að klappa þá upp aftur – við fengum meira að segja hjálp frá Dodda Litla – en það tókst ekki… samt mjög góðir tónleikar.

Út af einhverju rugli með lögguna þurfti að flytja festivalið á Nasa síðasta daginn. Sleater Kinney átti að vera með tónleika á Nasa þetta kvöldið en þeim var bara skotið inn í festivalið. Maður mætti einmitt þegar þær voru að spila. Get nú ekki sagt að ég hafi verið að fíla þær í tætlur.

Kid Carpet var að spila áður en við mættum en Trabant bað hann víst að spila í korter á undan þeim. Hann kom bara skemmtilega á óvart. Þetta er bara one-man show (minnti svolítið á Har Mar Superstar) og hann spilar hress lög með hjálp alls konar græja – playback, My First Sony, leikfangagítar… Hérna er t.d. eitt hresst lag eftir hann, Jump: MP3

Eftir gott flipp hjá Kid Carpet mætti Trabant á sviðið með glæsibrag. Þeir tóku nokkuð þétt prógram og voru með alls konar rokkstjörnustæla – söngvarinn eyðilagði hljóðnema, gítarleikarinn hoppaði út í crowd-ið nokkrum sinnum… Síðan endaði söngvarinn í gullnærbuxum spreyjandi kampavíni yfir allt og alla.

Þetta var bara nokkuð gott festival. Maður þarf náttúrulega að fara reglulega á tónleika og maður verður að nýta öll tækifæri sem gefast manni.

OMFG! Það er kominn 06.06.06! We’re all going to die!!! Ég bíð bara eftir því að það fari að rigna eldi og brennistein…

random quote | You’re not supposed to drink, just drink.

Filed Under: Tónlist Tagged With: tónleikar

97000 m

2. June, 2006 Leave a Comment

Ég keyrði 97 km í dag, víííí… Út og suður um allan bæ.

Það lítur út fyrir að sumarið sé loksins komið – ef þetta helst svona þá er ég nokkuð sáttur. Fyrst að veðrið er búið að skána er aldrei að vita nema maður verði dansandi á lendarskýlunum á Reykjavík Trópík í kvöld og um helgina.

random quote | Silicon parts are made for toys!

Filed Under: Bleh Tagged With: bíll, tónleikar, veður, vinnan

Pólitík er kjaftæði

23. May, 2006 Leave a Comment

Ég var að hlusta á X-ið um daginn og eins og er mikið um núna kom kosningaauglýsing. Þarna var Samfylkingin að auglýsa að þeir ætluðu að bæta aðstöðu aldraðra, að aldraðir muni fá nauðsynlega þjónustu og eitthvað þannig… mér fannst það svona svolítið skrítð – mér fannst það ekki alveg höfða til mín sem hlustanda X-ins.

Síðan seinna kom svona self-plug frá þeim: “X-ið 977 – ekki fyrir afa þinn!”. Nákvæmlega! Markaðsstjórar Samfylkingarinnar eitthvað að kúka á sig – þeir kannski vita ekki alveg hverjir hlusta aðallega á X-ið. Hefði ekki verið nær lagi að benda á hvað þeir ætluðu að gera fyrir ungt fólk?

Já, blessaðar kosningarnar á laugardaginn – munið bara að kjósa rétt og setja X við hüt!

– – –

Hvaðan kom þessi vetur?! Lét einhver gaurinn uppi fá vitlaust dagatal – það er lok maí sko, það er eiginlega að koma sumar – þá er sko oftast heitt… Núna er maður í svona semi-útivinnu og þetta er bara ekkert sniðugt. Það er skítakuldi og rokrassgat. Ég meina, vörubílar eru að fjúka út í móa! Ég ætla rétt að vona að þetta verði mun betra í næstu viku svo maður geti farið að djamma á nærbrókunum einum fata.

random quote | You’re not your fucking khakis!

Filed Under: Bleh Tagged With: pólitík, veður

Nei, nei, nei, nei… Nei! Skamm!

24. April, 2006 Leave a Comment

Nú voru Tyrkir réttdræpir fyrir nokkrum árum… getur fólk ennþá verið dæmt réttdræpt?

Þetta er með því hræðilegasta sem ég hef heyrt: MP3 – ekki segja að ég hafi ekki varað ykkur.
– Bjössi, þú átt samt eftir að fíla þetta í tætlur ;)

Ég er orðlaus… að fólk kunni ekki að skammast sín.

random quote | You said it man, nobody fucks with Jesus!

Filed Under: Tónlist

Gleðilegt ár

7. January, 2006 Leave a Comment

Ákvað að skella report um London ferðina á hüt þar sem maður getur sett inn fallegar myndir í færslurnar þar. Færslan er hérna en það er skemmtilegra að lesa hana með því að fara bara á http://hotmotherfuckers.lazycomet.com/ (kemur betur út þar).

Það er alltaf gaman að fylgjast með hvaða myndir eru á leiðinni. Rakst á eina með alveg snilldar titli: Snakes on a Plane. Með svona titil þá getur ekkert klikkað, ekki verra að vera með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki. Það er meira að segja kominn útvarps trailer (ok, kannski ekki official trailer en whatever…): MP3.

Gleðilegt nýtt ár lesendur góðir.

random quote | Are you happy now? Is your British ass happy now?!

Filed Under: Ferðalög, Kvikmyndir Tagged With: london

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 107
  • Page 108
  • Page 109
  • Page 110
  • Page 111
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me