• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Eurotrip 2004 – Da Photos

3. June, 2005 Leave a Comment

Í tilefni af því að ár er liðið síðan við Bjössi skelltum okkur í Inter Rail ferð um Evrópu þá ákvað ég að skella inn myndunum sem ég tók á þá stafrænu í þessari ferð.

Þetta var allt í allt snilldar ferð og mæli ég með að fólk prufi svona a.m.k. einu sinni á lífsleiðinni.

En staðan er reyndar sú á Brinkster svæðinu mínu að það er allt fullt núna – sem þýðir að ég verð líklega að finna mér annað vefsvæði ef ég ætla að bæta við fleiri myndum.

prívat húmor dagsins | “I am car.”

Filed Under: Ferðalög, Ljósmyndir Tagged With: InterRail

I take you to the candy shop

1. March, 2005 Leave a Comment

Miðannarprófin voru í síðustu viku, gekk ágætlega. Þetta er ágætur undirbúningur fyrir lokaprófin – svona til að sjá hvar maður stendur og hvernig prófin eru upp byggð.

Það var smá hittingur hjá Bjössa á laugardaginn, allir helstu spaðarnir mættir. Eftir tjill og nokkra bjóra var maður “plataður” niður í bæ með því yfirskini að módelið ætlaði á Hvebbann. En eftir að fólk hafði snætt pizzur voru allir bara á leiðinni heim. En við Bjössi vorum nú ekki alveg á þeim skónum og skelltum okkur á Vegamót – sem er ágæt tilbreyting frá hinum venjulega rúnt sem maður tekur oftast.

Yfir í aðra spaða – Hið reglulega mánudags-badminton var á sínum stað. Hörkuspennandi leikir og var maður alveg “on fire” þarna. Virkilega skemmtileg líkamsrækt.

Ákvað líka að fiffa albúmið aðeins þar sem það stóðst víst ekki helstu ISO-staðlana samkvæmt gæðastjórum bloggsins. Síðan er aldrei að vita nema maður skelli inn nokkrum myndum við tækifæri.

prívat húmor dagsins | “..plíííís! Plííííííííís! Plíííííííííííííííííís!”

Filed Under: Íþróttir Tagged With: badminton, skóli, webdev

Detta úr mér allar…

12. January, 2005 Leave a Comment

What the bloody… hvað er málið!? Þegar ég var að keyra heim úr ræktinni áðan stillti ég á X-ið en það heyrðist ekkert.. hélt að þetta væri bara dead air eins og kemur stundum fyrir – valdi næst Skonrokk en það var sama málið. “Nú? Skrítið, hlýtur að vera eitthvað að sendinum hjá Íslenska Útvarpsfélaginu eða eitthvað” hugsað ég. Nei, FM957 var að útvarpa. Jæja… hélt áfram að leita að tónlist.

Síðan kem ég heim, tékka á mbl.is og sé þetta! Hvað meina þeir?! Á bara að taka rokkið frá okkur? Hvað eiga rokk-hundar að gera, hlusta á Radio Reykjavík? Þetta er skandall – er FM957 að gera betur en X-ið?

Hafa þeir hugmynd hvað X-ið er stór partur í lífi þúsundir Íslendinga.. og á bara að rífa þetta frá mann sí svona? Það hlýtur að gerast eitthvað – einhver annar aðili tekur allt X liðið til sín eða eitthvað. Ég trúi því ekki að rokk-útvarpsstöð Íslands sé dáin.

Annars er maður bara byrjaður á fullu í skólanum. Búinn að spreða allt of miklum peningi í bækur. Fögin líta nokkuð vel út við fyrstu sýn

Síðan var fyrsta badminton-sessionið tekið á mánudaginn – mjög hressandi. Maður er reyndar með harðsperrur hér og þar – í vöðvum sem maður reynir venjulega ekki mikið á. Þetta er nefninlega furðu góð líkamsrækt – maður er hlaupandi um þarna fram og tilbaka veifandi spaða hægri vinstri.

Filed Under: Íþróttir, Tónlist Tagged With: badminton, skóli

Hann tók í höndina á mér, heilsaði mér…

26. September, 2004 Leave a Comment

Allt að gerast.. var að vinna að skilaverkefni í kerfisgreiningu í vikunni. Skiluðum 7 mínútum fyrir deadline, s.s. 21:53. Bjössi plataði mig í bíó strax á eftir. Ákvað að slappa aðeins af eftir langan vinnudag (var búinn að vera í skólanum síðan 8 um morguninn!). Við fórum á Anchorman – mjög góð grínmynd, Will Ferrell náttúrulega brillíant. En ef þið eruð að leita að djúpum heimspekipælingum þá skuluð þið halda ykkur fjarri því þetta er 97% bull og vitleysa, en s.s. mjög fyndin.

Gríndávaldurinn Sailesh kom í skólann á fimmtudaginn og var með smá sýningu í hádeginu. Það var frekar magnað að sjá hvað hann gat látið fólkið gera, virkilega fyndið – sem dæmi lét hann fólkið sjá fyrir sér hann nakinn, lét fólkið nota skóna sína sem öndunarbúnað, breytti fólkinu í gúmmí og togaði limina fram og tilbaka.

Síðan var það vísindaferð á föstudaginn og var það Microsoft á Íslandi sem bauð okkur. Mjög vel heppnuð ferð, góður matur, nóg af áfengi og fólk var leyst út með gjöfum. Eftir það lá leið okkar í sal í Borgartúni þar sem 3. árs nemendur voru með smá partý, gott fjör þar. Við Bjössi, Einar og Ingvar tókum leigubíl niður í bæ en létum henda okkur út nálægt íbúð Kára þar sem við ætluðum eitthvað að fokka í honum. Röltum síðan á Pravda þar sem stemmningin var eins og eftir allar vísindaferðir.

Þegar líða tók á kvöldið tók maður allt í einu eftir því að Scooter var bara mættur á Pravda. Þarna var hann, bakvið lífverðina sína, að tékka á íslenska djamm-lífinu. Síðar um kvöldið labbaði hann fram hjá mér og ákvað ég að heilsa upp á hann, sagði: “I love your music” og tók í spaðann á honum. Þetta væri æðislegt, ég hef ekki þvegið mér síðan.

.spam dagsins | Headline NEWS – Alternative To Collagen Lip Injections ..please forward
.beib dagsins | Christina Applegate

Filed Under: Kvikmyndir Tagged With: gagnrýni, Pravda, skóli

Bloggandi fyrir peninga

18. September, 2004 Leave a Comment

Úff, Mr. Usman er orðinn reiður, ég vil nú ekki að bankastjóri African International Bank Limited sé reiður þannig að hér kemur hinn vikulegi bloggskammtur.

Síðast þegar ég skildi við ykkur þá var vísindaferð næst á dagskrá. Útkoman var eitt af skemmtilegustu bæjarferðum í langan tíma. Maður byrjaði upp í Kópavogi þar sem maður fræddist um þráðlaus net o.s.frv. á meðan maður naut gylltra veiga. Eftir það var bara beint á Pravda þar sem hjúkrunarfræðingar voru að grilla pylsur, maður sníkti vissulega pulsu af því að maður var ekkert búinn að borða. Síðan var það bara inn í stemmninguna. Fólk tók að flykkjast að og innan skamms var allt troðfullt af tölvunarfræðingum, verkfræðingum og hjúkrunarfræðingum.

Þrátt fyrir mjög góða stemmningu á Pravda vildi maður tékka á öðrum stöðum og rölti út (maður var nú búinn að vera þarna í ca. 6 klst.). Tékkuðum á Hverfis, Ara… og síðan var það pulsa og heim. Eitt sem gerði þetta kvöld sérstaklega skemmtilegt var hvað það voru margir í bænum sem maður þekkti, svona á þetta að vera.

Annars er það bara skólinn, ekkert spes að gerast þar.

Fjölskyldan skellti sér í myndatöku í dag, kominn tími til, orðin nokkur ár frá síðustu fjölskyldumyndatöku. Nokkuð töff græjur sem gaurinn var með, allt digital og þetta fór strax í tölvuna þannig að hann gat bara lagið lýsinguna og svona eftir því sem hann sá á skjánum.

Það gæti verið að ég neyðist til að blogga oftar en einu sinni í viku til að halda Mr. Usman Musa Shehu rólegum. Ég ætla að reyna að ná því.

Maður er víst að fara í cuhrazy Catan-partý í Garðabænum núna þannig að ég hef þetta ekki lengra.

.spam dagsins | Generic Xanax is Better and Cheaper! Canadian Generic Drugstore
.beib dagsins | Gisele Bundchen | sponz : potb.com

Filed Under: Bleh Tagged With: djamm, Pravda

College boy…

1. September, 2004 Leave a Comment

Fyrsta vikan í háskóla liðin og rúmlega það. Mér líkar bara nokkuð vel við þetta, góður hópur sem maður er með og áhugaverð fög – góður fílingur.

Fyrsta vísindaferðin var líka síðasta föstudag í boði KB Banka og EJS. Það var nóg af veigum og snæðingi í höfuðstöðvum KB Banka þar sem við hlýddum á smá kynningar. Skemmtilegt að sjá hvernig KB Banki er að standa sig í útlöndum. Eftir KB var haldið upp á 9. hæð Kringluturnsins þar sem veigarnar fengu einnig að fljóta. Síðan skelltu flestir sér á Pravda þar sem aðal stemmningin var víst þetta kvöld, t.d. algjörlega dautt á Hvebbanum.

Síðan eru bara hörku viðræður milli HR og THÍ – Það er aldrei að vita nema við Óli verðum í sama skóla innan skamms…

Nú þegar maður er byrjaður í háskóla geri ég ekki ráð fyrir að blogga oftar en þegar ég var bara að vinna. Svona ca. einu sinni í viku kannski, nema eitthvað spes sé til umfjöllunar eða eitthvað örblogg.

.spam dagsins | Dossiers on 211 mil. U.S. citizens for sale!
.beib dagsins | Laetitia Casta | sponz : potb.com

Filed Under: Bleh Tagged With: Pravda, skóli

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 109
  • Page 110
  • Page 111
  • Page 112
  • Page 113
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me