• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Skyrlza fra Athenu…

5. May, 2004 Leave a Comment

Jamms, fundum thetta voda fina netcafe.

Flugid gekk agaetlega, sma tof reyndar en thetta reddadist. Nokkud sattur med Hellas-Jet, ledursaeti og nokkud finn matur midad vid annan flugvelamat sem madur hefur smakkad – sidan var lika bodid upp a Bailey’s til ad hreinsa munninn eftir matinn, ekki slaemt.

Vid gistum a Hotel Ionis sem er agaett fyrir svona fataeka ferdalanga eins og okkur.

Eftir nokkra daga i Athenu hefur madur thetta ad segja: Athena er mjog skitug borg, hun er mjog flott med Akropolis og allt thad en thad er rusl og drasl ut um allt! Ekki mikil sorphirda herna og sidan eru their ekkert ad stressa sig ad klara hlutina – mikid af framkvaemdum herna og mikid af oklarudum verkum sem er ekkert verid ad vinna i. Mengunin herna er thonokkur og tharf madur ad borga toll til geta keyrt inn i borgina. Sidan er greinilega “venja” ad folk geri nr. 2 a midri gangstett fyrir framan verslun (ad kvoldi til reyndar).

Ja, vid erum bunir ad skoda Akropolis, Parthenon, Agoru og allt thad og er thetta allt mjog glaesilegt. Vedrid er lika buid ad vera mjog gott, stuttbuxnavedur og ekki fra thvi ad madur hafi fengid orlitid lit. Thad rigndi reyndar sma i gaer og alskyjad i dag en hitinn er samt mjog finn.

Lentum i nokkud skondnu atviki i gaerkvold – vid vorum a leidinni ut og thegar Bjossi opnadi hurdina sagdi hann “Hannes, thad er kottur frammi a gangi… Hannes, thad er kottur inni i herberginu” Tha hafdi s.s. einhver kottur komist inn a hotelid og akvad ad skella ser inn til okkar. En vid hofdum ekki tima fyrir svona rugl, vorum ad fara ut til ad borda. Vid reyndum ad koma honum ut med ollum radum en hann vildi alls ekki drulla ser ut, hljop bara um allt herbergid, inn a bad og upp i gluggakistuna – thad var eins og hann vildi hoppa ut um gluggan sem var lokadur. Vid opnudum gluggann en tha var hann ekki alveg a thvi ad hoppa ut. Hann var buinn ad koma ser vel fyrir ut i horni bakvid isskapinn en eftir ymsar tilraunir for hann ad hreyfa sig og hoppadi sidan ut um gluggan (NB vid erum s.s. a 5. haed) – thar var einhver silla sem hann kom ser fyrir a og vid forum ut ad borda.

En thetta er nu buid ad vera mjog gaman hingad til og mun eg reyna ad blogga herna thegar eg get.

Sidan opnadi Bjossi nytt blogg sem vid aetlum ad reyna ad nyta okkur: http://evropuflakk.blogspot.com/

OK, thetta for eitthvad fram hja okkur: Sprengjur i Athenu… – sofum vid svona fast eda?

Spam og beib dagsins mun koma aftur eftir 10. juni…

Filed Under: Ferðalög Tagged With: Grikkland

Sir Lucious (the MasterBlaster)

23. April, 2004 Leave a Comment

Blogg-leti eða..? Uss, 10 dagar – ekki alveg nógu sniðugt. Ég bið dygga aðdáendur mína afsökun á þessari töf.

Endalaust gott veður í gær, algjör snilld – svona á þetta að vera. Skellti mér í fotbólta með Bjössa, Gauja & Co. – síðan var svalandi drykkur og ís á eftir – mjög góður sumardagurinn fyrsti.

Má ekki gleyma að óska Hauki og Ástu til hamingju með glæsilegan strák, Atla Þór. Við kíktum einmitt til þeirra síðustu helgi og færðum þeim bók að gjöf: “Parenting for dummies” ;)

Síðan sótti ég um vistun í HR í vikunni og sóttist ég eftir “Tölvunarfræði BS – Notendahugbúnaður”. Svar ætti að berast innan 3 vikna þannig að ég gæti fengið svar á meðan ég er að ruglast í Evrópu með Bjössa.

Vó, sá að Gummi er víst “Master of the English language” þannig að ég ákvað að taka þessa könnun >> Ekki slæmt ;)

Er það pæling að fara að blogga aðeins meira? Kannski blogga bara eitthvað… bara til að blogga, bara eitthvað smá til að ná að blogga 2. eða 3. hvern dag… veit ekki, ég ætla að íhuga hvort ég nenni því.

Spam dagsins | Re:re: you coke heads need these pharms to come down smoothly
Beib dagsins | Caprice Bourret | sponz : potb.com

Filed Under: Íþróttir, Ferðalög Tagged With: skóli, veður

Hósanna Hópurinn

3. April, 2004 Leave a Comment

Já, almenn leti í mann bara – ekki búinn að blogga í allt of langan tíma. Ég var reyndar farinn að halda að enginn nennti að lesa þetta blogg – en svo sýnir Trausti manni að það eru aðdáendur þarna út… vei!

Jæja, hvað er maður búinn að vera gera – ekkert neitt hræðilega spennandi svosum. Skellti mér í bíó síðustu helgi á Taking Lives – nokkuð góð mynd, náði að láta manni bregða nokkrum sinnum – alltaf gaman af því. Ekki verra að þeir skelltu líka nude scene með Angelina Jolie inn í myndina, gott mál :) Reyndar var einn handrits-“galli” sem var smá að bögga mig, passaði ekki alveg við plottið. >> ***/4

Já, það var sko gaman að vera fyrrverandi Verzlingur í gær. Verzló vann Gettu Betur með glæsibrag, gífurleg spenna en maður hafði allan tíma fulla trú á gamla skólanum sínum. Ekki slæmt að vinna bæði Morfís og Gettu Betur sama árið :)

Síðan í þessari viku fékk ég loksins 24 pakkann sem ég pantaði á 24fanclub.com :) Snilldar pakki, CTU bolur, CTU músamotta, 24 lyklakippa og 24 söfnunarspjald.
– af lýsingum annarra að dæma er ég alveg að missa mig yfir 24 og sumir orðnir hálf skelkaðir ;) En ekki örvænta, þetta er ekki farið út í öfgar… ekki ennþá ;)

Eftir frekari íhugun hef ég ákveðið að breyta tölvukaupum mínum yfir í lappa (sorry Óli…) – og til að fá sem hægstæðasta verð mun ég líklega bíða með þetta fram í sumar/haust. Verð þá bara að láta mér nægja einhvern skrjóð sem ég finn hérna heima.

Síðan er Bjössi að draga mig í einhverja Evrópu-reisu. Þetta er allt ennþá á pælingarstigi en InterRail og Download Festival koma við sögu.

Svo, ef fólk er í einhverjum vandræðum með að kommenta eða eitthvað annað – endilega koma því til skila svo ég geti látið Berg laga það ;)

Spam dagsins | swastika amplifier
Beib dagsins | Angelina Jolie | sponz : potb.com

Filed Under: Ferðalög, Kvikmyndir Tagged With: 24, gagnrýni, InterRail, verzló

Sprengt egg

5. February, 2004 Leave a Comment

Ég hef ákveðið að gera nokkrar vísindalegar tilraunir. Ég ætla að athuga hvað vissir hlutir þurfa langan tíma í örbylgjuofni áður en þeir springa.
Nú þegar hef ég komist að þeirri niðurstöðu að hálfsoðið egg þarf rúmlega mínútu í örbylgjuofni til að það springi ;) Næst mun ég athuga með kettlinga – áætlaður tími er kringum 10 mínútur. Geri svo ráð fyrir að ég muni líka gera könnun á möðkum, appelsínum og mjólkurfernum. Eini gallinn við þessar tilraunir er að þetta getur orðið svolítið messy og erfitt að þrífa eftir sig.

Síðan er bara byrjað að snjóa. Hvaðan kom þessi snjór eiginlega, það er búið að vera nokkuð þurrt síðustu daga og maður var næstum laus við klakann… en, nei ekki alveg. Skíðadýrkendur eru örugglega himinlifandi, en ég held varla að ég nenni að fara standa á tveim spýtum uppi á fjalli – not my cup of tea.

Það var allt að verða vitlaust hjá Einari út af þessum Stellu leik, en núna er víst búið að leysa málið. Keppnin var s.s. um hver þekkti mitt blurrað andlit á mynd sem Hlynur tók í afmæli Bjössa, en Hlynur var einn af fáum sem vissi svarið þótt hann var ekki alveg að fatta þetta fyrst ;) Síðan frétti ég að nafn mitt hafi ekki verið í pottinum þrátt fyrir að ég hafi giskað, og það rétt. Hneyksli! Bara af því ég var ekki á staðnum – mér finnst að ég ætti að fá skaðabótaverðlaun, jafnvel eina Stellu ;)

Fátt annað að segja, maður er bara hérna í hádegishléi í vinnunni að melta 1944 rétt sem maður var að borða.

Leiter…

Filed Under: Bleh Tagged With: vísindi, veður

Djös Brinkster drazl!

18. January, 2004 Leave a Comment

Ég er s.s. loksins kominn með nýja Expresso kerfið en það vill ekki alveg hlýða. Ég held að Brinkster sé að eyðileggja þetta allt fyrir mér. Kommentkerfið virkar ekki alveg og Gestabókin heldur ekki. Ég og Bergur erum að reyna að redda þessu en það gengur bara ekki neitt.
Drazl… ég ætla rétt að vona að það virki alla vegna að blogga.

En þangað til að annað verður auglýst er ekki hægt að kommenta.

Filed Under: Tækni Tagged With: webdev

Meiri snjór, meiri snjór, meiri snjór…

30. December, 2003 Leave a Comment

Nokkuð mögnuð sjón þegar ég vaknaði í gær – allt skjannahvítt. Ekki hvítt eins og spælt egg án rauðunnar heldur hvítt eins og vanilluís nýkominn út úr frystinum. Þannig að maður var að moka á fullu í gær. Annars er maður búinn að vera gera helst lítið, taka því rólega, tékka hvað maður gæti farið að gera á næstunni varðandi skóla, o.s.frv… Var í klippingu áðan, rakarinn sagði að lærlingurinn hjá Frisør Leif hafði eitthvað fokkað upp hárinu mínu, en hann lagaði það – ágætt, ég hafði ekki tekið eftir neinu. Síðan þarf maður bara að fara skipuleggja áramótin og kaupa flugelda – vei, alltaf gaman að sprengja upp hluti.

Filed Under: Bleh Tagged With: áramót, skóli, veður

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 111
  • Page 112
  • Page 113
  • Page 114
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me