Síðasti dagurinn. Rétt að rölta um og tékka á hinu og þessu áður en við fórum á flugvöllinn.
[Read more…] about Barcelone Tour 2008 – part 10 – and that’s it…
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Síðasti dagurinn. Rétt að rölta um og tékka á hinu og þessu áður en við fórum á flugvöllinn.
[Read more…] about Barcelone Tour 2008 – part 10 – and that’s it…
Næstsíðasti dagurinn og við vorum bara að rölta um og túristast.
[Read more…] about Barcelona Tour 2008 – part 9 – tourist stuff
Þar sem maður átti víst stórafmæli í vikunni þá fannst mér viðeigandi að halda smá upp á að vera orðinn kvartöldungur og bauð til veislu. Það var grillað hið fínasta ungnauta rib eye og á meðan tókum við nett myndasession…
Þetta var bara rétt byrjunin – yfir kvöldið voru teknar kringum 400 myndir og eru þær komnar hingað. Takkinn “festist” stundum inni þannig að inn á milli koma svona 10-30 myndir af sama hlutinum ;) Yfirleitt þegar ég set inn myndir þá hendi ég út auka myndum sem eru frekar svipaðar eða af sama hlutinum – en ekki í þetta skiptið… þetta er bara allur pakkinn. Ég ætlaði reyndar fyrst að setja þessar myndir inn á Facebook til að geta taggað þær alveg í klessu en eftir að hafa prófað svona 6 sinnum og fá alltaf “Upload Failed. Please try again.” þá gafst ég upp – Facebook er nú kúl síða en mynda fídusinn þeirra fær ekki alveg 10 stjörnur.
Eftir matinn (sem var virkilega góður) var pakkatími. Ég fékk snilldargjafir – Svona Fisheye Lomography myndavél sem ég hef verið að spá í að fá mér nokkuð lengi – mér finnst lomo myndir frekar kúl og líka fisheye myndir, þannig að þetta er brillíant combo :)
Þetta gerir myndavél númer 5 sem ég eignast – maður er kominn með nokkuð gott myndavéla arsenal ;) Langt síðan maður hefur tekið á filmu – verður spennandi að leika sér með það inn á milli. Strákarnir voru reyndar búnir að taka 18 myndir á filmuna áður en þeir mættu – verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því… Ég ætlaði með filmuna í framköllun í dag en lókal búðin er ekki opin á sunnudögum – þá fer ég bara first thing in the morning.
Síðan fékk ég Courvoisier VSOP koníak sem er náttúrulega bara pimp :)
Þá er náttúrulega við hæfi að skella inn smá tóndæmi:
Busta Rhymes – Pass the Courvoisier
Enda var þetta lag spilað þegar ég opnaði pakkann :)
Þótt margar af myndunum í þessu albúmi séu svona nokkuð random þá eru alveg frekar margar nokkuð flottar þarna inn á milli. Besta trikkið til að mynda partý er að skilja myndavélina eftir einhvers staðar þannig að hver sem er getur gripið hana og smellt nokkrum af – þannig að ég á ekki heiðurinn af nema litlum hluta af þessum myndum.
Já, ég segi bara takk fyrir mig – maður þarf klárlega að gera svona aftur fljótlega…
Ætlaði nú að vera löngu búinn að henda inn kveðju hingað, en whatever…: Gleðilega hátíð! Maður er bara búinn að vera svo upptekinn við að troða í sig kalkúni, riz a la mandé og öðru gúmmilaði, spila Cluedo, horfa á bíómyndir og síðan var ég nett veikur (örugglega eftir allt þetta át).
En já, sei, sei… það voru bara hvít jól eftir allt saman – alltaf jólalegra þegar jörðin er þakin snjó. [insert obligatory white christmas photo]:
Síðan komu bara þrumur og eldingar þegar maður var nýbyrjaður að borða jólamatinn – frekar magnað.
Ég er líka búinn að vera leika mér svolítið með nýja leikfangið mitt:
Ég stefni á að taka mun fleiri myndir árið 2008 heldur en ég gerði í ár. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í fleiri linsum og öðrum myndavélagræjum.
Hérna eru nokkrar jólamyndir í viðbót:
Hvað segiði, er þetta flickr material? Ætti ég að setja eitthvað af þessum myndum á flickr?
Jæja, sjáumst á nýju ári og passið ykkur að fjúka ekki í burtu ;)