Betra (mjög) seint en aldrei, er það ekki? Er búinn að vera á leiðinni að setja inn myndirnar frá Barcelona frekar lengi. Síðan ákvað ég að tefja þetta enn frekar með því að flækja málin – fara út í að nota annað kerfi til að sjá um myndirnar. [Varúð: Hluti af þessari færslu gæti verið óskiljanlegur fyrir suma]
Ég hef hingað til sett inn hinar ýmsu ljósmyndir hérna – til að sjá um það var ég að nota forritið Gallery sem er frekar vinsælt og síðan plugin-ið WPG2 til að blanda þessu fallega við WordPress. En í útgáfu 2.5 af WordPress bættu þeir við svona skemmtilegum gallery fídus. Ég hef séð hvernig fólk er að nota þennan gallery fídus fyrir ljósmyndaalbúm og það var að koma nokkuð vel út – þannig að ég ákvað að prófa þetta.
En til að þessi gallery fídus virkaði almennilega og allt liti vel út þurfti ég að breyta theme-inu mínu töluvert. Það tók sinn tíma, smá PHP hér, smá CSS þar… – en maður fékk oft hjálp á netinu: Using the gallery shortcode, birta EXIF upplýsingar, shutter speed í brotum, fá fyrstu myndina í albúminu til að birtast á forsíðunni, bæta við texta linkum fyrir “Myndin á undan”/”Næsta mynd” og síðan var ég svolítið að herma eftir Matt Mullenweg (gaurnum bakvið WordPress).
– svona til að gefa smá credit fyrir aðstoðina.
Þetta er nú ekki alveg komið, ýmislegt sem er hægt að fínpússa og bæta við – en er “release early and release often” ekki málið? Það kemur bara í ljós með frekari notkun ef það þarf að laga eitthvað – hefur reyndar nú þegar komið eitt og annað í ljós sem ég er búinn að redda.
Það eru ýmsir kostir við að nota þetta innbyggða WordPress gallery kerfi í staðinn fyrir mixið með Gallery forritið og WPG2 plugin-ið:
- Hægt að kommenta núna á einstakar myndir
- Það kemur í RSS feed-ið þegar ég set inn nýjar myndir
- Betri yfirsýn þar sem allar myndirnar eru á einni síðu – maður þarf ekki að fletta í gegnum margar síður til að sjá thumbnails af öllum myndunum – þetta var m.a.s. request frá einum dyggum lesanda, að sjá öll thumbnails á einni síðu
- Ég þarf ekki sér forrit til að setja inn myndir – set bara inn myndir beint úr WP admin svæðinu
Síðan með áframhaldandi þróun á WordPress þá verður pottþétt áframhaldandi þróun á þessu gallery kerfi – síðan mun ég líka koma með mínar eigin viðbætur… Svo er t.d. komin beta útgáfa af svona tagging plug-in svo maður geti taggað fólk hægri vinstri (ekki ósvipað og í Facebook) – en þegar ég prófaði það var þetta ekki alveg að virka þannig að ég ætla að bíða aðeins með að setja það inn.
Ef fólk tekur eftir einhverju einkennilegu þá endilega koma með feedback – líka ef það vantar einhvern fídus í þetta gallery (t.d. að ná í stærri útgáfu af myndinni) þá er alveg hægt að skoða hvort ég geti ekki bætt því við.
Jæja, nóg af technobabble – myndirnar frá Barcelona eru hérna, í mörgum pörtum: 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10. Ef ég taldi þetta rétt eru þetta allt í allt 661 mynd.
Hérna eru nokkrar myndir sem mér finnst sérstaklega skemmtilegar/flottar/áhugaverðar:
Síðast uppfært 27. August, 2009
Leave a Reply