• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for tónleikar

tónleikar

Iceland Airwaves 2005 – Part 2

8. November, 2005 5 Comments

Bíddu, það var víst einhver ástæða fyrir því að ég kallaði síðustu færslu “Part 1“… jú, það átti að koma framhald. Búið að vera svona temmilega mikið að gera þannig að ég er búinn að vera fresta því að blogga um síðari hluta Iceland Airwaves hátíðarinnar. Here goes… [já, og þar sem það er nokkuð síðan að ég bloggaði síðast fáið þið stóran bita núna]

Dagur 3

Maður byrjaði á Nasa þar sem maður náði síðari hlutanum af Au Revoir Simone sem voru 3 laglegar stelpur að spila rólegt popp. Eftir það dreif ég mig að Hafnarhúsinu til að reyna sleppa við að bíða í röð að eilífu til að sjá Juliette & the Licks… þegar ég kom 40 mín áður en tónleikarnir áttu að byrja var komin löng röð og hún færðist hægt. Ég beið í 50 mín og komst loks inn, eins gott, var alveg að frjósa og að pissa á mig.

Loksins þegar ég komst inn gekk ég að portinu og leit í átt að sviðinu. Fyrsta sem ég hugsaði var: “Damn hvað hún er sexy á sviðinu…” og dreif mig síðan á klósettið. Þegar maður var búinn að losa vatn labbaði ég svona smám saman nær og nær sviðinu. Þetta var virkilega gott show – gífurlegur kraftur í Juliette. En ég verð að skjóta einu inn: NIPPLES! Hún var í vel toight outfit-i. Þegar þau þökkuðu fyrir sig og gengu af sviðinu var nokkuð ljóst að þau ætluðu að láta klappa sig upp – ég meina, þau voru einu sinni ekki búin að taka You’re Speaking My Language. Jú, jú, þau voru klöppuð upp og tóku CSI lagið (Who Are You með The Who), You’re Speaking My Language og Iggy Pop lagið Search and Destroy. Juliette tók síðan nett crowd surf – shiiit hvað hún var rennblaut af svita… ég er náttúrulega ekki búinn að þvo hendurnar mínar síðan. Þetta voru topp tónleikar. Get alveg sagt að þessi 50 mínútna biðröð var vel þess virði.

Næst ætlaði ég að tékka á Nasa en það var örugglega svona 45 mín biðröð þar og ég ætlaði hvort sem er ekki að vera þar lengi þannig að ég fór á Gaukinn þar sem The Fiery Furnaces voru að spila hresst rokk.

Tékkaði síðan á Pravda og beið þar eftir Donna Mess sem átti víst að vera eitthvað stelpna-tríó í anda Peaches… góð stemmning þar en vel troðið. Síðan var rölt eitthvað um bæinn.

Dagur 4

Kvöldið byrjaði rétt fyrir 10 þar sem ég kom að þessari risa-biðröð við Nasa. Maður byrjaði í biðröðinni bókstaflega við Alþingishúsið… og maður beið og beið og beið… Maður var ekki beint í Kraft-gallanum þannig að maður þurfti að vera sífellt iðandi eins og gaur með Parkinson’s til að frjósa ekki í hel. Maður var að vonast til að röðin myndi eitthvað hreyfast þegar vissir tónleikar voru búnir og eitthvað lið myndi labba út úr Nasa – en það var ekki alveg að gerast. Fólk greinilega hélt sér bara inni og horfði á tónleika eftir tónleika hugsanlega vitandi hvað það var heppið að hafa komist inn á meðan við hin stóðum úti í kuldanum eins og litla stelpan með eldspíturnar og heyrðum bara í bassadrununum. Eitt sem aðstandendur Iceland Airwaves hefðu mátt gera til að gera vel að þessum tónlistarunnendum sem voru ekki að borga 6000 kall til að standa úti í kuldanum í biðröð: Gashitarar! Það hefði alveg reddað málunum og hefði gert það bærilegra að bíða þarna.

Jæja, þetta endaði þannig að ég beið þarna í svona 2 klukkutíma og komst einu sinni ekki inn! Eftir á að hyggja hefði maður náttúrulega átt að beila miklu fyrr. En fyrst þegar maður mætti hugsaði maður með sér, þetta er svona tops klukkutíma biðröð og það er ekki mikið annað í gangi sem ég hef brennandi áhuga á þannig að ég ætla að láta mig hafa það… en eftir 1,5 klst. bið þarna fór maður að spá í tilgangnum, hvort þetta væri besta nýtingin á tímanum mínum… Maður var bara alltaf að spá, ég er nú búinn að bíða svona lengi nú þegar – get ekki hætt við núna – og síðan var röðin örlítið að mjakast smá og smá… En þegar maður fór að heyra sögur um fólk sem var fremst og búið að vera meter frá inngangnum í klukkutíma án þess að hreyfast fór maður verulega að íhuga að gefast upp á þessu… og að lokum hljóp maður eins hratt og frosnu staurfæturnir gátu borið mann inn á Thorvaldsen til að hlýja sér aðeins.

Síðan var haldið að Gauknum til að maður gæti nú séð einhverja tónleika, ég leit í áttina að Hafnarhúsinu, en það leit hálf dautt út – gerði ráð fyrir að The Zutons væru búin að spila þannig að ég tékkaði ekki frekar á því. Seinna frétti ég reyndar af því að þau voru ekki alveg búin þegar ég fór í röð hjá Gauknum – bömmer, hefði kannski náð svona 20 mín af þeim… en ég græddi í staðinn að þurfa bíða í styttri tíma í röð á Gauknum, vííí. Þegar ég komst inn á Gaukinn voru Ensími að spila – ágætt stöff þar. Síðan tók við The (International) Noise Conspiracy sem spiluðu kröftugt sænskt rokk. Mér fannst þetta eitthvað minna mig örlítið á The Hives, bara mun harðara. Söngvarinn var í fullu fjöri og tók mjög áhugavert crowd surf með því að hanga í rörum í loftinu og standa á áhorfendum.

Þegar “T(I)NC” voru búnir að ljúka sér af var klukkan svona 2:20 og ætlaði ég að reyna ná síðari hluta af tónleikum Gus Gus, alla veganna tékka á röðinni. Ég skundaði að Nasa og viti menn, röðin var bara nánast horfin. Ég beið þarna í nokkrar mínútur en áður en ég komst inn sá ég fjórar löggur labba inn og stuttu síðar labba út leiðandi stelpu og strák. Ætli einhverjir hafi ætlað að græða smá á Gus Gus tónleikunum? Kannski að sumir hafi ekki verið í eins miklu “stuði” og þeir hefðu verið…?

En ég verð að segja að þrátt fyrir að þetta síðasta kvöld hátíðarinnar (að undanskildum bónustónleikunum á Gauknum á sunnudaginn) hafi byrjað illa þá redduðu Gus Gus algjörlega kvöldinu. Þetta voru bara brilljant tónleikar eins og þeir gerast bestir! Það var veeel crazy stemmning þarna á dansgólfinu og var maður alveg að fíla sig. Það virðist sem ég hafi náð alveg meiri hlutanum af tónleikunum þar sem þau voru að spila til 4. Þau enduðu á David og þá varð náttúrulega allt vitlaust! Klárlega eitt besta lag sem maður hefur heyrt á tónleikum. Ég vil koma fram nokkrum punktum: Paul Oscar ætti pottþétt að taka fleiri session með Gus Gus (“If there is truth, the truth is Paul Oscar!”), ekki alveg að fatta af hverju Daníel Ágúst hætti með Gus Gus en gott hjá honum að taka stundum lög með þeim og já… kampavín svíður í augun.

Þetta endurbætta logo fyrir Iceland Airwaves 2005 lýsir því nokkurn veginn hvernig stemmningin var á hátíðinni, sérstaklega laugardaginn. En þetta var samt sem áður mjög skemmtileg hátíð og það er mjög líklegt að maður skelli sér aftur næsta ár.

Það sem stendur upp úr Iceland Airwaves 2005 eru Juliette & The Licks og Gus Gus.
Það sem stendur niður úr Iceland Airwaves 2005 eru biðraðir og kuldi.

Myndir frá Airwaves: IcelandAirwaves.com, Rjominn.is, Sigurjon.com, flickr, flickr tag: airwaves2005

Hver vill koma með mér í menningarferð til Frakklands? Áætlunin er að skoða París og nágrenni og kveikja í 2-3 bílum eða svo bara svona til að falla í hópinn.

Hvað er málið með þessar auglýsingar á forsíðu Fréttablaðsins síðustu daga sem eru að plögga bloggið http://www.rokland.blogspot.com/?! Þessar auglýsinar eru búnar að vera efst í hægra horninu á forsíðunni síðustu 4 daga og innihalda oftast einhverjar heimspekilegar setningar og óljósa grafík (Maarud snakk poka, einhver að halda á byssu…). Annað líka, annað hvort eru dagsetningarnar vitlausar eða þá er frekar langt síðan það var bætt eitthvað við þetta blogg. Höfundurinn “Böðvar H. Steingrímsson” er einu sinni ekki til í þjóðskránni. Það eru samt einhver tengsl við Hallgrím Helgason… (alla veganna nokkrir tenglar á efni um hann). Ætli þetta sé ekki eitthvað svipað og Sex with humans is boring verkefnið sem dóttir Hallgríms Helgasonar er að gera fyrir LHÍ? Er þetta það nýjasta – blogglist? Getur maður búist við að sjá hin ýmsu blogg til sýnis næst þegar maður tékkar á Listasafni Reykjavíkur?

Núna reyndar þegar ég skoða blaðið í dag aftur sé ég að þetta er mynd af Hallgrími Helgasyni þarna. Það er aldeilis að listamenn geta spreðað peningum til að plögga bloggið sitt. Auglýsing þarna efst í hægra horninu kostar 63.000 kr + VSK per dag. Sem gerir 313.740 kr. fyrir þessa 4 daga. Ég veit ekki með aðra bloggara en ég ætla ekki að henda rúmlega 300.000 kalli í að auglýsa bloggið mitt. Hann er einu sinni ekki með neinn tracker eða neitt til að sjá hversu margir eru að skoða bloggið hans þannig að hann veit ekkert hvort að auglýsingin virkaði eða ekki. Það gæti reyndar verið einhver tengsl við auglýsingastofuna Hvíta Húsið þar sem header-grafíkin og MP3 skráin í nýjasta póstinum er geymt á http://www.hvitahusid.is Kannski vinnur hann þar?

OK, þetta skrifaði ég í gær en ég náði ekki að klára þetta blogg þannig að ég pósta þessu bara núna. En í dag kom í ljós að “Rokland” er víst nafnið á nýjust bók hans Hallgríms Helgasonar. Það er aldeilis, persónur í bókum eru bara komnar með sitt eigið blogg…

Þetta er náttúrulega bara magnað: Paris Hilton alltaf með sama lúkkið.

Hannes mælir með: Kiss Kiss, Bang Bang – ekki oft sem maður bókstaflega grenjar af hlátri.

random quote | Where is the best jam street?

Filed Under: Tónlist Tagged With: Au Revoir Simone, Ensími, gusgus, Iceland Airwaves, listasafn reykjavíkur, nasa, Pravda, tónleikar

Iceland Airwaves 2005 – Part 1

21. October, 2005 2 Comments

Ég er ekki búinn að fara á neina tónleika í ár – sem er náttúrulega skandall af því að maður þarf nú að skella sér reglulega á tónleika. Í fyrra fór ég á mjög marga tónleika en það þýðir samt ekki að ég eigi að sleppa því þetta árið. Þess vegna greip ég tækifærið þegar mér bauðst að kaupa miða á Iceland Airwaves fyrir Vildarpunktana mína sem ég hefði hvort sem er ekki notað.

Dagur 1

Festivalið byrjaði á miðvikudaginn og þrátt fyrir að vera á fullu í verkefnavinnu skellti ég mér smá niður í bæ. Ég brunaði heim beint úr skólanum og dreif mig á Nasa þar sem ég ætlaði að tékka á Hermigervli og Annie sem átti að vera einhver voða sæt söngkona frá Noregi. En þegar ég kom að Nasa ca. 23:30 var svona 300m biðröð!

Ég beið í um 20 mín en beilaði síðan og tékkaði smá á Gauknum, þar var Days of our lives að spila sem ég var ekki alveg að fíla þannig að ég fór á Pravda þar sem var Electro Breakz þema. Þar hlustaði ég á Ozy sem meðal annars tók smá freestyle improv um “Icelandic girls”. Þetta var að hljóma nokkuð vel hjá Ozy, góðir taktar og þéttur bassi, en eftir 20 mínútur fór ég út og ætlaði að tékka aftur á röðinni hjá Nasa.

Risa röðin var horfin og ég komst inn nokkuð fljótt. Þar var Annie byrjuð að spila hressandi rokk-elektró-popp með ljúfum söngi. Góð stemmning á Nasa og var ég sérstaklega að fíla lagið Come Together. Gaurinn á synthesizer, o.s.frv. fær 10 fyrir hressleika.

Þar með endaði degi númer 1.

Dagur 2

Ég var ennþá að vinna að þessu gífurlega skemmtilega hugbúnaðarfræði-verkefni en skilaði því kl. 21:30, brunaði heim og dreif mig í Hafnarhúsið til að ná Apparat Organ Quartet – náði svona síðustu 20 mínútunum – mjög áhugaverð tónlist, en gott rokk. Eftir það fór ég á Gaukinn þar sem var hip-hop kvöld – Cell 7 var að spila sem er basically stelpan úr Subterranean og gaur á plötuspilara. Þetta var nú ekki alveg að gera sig þannig að ég fór á Pravda þar sem var aftur eitthvað elektró/teknó kvöld. Ég veit ekki hvort það sé gott eða slæmt en gólfið á 2. hæðinni þarna gefur mjög vel eftir, nokkuð skemmtilegtur effekt. En þar sem ég ætlaði að hitta Enjarinn á Nasa stoppaði ég stutt á Pravda.

Fyrir utan Nasa var töluverð biðröð, en viðráðanleg þar sem hún færðist smám saman. Það var smá danskt kvöld á Nasa og þegar inn kom voru epo-555 að spila. Ég var nú ekki alveg að fíla þá, aðeins of tilraunakennt eitthvað… En síðan tók við PowerSolo og þrátt fyrir að vera frá Jótlandi þá eru þetta með svölustu Dönum sem ég hef séð. Það bar ekkert á þessum klassíska danska hreim þegar aðalsöngvarinn ávarpaði áhorfendur, heldur talaði hann með nokkuð góðum suðurríkja hreim (hann hlítur að hafa búið í USA í langan tíma). Þeir spiluðu mjög hresst rockabilly-country-punk-rock með skemmtilegum tilþrifum eins og að skalla mic-inn. Gott dæmi um góðar hljómsveitir sem maður uppgötvar á svona festivölum.

Síðan var það aðal-hljómsveit kvöldsins, Junior Senior. Þeim til hjálpar var Þórunn Antonía fyrrverandi bekkjarsystir sem söng bakraddir og tók líka eitt lag sjálf. Þeir voru með nokkuð gott show, svona rólega hress stemmning fyrri hlutann en í lokinn spiluðu þeir nokkur vel hress lög eins og Move Your Feet og myndaðist góð stemmning á gólfinu.

Þar með endaði degi númer 2.

Núna er ég hins vegar á leiðinni út og ætla að tékka á hljómsveitum eins og Au Revoir Simone og Juliette & The Licks.

Talandi um tónlist þá vil ég mæla með þessu brillíant cover-i á Baby Got Back: Tékk it. (mp3)

random quote | Hæ, hæ, þetta er Birgitta Haukdal og þú ert að hlusta á útvarpsþáttinn Breakbeat.is

Filed Under: Tónlist Tagged With: biðröð, Iceland Airwaves, nasa, skóli, tónleikar

G-G-G G Unit!

12. August, 2004 Leave a Comment

Jamm, stærsta hip-hop veisla ársins búin. Í Laugardalshöllinni horfði maður á O.N.E., einhverja ameríska grúppu feat. íslenskan rappara, XXX Rottweiler, Hæsta Höndin og síðan Quarashi. Allt nokkuð gott, góðir taktar og mörg nett flæði. Maður var nú orðinn frekar þreyttur í fótunum, búinn að standa stanslaust síðan maður kom. Enn og aftur beið maður eftir að rótararnir gerðu sitt og loksins kom 50 Cent og G Unit. Þeir héldu uppi ágætu sjóvi í einn og hálfan tíma eins og gengur og gerist. Það var eitt sem þeir gerðu sem minnti mig á Busta Rhymes tónleikana í Köben – þeir létu lögin bara flæða ágætlega áfram, ekkert mikið að lúppa – bara eitt eða tvö vers, viðlagið og svo bara næsta lag.

Þeir voru nú aðallega að taka G Unit lög sem maður þekkir kannski ekki alveg eins vel, en þeir tóku náttúrulega alla helstu hittarana: In da club, P.I.M.P., If I can’t, 21 Questions, o.s.frv. við góðar undirtektir. Hljóðkerfið virtist síðan vera í góðu lagi – það var svo mikill bassi að nasirnar mínar titruðu stundum ;)

Á meðan á tónleikunum stóð voru þeir duglegir við að rífa af sér nánast allar flíkur og henda út í salinn. Það fóru derhúfur, handklæði, bolir, hlýrabolir, P.I.M.P. hatturinn, svitabönd… og síðan í lokinn tók 50 Cent sig bara til, klæddi sig úr skónum og henti þeim út í sal! Pant vera sá sem greip eitt stykki G Unit skó sem sjálfur 50 Cent klæddist á tónleikum.. og fara á eBay þegar maður kemur heim ;)

.spam dagsins | Holiday Voucher #421376 Tropical Travel Package
.beib dagsins | Kirsten Dunst | sponz : potb.com

Filed Under: Tónlist Tagged With: 50 Cent, Busta Rhymes, tónleikar

Ikea-boy

16. July, 2004 Leave a Comment

Jahá, ég er svona gífurlega duglegur að blogga…

En hvað hef ég svona verið að gera síðan ég bloggaði síðast? Ég er búinn að fara þrisvar sinnum í bíó. Föstudaginn 2. júlí skellti ég mér á Chronicles of Riddick þar sem ég hafði unnið miða á sambio.is – Bara ágæt skemmtun, alla veganna betri en Pitch Black 1. Fullt af flottum tæknibrellum og Vin Diesel stóð fyrir sínu sem ofurtöffari með klassískum línum og stælum >> 2.5/4

Síðan fékk ég miða frá leit.is á Shaun of the dead – algjör snilld! Það er langt síðan að ég hef hlegið svona mikið í bíói, maður sprakk gjörsamlega. Breskur húmor er alveg einstaklega góður. Mæli eindregið með henni þegar hún kemur í bíó (30. júlí held ég) >> 3.5/4

Svo var ég núna að koma af Shrek 2. Mjög góð, alls ekki verri en fyrri myndin. Sami húmorinn og skemmtilegu tilvitnanirnar í hitt og þetta >> 3.5/4

Annars fór maður nú líka á Metallica tónleikana og hafði gaman af – hörku tónleikar og góð stemmning meðal þessa 18.000 manns sem voru þarna. En það var alveg einstaklega sveitt stemmning, maður var gjörsamlega gegnvota þegar maður gekk út eftir rúmlega 2 klst. keyrslu.

Ég skellti mér líka í Ikea og keypti bókaskáp og samsvarandi geisladiskaskáp svona til að gera pláss fyrir dótið mitt, geisladiskana og DVD myndirnar. Þetta kemur ágætlega út og nú þarf ég bara að taka til og henda fullt af dóti í þetta, það er eitthvað sem ég geri ekki mjög oft – að taka rækilega til í herberginu.

Síðan er 24 bara búinn, öss! Mögnuð sería, allt að gerast, mikið að breytast, get ekki beðið eftir seríu 4 – vonandi verður eitthvað djúsí aukaefni með DVD útgáfunni. Núna loksins getur maður lesið um 24 á netinu án þess að rekast á einhvern spoiler. En fyrir 24 sjúklinga eins og mig vil ég benda á 24inside.com en þar er einmitt hægt að sjá 5 viðtöl við nokkra úr crewinu.

Diskur dagsins | Ferming 97 ;)
Spam dagsins | congranulations! You won $13587
Beib dagsins | Keira Knightly

Filed Under: Kvikmyndir, Sjónvarp, Tónlist Tagged With: 24, gagnrýni, tónleikar

Einhvers konar djúpt og fjólublátt skrímsli

24. June, 2004 1 Comment

Pabbi bauð mér á Deep Purple tónleikana í gær. Mánar hituðu upp og voru þeir mun betri en ég hafði búist við. Elli smellirnir fjólubláu héldu uppi nokkuð þéttu show-i í einn og hálfan tíma og spiluðu meira að segja þrjú aukalög eftir að hafa verið klappaðir upp. Nokkuð góðir tónleikar, reyndar féll krafturinn smá niður stuttu eftir að þeir byrjuðu en síðari hlutinn var mjög góður.

Síðan var ég að koma af X-forsýningu á Metallica heimildarmyndinni Some kind of monster sem ég fór á með “hardcore fan #1” ; Trausta. Það var aðallega verið að fylgjast með gerð síðustu plötunni þeirra: St. Anger og var áhugavert að skyggjast bakvið tjöldin þar, mikið drama. Þeir voru s.s. búnir að ráða sálfræðing til að hjálpa sér að leysa samskiptaörðuleikana o.s.frv. og fylgdi hann þeim mest allan tíman. Skemmtilegt líka að sjá hvernig þeir bjuggu til lögin með því að “djamma” eitthvað saman og semja síðan textann saman.

Eftir að hafa horft á þessa mynd langar manni nú alveg rosalega að fara á tónleikana núna 4. júlí. Sérstaklega þegar það er búið að bæta við 3000 miðum. Spurning hvort maður nenni að campa fyrir framan Og Vodafone… En þetta verður örugglega verulega kramin stemmning þarna í Egils Höllinni með 18.000 manns hoppandi upp og niður eins og brjálæðingar.

Svona fyrir þá sem hafa átt í erfiðleikum með að kommenta þá er af einhverjum ástæðum ekki hægt að kommenta eftir miðnætti og til svona ca. 4-5 held ég. Þarf að tékka hvort að Bergur geti reddað þessu…

Spam dagsins | Protect your kids against Street Drugs
Ákvað að koma með “Spam dagsins” aftur… beib dagsins kemur fljótlega aftur

Filed Under: Kvikmyndir, Tónlist Tagged With: gagnrýni, metallica, tónleikar

Rock on baby!

3. June, 2004 4 Comments

Jamm, þetta verður mjög stutt þar sem við erum að drífa okkur til Þýskalands.

Áætlunin breyttist s.s. aðeins, í staðinn fyrir að fara á Download Festival í Englandi ákváðum við að fara á Rock am Ring sem okkur leyst betur á. Þar eru nokkrar af sömu böndunum ásamt mörgum öðrum eins og Red Hot Chili Peppers og ekki má gleyma Die Toten Hosen! ;)

Jæja, bara vika eftir.

Catch you on the flipside…

Filed Under: Ferðalög, Tónlist Tagged With: Þýskaland, InterRail, tónleikar

  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Interim pages omitted …
  • Go to page 6
  • Go to page 7
  • Go to page 8

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Creativity App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.

Copyright © 2023 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me