• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Kvikmyndir

Kvikmyndir

Kvikmyndir

9. November, 2007 8 Comments

Ég hef mikinn á huga á kvikmyndum, mér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og ég geri töluvert af því… Ég hef stundum skrifað stuttlega um myndir sem ég hef verið að sjá – en reyndar ekki svo mikið upp á síðkastið. Hugsanlega af því að ég var að skrá það annars staðar. Ég nefninlega setti upp sérstakt svæði fyrir kvikmyndagagnrýni. Átti bara eftir að tilkynna það – twitter aðdáendur fengu reyndar að vita af því fyrir 2 mánuðum.

Til þess að höndla gagnrýnina og stjörnugjöfina nota ég WordPress plug-inið WP Movie Ratings – Gífurlega sniðugt, ég fer bara á IMDb síðuna fyrir myndina og smelli á takka sem ég er búinn að bæta við í browserinn. Síðan skrifa ég smá, gef myndinni stjörnur og sendi þetta inn – voila! Upplagt til að hafa safn yfir þær myndir sem maður er búinn að sjá og hvernig maður var að fíla þær. Síðan er líka möguleiki að einhverjir lesendur hafi áhuga á að vita hvaða kvikmyndir ég hef verið að sjá og hvort ég mæli með þeim – eða hvað?

Hérna eru síðan nokkrar kvikmyndir sem ég ætla að sjá á næstunni:

Untitled J.J. Abrams Project (aka. Cloverfield)

Veit voða lítið um þessa mynd… en þessi teaser er mjög áhugaverður. Á YouTube síðunni fyrir þetta video er fullt af linkum á skrítnar teaser síður sem eru líklega hluti af markaðssetningunni…

[HD trailer á Apple.com]

Wanted

Angelina Jolie og byssur, ég þarf ekki meira ;)

[Trailer í betri gæðum á síðu myndarinnar]

Be Kind Rewind

Jack Black og Mos Def – gæti verið góð blanda. Lítur út fyrir að vera í súrari kantinum, en held að hún gæti verið fyndið.

[Trailer í betri gæðum á Apple.com]

I Am Legend

…þetta er eiginlega teaser. Þessi trailer segir manni aðeins meira:

Síðan eru líka aðrar útgáfur á YouTube.

Gæti verið töff mynd – Will Smith að leika “Palli var einn í heiminum” ;) Bara það að sjá New York algjörlega tóma bætir alveg við kúlskalann.

[HD trailers á Apple.com]

Hérna er líka stutt “prequel” teiknimynd – vel gerð, frekar töff.

Hefur þú áhuga að sjá þessar myndir? Einhverjar aðrar myndir sem þú bíður spennt(ur) eftir að sjá?

Cute and cuddly boys. Cute and cuddly.

Filed Under: Kvikmyndir, Tækni, Video Tagged With: Apple, bíó, gagnrýni, plugin, trailer, Twitter, WordPress

Random thoughts…

6. July, 2007 10 Comments

Það er ekkert lítið hvað maður er sáttur með þetta veður – bara sól og blíða marga daga í röð. Svona á þetta að vera. Ég held að fólk ætti alveg að sleppa því að kolefnisjafna sig – þessi gróðurhúsaáhrif eru að gera góða hluti ;) Það er nú búið að hóta manni verra veðri næstu daga en ég segi að þetta sé bara eitthvað tímabundið – svona rétt til að bændurnir fái smá rigningu. Ég ætla að panta svona gott veður út sumarið (og jafnvel eitthvað lengur).

Sumar (og sérstaklega þegar það er svona gott veður) þýðir náttúrulega eitt: Grill. Maður er búinn að grilla nokkrum sinnum nú þegar og enginn ástæða til að hætta núna – alltaf til að í að grilla með einhverju góðu crew-i.

Fór á tónleika með The Rapture í síðustu viku – mjög góðir tónleikar. Motion Boys hituðu upp með nokkrum hressum lögum áður en The Rapture stigu á stokk. The Rapture eru hressir New York gaurar sem spila skemmtilega tónlist sem mætti kannski kalla “fast-tempo rock”, “e-pillu rokk” eða bara “partý rokk” og náðu þeir að halda uppi nokkuð góðri stemmningu. Gaman að heyra í þeim aftur, þetta er svona hljómsveit sem er eiginlega skemmtilegra að hlusta á/sjá á tónleikum heldur en bara að hlusta á af plötu – maður man ennþá hvað þeir komu skemmtilega á óvart á Airwaves 2002.

Ég held að það sé næsta víst að Vegamót sé langbesti staðurinn – enginn annar sem er nærri því jafn góður. ’nuff said.

Já, Die Hard 4.0.3 beta segiru… Alveg að fíla hana, olli sko ekki vonbrigðum – John McClane er ennþá badass. Fínasta action-mynd og klassískur sumarsmellur. The Lookout er líka nokkuð góð mynd, kannski svolítið róleg á köflum en fín spennumynd.

Nákvæmlega! – ég hef lengi verið að velta fyrir mér af hverju það er ekki til eitthvað svona. Það væri t.d. hægt að setja upp svæði þar sem fólk gæti eyðilagt bíla sem á hvort eð er að kremja í kassa. Þá þyrftu sumir kannski ekki að fríka út á nýja og fína bíl í Hafnarfirði.

Samkvæmt mínum heimildum varð bloggið 1 árs í vikunni – ég trúi því ekki að það sé enginn búinn að gefa mér gjafir. Jæja, þá fáið þið enga köku. Það er möguleiki að ég geri eitthvað sérstakt til að fagna þessum áfanga – flikka eitthvað upp á lúkkið eða henda inn smá dóti sem ég er víst búinn að lofa í langan tíma.

Ég var að frétta að ónefndur einstaklingur hefur átt erfitt með að commenta – hafa fleiri lent í því? Ef svo er, endilega commentið ;) Aglavegna – reynið að ná sambandi við mig gegnum aðrar leiðir. Ég veit ekki til þess að það ætti að vera eitthvað að valda vandræðum…

Já, eitt í viðbót – ég er víst búinn að færa mig yfir til Símans. En ég held vissulega númerinu mínu. Kannski vert að láta fólk vita af því svo það fái ekki áfall þegar það fær himinháan reikning eftir að hafa talað við mig í fleiri klukkustundir samfleytt (á meðan það hélt að það væri að borga geðveikt ódýran Vodafone í Vodafone taxta).

Ya lookin’ good in that Gucci bikini

Filed Under: Bleh, Kvikmyndir, Tónlist Tagged With: djamm, gagnrýni, Iceland Airwaves, tónleikar, The Rapture, veður, Vegamót

My name is Zoolander, Derek Zoolander

19. November, 2006 Leave a Comment

Ég er á fullu í prófum núna – 2 búin, 1 eftir. En ætli maður skelli sér ekki samt á Zoolander 2. Hún er víst að fá ágæta dóma, Craig alveg að standa sig – hann kom meira að segja með nýtt lúkk sem hann kallar “Royale”:

Zoolander 2 - Now with even more explosions...

Maður er búinn að sjá smá úr Casino Royale og hann er alltaf með þetta killer Zoolander lúkk. Þannig að upp á djókið bjó ég til þennan skemmtilega póster. Fólk getur smellt til að sjá stærri útgáfu.

Annars lá við að maður hefði snjóað inni í gær. Flestir á 3ja ári voru að klára sitt síðasta próf í gær þannig að það var smá hittingur í Kópavoginum. Þegar maður leit út um gluggann seinna um kvöldið var komin lárétt snjóhríð. Þetta leit nú ekki út fyrir að vera mikið en þegar maður var á leiðinni heim þá var búið að snjóa töluvert og það tók talsvert langan tíma að komast á leiðarenda þar sem farið manns var á rennisléttum sumardekkjum. Eins gott að maður gat reddað sér fari heim því það var víst allt í rugli – vesen með leigubíla, björgunarsveitir kallaðar til og læti…

Don’t be jealous that I’ve been chatting online with babes all day

Filed Under: Fyndið, Kvikmyndir Tagged With: partý, photoshop, veður

Jagshemash!

12. November, 2006 5 Comments

Var að koma af Borat – Sjúklega fyndin mynd… það er alveg ótrúlegt hvað þeir eru tilbúnir að gera, alveg sjokkerandi fyndið. Maður varð alls ekki fyrir vonbrigðum – sjaldan sem maður hefur hlegið jafn mikið yfir einni mynd. Ég meina, hvernig er ekki hægt að hlægja að þessum manni:

Borat

Síðustu helgi fór ég á The Departed. Virkilega góð mynd. Það vilja náttúrulega allir vinna með Martin Scorsese þannig að hann hefur ekki átt í vandræðum með að fá topp leikara í nokkurn vegin öll hlutverkin. Hörku handrit – hellingur af twist & turns, allir að svíkja alla – en samt ekki of flókið þannig að þetta var komið út í rugl. Ein af must-see myndum ársins fyrir kvikmyndaáhugafólk.

I’ve got a fever and the only prescription is more cowbell!

Filed Under: Kvikmyndir

Það er erfitt að vera svona vinsæll…

26. September, 2006 3 Comments

Já, ég veit ekki hvort ég höndli þessar vinsældir. Ég hef alveg fullt í fangi með að svara öllum þessum kommentum.

Kannski ætti ég að gefa 42″ plasma sjónvarp og sjá hvort ég fái 14.128 comment

Eða gerast celeb Hollywood leikari / handritshöfundur / leikstjóri svo ég fái 1026 komment.

Pæling…

Crank

Skellti mér í bíó í síðustu viku á Crank. Er alveg að fíla Jason Statham sem svona action bad-ass. Eftir að hafa séð trailerinn kom það ekkert á óvart að þetta var action-adrenalín-keyrsla alveg í gegn en það kom skemmtilega á óvart hvað hún var í raun drepfyndin. Fyrir action-fíkla er þetta alveg must-see.

Nobody likes you when you’re 23…

Filed Under: Kvikmyndir Tagged With: gagnrýni

Súperman kemur aftur yfir limgerðið

30. July, 2006

Fór á tvær bíómyndir í síðustu viku…

Superman returns

Maður varð náttúrulega að fara á Superman Returns til að sjá hvernig það tókst hjá þeim að endurvekja Súperman. Það tókst bara nokkuð vel myndi ég segja… fínt Superman action. Það kæmi ekkert gífurlega á óvart ef þeir kæmu með framhald eftir nokkur ár.

Ég fór á hana í Kringlubíó í þessum digital stafræna sal – hafði ekki prófað það áður. Mér fannst nú enginn fáránlega mikill munur… myndin var aðeins skýrari og litirnir sterkari, en hljóðið var ekkert áberandi betra. En fínt samt sem áður ef maður ætlar í Kringlubíó á annað borð.

Over the Hedge - Hammy

Tölvuteiknimyndir hafa verið að gera það gott undanfarið og nú poppa upp fullt af teiknimyndum sem höfða jafnt til ungra sem aldna. Ein ný er Over the Hedge sem ég sá í alveg troðfullum sal – ok, kannski ekki alveg, það voru 8 manns að horfa á myndina.

Þetta var hin fínasta teiknimynd, vel hlægileg – Hannes stendur náttúrulega uppúr, eða Hammy eins og hann heitir í útlensku útgáfunni. Hannes var s.s. hyper íkorni sem var svona ruglaði gaurinn í hópnum og varð super-hyper þegar hann komst í orkudrykki ;)

—

Pandora er frekar sniðugt dót. Maður kynnist ýmissi nýrri tónlist sem er svipuð og það sem maður fílar. Þar heyrði ég einmitt Hungry með Kosheen: MP3 sem er ljúft og hressandi lag sem er líklega hægt að flokka undir “house” tónlist.

Síðan fann ég líka DJ Tiesto remix: MP3 af laginu.

Ég var að bæta við einni mynd í Töff myndir.

Hamburgers are made of what?

Filed Under: Kvikmyndir, Ljósmyndir, Tónlist

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Page 4
  • Page 5
  • Page 6
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me