• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Kvikmyndir

Kvikmyndir

Borgríki

27. September, 2011 Leave a Comment

Ég sá trailer-inn fyrir Borgríki þegar ég fór á Warrior um daginn. Mjög töff. Gaman að sjá svona kúl, íslenskar spennumyndir.

Hérna er trailer (eða stikla eins og það kallast víst á íslensku) fyrir myndina Borgríki:

Annar “teaser”:

Reyndar svolítið síðan ég frétti fyrst af þessari mynd – ég Like-aði þessa forstiklu víst fyrir ~2 árum.

Borgríki er væntanleg í kvikmyndahús þann 14. október. Bíð spenntur…

Já, síðan er þessi bíómynd líka tekin upp á Canon 5D Mark II, sem er frekar kúl. Low budget… Ég er einmitt að gæla við að fá mér 5D Mark III þegar hún kemur á næsta ári.

She’s got me love stoned ..I think that she knows

Filed Under: Kvikmyndir sem mig langar að sjá, Tækni Tagged With: græja, trailer

The Hangover Part II

9. May, 2011 2 Comments

Nýr flokkur: Kvikmyndir sem mig langar að sjá. Ég hef reyndar áður póstað um bíómyndir sem mig langar að sjá á næstunni en mér fannst ágætt að búa til sér flokk um þetta + markmiðið er að gera meira af því að skella inn stuttum færslum sem eru í raun bara myndbrot/auglýsingar úr kvikmyndum sem ég ætla að sjá (í bíó eða heima).

Verður maður ekki að sjá Hangover 2? Af þessum trailer að dæma gæti hún verið kúl + fyndin. Greinilega með aðeins meiri budget ;)

I love it when you feel like getting nasty

Filed Under: Kvikmyndir sem mig langar að sjá Tagged With: bloggið, trailer

Annáll: Árið 2010 í baksýnisspeglinum

18. January, 2011 7 Comments

Jááá… 2010 bara búið. Mér fannst 2010 kúl ár. Twenty ten. MMX.

Spurning að taka smá recap/upprifjun/annál… hvað var ég að gera árið 2010? Hvað er minnisstæðast?

Mac switch

Hmm… gerðist ekkert merkilegt fyrri hluta 2010? Ja, jú, ég skipti úr PC yfir í Mac. Back to the roots – fyrstu tölvurnar sem ég lék mér í (þegar ég var kannski svona ~6 ára) voru Macintosh. Þessi skipting hefur bara reynst mjög vel, ég sé ekki ennþá eftir því ;) En Mac OS X hefur vissulega sína kosti og galla eins og Windows.

Búinn að klippa nokkur skemmtileg myndbönd á fína Makkanum mínum. Stoltastur af “Afmæli 2009” myndbandinu:

Ég get horft á þetta aftur og aftur, þetta er svo mikil snilld :)

Ég splæsti í Vimeo Plus þannig að fólk getur smellt á “HD” til að horfa á HD útgáfuna (ef hún er ekki nú þegar virk) og skellt þessu í fullscreen.

Hot yoga

Já, síðan um vorið byrjaði ég að stunda hot yoga. Það var frekar skrítið fyrst og fyrstu tímarnir tóku á – að venjast þessum hita (yfirleitt 39° og svona 48% raki) og að svitna svona rosalega. En mér finnst þetta algjör snilld. Þetta er sérstaklega gott til að styrkja bakið og minnka þessa þrálátu bakverki. Síðan er ég ekki frá því að þetta hjálpi við að vinna á ofnæminu (augun) – það og/eða að nota nálastungudýnuna reglulega. Þetta er líka fínasta detox – um að gera að hreinsa líkamann reglulega. Þetta á líka að hafa ýmsa aðra kosti – styrkja hin og þessi líffæri… Ég mæli með þessu.

New York, New York

NYC Taxi

Í júní skellti ég mér með nokkrum eðalsveinum til New York. Þetta var vægast sagt legendary ferð. Við vorum þarna í 17 daga í íbúð sem við leigðum okkur í Brooklyn. Þvílíkar sögur. Þvílíkar minningar. 230 Fifth, anyone? ;) Mjög gott. New York er klárlega uppáhaldsborgin mín. Ég skrifaði líka grein sem ég er nokkuð stoltur af: Hvað á ég að gera í New York?

Sumar = partý

MAFS

Sumarpartý. Já, það var alveg eitt eða tvö partý um sumarið. En ekki hvað? Grill, léttklætt sexy fólk, fjör, bústaðir… Eina leiðin. Það er algjör snilld þegar maður ráfar út af Kaffibarnum og það er bjart úti :)

Ég hélt líka nokkuð gott afmælispartý þótt ég segi sjálfur frá :) Partýtjald og læti.

Ég tók nokkrar myndir um sumarið.

Um sumarið fórum við líka að snorkla í Silfru. Eftir það hoppuðum við út í:

Gott fjör :)

Þjóðhátíð

Bjórsturta

Ég skellti mér til Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgina á Þjóðhátíð í fyrsta skipti með New York crew-inu + Bjössa og Jonna. Leigðum okkur íbúð – “Partýhofið”. Mjög gaman. Góð stemning, gott fjör. Fyrir utan alveg í lokinn síðasta kvöldið þar sem var ráðist á mig. Það kastaði s.s. einhver flugeldi í átt að mér og hann skaust með þvílíkum krafti undir hnéð (er ennþá með ör) og sprakk með þvílíkum látum (að öllum líkindum “signal” eða álíka sprengja). Að ég hafi verið í adrenalínsjokki er vægt til orða tekið – ég var stjörnuvitlaus af bræði.

Iceland Airwaves 2010

Iceland Airwaves '10

Skemmtilegasti menningarviðburður á Íslandi ár hvert. Eins og ég sagði á Facebook: “Iceland Airwaves er mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.”. Alltaf fjör. Lifandi tónlist er best. Biðraðir eru reyndar ekki best. Alltaf gaman að uppgötva nýja og skemmtilega tónlist. Blogg + myndir: Dagur 1, 2, 3, 4 og 5.

KinWins

KinWins team

Ég tók þátt í Startup Weekend í nóvember og teymið mitt vann að KinWins verkefninu. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! :) + Besta teymið (“best team effort”). Við unnum reyndar ekki netkosninguna í Global Startup Battle :( En við ætlum að halda áfram að vinna í þessu verkefni.

WhenTumblrIsDown.com

When Tumblr Is Down . com

Fyrir nokkrum árum (2008) skráði ég lénið whentumblrisdown.com (fékk innblástur frá whentwitterisdown.com og öðrum single-serving vefsíðum). Ég hef verið smá og smá að vinna í þessu – bara að leika mér. Fólk hefur verið að rekast á þetta og Tumblr notendur virðast vera að fíla þetta miðað við það sem ég sé (fólk að pósta uppáhalds setningunum sínum á Tumblr og Twitter, deila á Facebook…).

Ég tek alltaf eftir “spike” í umferð á síðuna þegar Tumblr er í alvörunni niðri. En 6. desember 2010 fór allt í rugl – tumblr.com (og allar síður hýstar af Tumblr) lágu niðri í 24+ klst. En ég “græddi” aldeilis á því :) Heimsóknir á vefinn fóru að hrannast inn og virtir fjölmiðlar eins og Los Angeles Times, TIME.com, The Atlantic, The Huffington Post og The Next Web voru að vísa á síðuna mína.

Fyrir utan allar hinar síðurnar (hundruðir!) sem eru að benda á WhenTumblrIsDown.com – meðal annars “Tumblr celebs” sem ég er að vísa í á síðunni: Yimmy Yayo, Hype Machine crew, topherchris, Coke Talk…

Ég endaði með að fá yfir 100.000 heimsóknir (StatCounter taldi reyndar tæplega 300.000 unique visitors) og 1,2 milljón síðuflettingar (e. pageviews) á mjög stuttum tíma. Ég fékk meira að segja spons: Iceland wants to be your friend keypti auglýsingaborða á síðunni í nokkra daga.

Það eru komin tæplega 12.000 likes/comments/shares á síðuna. Mér finnst það nokkuð gott :)

<3 KB

Já, síðan hitti ég Birnu :) Ef það var ekki augljóst nú þegar, þá dýrka ég Kaffibarinn :D

—

Þetta er svona helsta sem gerðist 2010 (sem ég man eftir í augnablikinu).

Einn kostur við að halda úti svona bloggi er að maður er að varðveita minningar, hvað maður var að gera hverju sinni… En ég er kannski ekki nógu duglegur við að nota þetta sem “dagbók” – segja hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég gerði það aðeins meira fyrir nokkrum árum… kannski ætti ég að gera meira af því. Bara örstuttar færslur.

Nú er maður líka að setja mikið af upplýsingum inn á Twitter/Facebook… ætti maður að reyna varðveita það? Ég ætlaði alltaf að setja upp einhvers konar Twitter safn/archive. Kannski ætti ég að drífa í því. Ég set oft eitthvað á Twitter sem hefði annars farið í stutta bloggfærslu (eða ekki).

Ég horfði víst á 78 kvikmyndir árið 2010. Ágætur árangur. Ég horfði reyndar á 100 myndir 2009. Ég skrifaði samviskusamlega örstutta kvikmyndagagnrýni fyrir allar þessar myndir.

Ég las nokkrar bækur… ekki alveg viss hversu margar nákvæmlega. Ég þyrfti kannski að fara skrá það betur hjá mér… nota goodreads (meira) eða eitthvað annað.

Þær bækur sem ég man eftir:
Rework
– Áhugaverðar pælingar varðandi vinnuna/rekstur á fyrirtækjum. Góðir punktar. Fljótlesin.
Snuff
– Chuck Palahniuk er alltaf skemmtilega twisted. Samt ekki besta bókin hans.
Pygmy
– Önnur bók eftir Chuck Palahniuk. Frekar skrítin, hún var öll skrifuð í Engrish. En hún var spennandi.
Crush It!
– Maður finnur alveg kraftinn í Gary Vaynerchuk í gegnum þessa bók. Las hana á frekar stuttum tíma – skemmtilegt að lesa hana. Áhugaverð, þótt það var verið að fara yfir mikið af atriðum sem ég vissi nú þegar (vinna að áhugamálinu þínu og nota social media).
Twitter Wit: Brillance in 140 Characters or Less
– Brandarar á Twitter. Ágætlega fyndin.
Shit My Dad Says
– Bókin sem varð til út af @shitmydadsays. Mikið af skemmtilegum og fyndnum sögum + lífsspeki (life lessons).

…fyrir utan allar bækurnar sem ég las að hluta til (forritunarbækur, fiction, non-fiction…). Á t.d. ennþá eftir að klára Linchpin.

Bætt við: Já, ég má ekki gleyma bókunum sem ég les í vinnunni. Ég held alveg örugglega að ég hafi klárað að lesa Sexy Web Design: Creating Interfaces that Work árið 2010.

En, já… svona það helsta um árið 2010. Mjög gott ár.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2011 verði jafnvel enn betra :)
Eitt af því sem er spennandi að gerast 2011 er að ég ætla að opna vefverslunina Don Comodo – nánar um það síðar ;)

Rich, cool, smart, handsome

Filed Under: Íþróttir, Bækur, Ferðalög, Heilsa, Kvikmyndir, Ljósmyndir, Projects, Video Tagged With: 230 fifth, afmæli, annáll, þjóðhátið, Birna, djamm, Don Comodo, facebook, hot yoga, Iceland Airwaves, kaffibarinn, KinWins, Mac, new york city, partý, Twitter, vimeo, whentumblrisdown

Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege

10. May, 2009 Leave a Comment

Eva Joly var fyrir nokkru fengin sem sérstakur ráðgjafi til að aðstoða við að finna alla vondu kallana sem fluttu peninga á Tortola. Eva hefur víst gefið út bók sem heitir Justice Under Siege. Það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég sá þessa bók var Steven Seagal – ég meina, Steven hefur leikið í klassa myndum eins og Urban Justice, Mercenary for Justice, Out for Justice og síðan náttúrulega Under Siege tvíleiknum.

Þannig að þessi brandari lá alveg beint fyrir. Ég ætlaði alltaf að gera eitthvað með þetta og núna var ég að klára að henda saman póster fyrir þessa stórkostlegu “kvikmynd”:

Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege
Steven Seagal & Eva Joly in Justice Under Siege

Þetta er nú frekar gróft photoshop en ég vildi bara henda einhverju einföldu upp í staðinn fyrir að fresta enn frekar að gera þetta.

Assumption is the mother of all fuck ups!

Filed Under: Fyndið, Kvikmyndir Tagged With: photoshop

The Lonely Island gaurarnir

16. June, 2008 5 Comments

Ég sá bíómyndina Hot Rod um daginn og hún var algjör snilld – fyrsta myndin sem ég gef 10 stjörnur [smá sidenote: stjörnugjöf er almennt séð frekar mikið bullshit – ég gef bara stjörnur út frá gut feeling og hversu mikið ég skemmti mér – og ég skemmti mér konunglega yfir Hot Rod]. Það eru þrír gaurar sem koma að þessari mynd (einn leikstýrir og hinir tveir leika) og þeir kenna sig við The Lonely Island.

Maður er búinn að vera fylgjast með vefsketsum frá The Lonely Island undanfarin ár og video-in eru yfirleitt mjög fyndin… húmorinn í vefsketsunum frá þeim er yfirleitt frekar súr þannig að maður bjóst alveg við svipuðu í Hot Rod.

Hérna eru nokkur góð video frá The Lonely Island – kannski ekki alveg best-of, en samt svona nokkurn veginn…

Klassískur skets – Just 2 Guyz:

Party over here!

Þetta er svona gott dæmi um hversu súr húmorinn þeirra getur verið ;)

Þeir gerðu líka nokkra þætti í seríu sem þeir kölluðu The ‘Bu (þar sem þeir voru að gera grín að The OC, One Tree Hill og öðrum svipuðum þáttum):

Young, sexy people that live in Malibu call it The ‘Bu, because when you say the entire word, it takes time, and then you wouldn’t be young anymore.

Þetta er fyrsti þátturinn – hægt að sjá hina þættina (8 í allt) af The ‘Bu hérna.

Síðan voru þeir greinilega að gera það góða hluti á netinu að Saturday Night Live ákvað að ráða þá og hafa þeir gert þónokkra sketsa (og eru ennþá að búa til nýja) undir nafninu SNL Digital Short. Einn af fyrstu sketsum sem þeir gerðu heitir Chronicles of Narnia (aka. Lazy Sunday aka Chronic(what?)cles of Narnia):

A Special Christmas Box (aka. Dick in a Box) er örugglega frægasti sketsinn þeirra – það var búið að horfa á hann 28 milljón sinnum þegar NBC ákvað að taka hann af YouTube1. Þeir fengu meira að segja Emmy fyrir þetta video fyrir “Outstanding Original Music and Lyrics”:

Þetta er alveg magnað video – tónlistin er líka frábær :) — People Getting Punched Just Before Eating (aka. Andy Punches):

Var reyndar búinn að setja þetta video á Tumblr í fyrra þannig að fólk hefur hugsanlega séð þetta áður – svosem eins með hin video-in, mjög líklegt að fólk hafi séð eitthvað af þessu áður þar sem þau eru nú frekar vinsæl – en alltaf gaman að sjá þetta aftur :)

Síðan finnst mér þetta video með Natalie Portman frekar kúl:

OK, eitt í viðbót :) Þetta er svo mikið random rugl – týpískur The Lonely Island húmor. Dopple Ganger:

Það er hægt að sjá fleiri SNL Digital Short myndbönd á NBC síðunni.

Hérna er síðan eitt magnað atriði úr myndinni Hot Rod:

Cool beans :) ..og þetta er ekki eitthvað vefremix – þetta var nákvæmlega svona í myndinni (fyrir utan rauða textann í byrjun og í lokinn). Gott dæmi um hvað sum atriði voru random og súr – en samt sprenghlægileg.

Já, maður ætti kannski að fara út í það að búa til nokkra svona vefsketsa sjálfur – gæti verið fjör :) Hver vill vera með?

Ég var að búa til orðið vefskets (Google skilar alla vega 0 niðurstöðum núna) – finnst fólki það gott orð? Er það lýsandi fyrir svona stutt (og fyndin) video á netinu? Er eitthvað annað orð sem hentar betur?

Jæja, ég ætla að halda áfram að pakka…

Four capital letters, printed in gold

Filed Under: Fyndið, Kvikmyndir, Video Tagged With: vefsketsar, viral, webisodes

Kvikmyndaárið 2007

25. February, 2008 8 Comments

Ég var nýlega spurður að því hvaða kvikmynd mér fannst best árið 2007 og ég var bara ekki alveg viss… Þá er mjög hentugt að geta tékkað á kvikmyndagagnrýninni minni til að hjálpa sér að rifja upp. Ég reyndar byrjaði ekki að skrá þar fyrr enn í júlí þannig að ég verð bara að notast við upplýsingar síðan þá – man ekki alveg hvaða myndir ég sá fyrri helming ársins. Ef fólk getur hresst upp á minnið mitt þá er það velkomið… svona ef ég er að gleyma einhverjum snilldar myndum.

Ef maður skoðar stjörnugjöfina þá ber hæst:

  • The Bourne Ultimatum *
  • The Simpsons Movie
  • I Am Legend
  • American Gangster *
  • Superbad
  • Knocked Up
  • Transformers *
  • Planet Terror
  • Live Free or Die Hard
  • Run, Fat Boy, Run
  • Disturbia
  • Hitman
  • Eastern Promises *
  • Astrópía
  • Vacancy
  • Death Proof
  • Rush Hour 3
  • The Lookout

..af þeim myndum sem ég sá árið 2007 (og sem voru gefnar út 2007). Ef ég tek líka með myndir sem voru gefnar út 2007 en ég sá 2008 þá eru líka ofarlega á lista:

  • Juno *
  • The Darjeeling Limited
  • No Country for Old Men *
  • Sweeney Todd: The Demon Barber of Fleet Street *

(* Myndir með stjörnu voru á einhvern hátt tilnefndar til Óskarsverðlaunanna.)

En ef ég ætti að segja til um hver var besta bíómyndin sem ég sá árið 2007 þá gefur stjörnugjöfin það sterklega til kynna – ég held að það sé bara jafntefli á milli The Bourne Ultimatum og The Simpsons Movie. Bourne 3 er alveg mögnuð spennumynd með pjúra hasar alveg í gegn, vel leikstýrð og heldur manni alveg “on the edge of your seat”. Simpsons myndin langþráða stóð algjörlega undir væntingum – góð saga og virkilega fyndin.

Nú eru bara nokkrar mínútur í Óskarinn og svona til gamans ætla ég að rúlla yfir helstu tilnefningarnar og skjóta á nokkra vinningshafa:

  • Actor in a Leading Role: Johnny Depp í Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (Johnny hefur nú staðið sig nokkuð vel yfir árin, hefur leikið ýmsar mismunandi og skrautlegar persónur – er ekki hans tími kominn?)
  • Actor in a Supporting Role: Javier Bardem í No Country for Old Men (honum tókst nokkuð vel að leika crazy mufkn sækó morðingja)
  • Actress in a Leading Role: Ellen Page í Juno (eina myndin sem ég var búinn að sjá – en það væri ekkert slæmt fyrir hana að fá Óskarinn, nýorðin 21 – fínasta afmælisgjöf)
  • Actress in a Supporting Role: Ruby Dee í American Gangster (væri ekki gott move að gefa gamalli svartri konu Óskarinn?)
  • Animated Feature Film: Persepolis (búið að vera svolítið hype í kringum þessa – ekta arty mynd sem fær helling af verðlaunum)
  • Art Direction: Sweeney Todd The Demon Barber of Fleet Street (virkilega flott umhverfi og skemmtilegir litir í myndinni)
  • Directing: No Country for Old Men (svolítið skrítin mynd, en hún var vel gerð – vel leikstýrð)
  • Makeup: Pirates of the Caribbean: At World’s End (já, þetta er ein mynd sem ég sá 2007 áður en ég byrjaði með stjörnugjöfina — öll þessi kvikyndi í Pirates ættu nú að fá verðlaun, trúi því varla að þeir láti Norbit fá Óskarinn – meira svona Razzie mynd)
  • Best Picture: Juno (ég gaf No Country for Old Men færri stjörnur en það er samt týpískt að hún fái Óskarinn, hún var svona meira “cinema”)
  • Writing (Original Screenplay): Juno (mörg skemmtileg samtöl í myndinni)

Já, ég veit – kannski ekki mikið að marka þar sem ég er alls ekki búinn að sjá allar myndirnar sem eru tilnefndar ;)

Það eru nokkrar Óskars-myndir sem ég á eftir að sjá og ætla að reyna sjá sem fyrst: The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, Charlie Wilson’s War, Ratatouille og Into the Wild – og síðan hugsanlega There Will Be Blood, Michael Clayton og Persepolis.

I’m not a business man. I’m a business, man.

Filed Under: Kvikmyndir Tagged With: best-of, listi, spá

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Page 4
  • Page 5
  • Page 6
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...