• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Ljósmyndir

Ljósmyndir

Norðurljós og rósir

20. September, 2010 Leave a Comment

Aw, yeah! Norðurljósatímabilið er hafið. Síðasta þriðjudag sá ég mér til mikillar gleði að það glitti í smá norðurljós. Þannig að ég dreif mig í að ná í myndavélina, þrífótinn og fjarstýringuna og skellti mér út í þeirri vona að ná þeim á mynd.

Norðurljósin voru nú ekki mjög sterk til að byrja með en síðan kom smá tímabil þar sem þau voru dansandi um himininn og ég náði að smella af 2 myndum (hvor mynd er rúmlega 90 sek. “exposure”).

Northern lights and roses
Northern lights and roses

Nú er bara um að gera að fylgjast með norðurljósaspánni og reyna ná fleiri flottum myndum af norðurljósum. Það gætu verið ágæt skilyrði núna á þriðjudaginn.

Auðveldara er að fara fram úr bíl en rúminu.

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: þrífótur, norðurljós

Hvað á ég að gera í New York?

16. September, 2010 15 Comments

Fólk sem er á leiðinni til New York hefur verið að spurja mig hverju ég mæli með að það skoði og geri. Þannig að mér fannst upplagt að skella nokkrum punktum á bloggið.

230 Fifth

230 Fifth Rooftop Bar

Rooftop bar með magnað útsýni. Ég fór þarna tvisvar í síðustu New York ferð og mér fannst þessi staður algjör snilld. Fyrsta skiptið var sérstaklega skemmtilegt af því að við vissum ekkert hvers konar staður þetta var og ég bjóst ekki við þessu klikkaða útsýni (Empire State Building í öllum sínum skrúða), kom virkilega skemmtilega á óvart.

Í fyrra skiptið vorum við líka grand á því og keyptum okkur flösku(r) af Grey Goose þannig að við fengum okkar eigið borð og þjónustudömu sem sá um okkur (bottle service) – ekki leiðinlegt ;) Við þurftum líka eiginlega að kaupa þessa flösku til að komast hjá dress code og biðröðinni (sem var nokkuð löng).

Staðsetning – heimilisfangið er í nafninu, 230 á Fifth Avenue

Top of the Rock

Top of the Rock

Af öllu sem er nauðsynlegt að gera í New York þá er þetta eiginlega mikilvægasta – þú bara verður að fara alla leið upp og dást að útsýninu. Þarna sér maður hvað borgin er stór, byggingarnar magnaðar og Central Park víðáttumikill. Ég gæti verið þarna í marga klukkutíma.

Mér finnst skemmtilegra að fara upp á Top of the Rock heldur en Empire State Building – minna vesen, yfirleitt minni raðir. Ég reyndar hef gert það tvisvar að fara um daginn upp á Top of the Rock og svo um kvöldið upp á Empire State Building – maður verður eiginlega líka að sjá borgina í næturskrúðanum.

Staðsetning – 30 Rockefeller Plaza (W 50th St á milli 5th og 6th Ave)

The Lake í Central Park

The Lake í Central Park

Það er alltaf gaman að fara í Central Park og bara ganga um og tjilla, kannski fá sér kríublund ;) En núna í þessari ferð leigðum við okkur báta hjá The Central Park Boathouse við Stöðuvatnið (The Lake). Það var mjög gaman – skemmtilegt að sjá New York frá aðeins öðruvísi sjónarhorni.

Staðsetning – The Lake, ca. við 74th St

Burger Joint

Burger Joint

Mjög góðir hamborgarar. Skemmtileg stemning líka. Mjög spes að fara inn í þetta fína hótel, Le Parker Meridien, og finna brælulyktina í lobbýinu. Þetta er staðurinn sem Tommi var að reyna endurskapa með Hamborgarabúllunni.

Þetta er s.s. hægra megin við afgreiðsluna/móttökuna, lítill drungalegur gangur með litlu hamborgara-neon skilti við endann.

Staðsetning – Le Parker Meridien, 224 W 56th St

Tao

Tao restaurant

Mjög flottur veitingastaður. Mögnuð stemning. Mjög góður matur. Nett klúbbastemning – sérstaklega þar sem maður er í fordrykkjunum að bíða eftir borðinu (dúndrandi tónlist). Mæli með að panta borð með fyrirvara.

Staðsetning – 42 East 58th Street

Grimaldi’s

Grimaldi's Pizzeria

Við prófuðum nokkra af þeim helstu pizza stöðum í New York sem var mælt með og mér fannst þessi bestur. Pizzurnar á Lombardi’s voru reyndar svipaðar á bragðið en mér fannst einhvern vegin stemningin á Grimaldi’s skemmtilegri. Upplagt líka að nota tækifærið og labba yfir Brooklyn Bridge og tékka á útsýninu.

Það eru góðar líkur á að það sé biðröð, en hún ætti að hreyfast fljótt.

Staðsetning – 19 Old Fulton St (undir Brooklyn Bridge)

Shake Shack

Shake Shack in Madison Square Park

Mjög góðir hamborgarar. Mæli sérstaklega með ShackBurger – kjötið sem fer í þann börger er eitthvað sérvalið, extra special. Mér fannst hann mun betri en cheeseburger-inn hjá þeim.

Það er oft (mjög) löng röð en stundum getur maður verið heppinn – fyrsta skiptið biðum við í svona 30 mínútur, seinna skiptið vorum við heppnir og þurftum varla að bíða (en síðan svona 30 mínútum seinna var röðin orðin fáránlega löng). Þeir eru með Shack Cam fyrir þá sem vilja tékka hvort það sé löng röð ;)

Upplagt líka að prófa sjeikana hjá þeim (heitir nú einu sinni Shake Shack). Síðan eru þeir líka með nokkurs konar bragðarefi (Frozen Custard) sem eru mjög fínir.

Smá hamborgaragagnrýni:

Staðsetning – Madison Square Park (23rd St og Madison Ave)

—

Síðan eru náttúrulega ótal aðrir hlutir sem maður getur prófað: Tékkað á Times Square (passið ykkur samt á “tourist traps” – fólk að reyna pranga einhverju upp á ykkur hvort sem það eru geisladiskar eða miðar á sýningar), skoðað Apple Store á 5th Avenue (mér finnst það mjög flott og skemmtileg búð), gengið um SoHo (mjög skemmtilegt hverfi), farið á Museum of Modern Art (mæta snemma, tekur góðan tíma að fara í gegnum allt) og önnur söfn… Síðan er eiginlega óhjákvæmilegt að maður fari með neðanjarðarlestinni og gulum New York leigubíl hingað og þangað – mér finnst það líka skemmtileg upplifun.

Hefur þú komið til New York? Hverju mælir þú með? Var ég að gleyma einhverju?

All the crazy shit I did tonight, those will be the best memories

Filed Under: Ferðalög, Ljósmyndir, Matur, Video Tagged With: 230 fifth, Apple, brooklyn, burger joint, central park, djamm, Empire State Building, foursquare, gagnrýni, Grimaldi's, new york city, shake shack, tao, times square, top of the rock

Kolb in the wild vol. 1 – Þjóðhátíð 2010

30. August, 2010 Leave a Comment

Þjóðhátið segiru… jú, maður skellti sér í fyrsta skipti í ár. Er alltaf á leiðinni að skella eitthvað af myndunum sem ég tók á netið. En fyrst er smá preview/special edition: Kolb in the wild.

Hlynur hafði keypt pakka af sleikjó sem hann var með í Dalnum og þegar hann sá Ásgeir Kolbeins varð hann náttúrulega að gefa honum eitt stykki. Ég náði auðvitað myndum af þessu öllu saman.

[Read more…] about Kolb in the wild vol. 1 – Þjóðhátíð 2010

Filed Under: Ferðalög, Gallery, Ljósmyndir Tagged With: ásgeir kolbeins, þjóðhátið, derhúfa + húfa = instant classic, fml, kolb, kolb in the wild, lífið er yndislegt, rándýr lopapeysa, rólegur kolb, sleikjó > lífið, thumbs up

Afmæli 2009 – the music video

16. August, 2010 Leave a Comment

Þar sem ég er loksins kominn með almennilega græju þar sem er auðvelt og skemmtilegt að klippa video tók ég mig til og tók allar myndirnar frá afmælinu í fyrra og bjó til þetta myndband:

Um að gera að tékka á þessu á Vimeo fyrir HD útgáfuna.

Ég er virkilega sáttur með þetta, þó ég segi sjálfur frá. Ég get horft á þetta aftur og aftur, þetta er svo mikil snilld – náttúrulega dúndrandi gott lag og síðan er svo mikil stemning í þessum myndum :)

I got too much life running through my veins

Filed Under: Ljósmyndir, Video Tagged With: afmæli, partý, the bloody beetroots

Nokkrar random myndir frá New York City

30. June, 2010 1 Comment

Ég er s.s. nýkominn heim frá New York City þar sem ég var í 17 daga. Snilldar ferð… legendary.

Á eftir telja nákvæmlega hvað ég tók margar myndir í ferðinni, en þær voru alla vega vel yfir 6000 (á stóru og litlu vélina). Síðan tók ég líka upp slatta af video… þannig að það er nóg af efni (hátt í 60 GB).

Ég er ekki búinn að fara í gegnum þetta allt, en hérna eru nokkrar random myndir sem ég greip:

[Read more…] about Nokkrar random myndir frá New York City

Filed Under: Ferðalög, Gallery, Ljósmyndir Tagged With: Matur, náttúra, new york city

Þynnkutjill í Nauthólsvík

25. May, 2010 Leave a Comment

Eftir skrautlegt djamm í gær hringdi Bó í mig í dag og boðaði mig í Nauthólsvík.

Það var rugl gott veður. Við skelltum okkur líka í smá sjósund en eftir að hafa synt í smá tíma beilaði ég í land – sjórinn var of kaldur og líkaminn ekki alveg sáttur með þessa meðferð.

Þetta var mjög fín helgi. Meira svona, takk.

[Read more…] about Þynnkutjill í Nauthólsvík

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: djamm, sumar, veður

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 72
  • Page 73
  • Page 74
  • Page 75
  • Page 76
  • Interim pages omitted …
  • Page 92
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...