• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Ljósmyndir

Ljósmyndir

Tunglmyrkvi 21. desember 2010

26. December, 2010 Leave a Comment

Það var víst tunglmyrkvi um daginn. Síðasti tunglmyrkvi sem sást á Íslandi var þann 21. febrúar 2008 og næst verður það eftir tæplega ár eða 10. desember 2011 (hann mun samt ekki sjást almennilega frá Reykjavík af því að almyrkvinn hefst þegar enn er dagsbirta á Íslandi). Þetta var stysti dagur ársins og alles… víst voða merkilegt, það er talað um að það séu 400-500 ár síðan það gerðist síðast.

Ég reif mig á fætur og tók nokkrar myndir. Náði reyndar takmörkuðum myndum með 55mm aðdráttarlinsunni minni en síðan fékk ég 135mm linsu lánaða hjá bróður mínum og þá náði ég aðeins skýrari/betri ljósmyndum.

Ég hef ekki mikið verið að taka myndir af tunglinu áður… Það voru greinilega smá mistök hjá mér að taka mjög “langar” myndir (þar sem ljósopið var opið í margar sekúndur) – þá eru tunglið og stjörnurnar hreyfð. Samt smá áhugavert að sjá húsin alveg kyrr á meðan himinninn er á hreyfingu. Ég vildi ekki þurfa að hafa ISO-ið of hátt þannig að myndirnar yrðu mjög kornóttar og þess vegna þurfti ég að hafa ljósopið opið svona lengi. En maður þarf greinilega að finna einhvern milliveg. ISO 3200 á Canon 550D er reyndar allt í lagi fyrir svona myndir af tunglinu.

Það virðist sem 5 sekúndur (eða minna) sé heppilegur tími – ef ljósopið er opið mikið lengur en það þá er áberandi hreyfing á myndinni. Síðan er bara um að gera nota ljósnæmustu stillinguna á linsunni – ég græddi voða lítið á að nota f/5.6 á 17-55mm linsunni þegar ég gat notað f/2.8.

Þetta var ekki heppilegt veður til þess að vera standandi úti lengi í kuldanum. Sérstaklega ekki þegar maður er smá veikur. En ég stillti bara þrífætinum upp rétt fyrir utan útidyrnar og hoppaði inn á milli ;)

[Read more…] about Tunglmyrkvi 21. desember 2010

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: þrífótur, ljósmyndun, tunglið

Filmu fetish vol. 4 – Partý fjör

20. December, 2010 1 Comment

Nei sko, fleiri myndir úr afmælinu mínu. 2 frá Eyjum, nokkrar úr afmæli Bjössa og djammið á Kaffibarnum eftir það. Meira random… annað djamm á KB und zo weiter.

Venjulega læt ég framkalla filmurnar mínar hjá Pixlum, en núna prófaði ég Ljósmyndavörur. Er svona að vega og meta hvort sé betra. Pixlar eru með hi-res skanna (kostar aðeins auka) og ég held að myndirnar sem ég fæ á geisladisknum séu aðeins betri en þær sem ég fæ frá Ljósmyndavörum. Þessar eru svolítið kornóttar/grófar… En síðan gæti það líka verið út af því að þessi filma var í raun útrunnin, þannig að maður getur ekki búist við toppgæðum. Ætla að gefa Ljósmyndavörum annan séns.

[Read more…] about Filmu fetish vol. 4 – Partý fjör

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, APS, Óli Freyr, þjóðhátið, Bó, Bjössi, brunahani, djamm, Eyjar, filma, Gaui, Haukur, Hlynur, kaffibarinn, KBS, klósett, Lalli, partý, Sara, Sigga, vesturbærinn

Norðurljós 11. nóvember 2010

5. December, 2010 Leave a Comment

Fyrir nokkrum vikum síðan var ég að koma heim úr badminton og var litið upp til himins og sá þessi rosalegu norðurljós. Sjaldan sem maður sér svona kröftug norðurljós dansandi um allan himininn.

Þannig að ég dreif mig inn, greip myndavélina, fjarstýringuna og þrífótinn. Maður þarf að hafa hraðar hendur þegar norðurljósin birtast af því að þau hverfa oftast nokkrum mínútum seinna. Þau voru eiginlega horfina svona 20 mínútum seinna og ég náði nokkrum myndum. Það voru reyndar ekki alveg nógu heppilegar aðstæður fyrir norðurljósamyndatökur – mjög hvasst (kuldinn var heldur ekki að hjálpa).

Þar sem það var svona hvasst og til þess að mynda norðurljós þarf maður að hafa ljósopið yfirleitt opið í nokkrar sekúndur (oft 1 eða 2 mínútur) þá eru myndirnar töluvert hreyfðar. Það hefði hugsanlega verið betra ef ég hefði verið með massívari/betri þrífót.

Ég hljóp inn og skipti um linsu. Vildi prófa fisheye linsuna og sjá hvort það kæmi betur út – ná að grípa meira af himinum í einu. En þá voru norðurljós farin að dofna töluvert.

En það var magnað að standa þarna og stara á þessi fyrirbæri – ég held ég hafi aldrei séð norðurljósin svona litrík (rauð, fjólublá, bleik, blá, græn…). Það er ekkert skrítið að ferðamenn séu tilbúnir að borga góðan pening til að sjá þau – og síðan er maður bara bókstaflega með þetta í bakgarðinum sínum.

[Read more…] about Norðurljós 11. nóvember 2010

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: þrífótur, badminton, fisheye, norðurljós

Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir

5. November, 2010 2 Comments

Já, já… fullt af myndum sem ég hef náð í úr framköllun nýlega. Fyrstu myndirnar virðast vera nokkrar (misgóðar) frá New York. Síðan nokkrar úr Vesturbænum, sumarbúðstaðurinn og svo afmælið í sumar.

Alltaf gaman að fisheye og double exposure.

[Read more…] about Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir

Filed Under: Ferðalög, Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, Óli Freyr, Bjössi, filma, fisheye, Haukur, Hlynur, Lalli, lomography, new york city, partý, Sara, Sigga, vesturbærinn

Filmu fetish vol. 2 – Afmæli 2010

2. November, 2010 1 Comment

En síðan er maður stundum bara nokkrar mínútur að klára eina filmu ;) Reyndar bara 15 myndir á þessari filmu, en samt…

Þetta eru myndir úr afmælisteitinu núna í sumar – þegar það var farið að líða svolítið á kvöldið og ég ákvað að hvíla “stóru” vélina (flassið var líka búið að ofhitna). Upplagt að grípa þá í litlu og nettu APS filmuvélina.

[Read more…] about Filmu fetish vol. 2 – Afmæli 2010

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, APS, Óli Freyr, filma, Haukur, Hlynur, partý, Sara, Sigga

Filmu fetish vol. 1 – APS myndir

2. November, 2010 1 Comment

Eitt við það að taka á filmu – maður er svolítið að spara þetta, reyna að vanda sig við hverja mynd og svo grípur maður ekki alltaf í filmuvélarnar. Þannig að það getur tekið heilt ár að klára eina filmu. Mér sýnist að á þessari filmu séu aðallega myndir frá sumrinu 2009 og sumrinu 2010. Kannski er það eitthvað við sumarið sem fær mann til að draga filmuvélarnar fram?

[Read more…] about Filmu fetish vol. 1 – APS myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, APS, Óli Freyr, Bjössi, einar birgir, filma, Hlynur, Lalli, partý, Sara, sumar, vesturbærinn

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 70
  • Page 71
  • Page 72
  • Page 73
  • Page 74
  • Interim pages omitted …
  • Page 92
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me