• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Ljósmyndir

Ljósmyndir

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 5 – Biðraðir og vonbrigði

27. October, 2010 2 Comments

Síðasti dagur Airwaves ’10. Ég skoðaði off-venue dagskrána og sá að Yunioshi voru að spila á Hemma & Valda kl. 19. Ég tékkaði á þeim á MySpace og þetta var ágætt stöff. Fannst upplagt að líta þarna við og fara svo á Nasa síðar um kvöldið.

Þegar ég mætti rúmlega 19 var alveg troðið út að dyrum, en ég náði að troða mér inn um bakdyrnar. Þar var bara einn gaur að spila á gítar – vissi ekki hver það var (það var ekkert á undan Yunioshi samkvæmt dagskránni). En eftir smá rannsóknarvinnu tel ég það líklegt að þetta hafi verið Rob Maddison – fínasta tónlist hjá honum. Rólegt… upplagt á sunnudegi.

Síðan byrjuðu Yunioshi, eða svona brot af hljómsveitinni (restin var víst farin til UK). Rob Maddison fyllti í skarðið og sá um trommurnar. Very nice var ég víst búinn að nótera hjá mér. Ljúfir tónar. Þau tóku nokkur lög og síðan hélt ég heimleiðis. Ætlaði að fá mér eitthvað að borða og skella mér síðan á Nasa.

En nei, ekki alveg. Ég var að keyra heim, var á rauðu ljósi hjá Hamborgarabúllunni… síðan kom grænt og ég ætlaði af stað. Það kom eitthvað skrítið hljóð (eins og eitthvað hefði brotnað) og bíllinn haggaðist ekki. Ég prófaði að slökkva á bílnum og starta honum aftur (“have you tried turning it off and on again?”), en það hjálpaði ekki. Ég setti hazard ljósin á, bílar flautuðu og ég var fucked. Það komu einhverjir góðhjartaðir gangandi vegfarendur og buðust til að ýta mér aðeins til hliðar svo ég væri ekki að blokka umferðina.

Pabbi kom svo og dróg mig að Heklu (verkstæðið sko, ég var ekki alveg það brjálaður að ég henti bílnum í eldfjall, næstum því samt…) þar sem við skildum bílinn eftir.

Þannig að ég tafðist töluvert… fór heim til að fá mér að borða og þá var klukkan orðin svona rúmlega 21. Í einhverju bjartsýniskasti ímyndaði ég mér að fólk væri bara að taka því rólega, einhverjir túristar farnir heim… þannig að ég þyrfti ekki að stressa mig á að mæta snemma vegna hættu á að Nasa myndi fyllast fljótt. En ég hafði alltaf “sneaking suspicion” að það væri bara bull hjá mér. Það reyndist rétt þegar við Bjössi keyrðum fram hjá Nasa og sáum alveg klikkaða röð fyrir utan.

Við lögðum samt bílnum og reyndum við röðina. Hún var aðeins lengri heldur en föstudaginn, en við gáfum þessu smá séns. En röðin var lítið sem ekkert að hreyfast – Dan Deacon var byrjaður þannig að það var ólíklegt að röðin væri að fara breytast á næstu ~45 mínútunum. Við vorum næstum því aftastir og nenntum ekki að standa þarna í rigningu og kulda þannig að við fórum á Sódóma til að tékka á hinum valmöguleikanum sem var í boði á Airwaves dagskránni.

Á Sódóma var hin íslenska hljómsveit XIII að spila. Allt í lagi rokk, en ég var ekkert að missa mig. Við gáfum þessu smá stund (ca. 30 mínútur) og tékkuðum svo aftur á Nasa. Röðin hafði bara lengst ef eitthvað var. Við sáum fólk sem hafði verið aðeins fyrir framan okkur fyrr um kvöldið og það hafði hreyft sig lítið sem ekkert.

Við stóðum samt í röðinni í smá stund, en svo gáfumst við upp. Þetta var greinilega ekki að fara að gerast. Svekkjandi.

Ég veit að þetta var klúður hjá mér – ég hefði átt að mæta fyrr. En þetta fékk mig til að hugsa – ég hef eftir “áreiðanlegum heimildum” að það voru seldir 5000 miðar á Airwaves 2010. Hvað tekur Nasa marga? 600-900 manns? Segjum að þeir hafi troðið 1000 manns þarna inn – það þýðir samt að 80% af þeim sem keyptu miða á Iceland Airwaves 2010 gátu ekki séð dagskrána síðasta daginn. OK, fólk hefði getað farið á Sódóma – en Sódóma rúmar ekki 4000 manns + það sem var í boði þar var ekkert æðisfengið (heillaði greinilega ekki marga þar sem staðurinn var nánast tómur).

Spurning ef þeir ætla að hafa svona “stór nöfn” (Dan Deacon og FM Belfast voru greinilega að draga að töluvert af fólki) á sunnudaginn að hafa þá 1-2 önnur venue opin með álíka spennandi hljómsveitum – til að dreifa álaginu og leyfa meira en 20% af gestunum að sjá eitthvað síðasta kvöldið.

En, anyways… Eitt af því sem er svo mikil snilld við Iceland Airwaves hátíðina er allt fólkið sem maður rekst á – sumir sem maður hittir reglulega, aðrir sem maður hefur ekki séð í langan tíma og enn aðrir sem maður hefur aldrei hitt áður. Gott stöff.

Það sem stóð upp úr Iceland Airwaves 2010 var Moderat, Slagsmålsklubben, Robyn og Jungle Fiction.

Þetta raðarrugl og að missa af síðustu tónleikunum drap svolítið Airwaves-vímuna… bílavandræðin höfðu líka eitthvað með það að segja að ég var ekkert í brjáluðu stuði síðasta kvöldið og hafði takmarkaða þolinmæði fyrir að bíða í biðröð.

Já, ég náði svo í bílinn úr viðgerð í gær. Öxullinn hafði s.s. brotnað og varahlutirnir voru ekki til á landinu þannig að þeir þurftu að panta þá. Þetta tók viku og kostaði 140.000 kr. Hefði alveg viljað nota þennan pening í eitthvað annað :(

Fórst þú á Airwaves 2010? Hvað fannst þér bestu tónleikarnir? Hvað stóð upp úr? Hvar var besta stemningin?

Jæja, sjáumst hress á Iceland Airwaves 2011! Eins gott að setja það í Google Calendar: 12.-16. október 2011.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 5 – Biðraðir og vonbrigði

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Rant, Tónlist Tagged With: bíll, biðröð, Hemmi & Valdi, Iceland Airwaves, jungle fiction, moderat, MySpace, nasa, off venue, Robyn, Slagsmålsklubben, tónleikar

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 4 – Partý, partý… partý myndir

25. October, 2010 1 Comment

Byrjaði kvöldið á off-venue tónleikum á Hressó – Think About Life sem við náðum ekki að sjá á Nasa (sjá: fáránlega löng biðröð). Virkilega hress hljómsveit – gott stöff. Hefði alveg viljað sjá tónleikana á Nasa. Ég held að á Airwaves 2011 þá ætla ég ekki að taka neina sénsa – helst bara planta mér á einum stað og ekki hreyfa mig.

Síðan hoppaði maður á American Style til að fá sér smá að borða áður en maður skellti sér á Listasafnið. Þar var víst einhver töf… Bang Gang byrjaði svo, ca. 40 mínútum á eftir áætlun. Barði svona nett súr eins og alltaf :) Næst voru það Tunng – jolly rock punktaði ég hjá mér.

Svo var það Bombay Bicycle Club næstir upp á svið. Gott stöff. Fínasta tónlist. En að lokum (á Listasafninu a.m.k.) var það stærsta atriði Iceland Airwaves ’10 – Robyn. Salurinn tæmdist töluvert eftir Bombay Bicycle Club (kannski var fólk að flykkjast á Hercules & Love Affair?) þannig að maður náði að troða sér nokkuð framarlega… síðan beið maður eftir að partýið byrjaði. Gott stuð hjá Robyn, hélt uppi mjög góðri stemningu.

En Robyn er alveg skuggalega lítil… hún var samt á klikkuðum klossum. Mér fannst eitthvað skrítið þegar rótarinn var að prófa hljóðnemann og hann þurfti að beygja sig töluvert niður til að ná í hann, en það var víst passleg hæð fyrir Robyn. Ég er sáttur með að hún tók cover af Cobrastyle (með sænsku hljómsveitinni Teddybears) – gífurlega hresst lag (enda á Hress 2007).

Já, síðan fékk hún sér banana í miðjum tónleikum – um að gera að fá smá næringu eftir að hafa dansað um allt sviðið. En það er skandall að fólk hafði ekki metnað/þolinmæði til að klappa hana upp – ég er á því að hún hefði alveg verið til í að taka 1-2 lög í viðbót. Rótarinn kom og lagaði hljóðnema-snúruna, hann hefði ekki gert það ef þeir voru bara að fara að pakka saman. Fólk var kannski að flýta sér of mikið á næsta stað? En ég meina, stærsta atriðið á Airwaves 2010… ég bjóst alla vega fastlega við uppklappi.

Eftir Robyn skellti maður sér á Nasa þar sem maður hlammaði sér í leðursófa aðeins til að slaka á. En það var ekki mikið að gerast á Nasa þannig að maður skellti sér á Venue. Þar var einhver töf á dagskránni… XXX Rottweiler voru víst á leiðinni upp á svið þótt þeir hefðu átt að byrja fyrir klukkutíma. Rottweiler hundarnir ná alltaf að pumpa upp stemninguna – þótt þeir séu nokkurn veginn yfirleitt með sama prógrammið. Mér fannst reyndar aðeins meiri stemning í fyrra.

Síðan var það hljómsveitin sem ég var aðallega að bíða eftir: Jungle Fiction – algjör snilld. Fáránlega góð stemning. Virkilega góð keyrsla. Þessir gaurar eru svona ca. 19 ára – rétt að byrja… þeir eiga eftir að verða HUGE. Þeir eru að spila ákkúrat raftónlist sem ég fíla í tætlur – hratt og hart elektró.

Næst tékkaði ég á þýska plötusnúðinum Shumi á Apótekinu (ekki mikið annað í gangi af Airwaves dagskránni). Aðeins of sveitt til að vera þarna einn… þannig að ég fór á Bakkus og svo á Kaffibarinn til að hitta eitthvað af crew-inu.

Hellingur af myndum, photos, billeder, fotografen..:

[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 4 – Partý, partý… partý myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: apótekið, bakkus, Bjössi, einar birgir, hressó, Iceland Airwaves, jungle fiction, kaffibarinn, kolb in the wild, listasafn reykjavíkur, Matur, nasa, off venue, Robyn, tónleikar, think about life, venue

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 3 – Photos, baby!

20. October, 2010 3 Comments

Elsk’edda. Partýið heldur áfram… þriðji dagur Airwaves ’10. Mættum fyrst á Listasafnið, rétt misstum af Chateau Marmont. Þá reif maður upp dagskrána til að tékka hvað annað væri í gangi. Fórum að Iðnó til að tékka á Mugison, en það var ekki að gera sig – röðin var fáránleg löng. Fórum á Nasa þar sem var engin röð. Sáum Berndsen – ágætt stöff, hressleiki. Fórum út til að tékka á Dikta á Listasafni Reykjavíkur – þá var búið að mynda röð fyrir utan Nasa þótt það væri hálf tómt inni. Dikta alltaf góðir live – gott íslenskt rokk.

Næst var það Everything Everything. Í rauninni ekkert mjög eftirminnilegt… þannig að það hefur líklega verið meh, svona lala. Síðasta atriðið í Listasafninu var Hurts. Þeir voru bara nokkuð góðir – mikill kraftur í þeim, mjög góður hljómur, fínasta tónlist. Maður beilaði samt á þeim eftir kannski 2/3 af tónleikunum til að reyna sleppa við brjálaða biðröð á Nasa.

Það. Gekk. Ekki. Eftir. Þegar maður mætti var röð alveg út á horn (í átt að Alþingishúsinu) og rúmlega það (ekki alveg jafn slæmt og 2005, en nálægt því). Það var sem betur fer ekki rigning og ekki það kalt, þannig að við biðum sallarólegir (svona til að byrja með). Við færðumst nær og nær smám saman, en síðan fór fólk að hrúgast að – sumir voru kurteisir og fóru aftast í röðina, en aðrir ákváðu bara að taka sénsinn og troða sér inn frá kantinum. Það virtist virka af því að dyraverðirnir voru virkilega að hleypa þessu liði inn sem var bara nógu frekt og ýtið – á meðan við vorum búnir að bíða þarna í rúmlega klukkutíma.

Jonni beilaði á röðinni þegar við vorum svona 3-4 metra frá hurðinni (það var búið að loka hurðinni og engin hreyfing í nokkurn tíma). Loksins tóku dyraverðirnir sig til í andlitinu og reyndu að stjórna þessari þvögu og maður komst á endanum inn – eftir að hafa beðið í svona 90 mínútur (kannski aðeins meira). Þá voru Alex Metric & Co. að spila (fengu líka aðstoð frá Charli XCX) – hresst elektró hip-hop eitthvað.

Síðan var það hljómsveitin sem maður var í raun búinn að bíða hvað spenntastur eftir þetta kvöldið, ástæðan fyrir því að maður beið í biðröðinni í 90 mínútur… Slagsmålsklubben sem voru klárlega toppurinn. Brjáluð stemning – sérstaklega þegar maður henti sér á dansgólfið og þeir héldu áfram að taka tryllta slagara. Þeir voru þarna 6 á sviðinu að djöflast á ýmsum tólum og tækjum. 2 þeirra voru mjög hressir – einn aðeins of hress… var eitthvað að muldra í hljóðnemann, mestmegnis á sænsku ;)

Tók alltof mikið af myndum… Njótið:

[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 3 – Photos, baby!

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: biðröð, Dikta, Iceland Airwaves, listasafn reykjavíkur, nasa, Slagsmålsklubben, tónleikar

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 2 – Meira stuð, meiri myndir

15. October, 2010 2 Comments

Annar í Airwaves ’10! Bara gott. Stefnan var tekin á Listasafn Reykjavíkur (aka Hafnarhúsið). Þegar við mættum voru Amiina að byrja – það var víst einhver seinkunn í gangi (þau hefðu átt að byrja klukkutíma fyrr). En þeim var greinilega “fórnað” til að minnka aðeins töfina – samkvæmt dagskránni hefði átt að vera 1 klst og 10 mínútur í næsta atriði, en þau spiluðu bara í svona hálftíma. Ágætt stöff, nokkuð rólegt en aukinn kraftur inn á milli.

Næst voru það Danirnir í Efterklang. Fínasta rokk – enginn snilld, en alveg ánægjulegt live stöff. Eftir það kom hljómsveitin sem ég var búinn að bíða eftir, Moderat. Maður er náttúrulega elektróhaus þannig að þetta höfðaði mjög vel til mín. Algjör snilld í rauninni. Komu sterkt inn strax með A New Error – þeir vörpuðu meira að segja myndbandinu (sem er mjög kúl) á tjöld/veggi sem þeir voru búnir að stilla upp fyrir aftan sig:

Síðan héldu þeir elektró-keyrslunni áfram. Fínasta fimmtudags-rave ;) Ég var alveg að fíla mig – smá trans-dans í gangi. Þessi visuals sem voru í gangi fyrir aftan þá voru alveg að virka – hjálpuðu upp á að skapa góða stemningu. Þarf að verða mér út um diskinn þeirra – tékka hvort hann sé til sölu á Hotel Plaza eða kannski á netinu (skandall, sé þá ekki á gogoyoko). Þeir voru m.a.s. klappaðir upp, mjög gott.

Myndir segiru? Jú, jú… eitt eða tvö stykki:

[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 2 – Meira stuð, meiri myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist, Video Tagged With: fml, Iceland Airwaves, listasafn reykjavíkur, moderat, nasa, tónleikar, tónlistarmyndband

Iceland Airwaves 2010 – Dagur 1 – MYNDIR!

14. October, 2010 1 Comment

Snilld! Iceland Airwaves er byrjað aftur… Þetta er það besta sem gerist á hverju ári á Íslandi. Það liggur við að maður segi að Iceland Airwaves sé mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.

Fyrsti dagurinn var mjög góður – góð byrjun á þessari snilldar tónlistarhátíð. Henti mér bara strax á Nasa þar sem Benny Crespo’s Gang voru að fara byrja. Við lentum reyndar í smá biðröð en hún hreyfðist ágætlega – biðum bara í svona 15 mínútur (I’ve had worse). Síðan var það Bloodgroup sem voru að gera góð hluti – fínasta elektró. Öll lögin voru kannski ekki 100% algjör snilld, en mörg virkilega góð.

Næst var það Agent Fresco sem eru í harðari kantinum, en samt nokkuð melódískir. Það myndaðist smá mosh pit. Góður kraftur í gangi. Mammút voru síðust á svið. Fínasta rokk. Góður endir á góðu kvöldi. Virkilega spenntur fyrir tónleikaveislunni næstu daga… þetta er rétt að byrja!

Ég var auðvitað með IXUS myndavélina með mér og smellti af nokkrum ljósmyndum. Tók líka nokkur video… ætli ég reyni ekki að sjóða saman smá Airwaves collection við tækifæri.

Photos, baby! Day 1. Check it:

[Read more…] about Iceland Airwaves 2010 – Dagur 1 – MYNDIR!

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: biðröð, bloodgroup, Iceland Airwaves, mammút, nasa, tónleikar

Mótmæli fyrir utan Alþingi 4. október 2010

5. October, 2010 Leave a Comment

Orðið á götunni í dag var að það væri búið að plana mega partý á Austurvelli um kvöldið. Allir velkomnir, BYOB.

Ég missti alveg af partýunum 2008/2009 þannig að ég varð að tékka á þessu… Ég greip náttúrulega myndavélina með, alltaf gaman að ná góðum partý-myndum.

[Read more…] about Mótmæli fyrir utan Alþingi 4. október 2010

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: alþingi, austurvöllur, mótmæli, pólitík

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 71
  • Page 72
  • Page 73
  • Page 74
  • Page 75
  • Interim pages omitted …
  • Page 92
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me