• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Ljósmyndir

Ljósmyndir

Mánuður af Hannesi – Everyday verkefni í vinnslu

17. May, 2011 3 Comments

Fyrir tæpum tveim mánuðum keypti ég Everyday app-ið. Ég er búinn að fylgjast lengi með Noah Kalina – hann er einn af mínum uppáhalds ljósmyndurum – og mér finnst Everyday verkefnið hans nokkuð skemmtilegt/áhugavert.

Þannig að mig langaði til að prófa að gera svona myndband (time-lapse video) af mér yfir nokkurn tíma.

Hérna er fyrsti mánuðurinn – 21. mars 2011 til 22. apríl 2011:

Frekar stutt… ég þarf að taka mynd af mér á hverjum degi í nokkra mánuði í viðbót til að geta búið til aðeins áhugaverðara myndband ;)

Já, ég notaði Vimeo app-ið til að skella title credits á þetta og tónlist undir. Ótrúlegt hvað maður getur gert með iPhone ;)

Remember when I caught your eye. You gave me rainbows and butterflies.

Filed Under: Ljósmyndir, Projects, Video Tagged With: app, everyday, iphone, ljósmyndun, vimeo

Göngutúr um miðbæinn 14.5.2011

15. May, 2011 Leave a Comment

Áður en við Birna skelltum okkur í Eurovision-partý röltum við smá um miðbæinn. Við skoðuðum mismunandi menningu á Alþjóðadeginum hjá Ráðhúsinu – ég keypti mér mjög flottan handmálaðan bol til styrktar Japan. Síðan litum við inn í Kolaportið þar sem ég keypti How To Make Friends með FM Belfast (Kimi Records voru með bás). Að lokum fórum við í Hörpu, tónlistarhúsið fræga – mjög flott, hlakka til að mæta á skemmtilega viðburði þar (t.d. Iceland Airwaves).

Ég tók nokkrar myndir á símann – hann hefur eiginlega tekið við sem myndavélin sem ég nota í götuljósmyndun. Svo hentugt, ég er alltaf með hann við höndina.

Já, ég er að senda þessa færslu úr símanum (nota WordPress app-ið). Aðeins að prófa, myndirnar koma líklega ekki í fullri upplausn. Þarf að skoða hvort ég geti ekki reddað því.

Uppfært: Ég fiktaði smá í þessu og fann út hvernig ég gat sett inn stórar myndir. Bara upload-a þeim í Original Size og nota síðan gallery shortcode til að birta thumbs af myndunum.

[Read more…] about Göngutúr um miðbæinn 14.5.2011

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: app, Birna, bolir, eurovision, fm belfast, Göngutúr, götuljósmyndun, harpa, Iceland Airwaves, iphone, kolaportið, miðbærinn, ráðhúsið, tónlistarhúsið, WordPress

RIP: Badminton-spaðinn sem ég rústaði í gær

25. March, 2011 Leave a Comment

Broken badminton racquet

Ég rústaði badminton-spaðanum mínum í gær. Búinn að eiga hann í 15 ár. Hefur staðið sig vel. RIP. Hann dó með látum – við Hlynur lömdum spöðunum okkar saman í lokaskotinu. En við unnum leikinn þannig að spaðinn dó ekki til einskis.

—

Ég sendi þetta á Facebook í gær en síðan datt mér í hug að það væri sniðugt að hafa þetta líka á blogginu. Gott að geyma svona sögulegar minningar á blogginu. Það er aldrei að vita, kannski gufar Facebook upp úr þurru og þá hverfur allt sem maður hefur lagt blóð, svita og tár í að setja þar inn.

En já, ég fékk þennan Yonex spaða einhvern tíman á tímabilinu 1995-1997, þegar við vorum í Danmörku. Badminton var gríðarlega vinsæl íþrótt þá (hugsanlega ennþá) – mjög margir í bekknum að æfa, þannig að ég skellti mér líka. Fínasta íþrótt. Já, ég fékk spaðann líklega 1996 eða 1997 þar sem þetta var ekki fyrsti badminton-spaðinn minn.

Ég æfði eitthvað smá badminton hjá TBR eftir að við komum heim, en það entist ekki lengi. Þannig að spaðinn var að mestu óhreyfður frá ca. 1998 til 2004 þegar við félagarnir byrjuðum að hittast vikulega og spila badminton (“badda”). Höfum verið með tíma einu sinni á viku á veturna síðan þá, með smá pásu einn veturinn ef ég man rétt. Hópurinn sem hefur verið að mæta hefur breyst smá (eftir því sem fólk hefur farið út í nám eða flutt úr bænum) en ekki mjög mikið.

Baddinn er gríðarlega hressandi. Gaman að stunda svona keppnisíþrótt, ágæt tilbreyting frá hinni líkamsræktinni.

En ég þarf greinilega að fara versla mér nýjan og flottan badmintonspaða. Ég sem var tiltölulega nýbúinn að skipta um net á þessum. En ég er með 2 “vara spaða” sem ég get notað á meðan…

Like a sprained ankle, boy, I ain‘t nothing to play with

Filed Under: Íþróttir, Ljósmyndir Tagged With: badminton, Danmörk, facebook, Hlynur, nostalgia

Fjallganga upp á Eyrarfjall í Kjós

28. February, 2011 1 Comment

Birna plataði mig í Eitt fjall á mánuði hjá Ferðafélagi Íslands. Við misstum af fyrsta fjallinu í janúar en fórum í febrúar gönguna núna síðasta laugardag (26.2.2011).

Þetta var mjög hressandi sport. Maður var þarna á köflum valhoppandi eins og fjallageit í mjög fallegri náttúru. En á milli var maður að “berjast fyrir lífi sínu” í snjóbyl, hvassviðri og nístingskulda.

Ég mætti þarna í glænýjum gönguskóm og ágætlega vel gallaður. Þrátt fyrir að vera í nýjum gönguskóm fékk ég engar blöðrur og (nánast) engin hælsæri – ég var búinn að setja á mig Compeed plástra á undan og fékk líka svona sérstakt teip til að þekja helstu áhættusvæðin.

Ég var líka nýbúinn að fjárfesta í vatns- og vindheldum buxum frá ZO-ON. Virkuðu mjög vel – varð ekki vitund kalt á fótunum þrátt fyrir mikinn vind og kulda. Hefði alls ekki þurft að vera í thermo buxum innan undir eins og ég var að velta fyrir mér.

En það sem ég klikkaði á var að vera bara með bómullarhanska. Hefði átt að vera með ullarvettlinga og vindlúffur. Ein konan sem var farastjóri þarna sá að mér var eitthvað kalt (reyna að lemja mér til hita) og var svo góð að lána mér svona vindlúffur. Bjargaði mér algjörlega. Ég hefði pottþétt misst nokkra fingur annars…

Það hefði líka verið ágætt að vera með ullarlambhúshúfu – þylja andlitið sitt aðeins betur. Jafnvel líka að vera með snjógleraugu gegn snjóbylum og mikilli birtu. Ég ætla líka að skoða að fá mér göngusokka, gæti verið hentugt. Já, og svona legghlífar… það er nóg af útbúnaði sem maður þarf í þetta :)

Já… ég tók nokkrar myndir á símann og IXUS vélina.

[Read more…] about Fjallganga upp á Eyrarfjall í Kjós

Filed Under: Íþróttir, Gallery, Ljósmyndir Tagged With: útivist, Birna, fjallganga

Annáll: Árið 2010 í baksýnisspeglinum

18. January, 2011 7 Comments

Jááá… 2010 bara búið. Mér fannst 2010 kúl ár. Twenty ten. MMX.

Spurning að taka smá recap/upprifjun/annál… hvað var ég að gera árið 2010? Hvað er minnisstæðast?

Mac switch

Hmm… gerðist ekkert merkilegt fyrri hluta 2010? Ja, jú, ég skipti úr PC yfir í Mac. Back to the roots – fyrstu tölvurnar sem ég lék mér í (þegar ég var kannski svona ~6 ára) voru Macintosh. Þessi skipting hefur bara reynst mjög vel, ég sé ekki ennþá eftir því ;) En Mac OS X hefur vissulega sína kosti og galla eins og Windows.

Búinn að klippa nokkur skemmtileg myndbönd á fína Makkanum mínum. Stoltastur af “Afmæli 2009” myndbandinu:

Ég get horft á þetta aftur og aftur, þetta er svo mikil snilld :)

Ég splæsti í Vimeo Plus þannig að fólk getur smellt á “HD” til að horfa á HD útgáfuna (ef hún er ekki nú þegar virk) og skellt þessu í fullscreen.

Hot yoga

Já, síðan um vorið byrjaði ég að stunda hot yoga. Það var frekar skrítið fyrst og fyrstu tímarnir tóku á – að venjast þessum hita (yfirleitt 39° og svona 48% raki) og að svitna svona rosalega. En mér finnst þetta algjör snilld. Þetta er sérstaklega gott til að styrkja bakið og minnka þessa þrálátu bakverki. Síðan er ég ekki frá því að þetta hjálpi við að vinna á ofnæminu (augun) – það og/eða að nota nálastungudýnuna reglulega. Þetta er líka fínasta detox – um að gera að hreinsa líkamann reglulega. Þetta á líka að hafa ýmsa aðra kosti – styrkja hin og þessi líffæri… Ég mæli með þessu.

New York, New York

NYC Taxi

Í júní skellti ég mér með nokkrum eðalsveinum til New York. Þetta var vægast sagt legendary ferð. Við vorum þarna í 17 daga í íbúð sem við leigðum okkur í Brooklyn. Þvílíkar sögur. Þvílíkar minningar. 230 Fifth, anyone? ;) Mjög gott. New York er klárlega uppáhaldsborgin mín. Ég skrifaði líka grein sem ég er nokkuð stoltur af: Hvað á ég að gera í New York?

Sumar = partý

MAFS

Sumarpartý. Já, það var alveg eitt eða tvö partý um sumarið. En ekki hvað? Grill, léttklætt sexy fólk, fjör, bústaðir… Eina leiðin. Það er algjör snilld þegar maður ráfar út af Kaffibarnum og það er bjart úti :)

Ég hélt líka nokkuð gott afmælispartý þótt ég segi sjálfur frá :) Partýtjald og læti.

Ég tók nokkrar myndir um sumarið.

Um sumarið fórum við líka að snorkla í Silfru. Eftir það hoppuðum við út í:

Gott fjör :)

Þjóðhátíð

Bjórsturta

Ég skellti mér til Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgina á Þjóðhátíð í fyrsta skipti með New York crew-inu + Bjössa og Jonna. Leigðum okkur íbúð – “Partýhofið”. Mjög gaman. Góð stemning, gott fjör. Fyrir utan alveg í lokinn síðasta kvöldið þar sem var ráðist á mig. Það kastaði s.s. einhver flugeldi í átt að mér og hann skaust með þvílíkum krafti undir hnéð (er ennþá með ör) og sprakk með þvílíkum látum (að öllum líkindum “signal” eða álíka sprengja). Að ég hafi verið í adrenalínsjokki er vægt til orða tekið – ég var stjörnuvitlaus af bræði.

Iceland Airwaves 2010

Iceland Airwaves '10

Skemmtilegasti menningarviðburður á Íslandi ár hvert. Eins og ég sagði á Facebook: “Iceland Airwaves er mitt Ramadan/Yom Kippur/páskar… þetta er svo mikil snilld. Þetta er heilög hátíð.”. Alltaf fjör. Lifandi tónlist er best. Biðraðir eru reyndar ekki best. Alltaf gaman að uppgötva nýja og skemmtilega tónlist. Blogg + myndir: Dagur 1, 2, 3, 4 og 5.

KinWins

KinWins team

Ég tók þátt í Startup Weekend í nóvember og teymið mitt vann að KinWins verkefninu. Við gerðum okkur lítið fyrir og unnum keppnina! :) + Besta teymið (“best team effort”). Við unnum reyndar ekki netkosninguna í Global Startup Battle :( En við ætlum að halda áfram að vinna í þessu verkefni.

WhenTumblrIsDown.com

When Tumblr Is Down . com

Fyrir nokkrum árum (2008) skráði ég lénið whentumblrisdown.com (fékk innblástur frá whentwitterisdown.com og öðrum single-serving vefsíðum). Ég hef verið smá og smá að vinna í þessu – bara að leika mér. Fólk hefur verið að rekast á þetta og Tumblr notendur virðast vera að fíla þetta miðað við það sem ég sé (fólk að pósta uppáhalds setningunum sínum á Tumblr og Twitter, deila á Facebook…).

Ég tek alltaf eftir “spike” í umferð á síðuna þegar Tumblr er í alvörunni niðri. En 6. desember 2010 fór allt í rugl – tumblr.com (og allar síður hýstar af Tumblr) lágu niðri í 24+ klst. En ég “græddi” aldeilis á því :) Heimsóknir á vefinn fóru að hrannast inn og virtir fjölmiðlar eins og Los Angeles Times, TIME.com, The Atlantic, The Huffington Post og The Next Web voru að vísa á síðuna mína.

Fyrir utan allar hinar síðurnar (hundruðir!) sem eru að benda á WhenTumblrIsDown.com – meðal annars “Tumblr celebs” sem ég er að vísa í á síðunni: Yimmy Yayo, Hype Machine crew, topherchris, Coke Talk…

Ég endaði með að fá yfir 100.000 heimsóknir (StatCounter taldi reyndar tæplega 300.000 unique visitors) og 1,2 milljón síðuflettingar (e. pageviews) á mjög stuttum tíma. Ég fékk meira að segja spons: Iceland wants to be your friend keypti auglýsingaborða á síðunni í nokkra daga.

Það eru komin tæplega 12.000 likes/comments/shares á síðuna. Mér finnst það nokkuð gott :)

<3 KB

Já, síðan hitti ég Birnu :) Ef það var ekki augljóst nú þegar, þá dýrka ég Kaffibarinn :D

—

Þetta er svona helsta sem gerðist 2010 (sem ég man eftir í augnablikinu).

Einn kostur við að halda úti svona bloggi er að maður er að varðveita minningar, hvað maður var að gera hverju sinni… En ég er kannski ekki nógu duglegur við að nota þetta sem “dagbók” – segja hvað ég hef verið að gera undanfarið. Ég gerði það aðeins meira fyrir nokkrum árum… kannski ætti ég að gera meira af því. Bara örstuttar færslur.

Nú er maður líka að setja mikið af upplýsingum inn á Twitter/Facebook… ætti maður að reyna varðveita það? Ég ætlaði alltaf að setja upp einhvers konar Twitter safn/archive. Kannski ætti ég að drífa í því. Ég set oft eitthvað á Twitter sem hefði annars farið í stutta bloggfærslu (eða ekki).

Ég horfði víst á 78 kvikmyndir árið 2010. Ágætur árangur. Ég horfði reyndar á 100 myndir 2009. Ég skrifaði samviskusamlega örstutta kvikmyndagagnrýni fyrir allar þessar myndir.

Ég las nokkrar bækur… ekki alveg viss hversu margar nákvæmlega. Ég þyrfti kannski að fara skrá það betur hjá mér… nota goodreads (meira) eða eitthvað annað.

Þær bækur sem ég man eftir:
Rework
– Áhugaverðar pælingar varðandi vinnuna/rekstur á fyrirtækjum. Góðir punktar. Fljótlesin.
Snuff
– Chuck Palahniuk er alltaf skemmtilega twisted. Samt ekki besta bókin hans.
Pygmy
– Önnur bók eftir Chuck Palahniuk. Frekar skrítin, hún var öll skrifuð í Engrish. En hún var spennandi.
Crush It!
– Maður finnur alveg kraftinn í Gary Vaynerchuk í gegnum þessa bók. Las hana á frekar stuttum tíma – skemmtilegt að lesa hana. Áhugaverð, þótt það var verið að fara yfir mikið af atriðum sem ég vissi nú þegar (vinna að áhugamálinu þínu og nota social media).
Twitter Wit: Brillance in 140 Characters or Less
– Brandarar á Twitter. Ágætlega fyndin.
Shit My Dad Says
– Bókin sem varð til út af @shitmydadsays. Mikið af skemmtilegum og fyndnum sögum + lífsspeki (life lessons).

…fyrir utan allar bækurnar sem ég las að hluta til (forritunarbækur, fiction, non-fiction…). Á t.d. ennþá eftir að klára Linchpin.

Bætt við: Já, ég má ekki gleyma bókunum sem ég les í vinnunni. Ég held alveg örugglega að ég hafi klárað að lesa Sexy Web Design: Creating Interfaces that Work árið 2010.

En, já… svona það helsta um árið 2010. Mjög gott ár.
Ég hef á tilfinningunni að árið 2011 verði jafnvel enn betra :)
Eitt af því sem er spennandi að gerast 2011 er að ég ætla að opna vefverslunina Don Comodo – nánar um það síðar ;)

Rich, cool, smart, handsome

Filed Under: Íþróttir, Bækur, Ferðalög, Heilsa, Kvikmyndir, Ljósmyndir, Projects, Video Tagged With: 230 fifth, afmæli, annáll, þjóðhátið, Birna, djamm, Don Comodo, facebook, hot yoga, Iceland Airwaves, kaffibarinn, KinWins, Mac, new york city, partý, Twitter, vimeo, whentumblrisdown

Fleiri fisheye partý

28. December, 2010 2 Comments

Fjörið heldur áfram… Fisheye lomography vélin er ekta partý myndavél. Ég skildi vélina eiginlega bara eftir hjá Óla í nokkurn tíma (nokkrar vikur minnir mig). Nennti eiginlega ekki að fara sérstaklega og ná í hana – það voru hvort eð er alltaf partý hjá honum, upplagt bara að geyma hana þarna :)

Þetta eru aðallega myndir úr einhverjum partýum síðan í sumar, menningarnótt, afmælinu hans Óla og annað random.

[Read more…] about Fleiri fisheye partý

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: Ásdís, Óli Freyr, Bjössi, filma, fisheye, Hlynur, KBS, Lalli, lomography, partý, Ragga, Sara, Sigga, Solla

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 69
  • Page 70
  • Page 71
  • Page 72
  • Page 73
  • Interim pages omitted …
  • Page 92
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
 

Loading Comments...