• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for 2007

Archives for 2007

Gleðilega hátíð

31. December, 2007 3 Comments

Christmas lights

Ætlaði nú að vera löngu búinn að henda inn kveðju hingað, en whatever…: Gleðilega hátíð! Maður er bara búinn að vera svo upptekinn við að troða í sig kalkúni, riz a la mandé og öðru gúmmilaði, spila Cluedo, horfa á bíómyndir og síðan var ég nett veikur (örugglega eftir allt þetta át).

En já, sei, sei… það voru bara hvít jól eftir allt saman – alltaf jólalegra þegar jörðin er þakin snjó. [insert obligatory white christmas photo]:

white christmas

Síðan komu bara þrumur og eldingar þegar maður var nýbyrjaður að borða jólamatinn – frekar magnað.

Ég er líka búinn að vera leika mér svolítið með nýja leikfangið mitt:

My new toy - Canon EF 35mm f/2 prime lens

Ég stefni á að taka mun fleiri myndir árið 2008 heldur en ég gerði í ár. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í fleiri linsum og öðrum myndavélagræjum.

Hérna eru nokkrar jólamyndir í viðbót:

christmas tree

christmas ornaments

Hvað segiði, er þetta flickr material? Ætti ég að setja eitthvað af þessum myndum á flickr?

Jæja, sjáumst á nýju ári og passið ykkur að fjúka ekki í burtu ;)

I’m smiling because I have no idea what’s going on

Síðast uppfært 18. December, 2009

Filed Under: Bleh, Ljósmyndir Tagged With: bíómyndir, flickr, gjafir, jól, Matur, spila, veður, veikur

Töff tónlist

12. December, 2007 7 Comments

Mér finnst alltaf gaman að uppgötva nýja og góða tónlist. Það er eins og að finna gullmola þegar maður (oft fyrir tilviljun) rekst á eitthvað sem manni finnst algjör snilld. Til að (vonandi) hjálpa lesendum að uppgötva nýja tónlist þá eru hérna nokkur lög sem ég hef rekist á…

Teddybears – Cobrastyle
Þetta var intro lagið í pilot-num á Chuck (sem eru btw frekar góðir þættir). Gífurlega hressandi lag.

Bangers & Cash – Loose
Eitthvað skemmtilegt við þetta lag – mikill kraftur í þessu – kannski ekki ósvipað og annað sem Spank Rock hefur verið að gera (hann er s.s. annar helmingurinn af Bangers & Cash).

She Wants Revenge – Tear You Apart
Heyrði þetta í The Number 23 – passaði mjög vel við myndina.

Róisín Murphy – Dear Miami
Þetta er víst gellan úr Moloko. Seiðandi lag…

Hún er nú búin að klúðra nokkurn veginn öllu sem hún gat klúðrað, þannig að það kom mér svolítið á óvart hvað ég var að fíla þetta lag… Ég held að þetta lag gæti alveg virkað í góðu hljóðkerfi á einhverjum klúbbi með dúndrandi bassa:

Britney Spears – Piece Of Me

Bjössi kom reyndar með góðan punkt:

Tónlistarmenn búa til betri tónlist þegar þeir eru á eiturlyfjum…

(eða eitthvað þannig). Þannig að kannski er hún á réttri braut? Neh…

Talandi um eiturlyf… hérna er smá craziness:
Yo Majesty – Club Action (Chris Bagraiders Sailing to Baltimore Edit)
og meira: Herve & Yo Majesty – Get Low Club Action (Scattermish Timid Fuckup edit)

Snoop Dogg – Sensual Seduction
og dirty útgáfan af laginu: Sexual Eruption
Eins og ég sagði á I am not taxi þá skiptir ekki máli hvað Snoop Dogg gerir, það er alltaf pimp.

Seal – Amazing
Gífurlegur hressleiki í gangi. Síðan er ég líka til gamans með Kaskade Remix og Thin White Duke Main Mix

Var þetta nokkuð of mikið af lögum? :)
Ætti ég að gera meira af svona?

I think I’m destined to be a single, not an album.

Síðast uppfært 15. May, 2008

Filed Under: Tónlist Tagged With: download, mp3

Orðinn alvöru listamaður

29. November, 2007 9 Comments

Nú verður Hlynur alveg brjálaður – neyðir mig örugglega til að segja upp… En já, það virðist sem maður sé orðinn alvöru “listamaður” ;) Fyrsta ljósmyndasýningin sem ég tek þátt í byrjar núna næsta laugardag (1. desember). Ljósmyndasafn Reykjavíkur er með sýningu 1. desember 2007 – 17. febrúar 2008 tileinkuð ljósmyndum af Flickr. Ég las um þetta project í einhverju blaði í haust (eða kannski rakst ég á þetta á flickr eða annarri síðu, man það ekki) og ég sendi inn nokkrar myndir. Hluti af þessum myndum voru samþykktar en eftir að það var búið að skera smá niður voru 3 myndir eftir. Það er búið að prenta út 220 myndir eftir 94 ljósmyndara en síðan verður þeim myndum sem komust í forvalið (500 stykki) varpað á vegg úr myndvarpa.

Þessar tvær myndir verða útprentaðar á sýningunni:

Apple Store - 5th Avenue

« Tók þessa í Apple búðinni á 5th Avenue í New York. Kom skemmtilega út að hafa tröppurnar svona glærar. Ef ég man rétt þá tók ég mynd af þessum tröppum af því að pabbi var að taka mynd af þeim ;)

Christmas Eve

« Þessi mynd var tekin aðfangadagskvöld 2005 – amma heitin og systir mín að “módelast” – alveg ekta jólamynd. Þetta var eiginlega svolítið heppni… ég var bara að leika mér eitthvað, ætlaði að sjá hvernig jólatréð kæmi út ef ég myndi slökkva á flassinu. Það að slökkva á flassinu þýddi að ljósopið var opið í heila sekúndu og alveg magnað hvað myndin er skörp þrátt fyrir það. Líka heppilegt að systir mín hafi verið með þessa jólasveinahúfu – gerir þetta enn jólalegra :)

Ef ég skildi þetta rétt þá verður þessum tveim myndum líka varpað á vegginn, ásamt þessari:

Times Square traffic

« Frekar töff mynd af Times Square. Öll þessi ljós koma skemmtilega út í þessu svartamyrkri. Þarna vorum við “fastir” í traffík en síðan tók ég aðra þar sem við vorum á hreyfingu sem mér finnst líka frekar flott. Eiginlega svipað og með Apple myndina þá fór ég að taka myndir út um gluggann á leigubílnum af því að pabbi var að gera það :)

Já, Flickr er alveg magnað fyrirbæri – vegna þess að ég ákvað að setja ákveðna mynd á Flickr þá er háskóli í New York að nota myndina í bæklingi hjá þeim – ..og núna eru barasta ljósmyndir eftir mig hluti af ljósmyndasýningu á safni. Ekki svo vitlaust að setja upp flickr síðu ef þú hefur áhuga á að koma ljósmyndunum þínum á framfæri.

Sýningin heitir flickr-flakk og heljarstökk (eða “flickr era – digital horizons” á enska mátann). Opnun er núna á laugardaginn 1. desember kl. 16 í Grófarhúsi, Tryggvagötu 15, 6. hæð 101 Reykjavík (sama hús og Borgarbókasafnið). Aðgangur er ókeypis þannig að allir eru velkomnir — og það verða “léttar veitingar” í boði – veit ekki nákvæmlega hvað það er – en ég les bara eitt úr því: Free booze! ;) (ábyrgist samt ekkert)

Þeir sem komast ekki laugardaginn en vilja samt tékka á þessu hafa nægan tíma, eins og ég sagði verður þessi sýning í gangi til 17. febrúar 2008. Samkvæmt heimasíðunni þeirra þá er opnunartími sýninga 12-19 virka daga og 13-17 um helgar.

Hérna eru síðan nokkrar myndir sem ég hef sett nýlega á flickr:

Full moon Elevator shaft Manchester ferris wheel Looking up Empire State This is New York I'm walking here Hyde Park Sunset in Croatia London skyline at night New York City pigeons A dog on Esja Reykjavik Culture Night fireworks Ljubljana tower window « þessi mynd er alveg að eyðileggja symmetríið, var að spá í að sleppa henni bara… Þetta var svo flott síðast.

She looks like a model. Except she’s got a little more ass.

Síðast uppfært 4. November, 2010

Filed Under: Ljósmyndir Tagged With: Apple, ego, fjölskylda, flickr, jól, microformats, new york city, Reykjavík

Hvernig geta þeir gert mér þetta?!

23. November, 2007 6 Comments

What the hell?!? Af hverju var ég ekki búinn að frétta þetta fyrir löngu? Af hverju var ég ekki látinn vita? Þeir eiga náttúrulega að hringja í 24 fan #1 þegar þeir ákveða að fresta sýningum á 24! Allt út af þessu verkfalli hjá handritshöfundunum. Damn it!

Þar sem þeir verða eiginlega að byrja að sýna 24 í janúar þá er líklegt að sería 7 byrji ekki fyrr en í janúar 2009! Ekki geta þeir byrjað að sýna um vorið (ef þetta verkfall verður búið þá) af því að þá myndu síðustu þættirnir vera um sumarið – og það horfir náttúrulega enginn á TV um sumarið. Mjög ólíklegt að þeir myndu gera hlé á seríunni um sumarið og sýna restina um haustið. Eins eru þeir ekki að fara byrja sýna seríuna um haustið – af því að þeir vilja líklega ekki lenda í því sem þeir tóku eftir með fyrstu seríurnar, að missa áhorfendur þegar þátturinn tekur pásu yfir hátíðirnar. Þeir verða að geta keyrt 24 alveg í gegn án nokkurra truflana.

Ástæðan fyrir því að ég var ekki búinn að frétta þetta er líklega að ég reyni að komast hjá því að lesa nokkuð um nýjustu 24 seríuna. Ég komst t.d. að alltof miklu um seríu 7 þegar ég var að rannsaka hvort að þetta væri virkilega satt. Spoilers. Damn it!

Þessi nýjasta sería hefur mátt þola ýmislegt – Kiefer Sutherland var tekinn fyrir að drekka fullur, skógareldar í Kaliforníu trufluðu upptökur og núna þetta verkfall. En Jack Bauer lifir þetta náttúrulega af – eins og allt annað ;)

En þeir eru víst búnir að taka upp 1/3 af seríunni. Ef þetta verkfall reddast fljótlega þá gæti þetta verið upplagt tækifæri til að nýta þennan auka tíma til að vinna að 24 bíómyndinni sem er búið að vera tala um alltof lengi. Þá kæmi alla veganna eitthvað gott úr þessu verkfalli.

Hvernig á maður að meika það að bíða í rúmlega ár í viðbót?! Maður er búinn að hlakka til alveg síðan 6. sería kláraðist. I need to get my Jack Bauer fix! ;) Ég gæti náttúrulega horft á gömlu seríurnar sem ég á og keypt þær seríur sem mig vantar… – hver er til í 24 maraþon? Gætum farið í 24 drykkjuleikinn. Síðan getur maður tékkað á 24inside.com fyrir smá auka viðtöl með crew-inu.

Ég var svona fyrst að spá í að setja þetta á I am not taxi linka bloggið. En þetta er bara of stór frétt fyrir það – þannig að ég henti þessu hingað og skrifaði aðeins meira um þetta. Síðan virðist fólk ekki vera mikið að tékka á þeirri síðu hvort eð er – þannig að þetta hefði farið fram hjá flestum.

Gestir og gangandi mega alveg tékka á I am not taxi og segja mér ef það er eitthvað þarna sem á kannski frekar heima hérna á aðal blogginu.

In case you’ve forgotten, I’m pretty good at disappearing. And if you send anyone after us – I’ll kill them – pretty good at that too!

Síðast uppfært 20. June, 2009

Filed Under: Sjónvarp Tagged With: 24, fréttir, Hollywood, Jack Bauer, skandall

Kvikmyndir

9. November, 2007 8 Comments

Ég hef mikinn á huga á kvikmyndum, mér finnst gaman að horfa á kvikmyndir og ég geri töluvert af því… Ég hef stundum skrifað stuttlega um myndir sem ég hef verið að sjá – en reyndar ekki svo mikið upp á síðkastið. Hugsanlega af því að ég var að skrá það annars staðar. Ég nefninlega setti upp sérstakt svæði fyrir kvikmyndagagnrýni. Átti bara eftir að tilkynna það – twitter aðdáendur fengu reyndar að vita af því fyrir 2 mánuðum.

Til þess að höndla gagnrýnina og stjörnugjöfina nota ég WordPress plug-inið WP Movie Ratings – Gífurlega sniðugt, ég fer bara á IMDb síðuna fyrir myndina og smelli á takka sem ég er búinn að bæta við í browserinn. Síðan skrifa ég smá, gef myndinni stjörnur og sendi þetta inn – voila! Upplagt til að hafa safn yfir þær myndir sem maður er búinn að sjá og hvernig maður var að fíla þær. Síðan er líka möguleiki að einhverjir lesendur hafi áhuga á að vita hvaða kvikmyndir ég hef verið að sjá og hvort ég mæli með þeim – eða hvað?

Hérna eru síðan nokkrar kvikmyndir sem ég ætla að sjá á næstunni:

Untitled J.J. Abrams Project (aka. Cloverfield)

Veit voða lítið um þessa mynd… en þessi teaser er mjög áhugaverður. Á YouTube síðunni fyrir þetta video er fullt af linkum á skrítnar teaser síður sem eru líklega hluti af markaðssetningunni…

[HD trailer á Apple.com]

Wanted

Angelina Jolie og byssur, ég þarf ekki meira ;)

[Trailer í betri gæðum á síðu myndarinnar]

Be Kind Rewind

Jack Black og Mos Def – gæti verið góð blanda. Lítur út fyrir að vera í súrari kantinum, en held að hún gæti verið fyndið.

[Trailer í betri gæðum á Apple.com]

I Am Legend

…þetta er eiginlega teaser. Þessi trailer segir manni aðeins meira:

Síðan eru líka aðrar útgáfur á YouTube.

Gæti verið töff mynd – Will Smith að leika “Palli var einn í heiminum” ;) Bara það að sjá New York algjörlega tóma bætir alveg við kúlskalann.

[HD trailers á Apple.com]

Hérna er líka stutt “prequel” teiknimynd – vel gerð, frekar töff.

Hefur þú áhuga að sjá þessar myndir? Einhverjar aðrar myndir sem þú bíður spennt(ur) eftir að sjá?

Cute and cuddly boys. Cute and cuddly.

Síðast uppfært 27. September, 2011

Filed Under: Kvikmyndir, Tækni, Video Tagged With: Apple, bíó, gagnrýni, plugin, trailer, Twitter, WordPress

Ritstuldur! Fossvogskonan svífst einskis…

27. October, 2007 9 Comments

Ég veit að bloggið mitt er alveg æðislegt, fáránlega vel skrifað og stútfullt af fróðleik sem þúsundir aðdáenda bíða spenntir eftir að lesa… en mér finnst þetta frekar gróft [ok, hún hefur líklega tekið eftir að fólk var búið að fatta hvað hún gerði þannig að hún er búin að læsa blogginu núna – en hérna sjáið þið screenshot af færslunni – síðan er líka alltaf hægt að nota Google cache]. Kannast lesendur eitthvað við textann þarna? Þið getið skoðað færsluna mína Iceland Airwaves 2007 og borið saman – hún hefur bara ákveðið að kópera stóran hluta af færslunni minni og nota á blogginu sínu. Síðan bætir hún við einhverju bulli sjálf í lokinn á færslunni. Já, hún setti líka svona glæsilega (og viðeigandi) hreyfi gif-mynd af hundi þarna efst. Gaman að þessu.

En ég virðist ekki vera eina fórnarlambið í stóra ritstuldar málinu. Rakst fyrir tilviljun á þetta blogg (áður en ég fattaði að fossvogskonan hafði stolið frá mér líka). Síðan er DrumaTix búinn að finna fleiri síður sem hafa lent í þessu. Eitt sem ég tók eftir – fórnarlömbin eiga eitt sameiginlegt, þau nota öll WordPress. Kannski er Fossvogskonan að nota einhverja WordPress leitarvél til að finna efni…

Eftir smá rannsóknarvinnu fann ég út að hún stendur líklega líka bakvið http://www.123.is/lalla/ – Hún er reyndar búin að læsa þessu bloggi en Google er með gamalt afrit þar sem kemur fram:

Önnur vefsíða:
http://fossvogskonan.blogspot.com/

Um:
Er komin með nýtt blogg, þetta verður aðeins fyrir myndir, sem eru ennþá opnar

Síðan ef maður fer að grafa aðeins lengra virðist sem hún heiti Þorbjörg og búi… jú, í Fossvoginum.

Hún er líklega líka með þetta blogg – þetta virðist líka verið að mestu stolið (myndirnar þarna eru alla veganna af mörgum mismunandi 123.is bloggum). [ok, hún er líka búin að læsa þessu bloggi – busted! It’s all over]

Þetta er kannski trick hjá henni til að fá smá athygli. Það virðist alla veganna sem það hafi tekist. Þetta er líka sniðug lausn ef þú veist ekki hvað þú átt að blogga um – bara nota það sem aðrir eru að blogga ;)

En nú þegar hún er búin að loka bloggunum sínum væri fróðlegt að vita hvort hún haldi áfram að kópera blogg færslur hjá öðrum og setja á bloggin sín… Kannski er hún bara að safna saman skemmtilegum færslum svo hún geti auðveldlega skoðað þær aftur seinna. Hver veit…

Þetta er frekar fyndið allt saman. Gaman að svona rugli :)

My cup size and IQ work in perfect harmony

Filed Under: Fyndið, Tækni Tagged With: blogg, Google, rugl, WordPress

  • Page 1
  • Page 2
  • Page 3
  • Interim pages omitted …
  • Page 7
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me