• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Ljósmyndir

Ljósmyndir

Ég er Hannes Smárason – Big Pimpin

16. November, 2008 3 Comments

Útvarpsstöðin X-ið er búin að vera með leik í gangi þar sem fólk átti að senda þeim tölvupóst með subject-inu “Ég er Hannes Smárason” – svona nett djók til að gera grín að þessum útrásarvíkingum. Mér finnst ekki leiðinlegt að taka þátt í leikjum þannig að ég sendi þeim póst. Svo núna síðasta föstudag í kringum 16 fékk ég símtal – og svaraði “Hannes” og þá spurði viðkomandi “Hannes Smárason?” … ég var s.s. dreginn út í þessum leik og vinningurinn var ekki af verri endanum. X-ið vildi hjálpa fólki að lifa í eitt kvöld eins og þessir útrásarvíkingar og dagskráin hljóðaði upp á pizzu-veislu á Eldsmiðjunni og eftir það væri það limmó sem færi með liðið á Bar 11 í bjórveislu.

Þannig að ég fór snemma úr vinnunni til að ná í gjafakortið á Eldsmiðjuna og síðan hafði ég samband við crew-ið til að bjóða þeim í bling-bling, big pimpin kvöld. Við hittumst á Eldsmiðjunni, borðuðum pizzur eins og þær gerast bestar og svo hringdi ég á limósínuna. Stuttu seinna kom hvíti risastóri stretched Hummer-inn sem rúntaði með okkur um bæinn.

Það er hægt að segja að við vöktum töluverða athygli – sérstaklega hjá túristunum sem hafa ekki heyrt annað en það sé allt í rugli hérna og Ísland að fara á hausinn. En þá koma bara einhverjir vitleysingar rúllandi niður Laugarveginn á stærsta limmó landsins.

Síðan þegar við vorum búnir að krúsa í svona ca. klukkutíma stoppaði bílstjórinn á Hverfisgötu og við fórum á Bar 11 þar sem var bara ókeypis bjór (og 1, 2 staup) á línuna …eða svona þangað til þeir köttuðu á okkur í kringum eitt leytið. En þá hélt partýið bara áfram á öðrum stöðum borg óttans.

Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið í limósínu – þetta var algjör snilld og vissulega tók ég nokkrar myndir…

[Read more…] about Ég er Hannes Smárason – Big Pimpin

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: bjór, bling bling, kreppa, leikur, limmó, partý, pimp, pizza, vinningur

Norðurljós – Aurora Borealis

30. October, 2008 2 Comments

Fyrst maður býr nú á Íslandi er alveg nauðsynlegt að ná nokkrum myndum af norðurljósunum – sem kallast víst Aurora Borealis hjá þeim sem vilja vera fancy. Ég var að fara út með ruslið fyrr í kvöld þegar ég sé norðurljós sem teygðu sig yfir allan himininn… ég þaut inn til að ná í myndavélina og þrífótinn – af því síðast þá hurfu norðurljósin frekar fljótt, eða þau dofnuðu mikið…

Þetta voru nú ekki mjög sterk norðurljós þetta kvöldið (kannski hægt að kenna ljósmenguninni í borginni um) en ég stóð þarna og smellti af nokkrum myndum – meira ruglið, ég sem er búinn að vera með smá kvef og hálsbólgu. Ég meira að segja hljóp inn til að skipta um linsu – prófa hvernig norðuljósin kæmu út í fisheye.

Nokkrar myndir komu ágætlega út en ég held að maður þurfi að fara smá út úr borginni til að taka almennilega norðurljósa-ljósmyndir – maður hefur t.d. séð slatta af þannig myndum frá Þingvöllum.

[Read more…] about Norðurljós – Aurora Borealis

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: aurora borealis, þrífótur, fisheye, norðurljós

Iceland Airwaves 2008 – day 4 – partýið heldur áfram – myndir!

20. October, 2008 2 Comments

Síðasti dagur Iceland Airwaves 2008. Skellti mér á smá off-venue dæmi í Skífunni – hef ekki gert það áður. Við Bjössi ætluðum að tékka á Munich sem áttu að vera kl. 17 en þegar við komum rúmlega fimm var einhver íslensk hljómsveit að stilla sér upp – greinilega búið að breyta dagskránni, aftur, án þess að tilkynna það neins staðar, aftur. En það var nú bara fínt – þetta var s.s. Mammút sem voru að spila þarna – fín íslensk tónlist. Síðan spilaði Munich kl. 18 – ágætt danskt rokk í rólegri kantinum.

Fór heim, borðaði kvöldmat og undirbjó að fara aftur út… Planið var að byrja á Listasafni Reykjavíkur en þegar við komum var röðin fyrir utan sú lengsta sem ég hef séð á Airwaves – hún náði að Tollhúsinu og lengra. Maður var ekki að nenna að húka í þessari röð í 2 tíma eða meira þannig að við ákváðum bara að fara á Tunglið þar sem var engin biðröð. Þar var Steed Lord að klára settið sitt. Næst var það Pnau sem var algjör snilld – þvílíkur kraftur í þeim, klikkað partý. Ég var líka að fíla þessa visuals sem voru á skjánum fyrir aftan þá – animated graphics fyrir hvert lag. Viðbót: Reyndar skandall að þeir kláruðu ekki settið sitt af því að rafmagnið klikkaði eitthvað, slökknaði á græjunum í miðju lagi…

Næst á dagskrá var Crystal Castles – það var svona nett geðveiki, crazy hardcore elektró og söngkonan var svona nett psycho á því. Þegar þau voru búin henti trommarinn trommusettinu ofan á áhorfendur – rock & roll.

Þá beið maður bara spenntur eftir aðalatriðinu, Yelle. Það var náttúrulega snilld, klikkað partý og ég lifði tónleikana af án þess að slasa mig alvarlega ;) Smá photo mania í gangi – tók alveg slatta af myndum af Yelle. You have been warned… Total pakkinn fyrir þetta kvöld er 229 myndir. Eftir Yelle var það bara áfram partý, partý, partý… Hópurinn fór á Nasa og síðan aftur á Tunglið.

Ég hefði nú verið til í að sjá CSS og Vampire Weekend en kvöldið heppnaðist samt mjög vel, var í raun algjör snilld. Það hefði pottþétt endað allt öðruvísi ef maður hefði komist inn á Listasafnið, þá hefði maður hugsanlega ekki komist inn á Tunglið til að sjá Yelle.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2008 – day 4 – partýið heldur áfram – myndir!

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Iceland Airwaves, tónleikar, tunglið, yelle

Iceland Airwaves 2008 – day 3 – elektró partý á Tunglinu – myndir

18. October, 2008 1 Comment

Þriðji dagur Iceland Airwaves ’08, húrra fyrir því. Maður fór beinasta leið á Tunglið og var þar allt kvöldið – nokkuð heppilegt þegar það er góð dagskrá allt kvöldið á einum stað, þá þarf maður ekki að vera hlaupa á milli tónleikastaða og bíða í biðröð í skítakulda. Við mættum kringum 21 og þá voru BB & Blake að klára settið. Maður sá á einum vegg þarna dagskrána fyrir kvöldið og það var örlítið öðruvísi en plan-ið í official schedule bæklingnum sem maður var að nota til að plana Airwaves kvöldin. Það var búið að breyta tímasetningunum aðeins, taka út Michael Mayer og bæta við Kap10Kurt. Veit ekki af hverju…

Þótt það hafi nú ekki haft mikil áhrif á mig þá finnst mér frekar lélegt að breyta dagskránni án þess að tilkynna það neins staðar. Það hefði nú ekki verið flókið að tilkynna það á icelandairwaves.is eða senda póst á póstlistann – jafnvel að pósta því á twitter (af hverju er Iceland Airwaves ekki með twitter account?).

Eftir BB & Blake tóku við Bloodgroup – kúl stöff, flott íslenskt elektró. Svo kom Kap10Kurt sem af hreim aðal gaursins að dæma er líklega þýskur – mjög góð keyrsla í gangi, hardcore electro. Nordpolen voru næstir – það var engin geðveik stemmning í þeim, það fækkaði líka töluvert á staðnum eftir Kap10Kurt.

En það var fljótt að fyllast aftur – greinilega mikill áhugi fyrir næsta atriði, Familjen. Það var gjörsamlega stappað á stuttum tíma. Gífurlegur troðningur og maður ósjálfrátt endaði nánast fremst í þvílíku svitabaði – en það er bara stemmning í því… Familjen voru að gera góð hluti – áhorfendur voru alveg að missa sig og nokkrir hrópuðu ákaft eftir slagaranum Det snurrar i min skalle sem er örugglega eina lagið sem margir þarna hafa heyrt.

Síðan sá maður gusgus annað kvöldið í röð, í þetta skiptið var þetta Gus Gus (Instrumental) – s.s. með minimal söng. Gott session – voru að taka marga góða slagara sem var áhugavert að heyra instrumental.

Síðasta sem maður sá var Simian Mobile Disco – var reyndar ekki alveg full mannað, bara einn gaur að DJ-ast en gott session, gott partý.

Photos. Photos. Photos. Fullt af ljósmyndum! Check it…

[Read more…] about Iceland Airwaves 2008 – day 3 – elektró partý á Tunglinu – myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: elektró, gusgus, Iceland Airwaves, tónleikar

Iceland Airwaves 2008 – day 2 – Fuck Buttons, Gus Gus og Young Knives – myndir

17. October, 2008 4 Comments

Annar dagur Airwaves ’08. Mætti svona í seinna lagi, kringum 22, á Listasafn Reykjavíkur þar sem Fuck Buttons voru byrjaðir að spila. Mjög sérstök tónlist sem þeir spila – temmilegt elektró surg, en þeir voru með ágætlega melódískt surg inn á milli. Ég var líka að fíla trommu session-ið þeirra. Áhugavert stöff…

Síðan var það tríóið Gus Gus sem steig á stokk. Þeir voru að spila mestmegnis nýtt stöff af væntanlegri plötu (ég kannaðist alla vega ekki alveg við það sem þeir voru að spila) en tóku síðan Moss í lokinn og þá varð allt vitlaust. Góð keyrsla hjá þeim en ég veit ekki alveg með þessi nýju lög, voru ekki alveg að grípa mig strax (ekki eins mikið og gömlu góðu Gus Gus slagararnir) en kannski þarf maður bara að hlusta á þetta nokkrum sinnum. Þeir voru með kúl ljósa-show og síðan voru þeir með gervisnjó til að skapa smá rave stemmningu.

Eftir að það var búið að klappa Gus Gus upp og þeir búnir með uppklöppunar-lagið hélt maður áleiðis á Nasa til að tékka á Young Knives. Hressir og nördalegir indie-rokkarar frá Englandi. Ágæt lög hjá þeim, ekkert æðislegt, en fín indie rokk lög.

Photos? You betcha! Fullt af ljósmyndum… sumir myndu kannski segja of mikið af myndum – en það er svona þegar maður er trigger-happy.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2008 – day 2 – Fuck Buttons, Gus Gus og Young Knives – myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: elektró, gusgus, Iceland Airwaves, listasafn reykjavíkur, nasa, reykjavik art museum, rokk, tónleikar

Iceland Airwaves 2008 – day 1 – Biffy Clyro – MYNDIR!

16. October, 2008 3 Comments

Iceland Airwaves 2008 er byrjað. Algjör snilld, þetta er eiginlega hápunktur hvers árs hvað varðar það sem er að gerast hérna á klakanum, alla vega tónlistarlega séð. Við fórum á Nasa beint eftir baddann – grenjandi rigning og killer löng röð fyrir utan. En sem betur fer komst maður frekar fljótt inn. Þar voru rótararnir að gera allt ready, glamra á gítara og trommur, 1, 2, hello… Agent Fresco voru greinilega nýbúnir.

Maður beið spenntur eftir Biffy Clyro – var búinn að hlusta á þá smá áður og var að fíla ágætlega. Mjög góðir tónleikar hjá þeim – fullt af góðum lögum og þeir rokkuð feitt. Temmilega hart – enda var þetta Kerrang! kvöld.

Já, já, Iceland Airwaves ’08 rétt að byrja og geri ráð fyrir að þetta verður gott fjör og mikið eyrnakonfekti eins og fyrri ár – hlakka til að sjá Yelle, CSS (eða Cansei de Ser Sexy sem þýðir víst “þreyttur á að vera kynþokkafullur” – skemmtilegt nafn), Simian Mobile Disco og önnur hress bönd.

Já, ljósmyndir! Slatti af myndum af Biffy Clyro… Mér finnst tónleikamyndir frekar skemmtilegar – það er yfirleitt frekar dimmt en síðan hellingur af ljóskösturum í gangi í mismunandi litum (svart og neon-ljós er að lúkka) og svo mikið action, allt á hreyfingu. Kemur oft skemmtilega út.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2008 – day 1 – Biffy Clyro – MYNDIR!

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Iceland Airwaves, nasa, rokk, tónleikar, veður

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 83
  • Page 84
  • Page 85
  • Page 86
  • Page 87
  • Interim pages omitted …
  • Page 92
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me