• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar
  • Skip to footer

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Norðurljós 11. nóvember 2010

5. December, 2010 Leave a Comment

Fyrir nokkrum vikum síðan var ég að koma heim úr badminton og var litið upp til himins og sá þessi rosalegu norðurljós. Sjaldan sem maður sér svona kröftug norðurljós dansandi um allan himininn.

Þannig að ég dreif mig inn, greip myndavélina, fjarstýringuna og þrífótinn. Maður þarf að hafa hraðar hendur þegar norðurljósin birtast af því að þau hverfa oftast nokkrum mínútum seinna. Þau voru eiginlega horfina svona 20 mínútum seinna og ég náði nokkrum myndum. Það voru reyndar ekki alveg nógu heppilegar aðstæður fyrir norðurljósamyndatökur – mjög hvasst (kuldinn var heldur ekki að hjálpa).

Þar sem það var svona hvasst og til þess að mynda norðurljós þarf maður að hafa ljósopið yfirleitt opið í nokkrar sekúndur (oft 1 eða 2 mínútur) þá eru myndirnar töluvert hreyfðar. Það hefði hugsanlega verið betra ef ég hefði verið með massívari/betri þrífót.

Ég hljóp inn og skipti um linsu. Vildi prófa fisheye linsuna og sjá hvort það kæmi betur út – ná að grípa meira af himinum í einu. En þá voru norðurljós farin að dofna töluvert.

En það var magnað að standa þarna og stara á þessi fyrirbæri – ég held ég hafi aldrei séð norðurljósin svona litrík (rauð, fjólublá, bleik, blá, græn…). Það er ekkert skrítið að ferðamenn séu tilbúnir að borga góðan pening til að sjá þau – og síðan er maður bara bókstaflega með þetta í bakgarðinum sínum.

[Read more…] about Norðurljós 11. nóvember 2010

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: þrífótur, badminton, fisheye, norðurljós

KinWins í alþjóðlegri sprotakeppni

25. November, 2010 3 Comments

Síðustu helgi tók ég þátt í Iceland Startup Weekend og teymið mitt vann að hugmynd sem við köllum KinWins sem er hvatningarleikur á netinu sem sameinar fjölskylduna og gerir hið daglega líf skemmtilegra.

Við unnum keppnina hérna á Íslandi og fengum að halda áfram í alþjóðlega keppni – Global Startup Battle.

Hérna er smá kynningarmyndband sem var gert á 24 klst.:

Það er netkosning í gangi núna (sem lýkur á miðnætti – hugsanlega skv. Bandarísku tímabelti) þannig að ef þú ert að lesa þetta og það er ennþá opið fyrir kosningar væri stórglæsilegt ef þú gætir kosið KinWins (Iceland) á Global Startup Battle síðunni.

Já, það þarf að hafa símann nálægt sér af því að maður fær símtal frá vélmenni – algjör snilld :)

Í vinning er m.a. ferð til San Francisco fyrir teymið þar sem við fáum að kynna hugmyndina frekar. Mig hefur alltaf langað til að fara til Vesturstrandar Bandaríkjanna þannig að þetta væri upplagt tækifæri :)

Þú ert greinilega á undan þinni framtíð

Filed Under: Ferðalög, Projects Tagged With: forritun, KinWins, San Francisco, startup

Danger, Will Robinson

13. November, 2010 3 Comments

Það er stórhættulegt að leggja sig á kvöldin. Maður á að vita þetta, en stundum krassar maður bara vegna þreytu. Maður rankar kannski við sér stuttu eftir að hafa lagt sig, en þá er maður hugsanlega “of langt leiddur” og fastur í klóm svefnsins… ekki með nógu mikla meðvitund til að vera skynsamur og rífa sig úr þessu móki. Síðan vaknar maður um miðja nótt, í öllum fötunum, öll ljósin kveikt og maður er illa súr (ekki beint topp gæða svefn).

Þá loksins fer maður að hátta sig, bursta tennurnar… En þá getur maður nátturulega ekki sofnað.

Ég ætla að tékka hvort það sé ekki eitthvað gott sjónvarpsefni í boði – Fringe eða 30 Rock.

Sent from my iPod.

Filed Under: Örstutt, Heilsa, Sjónvarp Tagged With: svefn

Ekki láta deigið síga

12. November, 2010 Leave a Comment

“Ekki láta deigið síga”

Hvatningarorð bakara?

Filed Under: Örstutt, Fyndið Tagged With: 5 aura brandari, leikur að orðum

Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir

5. November, 2010 2 Comments

Já, já… fullt af myndum sem ég hef náð í úr framköllun nýlega. Fyrstu myndirnar virðast vera nokkrar (misgóðar) frá New York. Síðan nokkrar úr Vesturbænum, sumarbúðstaðurinn og svo afmælið í sumar.

Alltaf gaman að fisheye og double exposure.

[Read more…] about Filmu fetish vol. 3 – Fisheye lomography myndir

Filed Under: Ferðalög, Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, Óli Freyr, Bjössi, filma, fisheye, Haukur, Hlynur, Lalli, lomography, new york city, partý, Sara, Sigga, vesturbærinn

Filmu fetish vol. 2 – Afmæli 2010

2. November, 2010 1 Comment

En síðan er maður stundum bara nokkrar mínútur að klára eina filmu ;) Reyndar bara 15 myndir á þessari filmu, en samt…

Þetta eru myndir úr afmælisteitinu núna í sumar – þegar það var farið að líða svolítið á kvöldið og ég ákvað að hvíla “stóru” vélina (flassið var líka búið að ofhitna). Upplagt að grípa þá í litlu og nettu APS filmuvélina.

[Read more…] about Filmu fetish vol. 2 – Afmæli 2010

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, APS, Óli Freyr, filma, Haukur, Hlynur, partý, Sara, Sigga

  • « Go to Previous Page
  • Page 1
  • Interim pages omitted …
  • Page 76
  • Page 77
  • Page 78
  • Page 79
  • Page 80
  • Interim pages omitted …
  • Page 115
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Leita að efni

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

Önnur verkefni

  • Bulby – Brainstorming App
  • Don Comodo – Bolir o.s.frv.
  • Remote Sparks – Async Work

Copyright © 2025 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me