Rölti niður í miðbæ 17. júní til að tékka á stemmningunni og taka nokkrar myndir. Það var ágætt veður þótt það komu nokkrir dropar inn á milli.
Það eru alveg nokkrar myndir sem komu nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá.
Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)
Rölti niður í miðbæ 17. júní til að tékka á stemmningunni og taka nokkrar myndir. Það var ágætt veður þótt það komu nokkrir dropar inn á milli.
Það eru alveg nokkrar myndir sem komu nokkuð vel út þótt ég segi sjálfur frá.
Ég nennti ekki að hanga inni í þessu góða veðri þannig að ég greip myndavélina, setti á 35mm linsuna, UV filter og lenshood og rölti út í buskann.
Þetta eru mjög random myndir – en ég ákvað að setja þetta bara allt inn…
[Read more…] about Vesturbærinn – sunnudags ljósmynda-göngutúr
Iceland Airwaves 2008 er byrjað. Algjör snilld, þetta er eiginlega hápunktur hvers árs hvað varðar það sem er að gerast hérna á klakanum, alla vega tónlistarlega séð. Við fórum á Nasa beint eftir baddann – grenjandi rigning og killer löng röð fyrir utan. En sem betur fer komst maður frekar fljótt inn. Þar voru rótararnir að gera allt ready, glamra á gítara og trommur, 1, 2, hello… Agent Fresco voru greinilega nýbúnir.
Maður beið spenntur eftir Biffy Clyro – var búinn að hlusta á þá smá áður og var að fíla ágætlega. Mjög góðir tónleikar hjá þeim – fullt af góðum lögum og þeir rokkuð feitt. Temmilega hart – enda var þetta Kerrang! kvöld.
Já, já, Iceland Airwaves ’08 rétt að byrja og geri ráð fyrir að þetta verður gott fjör og mikið eyrnakonfekti eins og fyrri ár – hlakka til að sjá Yelle, CSS (eða Cansei de Ser Sexy sem þýðir víst “þreyttur á að vera kynþokkafullur” – skemmtilegt nafn), Simian Mobile Disco og önnur hress bönd.
Já, ljósmyndir! Slatti af myndum af Biffy Clyro… Mér finnst tónleikamyndir frekar skemmtilegar – það er yfirleitt frekar dimmt en síðan hellingur af ljóskösturum í gangi í mismunandi litum (svart og neon-ljós er að lúkka) og svo mikið action, allt á hreyfingu. Kemur oft skemmtilega út.
[Read more…] about Iceland Airwaves 2008 – day 1 – Biffy Clyro – MYNDIR!
Ætlaði nú að vera löngu búinn að henda inn kveðju hingað, en whatever…: Gleðilega hátíð! Maður er bara búinn að vera svo upptekinn við að troða í sig kalkúni, riz a la mandé og öðru gúmmilaði, spila Cluedo, horfa á bíómyndir og síðan var ég nett veikur (örugglega eftir allt þetta át).
En já, sei, sei… það voru bara hvít jól eftir allt saman – alltaf jólalegra þegar jörðin er þakin snjó. [insert obligatory white christmas photo]:
Síðan komu bara þrumur og eldingar þegar maður var nýbyrjaður að borða jólamatinn – frekar magnað.
Ég er líka búinn að vera leika mér svolítið með nýja leikfangið mitt:
Ég stefni á að taka mun fleiri myndir árið 2008 heldur en ég gerði í ár. Aldrei að vita nema ég fjárfesti í fleiri linsum og öðrum myndavélagræjum.
Hérna eru nokkrar jólamyndir í viðbót:
Hvað segiði, er þetta flickr material? Ætti ég að setja eitthvað af þessum myndum á flickr?
Jæja, sjáumst á nýju ári og passið ykkur að fjúka ekki í burtu ;)
Það er ekkert lítið hvað maður er sáttur með þetta veður – bara sól og blíða marga daga í röð. Svona á þetta að vera. Ég held að fólk ætti alveg að sleppa því að kolefnisjafna sig – þessi gróðurhúsaáhrif eru að gera góða hluti ;) Það er nú búið að hóta manni verra veðri næstu daga en ég segi að þetta sé bara eitthvað tímabundið – svona rétt til að bændurnir fái smá rigningu. Ég ætla að panta svona gott veður út sumarið (og jafnvel eitthvað lengur).
Sumar (og sérstaklega þegar það er svona gott veður) þýðir náttúrulega eitt: Grill. Maður er búinn að grilla nokkrum sinnum nú þegar og enginn ástæða til að hætta núna – alltaf til að í að grilla með einhverju góðu crew-i.
Fór á tónleika með The Rapture í síðustu viku – mjög góðir tónleikar. Motion Boys hituðu upp með nokkrum hressum lögum áður en The Rapture stigu á stokk. The Rapture eru hressir New York gaurar sem spila skemmtilega tónlist sem mætti kannski kalla “fast-tempo rock”, “e-pillu rokk” eða bara “partý rokk” og náðu þeir að halda uppi nokkuð góðri stemmningu. Gaman að heyra í þeim aftur, þetta er svona hljómsveit sem er eiginlega skemmtilegra að hlusta á/sjá á tónleikum heldur en bara að hlusta á af plötu – maður man ennþá hvað þeir komu skemmtilega á óvart á Airwaves 2002.
Ég held að það sé næsta víst að Vegamót sé langbesti staðurinn – enginn annar sem er nærri því jafn góður. ’nuff said.
Já, Die Hard 4.0.3 beta segiru… Alveg að fíla hana, olli sko ekki vonbrigðum – John McClane er ennþá badass. Fínasta action-mynd og klassískur sumarsmellur. The Lookout er líka nokkuð góð mynd, kannski svolítið róleg á köflum en fín spennumynd.
Nákvæmlega! – ég hef lengi verið að velta fyrir mér af hverju það er ekki til eitthvað svona. Það væri t.d. hægt að setja upp svæði þar sem fólk gæti eyðilagt bíla sem á hvort eð er að kremja í kassa. Þá þyrftu sumir kannski ekki að fríka út á nýja og fína bíl í Hafnarfirði.
Samkvæmt mínum heimildum varð bloggið 1 árs í vikunni – ég trúi því ekki að það sé enginn búinn að gefa mér gjafir. Jæja, þá fáið þið enga köku. Það er möguleiki að ég geri eitthvað sérstakt til að fagna þessum áfanga – flikka eitthvað upp á lúkkið eða henda inn smá dóti sem ég er víst búinn að lofa í langan tíma.
Ég var að frétta að ónefndur einstaklingur hefur átt erfitt með að commenta – hafa fleiri lent í því? Ef svo er, endilega commentið ;) Aglavegna – reynið að ná sambandi við mig gegnum aðrar leiðir. Ég veit ekki til þess að það ætti að vera eitthvað að valda vandræðum…
Já, eitt í viðbót – ég er víst búinn að færa mig yfir til Símans. En ég held vissulega númerinu mínu. Kannski vert að láta fólk vita af því svo það fái ekki áfall þegar það fær himinháan reikning eftir að hafa talað við mig í fleiri klukkustundir samfleytt (á meðan það hélt að það væri að borga geðveikt ódýran Vodafone í Vodafone taxta).
Ég er á fullu í prófum núna – 2 búin, 1 eftir. En ætli maður skelli sér ekki samt á Zoolander 2. Hún er víst að fá ágæta dóma, Craig alveg að standa sig – hann kom meira að segja með nýtt lúkk sem hann kallar “Royale”:
Maður er búinn að sjá smá úr Casino Royale og hann er alltaf með þetta killer Zoolander lúkk. Þannig að upp á djókið bjó ég til þennan skemmtilega póster. Fólk getur smellt til að sjá stærri útgáfu.
Annars lá við að maður hefði snjóað inni í gær. Flestir á 3ja ári voru að klára sitt síðasta próf í gær þannig að það var smá hittingur í Kópavoginum. Þegar maður leit út um gluggann seinna um kvöldið var komin lárétt snjóhríð. Þetta leit nú ekki út fyrir að vera mikið en þegar maður var á leiðinni heim þá var búið að snjóa töluvert og það tók talsvert langan tíma að komast á leiðarenda þar sem farið manns var á rennisléttum sumardekkjum. Eins gott að maður gat reddað sér fari heim því það var víst allt í rugli – vesen með leigubíla, björgunarsveitir kallaðar til og læti…