• Skip to primary navigation
  • Skip to main content
  • Skip to primary sidebar

I am official station

Ljósmyndir, kvikmyndagagnrýni, ferðasögur, fréttir af Hannesi og annað skemmtilegt :)

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me
You are here: Home / Archives for Bjössi

Bjössi

Steggjun Trausta 8. júní 2012

28. August, 2012 Leave a Comment

Í síðasta mánuði gifti Trausti sig, en fyrr um sumarið steggjuðum við félagarnir hann. Með hjálp frá vinnu Trausta bókuðum við hann á plat vinnufund, en tókum á móti honum á flugvellinum. Ég var duglegur á myndavélunum allan daginn ;)

Ég og Björn sátum svo sveittir yfir öllu efninu og klipptum saman þetta snilldar myndband (þótt ég segi sjálfur frá) sem var frumsýnt í brúðkaupsveislunni. Myndbandið er núna komið á Internetið svo allir geti notið þess :)

Steggjun Trausta 8. júní 2012

Don’t be dared to do stupid things by people with missing limbs

Filed Under: Video Tagged With: Bjössi, partý, Trausti

KB mynd fyrir stegginn (Trausta)

9. June, 2012 Leave a Comment

via Instagram http://instagr.am/p/Lo5M7AD1mV/

Filed Under: Farsímamyndir Tagged With: Bjössi, Instagram, kaffibarinn, Trausti

Meira fisheye fjör – Miðsumarspartý í Menningarsetrinu og Halloween partý

29. April, 2012 Leave a Comment

Miðsumarspartýið heldur áfram (fyrri hlutinn er hérna). Síðan er þarna 1 mynd sem ég tók úr svaðilför sem við fórum í þegar við vorum á Bræðslunni síðasta sumar. Fórum nokkur úr hópnum í smá ferðalag afmælisdaginn minn inn í fjörð sem var þarna nálægt – og við urðum næstum því bensínlaus uppi á fjalli ;) Við böðuðum okkur í þessum læk.

Í lokinn eru myndir úr Halloween partý hjá Frikka og Betu.

[Read more…] about Meira fisheye fjör – Miðsumarspartý í Menningarsetrinu og Halloween partý

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: afmæli, Ásdís, Óli Freyr, Bó, Birna, Bjössi, Bræðslan, Elísabet, filma, fisheye, Frikki, Halla, Halloween, Hlynur, KBS, Lalli, lomography, Menningarsetrið, partý, Ragga, Sara, Sigga, sumar

Fisheye fjör – sumar, gleði & partý

29. April, 2012 1 Comment

Um daginn fann ég 2 filmur sem ég átti eftir að framkalla. Ég skellti þeim í framköllun og þetta er fyrri hlutinn. Mér sýnist þetta vera partý í Menningarsetrinu í fyrra (vor/sumar) og afmæli þar sem við Óli, Hlynur og Lalli vorum ráðnir sem “crew” til að taka afmælið á næsta stig ;) Svo er það aftur partý á Menningarsetrinu, í þetta skipti Miðsumarspartý (sem var algjör snilld).

[Read more…] about Fisheye fjör – sumar, gleði & partý

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir Tagged With: Ásdís, Óli Freyr, Bó, Birna, Bjössi, Elísabet, filma, fisheye, Hlynur, Katrín, KBS, Lalli, lomography, Menningarsetrið, partý, Ragga, Sara, Sigga

Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

24. October, 2011 Leave a Comment

It’s on! Laugardagurinn – mesti partý-dagurinn á Airwaves 2011? Hugsanlega, alla vega hjá mér – upplagt að nota tækifærið og fagna því að ég var búinn að skila hópverkefninu af mér ;)

Þegar ég var búinn að skila verkefninu fór ég á Hótel Plaza sem var “Media Center” fyrir Airwaves ’11 og þar var einnig verið að selja Iceland Airwaves ’11 swag. Ég ætlaði mér að kaupa einhvern kúl Airwaves bol – veit ekki hvort fólk hafi tekið eftir því að ég elska boli ;) – en síðan sá ég líka þessa flottu (limited edition) hettupeysu sem ég bara varð að fá mér líka. Núna á ég boli frá Airwaves 2009 (2 stk.), 2010 og 2011 – ég mun að öllum líkindum halda þessari seríu áfram :)

Þegar ég kom heim ákvað ég að nota tækifærið og uppfæra símann loksins í iOS 5 sem kom út nokkrum dögum áður. Það tók alveg sinn tíma að uppfæra þannig að ég lagði mig bara á meðan (fékk ekki mikinn svefn nóttina áður).

Þegar ég var búinn að uppfæra símann og leggja mig kom Bjössi að sækja mig. Við röltum svo frá honum í Menningarsetrið til að ná í Hlyn. Leið okkar lág í Listasafn Reykjavíkur. Þegar við mættum var Valdimar og félagar byrjaðir að spila. Maður hafði séð þau áður á miðvikudeginum – en núna á örlítið stærra sviði ;) Alltaf góð – ljúfir tónar.

Næst á dagskrá voru Other Lives. Mjööög gott. Kom skemmtilega á óvart. Gott vibe. Svo var það Austra. Mjög fínt. Very nice. Gott partý. Nett elektró.

Já, maður rak augun í nokkrar Iceland Airwaves hefðir… Fólkið sem hampar ananas og sveiflar honum fyrir ofan sig – veit ekki alveg hver pælingin bakvið það er. Síðan eru það LOST gaurarnir sem maður hefur séð nokkrum sinnum undanfarin ár. Ég spjallaði smá við þá og þetta var víst 6. árið þeirra í röð á Iceland Airwaves. Þetta er svona smá almenningsþjónusta hjá þeim – þeir eru að hjálpa fólki sem er týnt (t.d. ef þú týnir félögunum) :)

Það var einhver pæling að reyna sjá SBTRKT, en þar sem röðin á NASA var of löng þá hélt partý crew-ið sig bara á Listasafninu. Það var líka allt í lagi af því að GusGus voru næst upp á svið! Þau standa alltaf fyrir sínu. Bara snilld. Gott partý.

Við Bjössi skruppum síðan á NASA. Biðum í röð í kannski 20 mínútur þangað til við komumst inn þar sem við sáum Team Me. Hressir Norðmenn. Gott stöff. Eftir það var haldið á Kaffibarinn til að hitta á restina af liðinu – þar tók við reyndar enn önnur röðin… en það hafðist fyrir rest.

Það að ég var í aðeins meira partý-stuði þetta kvöldið gæti haft einhver áhrif á að ég tók töluvert fleiri myndir (og video) ;) Reyndar búinn að sía smá út þannig að þetta eru ekki allar ljósmyndirnar sem ég tók.

[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 4 – Enn fleiri tónleika-partý-myndir

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tækni, Tónlist Tagged With: Ásdís, Óli Freyr, Bjössi, bolur, Elísabet, Frikki, Hlynur, Iceland Airwaves, iOS, iphone, jonni, kaffibarinn, listasafn reykjavíkur, Menningarsetrið, nasa, skóli

Iceland Airwaves 2011 – Dagur 3 – Fleiri tónleikar. Fleiri myndir.

17. October, 2011 Leave a Comment

Jæja! Dagur #3 af Iceland Airwaves 2011… föstudagur. Tónlistarveislan heldur áfram. Ég byrjaði kvöldið á smá Nýherja-giggi. Einhver “stefnumótunar fögnuður” – snýkja mat og svona ;) Þegar ég var búinn að gleypa í mig alltof mikið af kokteilmat skundaði ég heim og gerði mig tilbúinn fyrir Airwaves. Veðrið var frekar klikkað – úrhelli. Ég náði í Bjössa svo hann þyrfti ekki að ganga í bæinn í þessu veðri. Það var flóð á götunum… lítil stöðuvötn hér og þar.

Við mættum á NASA svona rétt fyrir 20:30 þar sem Hlynur og Óttar voru nú þegar. Samaris voru að spila. Allt í lagi, ekki mjög eftirminnilegt – en þetta eru ungir krakkar, bara að prófa sig áfram.

Næst var það Cheek Mountain Thief sem er að hluta til bresk hljómsveit (held að söngvarinn sé frá Bretlandi og restin frá Íslandi). Nokkuð fínt. Gott vibe. Skemmtileg saga hvernig hljómsveitin varð til – söngvarinn kom fyrir ári á Airwaves 2010 með annarri hljómsveit. Síðan elskaði hann Ísland svo mikið að hann settist að. Hann varð ástfanginn af íslenska fólkinu, og þá sérstaklega einni persónu. Hann dvaldi í Húsavík í nokkra mánuði þar sem hann fann nokkra af hljómsveitarmeðlimunum. Þar nálægt er fjall sem kallast víst Kinnafjall, þú veist “Cheek Mountain” ;)

Á eftir þeim kom Young Magic. Mjög gott. Nettur trans. Minnti smá á Safri Duo – snilldar trommur, góður rythmi. Var að fíla ‘etta. Næst á svið var Niki and the Dove – smá sænsk sýra (sum lögin voru smá súr). Trans dansarar fylgdu með hljómsveitinni og voru að dans uppi á sviði. Þetta var allt í lagi, en stundum var eins og það væri of mikið í gangi, of mikið noise/ekki rétt mixað.

Eftir þetta kom svo tUnE-yArDs sem maður var búinn að heyra fólk tala svolítið um, en ekki búinn að kynna sér ítarlega. Þetta var öðruvísi, en nokkuð gott. Söngstíllinn minnti mig smá á Afríku. Það var mikið action á dansgólfinu. Fínasta stemning.

Við héldum okkur sem fastast á NASA, sem var mjög góð ákvörðun, það var víst mjög löng biðröð fyrir utan. Alltaf gott ef maður getur sloppið við að bíða í röð. Næst á dagskrá á NASA var Clock Opera sem ég var frekar spenntur fyrir að sjá. Þeir voru mjög góðir – virkilega góð tónlist. Topp rokk. Mikil stemning.

Síðasta sem ég sá þetta kvöldið kom virkilega skemmtilega á óvart. Það var Totally Enormous Extinct Dinosaurs. Þetta var gaur með hin og þessi rafhljóðfæri sem fékk aðstoð frá einni söngkonu og tveim dönsurum (sem voru reglulega að skipta um búninga). Sjálfur var hann í risaeðlubúningi og setti á sig endrum og sinnum indíánahatt. Hann spilaði taktfast elektró. Algjör snilld. Gott partý, góð stemning.

Eftir þetta fór ég beint heim – það var skóli kl. 9 daginn eftir (ja, eða s.s. nokkrum klst. seinna). Hressandi :)

[Read more…] about Iceland Airwaves 2011 – Dagur 3 – Fleiri tónleikar. Fleiri myndir.

Filed Under: Gallery, Ljósmyndir, Tónlist Tagged With: Óttar, biðröð, Bjössi, Clock Opera, Hlynur, Iceland Airwaves, nasa, skóli, tónleikar, vinnan

  • « Go to Previous Page
  • Go to page 1
  • Go to page 2
  • Go to page 3
  • Go to page 4
  • Go to Next Page »

Primary Sidebar

Þetta helsta

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me

🎞️ Gömlu photostrip myndirnar 📷

This slideshow requires JavaScript.

Áskrift að nýjum færslum

Skráðu netfangið þitt hérna til að fá tilkynningar þegar ég gef út nýjar færslur.

Copyright © 2021 Hannes · Hafðu samband / Contact me

  • Bloggið
  • Kvikmyndagagnrýni
  • Ljósmyndir
  • Hvað meinaru með official station?
  • Hafðu samband / Contact me